Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 23 ERLENT Frakkland Afram- haldandi liagvöxtur París. AP. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN Frakklands spáði því í gær að hagvöxtur í landinu muni aukast um 3,5% og við það muni 500,000 ný störf skapast án þess þó að verðbólga fari yfír 1,5%. „Franskt efnahagslíf er í vexti fjórða árið í röð og ekki sér enn fyrir endann á þeirri þróun,“ sagði í skýrslu stofnunarinnar. Kom þar jafnframt fram að atvinnuleysi muni minnka og verða undir 9% við árslok, miðað við 11,2% atvinnuleysi í lok árs 1999. Er Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, tók við embætti árið 1997 lýsti hann því yfir að forgangs- verkefni ríkisstjórnar sinnar væri að skapa ný störf og ráða þar með bug á viðvarandi atvinnuleysi í landinu og hefur þróun síðustu ára verið mikill sigur fyrir rfldsstjóm Jospins. Efnahagssamvinnu- og þróunar- stofnunin (OECD) birti í gær svipað- ar tölur hvað varðar efnahagsþróun- ina í Frakklandi en í þeirri skýrslu var þó á það minnst að franska stjórnin verði að hrinda umbótum í ríkisrekstri í framkvæmd ef koma eigi í veg fyrir verðbólgu. -----t-M------ 50% Dana andvíg- evrunni Kaupmannahöfn. AFP. FIMMTÍU prósent Dana munu segja nei þegar atkvæðagreiðsla fer fram um þátttöku landsins í sameig- inlegum gjaldmiðli Evrópu, evrunni, 28. september, að því er fram kemur í niðurstöðum skoðanakönnunar er birtar voru í gær. Könnunin var gerð á vegum Græn- ingja og birtustu niðurstöðurnar í við- skiptablaðinu Börsen. í þeim kemur enn fremur fram, að 43% eru fylgj- andi aðfld, en sjö af hundraði eru óákveðin. Danmörk, Bretland og Sví- þjóð eru einu íTkin í Evrópusamband- inu sem ekki hafa enn samþykkt að taka upp evruna. í frétt Börsen sagði að andstaða í Danmörku við sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu hafi farið vaxandi meðal ungs og eldra fólks og meðal hátekjufólks. Þá sé evran vinsælli meðal karla en kvenna. I enn óbirtri skýrslu sérfræðinga segir aftur á móti að augljósir og langvarandi kost- ir, bæði efnahagslegir og pólitískir, væru við að Danir tækju upp evruna. Reuters íbúi þorpsins La Ermita de La Laguna de Apayo við eitt þeirra húsa sem eyðilögðust 1 jarðskjálftanum í gær. JARÐSKJÁLFTI varð fjórum að bana í Nicaragua í gær, en skjálft- inn mældist 5,9 á Richter-kvarða. Að minnsta kosti 45 manns urðu fyrir meiðslum í kjölfar jarð- skjálftans og um 200 hús eyðilögð- ust á svæðinu Laguna de Apayo þar sem skjálftinn var harðastur. Sá hluti Nicaragua var lýstur hættu- svæði í kjölfar skjálftans og varð nokkurra eftirskjálfta vart og mældist sá stærsti 4 á Richter. Björgunarsveitir leituðu í gær að fólki sem kynni að hafa orðið undir Fjórir farast í jarðskjálfta í Nicaragua í rústum hruninna húsa og var haf- ist handa við að koma upp húsa- skjóli fyrir þá 250 sem misstu heim- ili sín, en um 3.600 manns búa á svæðinu. „Við heyrðum þrumur og skyndi- lega opnaðist jörðin. Við héldum að við myndum deyja,“ sagði Maria Sanchez Ortiz, einn íbúa Laguna de Apayo. „Við sáum vatnið rísa í stöðuvatninu og veggir hússins fóru að hrynja. Leiðin frá vatninu var með öllu ófær.“ Þá lést kona vegna hjarfaáfalls og 34 slösuðust í jarðskjálfta sem mældist 4,2 á Richter-kvarða suður af Istanbúl í Tyrklandi og einnig varð jarðskjálfta vart í austurhluta Taívans í gær og mældist sá skjálfti 4,4 á Richter. Rúmenta Breytt verkaskrá vændis- kvenna Búkarest. Reuters. VÆNDISKONUR í Rúmeníu reyna nú að glæða viðskiptin með því að bjóðast til að vinna húsverk viðskiptavina sinna eftir að hafa veitt þeim aðra þjónustu. Efnahagur Rúmena er bág- ur þessa stundina og hafði eitt dagblaða landsins eftir „umboðsmanni vændis- kvenna“ að margar þeirra hefðu bætt matseld og þrifum við verkaskrá þessarar æva- fornu atvinnugreinar. „Við urðum að finna upp á einhverju nýju af því að fólk er félítið og viðskiptavinir fá- ir. Eftir að hafa leyst [kyn- ferðislegan] vanda þeirra, þrífa stúlkurnar og elda á kostnað hússins," sagði um- boðsmaðurinn og kvað marga karlmenn vera ánægða með þessa nýbreytni. „Margir þeirra búa einir og stúlkurnar losa þá við það þrennt, sem veldur þeim hvað mestri kvöl, kynlíf, þrif og eldamennsku." Hitabylgjan í Suðaustur-Evrópu Ferðamenn flýja skógarelda NORSKA ferðaskrifstofan Ving gerði í gær 160 ferðamönnum sem á hennar vegum dvöldust á grísku eyj- unni Samos að yfirgefa hótel sitt á eyjunni vegna mikflla skógarelda sem kviknað hafa vegna hinnar miklu hita- bylgju í Suðaustur-Evrópu. I frétt Aftenposten í gær kom fram að ekki væri Ijóst hver margir Norð- menn eru á eyjunni, en þeir eru taldir skipta hundruðum. Loka varð flug- velli eyjunnar í gær þar sem eldar geisuðu á um 1.600 hektara svæði, beggja vegna aðalflugbrautar. Alls tóku átta flugvélar og tvær þyrlur þátt í björgunaraðgerðum sem stóðu fram á kvöld. Sterkir norðurvindar í Suðaustur- Evrópu minnkuðu um stund áhrif hitabylgjunnar á svæðinu sem talin er hafa dregið 38 manns til dauða í vik- unni. Á fimmtudag náði hitastigið víða 45° og var veðrakerfið rakið til eyði- merkurlofts sem streymt hefur frá Sahara og haldist yfir Suður- Evrópu. Þótt hitamir hafi verið í rénun í gær er talið víst að hitastig muni hækka aftur á morgun eða mánudag. Eldra fólk hefur orðið illa úti í hita- bylgjunni og margir fengið hjartaáfall í kjölfar hitans. Þá geisa skógareldar víða á grísku eyjunum og á Balkan- skaga og greint var frá því að seint á fimmtudag hafi öryggiskerfi kjam- orkuvers í Rúmeníu farið í gang vegna hitans. Um tíma var 70° hiti inni í byggingu sem hýsir kjarnakljúf- inn. Hitamir hafa þá valdið rafmagns- leysi víða í Bosníu-Hersegóvínu, Makedóníu, Serbíu og Kosovo og er ofnotkun á íoftkælibúnaði kennt um. AP Fólk á gangi í uppþornuðum árfarvegi í Búkarest í gær. Banvænt þörungateppi San Francisco. Reuters. ÞAÐ lítur út eins og mjúkt, grænt, lifandi teppi sem berst fyrir hafs- straumum, en líffræðingar kalla það utanaðkomandi óvætt, sem verður uppmnalegum sjávargróðri að bana, gerir usla í fisldstofnum og veldur umhverfistortímingu í strandbæj- um. Þetta eru þörangar af tegundinni caulerpa taxifolia, og þeir hafa staðið af sér allar tilraunir sem gerðar hafa verið til að hefta útbreiðslu þeirra í Frakklandi, Spáni, Mónakó og á Italíu. Þeir breiddust út um norðan- vert Miðjarðarhafið en nú hefur þeirra í fyrsta sinn orðið vart úti fyr- ir strönd Kalifomíu. Umhverfsiverndarmenn og haf- fræðingar hafa sent út viðvaranir vegna þessa, og fylgjast grannt með þessari nýju ógn sem stafar að við- kvæmu vistkerfi strandarinnai'. „Með tilliti til hugsanlegs tjóns er þessi tegund virkilega alvarlegt vandamál," sagði Robert Hoffmann, starfsmaður Bandarísku fiskveiði- samtakanna. „Þetta kemur, uppræt- ir allar tegundir sem venjulega er að finna á hafsbotninum, og verður síð- an eina tegundin sem leggur undir sig allt svæðið.“ Sjávarlíffræðingar bára fyrst kennsl á þessa tegund við strendur Norður-Ameríku fyrir nokkram vik- um í marhálmi í strandlóni rúmlega 30 km norður af San Diego. Segja vísindamenn það afmarkað tilfelli og leggja áherslu á að engar vísbend- ingar hafi enn komið fram um að þörangamir hafi breiðst út í sjóinn við ströndina. En margir sjávarlíffræðingar ótt- ast að það sé einungis tímaspursmál hvenær þessar harðgerðu vatnajurt- ir, sem vora upphaflega gerðar til að vera til skrauts í fiskabúrum, komist út í sjó og ógni marhálmi og brún- þörangum sem eru undirstaða vist- kerfisins í sjónum úti fyrir strönd- inni. „Þegai' þetta er einu sinni farið úr böndunum, þá er þetta virkilega farið úr böndunum. Þess vegna þurf- um við að grípa til ráðstafana," sagði Hoffman. Einræktungur sleppur Caulerpa taxifolia vakti fyrst eftirtekt sem hraðvaxta jurt er not- uð var til að skreyta sjófiskabúr. Harðgerðara afbrigði hennar var einræktað tfl notkunar í sýningar- keram í sædýrasafni í Stuttgart í Þýskalandi upp úr 1980 og var einn- ig setti í búr í Frakklandi og Mónakó til fegurðarauka. En svo virðist sem afleggjari hafi sloppið úr sjávarlífssafni í Mónakó um 1984 og út í Miðjarðarhafið. í fyrstu þakti þörangurinn um einn fermetra, en fimm áram síðar hafði hann vaxið í einn hektara. Nú hefur þörangurinn breiðst út um allt norð- anvert Miðjarðarhafið og hefui' skaðað ferðaþjónustu, gert skemmtiköfun ómögulega, breiðst yfir upphaflegan sjávargróður, haft áhrif á fiskistofna og gert netaveiðar erfiðar. í fyrstu kann caulerpa taxifolia að hafa virst viðkvæm og falleg jurt, en einræktaða evrópska afbrigðið hef- ur reynst skeinuhætt, þrífst á meira dýpi og í kaldara vatni og getur lifað allt að tíu daga á þurra landi. Þótt þörungurinn sé hættulaus fólki er í honum eitur sem getur haft áhrif á egg sumra sjávardýra og drepið margar örverar. Fiskabúr sökudólgurinn Vísindamenn segja þetta líkjast teppi sem lagt er yfir hafsbotninn þar sem það sýgur í sig alla næringu og útrýmir öðram tegundum. Hoffman sagði að sýkingin við Kalifomíustrendur hefði að öllum líkindum orðið með þeim hætti að einhver hefði losað úr fiskabúri í nið- urfall. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að drepa óvættinn með því að þekja þörangana með tjörguðum segldúk sem síðan verður sprautað- ur með illgresiseyði. Andrew Cohen, sjávarlíffræðing- ur við Árósastofnunina í San Francisco, hafði forgöngu um það að Bandaríkin bönnuðu innflutning á caulerpa taxifolia í fyrra á þeim for- sendum að um væri að ræða mein- gróður. Hann segir að tilfellið suður af San Diego þurfi ekki endilega að þýða að vistkerfið við Kaliforníu- strönd líði undir lok. „Við erum eins vel í stakk búin og mögulegt er til að útrýma þessu fyrsta tilfelli," segir hann. En hann telur að meinið sýni vel hve viðkvæm hin samtengdu vistkerfi heimsins væra, þar sem venjulegt fiskabúr gæti gegnt lykilhlutverki í eyðingu á gífurlega stóra, opnu hafsvæði. „Við þuríum að læra meira um svona ógnir,“ segir Cohen. „Það era allar líkur á að fleiri afleggjarai' af þessum einræktungi séu í fiskabúr- um eða verslunum í landinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.