Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 21 ÚR VERINU Morgunblaðið/Björn Gíslason Áhöfn Gullfaxa, Kristinn Arnberg skipsljóri, Magnús Þór Ársælsson, Sigurvin Jón Halldórsson og Kristinn Arnberg Kristinsson við lúðurnar góðu í Grindarvíkurhöfn. „Svakalegar lúður“ GULLFAXI GK 14 kom að landi í Grindavfk í fyrrakvöld með þrjú tonn af lúðu en þar á meðal voru tvær risalúður. Kristinn Arnberg skipsljóri segir að lúðurnar stóru hafi veiðst á Fjöllum um 120 mílur vestur af Garðskaga. Lúðurnar eru hvor um sig yfír 200 kílóa þungar og eru um tveggja metra langar. „Þetta eru svakalegar lúður,“ segir Kristinn. „Við fengum aðra í gær en hina í fyrradag. Það gekk vel að koma þeim um borð enda eru vanir menn hér um borð. Þess- ar stóru lúður eru ekkert sérstak- lega verðmætar enda þykir stór fískur yfirleitt ekki eins góður og sá smærri. Heildaraflinn í ferðinni var þrjú tonn þannig að þetta var mjög góður túr.“ Kristinn segir að lúðan sem þeir veiði sé sett í gáma og flutt erlend- is og þá leið fara lúðurnar stóru. Ágæt veiði undanfarið VEIÐAR á loðnu og kolmunna hafa verið með ágætum undanfarið. Fimm kolmunnaskip eru á miðun- um og hefur verið ágætis veiði í Rósagarðinum. Sex bátar voru á loðnumiðunum í gær og voru þeir staddir norður undir miðlínu. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva er búið að landa rúmlega 30 þúsund tonnum af loðnu það sem af er sumarvertíð- inni og eftirstöðvar útgefins loðnu- kvóta eru því um 388 þúsund tonn. Tiltölulega fá loðnuskip voru á miðunum í gær, segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Óla í Sand- gerði AK, en hann var við það að fylla sig þegar Verið náði tali af honum í gærmorgun. „Við erum búnir að fylla núna og erum að dæla afganginum úr nótinni yfir í Grind- víking. Við komum hér í gærkvöldi og erum að fylla núna en veiðin hef- ur verið ágæt undanfarið. Þrátt fyr- ir að veiðin sé ágæt er frekar dauft yfir þessu og menn eru að kasta mikið þar sem það er lítið að finna. Reyndar urðu menn vel varir aðfaranótt fimmtudags en það róað- ist aftur þegar leið á daginn. Það er því óhætt að segja að það sé veiði en það er enginn kraftur í henni,“ segir Guðlaugur. Notaðar búvélar á kostakjörum Mikil verðlækkun Mikið úrval Ingvar Helgason hf. Sœvarhöföa 2 - Sírni 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild - E-mail: veladeild@ih.is Kristrún veiðir karfann á línu LÍNUBÁTURINN Kristrún RE 177 hefur að undanförnu verið á karfaveiðum á Reykjaneshrygg og segir Halldór Gestsson skipstjóri að veiðin hafi verið ágæt undanfarið. „Þetta hefur verið svolítið nudd und- anfarið en annars ganga veiðarnar ágætlega. Það hafa verið að koma um 10 tonn á lögnina en línan er ekki látin liggja lengi. Við leggjum frekar stutta línu og togum hana svo strax inn aftur þannig að það er frekar lítið af línu úti í einu. Hún liggur því að- eins um tvo tíma. Við beitum aðal- lega smokkfiski og síld og karfinn virðist vera gráðugur í þetta.“ Halldór segir að veiðamar séu að mestu bundnar við Reykjaneshrygg en þó á fremur óhefðbundnum slóð- um. „Við höfum ekki verið á þessum hefðbundnu togslóðum heldur höf- um við verið að þvælast út eftir hryggnum að leita að stærri karfa. Við erum búnir að vera á karfan- um mestmegnis í allt sumar eða frá því í maí og reiknum við með því að vera á karfanum fram í september. Þetta er ekki fyrsta sumarið okkar á karfanum, við höfum farið síðustu sumur og það hefur gefist ágæt- lega,“ segir Halldór. Kristrún tekur um 55 tonn í kör- um og er karfinn ísaður um borð og fluttur í gámum út til Þýskalands. Halldór segir að verðið sem fengist hefur fyrir karfann hafi verið heldur slakt undanfarið en hafi heldur verið að skána síðustu vikur. ------------------ Sjö sviptir veiðileyfí FISKISTOFA svipti sjö báta veiði- leyfi í síðastliðnum júnímánuði og voru þeir allir sviptir veiðileyfi vegna afla umfram aflaheimildir. Veiðileyf- issviptingin gildir þangað til afla- marksstaða bátsins hefur verið leið- rétt en þetta voru Ritur ÍS 22, Grótta RE 26, Brimrún ÞH 15 og Gullfaxi ÓF 11. Einnig voru sviptir Dagfari GK 70, en hann fékk leyfið að nýju 23. júní, Jón Guðmundsson ÍS 75, en hann fékk leyfið að nýju 5. júní, og Gullfaxi ÓF 1 sem fékk leyfið að nýju 5. júní. Bæjartind 4 200 Kópavogur Sími: 544 4420 Dekor Felliborð Ferkantað Verð: 19.000,- Felllborð Hringlótt Verð: 17.900,- Felllborð Áttkantað Verð: Fellibekkur Verð: 11.900,- Fellistóll Verð: 6.900,- Sólbekkur "Steamer” Verð: 12.900,- Að sjálfsögðu emm við ennþá með fjölbreytt úrval af húsgögnum og gjafavöru sœa Dekor Má - Fö: 10:00 til 18.-00 Laugardag: 10:00 tfl 17:00 Bæjariind 4 200 Kópavogur Sími: 544 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.