Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 59 MYNPBONP Grænar geimverur Sérsveitin (Interceptors) Spennumynd ★ Leikstjóm og handrit: Philip Roth. Aðalhlutverk: Olivier Gmner, Glenn Plummer og Brad Dourif. (90 mín) Bandaríkin, 1999. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. ENGUM blöðum er að fletta um það hversu léleg kvikmynd hér er á ferð. Hún gengst hins vegar inn á B-myndahlutverk af slíkri sannfær- ingu að vel er hægt að hafa gaman af. Þar segir frá lítilli sérsveit ein- stakra hörkutóla sem taka að sér ýmis áhættuverk- efni gegn hárri þóknun. Þegar fljúgandi furðu- hlutur brotlendir utan við smábæ í Mexíkó senda bandarísk hemað- aryfirvöld sérsveitina á staðinn til að koma eftirlifandi geimverum fyr- ir kattamef. Þrátt fyrir takmörkuð fjárráð er öllu til tjaldað í þessari mjög svo formúlukenndu spennu- mynd. Flugvélamódel fljúga um loftin blá og tölvuteiknuð geimvera kemur fyrir. Tölvugrafíkin er þó ekki vandaðri en svo að geimveran (sem er undir sterkum áhrifum frá geimverunni úr „Predator") lítur út fyrir að vera handmáluð. Hlutverk aðalsöguhetjunnar og sérsveitar- foringjans Jack Lambert er síðan í höndum Oliviers nokkurs Gruner sem gæddur er þeim ótvíræða kosti hasarhetjunnar að tala mjög bjag- aða ensku. Þetta er hörkuléleg mynd sem hægt er að hlæja að. Heiða Jóhannsdóttir Vantar púðrið Virginíumaðurinn (The Virginian) Vestri Leikstjóri: Bill Pullman. Handrit: Larry Gross. Byggt á skáldsögu Owen Wister. Aðalhlutverk: Bill Pullman, Diane Lane og Dennis Weaver. (120 mín) Bandaríkin, 2000. Sam myndbönd. Bönnuð innan 12 ára. ÞESSI vestri er eins og kaka sem gleymst hefur að setja lyfti- duftið í þannig að þrátt fyrir allan efniviðinn er útkoman þung og flöt. Myndin er byggð á sígildri skáld- sögu Owens Wist- er sem gerðar hafa verið a.m.k. þrjár kvikmyndir og ein sjónvarps- sería eftir. Útgáf- an frá árinu 1929 mun þó vera einna frægust þeirra en þar lék Gary Cooper aðalsögu- hetjuna. Bill Pullman er maðurinn á bak við þessa útgáfu en auk þess að leika aðalkúrekann leikstýrir hann sjálf- ur myndinni. Til þess skortir hann greinilega hæfileika því atburða- rásin er stirð og kraftlaus. Þá er lítið gert til að veita fersku blóði í þessa gömlu vestrasögu, hún er einfaldlega tuggin upp aftur með hangandi hendi og dágóðum skammti af vestranostalgíu. Sem sagt, fremur þunnur þrettándi. Heiða Jóhannsdóttir HILL PUtLMAN 1 TðNLIST Pönkið er dautt ÖRKUMLÚTGÁFAN 2000 Yndislegur hávaði „Pönkið snýst nefnilega ekki síður um lífsstíl og viðmót en tónlistina sjálfa og þykir mér Pönkið er dautt bera hressilegt vitni um allt þrennt,“ segir Kristín Björk ma. í dómnum. Maunir, Roð, Forgarður Helvítis, Fallega Gulrótin, Örkuml, Kuml, Spitsign, Saktmóðigur, bisund, Dr. Gunni. HVAÐ sem sagt verður um dauða eða afturgöngu pönksins er að minnsta kosti helmingur þeirra hljómsveita sem koma fram á disk- inum Pönkið er dautt enn starfandi og virðast þær ekkert á leiðinni í gröfinna ef marka má kraftinn í þeim. Sigurður Harðarson (Siggi Pönk), argari hljómsveitarinnar Forgarður Helvítis, tekur dálítið skemmtilega til orða í greinarstúf sínum á umslagi disksins. Þar segir hann frá fjögurra ára dóttur sinni sem nú þegar hefur tekið sér tón- listarsmekk föður síns til fyrir- myndar og hlustar áhugasöm með honum á hljómsveitir eins og Napalm Death og fleiri...í hvert sinn sem ég geng fram hjá dag- heimili sé ég fullt af litlum pönkur- um sem hoppa og strumpa hvað þeim líkar best þá og þá stundina. Þama er manneðlið í hnotskurn, í bömunum..,“ segir Siggi meðal annars í grein sinni og ef pönkið býr í bömunum sem skeyta ekki um hvað umhverfinu finnst þá hlýt- ur það að vera eilíft svo lengi sem maðurinn byggir jörðina. Pönkið snýst nefnilega ekld síður um lífs- stfl og viðmót en tónlistina sjálfa og þykir mér Pönkið er dautt bera hressilegt vitni um allt þrennt. Það verður að segjast eins og er að það er allt of lítið um grasrótar- útgáfu hér á landi og því er þessi diskur Örkumlútgáfunnar fagnað- arefni enda vel að verki staðið í að fanga þá stemmningu sem ríkti í kringum það gengi sem lék á tón- leikunum Pönk ’96, ’97 og ’98. Ekki virðist hafa náðst að hljóðrita tón- leikana þrjá en mörg laganna bera þó með sér afar lifandi andrúmsloft þó flest þeirra séu tekin upp í hljóð- veri. Fyrsta og síðasta lag disksins, Balagið og Vögguljóð á tólftu hæð, sem bæði era með hljómsveitinni Maunum, era þó greinilega tekin upp á hljómsveitaræfingu. Það að fá að kíkja inn í skúrinn og heyra slitrur úr samræðum meðlima, blótsyrðin og hlátrasköllin rammar diskinn afar skemmtilega inn. Þess hefði eiginlega verið óskandi að öll lögin hefðu verið tekin upp á æfing- um hljómsveitanna eða á tónleikum því þannig hefðu stemmningaveið- arnar verið fullkomnar. Fallega Gulrótin á þrjú déskoti skemmtileg lög á diskinum. Með- ferð þeirra á pönkinu er hug- myndarík og hressandi. Þeir sleppa röddum úr gömlum kvikmyndum eða bamaleikritum lausum út í dýnamíska keyrsluna og mjó hljóð lítilla Casio hljómborða stelast með. Einfaldir hljómborðsfrasar eins og þeir í laginu Pönkland áttu drjúgan þátt í að byggja upp dýnamfldna sem er þess helsti kostur. Einnig get ég ekki annað en minnst á trommumar í lagi þeirra 2PK. Fyrst og fremst er trommuleikur- inn sjálfur feykigóður en ekki síst hljómurinn á trommunum. Hljómsveitirnar sem eiga lög á diskinum taka sig greinilega mis- alvarlega eins og sést á titlum lag- anna og heyrist á tónlistinni. Ekki era heldur allir jafn reiðir eins og formúlan segir að pönkarar séu að öllu jafna, hvort sem það er kerfið, þjóðfélagið eða nágranninn sem veldur gremjunni. Auk þeirra sem ég hef þegar nefnt era Örkumla- Arfur 20. aldar SJONVARP A LAUGARDEGI Lokið er hátíðarhaldi á Þingvöllum til að minnast kristnitöku á íslandi fyrir þúsund áram. Hátiðin var vel undirbúin og fór fram með glæsi- brag, eins og rétt og skylt var á slíkum degi. Hátíðardagskráin sleppti að vísu ýmsu úr, sem ástæða hefði verið til að minnast vegna af- mælisins, einkum atburða frá 20. öld, sem um margt hefur verið ströng öld og andvíg kirkjunni, en að sama skapi harð- svirað í garð mannkyns, sem hvað okkur Vesturlandamenn snertir hefur siðmenntast fyrir tilurð kristinnar trúar i hartnær tvö þús- und ár. Kirkjan hefur átt í stöðug- um brösum við veraldleg yfirvöld á síðustu hundrað áram eða svo, eða allt frá því að Lenín lét þau boð út ganga að Guð væri ópium fólksins. Síðan þá hafa guðfræðideildir há- skóla uppfrætt átrúendur Leníns eins og aðra um hið rétta og marg- þætta eðli kristindómsins og komið þeim til prests, án þess þeir treyst- ust til að boða ópíum. Kirkjan er um margt stödd í gömlum tíma og er sífellt að rifja upp gamla sögu. Endurnýjun hennar felst mikið meira í því sem hún leyfir en því sem hún boðar. Þegar rifjað er upp að frelsarinn hafi rekið skuldheimtumenn úr musterinu er ekki þar með sagt að þeir megi ekki vera trúaðir eins og aðrir, heldur ekki, að vegna þess að til eru fátæklingar, séu aðrir guði firrtir. í raun og vera era hugleið- ingar af þessu tagi ekki stórvægi- legar á móti þeim manndrápssiðum, sem komust í tísku á 20. öld, eins og tvær styrjaldir bera með sér, manndráp nasista utan víg- valla og aftökur Stalins í Gúlaginu. Gyðingar hafa haldið hryðjuverk- um nasista lifandi, en fáir hafa tal- að yfir sig út af hryðjuverkum kommúnista, sem vora þó margfalt geigvænlegri enda stóðu þau yfir í sjötíu ár. Hryðjuverk á Vesturlöndum era vonandi liðin hjá í þeim mæli sem gerir 20. öldina að öld hryðjuverk- anna. í staðinn er komið einskonar viðurkennt atferli skæraliðahópa, er starfa innan þjóðfélaga sem byggja á lögum. Fyrirmyndin er komin frá einræðisríkjum, sem samkvæmt fræðum spekinga líta svo á að líf einstaklings sé einskis virði. Sérstakir skólar vora settir á fót til að kenna þeim, sem höfðu óp- íum fyrir sinn guð, aðferðir við gíslatökur og manndráp. Þessar hörmungar settu svip sinn á mann- líf á Vesturlöndum á seinni hluta 20. aldar. Þau hafa kosið sér atferli strútsins og stungið höfðinu í sand- inn. í raun er ekkert mannlegt kristinni trú óviðkomandi. Hins vegar er hún ekki alltaf viðstödd verstu gerðir mannanna og svo mun enn verða. Þá er svo komið, að flestir stór- leikir í sjónvarpi era búnir í bili. Jafnvel skjálftavaktin er hætt á Veðurstofunni og ekki von á neinni atvinnubótavinnu í bili. Dagskráin sumstaðar er komin með vetrar- blæ, enda era Simpsons og Cosby komin á Stöð 2 að nýju. Við höfum látið okkur annt um Vestur-íslend- inga á þessu sumri. Hingað er kom- inn hópur landa frá Utah, frést hef- ur af þeim á Hofsósi, þar sem unnið hefur verið skyldugt verk til minn- ingar um vesturfarir. Og framund- an er myndaflokkur, sem nefnist Vesturfaramir í sjö þáttum eftir Jón Hermannsson. Sá fyrsti var sýndur á miðvikudag og lofar hann góðu. Nánar verður fjallað um þessa þætti næst. Gaman er að þessari miklu upprifjun um vestur- farir. Og það er kannski ekki alveg vansalaust hvað við höfum lítið gert til að halda uppi kynnum við þessa fjörra ættingja okkar. En sumarið í sumar ætlar að verða einskonar bragarbót. Indriði G. Þorsteinsson menn til dæmis léttir á brún og ófeimnir við að hafa gaman af þessu. Þeirra pönk er í poppaðri kantinum þó þeir komi reyndar víða við. Forgarður Helvítis er hins vegar með harðari sveitum á disk- inum og er ekki að heyra á öskram Sigurðar Harðarsonar í lögum eins og Vítahringur Ömurleikans og Gelding Óskhyggjunnar að hann sé algerlega sáttur við tilveranna. Ég verð þó að segja að öskrin era með þeim metnaðarfyllri í hópi öskra á diskinum. Röddin fléttast afskap- lega vel saman við hljóðfærin eins og hún væri eitt þeirra. Saktmóðigur hefur verið ein iðn- asta pönkhljómsveitin í bransanum undanfarið og hafa strákarnir verið býsna duglegir við tónleikahald. Mér era sérstaklega minnisstæðir tónleikar þeirra á Gauki á Stöng ekki alls fyrir löngu þegar Óttarr Proppé steig á svið í allri sinni dýrð, tók með þeim nokkur lög og glæsilegar dýfur af sviðinu og á hljómsveitina. Gamla Hamdýrið stingur einnig inn nefinu á Pönkið er dautt og rymur þar í laginu Him- ingeimur kallar jörð ásamt Sakt- móðigum og gerir það vel. Hinir árlegu Pönktónleikar í Norðurkjallara sem Örkumlamenn stóðu að ásamt Arnari Eggert Thoroddsen á árunum 1996-98 hafa hreiðrað Ijúflega um sig í minnum þeirra sem þá sóttu eða á þeim léku. Ég tek undir með pönkuran- um tveim sem rituðu innan í umslag Pönkið er dautt að þeir minntust tónleikanna eins og þeir hefðu verið í gær. Enda sú orka sem flæddi um kjallarann ansi mögnuð og heldur ekki á hverjum degi sem maður verður vitni að slátran ísskáps í þágu listarinnar eins og á Pönk ’96. Ur því við getum ekki núið sam- an lófunum af tilhlökkun eftir næstu Pönktónleikum verðum við bara að orna okkur við minningam- ar og hlusta á Pönkið er dautt. Kristín Björk Kristjánsdóttir Strákamir í Backstreet Boys verða í Hyde Park 9. júlí. Tónlistar- veisla í garðinum SÖNGVARINN Elton John og hljómsveitin Backstreet Boys hafa bæst í hóp þeirra sem skemmta munu gestum í garðveislu sem verður í Hyde Park í London á sunnudaginn. Þegar hefur fjöldi listamanna boðað komu sína, þeirra á meðal Bon Jovi, Kylie Minogue, Sonique og kryddstúlkan Victoria Beckham. Islenskir ferðalangar sem eiga leið um London ættu því að skella sér í garðinn og njóta tónlistar úr ýmsum áttum. Þá er vonandi að veðurguðirnir verði Lundúnabúum hliðhollir því öll dagskráin fer fram undir beram himni. — MAUVIEL Koparpottar og -pönnur Frönsk gæðavara (uppáhald fagmanna) PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 * Sími 562 3614 Nœturqatinn simi 587 6080 I kvöld leikur hljómsveitin Haffrót. Næturgalinn, alltaf lifandi danstónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.