Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 25 á minnið og rifja það upp síðar - sýndu engin merki minnisstolsins í orðlúkningarverkefnum; þar komu fram sömu liðkunarhrif og hjá heil- brigðum gagnvart orðum sem sjúkl- ingamir höfðu nýlega lesið. Hér verður því ekki betur séð en að óeig- inlegt minni lúti öðrum lögmálum en eiginlegt minni. Þegar spurt er hvernig heilinn fari að því að muna verður því tæpast svarað með einföldum hætti vegna þess hve margbrotið minnið er. Hér verður því aðeins horft til eiginlegs langtímaminnis og spurt hvers fræðimenn hafa orðið vísari um taugafræði þess. Mikilvægar vísbendingar um tengsl heila og minnis hafa fengist við rannsóknir á fólki með heilaskaða sem leitt hefur til minnisstols. Árið 1957 var gerður heilaskurður á kan- adískum sjúklingi sem þjáðist af al- varlegri flogaveiki. Var ætlun lækna að freista þess að stemma stigu við flogaveikiköstum með því að fjar- lægja hluta af gagnaugablaði heilans og þá meðal annars verulegan hluta þeirra heilahnoða sem nefnast dreki (hippocampus) og liggja í fellingu innan við heilabörkinn. Skemmst er frá því að segja að eftir aðgerðina reyndist H.M. - en svo er sjúklingur- inn nefndur - haldinn alvarlegu minnisstoli. Fyrstu rannsóknir bentu til þess að hann væri með öllu ófær um að læra nokkuð nýtt. Síðar kom í ljós að hann tók framförum í margs konar hreyfileikni og því greinilegt að námshæfnin hafði ekki öll beðið skaða. En hreyfileikni má reyndar ílokka sem óeiginlegt minni frekar en eiginlegt. Eiginlegt minni beið hins vegar varanlegan skaða og urðu framfarir litlar hjá H.M. áratugina á eftir. H.M. átti sömuleiðis erfítt með að rifja upp atburði sem höfðu gerst skömmu fyrir uppskurðinn en minni hans var traustara er kom að atvik- um sem höfðu hent hann fyrr á æv- inni. Af þessu má ráða að drekinn gegn- ir mikilvægu hlutverki í minnisfest- ingu. Hins vegar er jafnframt ljóst að drekinn er ekki sá staður sem varðveitir minnisatriði nema þá tímabundið. Langtímageymsla end- urminninga á sér að líkindum eink- um stað í heilaberki og þá yfirleitt í námunda við þau svæði þar sem minningarnar erta heilann fyrst. Sjónrænar upplýsingar eru þá geymdar nálægt sjónsvæðum heil- ans (aftan á hnakkablaði) en hljóð- rænar nálægt heymarsvæðum (á gagnaugablaði heilans). Æðri skyns- væði heilabarkar, þau sem koma síð- ust í röð þeirra heUasvæða sem ur. Skýið sem kemur úr norð- vestri og reynist tjara hefur í sér falin ýmis tákn og merkingar sem býður draumnum upp á nokkrar túlkanir. 1. Illt umtal; þér berst til eyrna (tjara bak við eyrun) eitthvað óhreint um ykkur eða mann þinn en það reynist uppspuni frá rótum. 2. Þú/þið teljið ykkur þurfa að- stoð vegna rógsins en það er óþarfi. 3. Tjaran getur einnig táknað að einhver úr norðvestri kynnist ykk- ur en þið viljið ekkert með viðkom- andi hafa, finnist hann/hún óaðlað- andi en þegar á reynir er sá hinn sami afbragðsfélagi og vinur. Sem fornt tákn er tjara merki heilunar og því ætti útkoma draumsins að vera á þá lund að þið græðið á öllu saman og skemmtið ykkur vel. • Þeir lesendur sem vitfa fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reylgavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is VIKU m flokka má sem skynsvæði, eiga greiða leið að drekanum sem fyrr var nefndur og drekinn sendir svo aftur boð til fjölmargra svæða heilabarkar. En þá má spyrja sem svo; Fyrst minningar eru á endanum varðveitt- ar í heUaberki hvers vegna er þá fyrst verið að senda þær frá skyn- svæðum heilabarkar til drekans og svo þaðan að nýju til heilabarkar? Ekki er tU einhUtt svar við þeirri spurningu en ein kenning hér að lút- andi ei' öðrum athyglisverðari. Nám manna einkennist mjög af því að það er sveigjanlegt og felur í sér ríka getu til alhæfingar. Þetta má glöggt sjá af orðanámi. Þegar barn heyrir orðið fugl notað um skógar- þröst fyrsta sinni er viðbúið að merk- ing orðsins takmarkist í fyrstu við þennan eina fugl. Skömmu síðar sér barnið kannski gæs og fær að vita að þar fari einnig fugl. Nú væri hugsan- legt að bamið gleymdi einfaldlega því sem það hafði áður lært um orðið fugl en festi sér nú í minni að orðið fugl ætti að nota um gæsir. En þann- ig er þessu ekki farið því að barnið lærir smám saman að orðið fugl get- ur náð til margvíslegra dýra sem þó eiga ákveðin sameiginleg sérkenni þegar þau eru borin saman við hunda, ketti eða önnur dýr. Nám af þessu tagi felur í sér alhæfingar og barnið mun íljótt geta notað orðið fugl með réttum hætti um dýr sem það hefur aldrei séð áður, kannski fasana í Hallormsstaðaskógi rækist það á einn slíkan. Rannsóknir fræðimanna á námi í tauganetkerfum (en það eru netkerfi sem útbúin eru í tölvu og ætlað er að líkja eftir námi í raunverulegum taugum) hafa sýnt að nám getur átt sér stað í slíkum netum með marg- víslegum hætti. Meðal annars er hægt að láta netkerfm læra misjafn- lega hratt. I Ijós kemur að netkerfi sem læra hægt eiga auðveldara með að alhæfa út frá námsgögnum sem þau eru mötuð á. Netkerfi sem læra hratt eiga erfiðara með það en eiga hins vegar oft auðveldara með að læra nákvæmlega. Svo er að sjá sem heilabörkur manna læri hægt en það þýðir þá jafnframt að mata þarf heilabörkinn oft á sömu upplýsingum. Drekinn, sem er einfaldur að allri gerð, lærir hins vegar hratt og nákvæmlega. Með hliðsjón af þessu hefur þeirri til- gátu verið varpað fram að drekinn gegni því hlutverki að mata heila- börkinn á upplýsingum og að hann geri það æ og aftur svo að heilabörk- urinn geti lært með sinni hægvirku alhæfingaraðferð. Því hefur meðal annars verið haldið fram að draumar manna séu til vitnis um þessa mötun drekans. Þetta er vissulega athyglis- verð tilgáta þótt of snemmt sé að segja til um hvort hún reynist í öllum atriðum rétt. Ef litið er til smærri einda heilans, taugafrumna, má slá því föstu að minnisfesting á sér einkum stað með því að eiginleikar taugamóta taka breytingum, verða ýmist næmari eða ónæmari fyrir áreitum en þau voru áður en nám fór fram. A síðustu ár- um hefur áhugi fræðimanna í vax-. andi mæli beinst að sameindafræði- legum athugunum á minni. Viðbúið er að þær rannsóknir munu færa okkur enn nær því að skýra eðli og eiginleika minnis. Jörgen Pind prófessor í sálarfræði við Háskóla íslands COMPANY FLYTUR Allar vörur Company með 15% afslætti þessa helgi í nýju versluninni. TEKK V Ö R U H Ú S £ 2 Z Company opnar í dag nýja og glæsilega verslun við hliðina á Tekk-Vöruhúsi í Bæjarlind 14 - 16 • Sími: 564 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.