Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 57
I DAG
BRIDS
limsjón: Guðmuntliir Páll
Arnarson
FYRIR daga Roman-lykil-
spilaspurningarinnar gat
verið vandasamt að segja á
spil norðurs við opnun
makkers á þremur spöð-
um:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
*3
¥ A964
♦ AK632
+ AKD
Vestur
* 95
v KDG8
* G97
* 10863
Austur
* KG7
¥ 10752
♦ D105
+ G95
Suður
+ ÁD108642
¥3
♦ 84
+ 742
Vestur Norður Austur Suður
5grönd Pass
Pass Pass
Þetta er klaufalega sagt,
því venjan er að stökk í
fimm grönd biðji makker
að segja sjö með tvo af
þremur efstu í tromplitn-
um.
Með svo veikt tromp
ætti norður frekar að
hoppa í fimm spaða og þá
myndi suður koma við í
fimm gröndum með AKD í
litnum. Roman-lykilspila-
spurningin fjögur grönd
gerir slíkar krókaleiðir
óþarfar, því suður sýnir í
svari sínu nákvæmlega
hvað hann er með af
háspilum í trompi. En hvað
sem því líður, þá er suður
staddur í sjö spöðum og
verður að gera sitt besta.
Útspil vesturs er hjarta-
kóngur. Sagnhafi drepur
og spilar spaða í þeirri
veiku von að austur haldi á
KG í tvíspili. En austur
fylgir með sjöu. Þá er að
treysta á KG7 í austur og
trompbragð í lokin. Suður
svínar tíunni og notar svo
innkomurnar á tígul og
lauf til að stinga þrjú
hjörtu og einn tígul. Eftir
fjórar trompstungur _er
suður kominn niður á ÁD
stakt í trompi og eitt há-
lauf í borði.
Hann spilar laufi og
austur fylgir blessunar-
lega lit. Blindur á út í
tveggja spila endastöðu og
KG austurs fer fyrir lítið.
Unnið spil, en norður
ætti að sleppa því að gorta
af eigin sagnvisku.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja
afnuelistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúm-
er. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
Arnað heilla
Q A ÁRA afmæli. Nk.
tJ\J mánudag, 10. júlí,
verður níræð Valgerður
Pálmadóttir frá ísafirði,
nú búsett á Patreksfirði.
Hún tekur á móti ættingj-
um og vinum í safnaðar-
heimili Grensáskirkju við
Háaleitisbraut frá kl. 16-
19 í dag, laugardag.
JT A ÁRA afmæli. í dag,
OU laugardaginn 8. júlí
verður fimmtugur Stein-
þór Ólafsson, leiðsögu-
maður, Gautavík 17,
Reykjavík. Af því tilefni
tekur hann á móti ættingj-
um og vinum í veislutjaldi
á tjaldstæðinu á Þingvöll-
um í dag frá kl. 18.
SKAK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
ALEXEI Shirov (2.751)
er kunnur fyrir villtan og
skemmtilegan skákstíl.
Sjaldan er lognmolla í
skákum hans en það sama
er ekki hægt að segja um
Peter Leko (2.725), and-
stæðing hans í stöðunni
þar sem hann setur að öllu
jöfnu öryggið á oddinn.
Fyrr í skákinni einlék
drottning Shirovs innan
herbúða svarts og nú virð-
ist sem líf hennar sé á
enda án þess að það verði
bætt að ráði. Stjórnandi
hvítu herjanna hafði þó
ráð undir rifi hverju og
hristi fram úr erminni
stórhættulega sókn. 34.
Dxe7! Dxe7 35. Hxe5 Db7
36. He8+ Kf7 37. Rf3!
Hxa2 38. Hle6 R6d7? 38.
...Hxc2 hefði leitt til ósig-
Hvítur á leik.
urs eftir 39. Re5+ Kg7 40.
H8e7+ Dxe7 41. Hxe7+
Kf6 42. He6+ og hvítur
hefur unnið endatafl. Hins
vegar hefði 38. ...Rxd5 ver-
ið mun kröftugri vörn þar
sem t.d. eftir 39. Re5+
Kg7 40. cxd5 Dxd5 41.
Hxg6+ Kh7 42. He7+
Kh8 er óljóst hvort hvítur
hafi meira en jafntefli í
hendi sinni. 39. H6e7+ Kf6
40. Hh7! Db6 41. Hee7 og
Ungverjinn gafst upp þar
hann verður mátaður eftir
t.d. 41. ...g5 42. Hhf7+
Kg6 43. Bxf5+ Kh5 44.
g4#
COSPER
Nú hefur þú eitthvað alvarlegt á samviskunni,
góði minn.
LJOÐABROI
SU ÞJOÐ...
Sú þjóð sem löngum átti’ ekki’ í sig brauð
en einatt bar þó reisn í fátækt sinni,
skal efnum búin orðin þvílíkt gauð
er öðrum bjóði sig að fótaskinni.
Sú þjóð sem horuð ærið afhroð galt
af ofurheitri trú á frelsið dýra,
hún býður lostug sama frelsi falt
með fitustokkinn beig og galtarsvíra.
Sú þjóð sem veit sér ekkert æðra mark
en aurasníkjur, sukk og fleðulæti,
mun hljóta notuð herra sinna spark
og heykjast lágt í verðgangsmanna sæti.
Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó,
og dillar þeim er ljúga, blekkja, svíkja,
skal fyrr en varir hremmd í harða kló.
Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!
Jón Helgason.
STJÖRIVUSPA
eftir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
forvitinn og framtakssamur
og átt auðvelt með að ganga
í augun á öðrum meðglensi
oggamansemi.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú munt eiga rólegan dag og
gætir fengið óvænta heim-
sókn sem gleður þig. Ekki
hvað síst hversu góðar fréttir
þú færð.\
Naut
(20. apríl - 20. maí)
\Þú hefðir gott af því að
breyta til á einhver hátt hvort
sem er heima fyrir eða í vinn-
unni. Gefðu þér tíma til að
hugsa máiiðA
Tvíburar , ^
(21. maí - 20. júní) AA
\Þú átt bágt með að einbeita
þér að starfmu þar sem
áhyggjur af einkamálum
dreifa athyglinni. Láttu
einkamálin hafa forgangA
Krabbi ^
(21. júní-22. júlí)
Þú þarft að taka þig saman í
andlitinu og einbeita þér að
því sem fyrir liggur. Kapp er
best með forsjáA
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
\Þér er nauðsyn að hafa aiit á
hreinu varðandi eignir þínar
og fjárhag enda ágætt að hafa
í huga að hver er sinnar gæfu
smiðurA
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <S$L
Með sama áframhaldi mun
vinna þín skila þér arði og
ánægju. Farðu samt varlega
því einhver reynir viljandi að
villa þér sýn.\
Vog (23. sept. - 22. okt.) VI
Þú þarft að gæta þess að að
hnýta alla enda þess máls
sem þú ert að glíma við á
vinnustað þínum. Án þess
gæti allt farið úr böndunumA
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú munt ekki sjá árangur erf-
iðis þíns strax en varastu
óþolinmæði því þitt starf eins
og allt annað, hefur sinn
tímaA
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) aUv
Það eru oft einföldustu hlutir
sem vefjast mest íyrir manni.
Vertu þolinmóður og leystu
hvern hnút fyrir sigA
Steingeit ^
(22. des. -19. janúar) ac
Mundu að virða skoðanir ann-
arra þótt þær komi ekki alveg
heim og saman við það sem
þér finnst. Vertu víðsýnn og
jákvæðurA
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.)
\Þú ert í skapi til að vera
kæruiaus og það er allt í lagi.
Þú þarft virkilega á góðri
hvfld að halda til að ná góðu
jafnvægiA
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
\Það er ekki allt gull sem glóir
og margt reynist eftirsókn
eftir vindi. Vertu raunsær í
peningamálunumA
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FRETTIR
Sumarnámskeið kennara
„KENNARAR á nýrri öld“ er yfir-
skrift norræns sumarnámskeiðs
kennara á Laugarvatni 5.-11. júlí.
Um 140 fulltrúar ýmissa kennara-
samtaka á Norðurlöndum taka þátt,
þar af fjórtán íslenskir.
NLS (Nordiske lærerorganisat-
ionernes samrád) var stofnað í nú-
verandi mynd 1995. Það er sameig-
inlegur vettvangur 23
kennarasamtaka sjö landa: Dan-
merkur, Finnlands, Færeyja,
Grænlands, íslands, Noregs og Sví-
þjóðar. í samtökunum eru u.þ.b. 600
þúsund félagar. Tvenn íslensk kenn-
arasamtök eru í NLS: Kennara-
samband Islands og Félag íslenskra
leikskólakennara. Meginþema nám-
skeiðsins er að fjalla um framtíðar-
stöðu og hlutverk kennara og þróun
kennarastarfsins á nýrri öld, sér-
staklega þróun upplýsinga- og sam-
skiptatækni í skólastarfi allt frá leik-
skóla til háskóla.
Verðhrun - Verslunin hættir
Allt á að seljast
50-70% afsláttur
Rýmingarsala hefst mánudaginn 10. júlí.
Verið velkomin.
Sfll/rtlhoíím, Garðatorgi 3, Garðabce.
LANGUR
LAUGARDAGUR
SANDALAR
Teg. 3005. Stærðir 36-41
Litir: Svartur og blár
Verð áður 5.995. Verð nú 3.995.
DOMUS MEDICA
við Snorrabraut - Rvík
Sími 551 8519
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Rvík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
FRA
Mexx
Teg. 44122, Stærðir 36-40
Litur svartur. Verð 7.995
Teg. 44123, Stærðir 38-41
Litur grár. Verð 7.495
DOMUS MEDICA
við Snorrabraut - Rvík
Sími 551 8519
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Rvík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS