Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 31 LISTIR Morgunblaðið/Golti Finnski listamaðurinn Rax Rinnekangas. var að fyrr en á 8. áratugnum þegar ég fór að lesa um einhverfu.11 Ljós og vinir Hvað með vini? „Ljósið var besti vinur minn. Eg gat skoðað það endalaust og gaf því mína eigin merkingu. Til dæmis við matarborðið heima hjá mér. Við morgunverðinn féll ljósið frá glugg- anum á sætið mitt við borðið og þegar það gerðist fannst mér ég vera hinn sonur Guðs. Ég tók afstöðu til fólks eftir því hvernig ljósið féll á það. Ef ljósið gerði fólk ekki fallegra var það ekki ljóssins virði. Annar vinur minn frá sjö til ellefu ára aldurs var drengur sem hafði engin eyru og heyrði þar af leiðandi ekki. Við áttum dásamleg samskipti.“ M segist hafa lesið um einhverfu á 8. áratugnum. Lastu mikið sem dreng- ur? „Nei, ekki fyrr en eftir að ég fór að tala og þá las ég líka mikið.“ En ekki tókst Rax að sannfæra fólk um að hann væri eins og fólk er flest. Þegar hann sótti um inngöngu í herinn fékk hann neitun og var í stað- inn sendur til að vinna á geðsjúkra- húsi. „Þeir héldu að ég væri skrítinn og fannst réttast að ég ynni í kringum mína líka. En eftir hálft ár hætti ég í því starfi og fékk vinnu sem plötu- snúður. Það gekk ágætlega og ég var alvöru atvinnuplötusnúður um tíma - eða allt þar til ég fór að skrifa bæk- ur,“ segir Rax og bætir því við að hann hafi eins og annað fólk alltaf haft tilfinningu fyrir því hvað hann ætti að gera og hvert hann ætti að stefna. Munurinn á honum og öðrum hafi verið sá að hann hafi fylgt þess- ari tilfinningu. Fylgi alltaf innsæinu „Ég hitti konuna mína fyrir sextán árum. Eftir þriggja klukkustunda kynni bað ég hennar og við vorum gift innan hálfs mánaðar." Hvernig datt þér það í hug? „Þetta var vissa - eins og ég hafði upplifað í æsku. Hún var líka viss. Enda segi ég öllum að fylgja eðl- isávísun sinni. Jafnvel þótt þú lendir inni í völundarhúsi veistu að það var beina leiðin þín þegar þú kemst út úr því.“ Og ekki virðist vissan hafa verið nein ranghugmynd því sextán árum síðar er Rax enn kvæntur sömu kon- unni og eiga þau þrjár dætur. Þetta var árið 1984. Fyrsta ákvörð- unin sem tekin var í hjónabandinu var að selja allar eigur - sem voru tveir gamlir bílar - og halda á vit æv- intýranna. „Við fórum til Suður- Frakklands þar sem okkur var sagt að hvað sem við gerðum skyldum við ekki fara til San Sebastian í Baska- landi. Þess vegna fórum við þangað - og það var rétt ákvörðun. Strax á fyrsta degi hitti ég mann og við tókum tal saman. Það kom í ljós að hann var framkvæmdastjóri Kvikmyndahátíðarinnar í San Seb- astian. Það fór mjög vel á með okkur og ég bauð honum í afmælið mitt um kvöldið. Þar bauð hann mér í veislu þar sem ég hitti Kurosawa. Hann spurði mig hvað ég ætlaðist fyrir og ég sagði honum að mig langaði að starfa við ljósmyndun. Þá sagði hann mér að fara næsta dag að sjá RAN; hún hefði verið film- uð á þann hátt sem hann væri viss um að passaði mér. Ég sá myndina næsta dag og þetta var einmitt það sem ég hafði í huga. Ég fór þess vegna út í þetta starf fyrir hvatningu Kuros- awa. Þannig byrjaði þetta allt. Jaðarsvæðin Ég og fjölskyldan mín höfum síðan dvalið mikið í San Sebastian og þar varð ég ástfanginn af jaðarsvæðum. Mér hefur alltaf fundist heimili mitt vera á jaðrinum. Þegar ég var barn var hann á jaðri veruleikans og eftir að ég varð fullorðinn hef ég sótt mikið í jaðarsvæði Evrópu. Þess vegna er ég mjög stoltur yfir því að fá að sýna hér í Reykjavík. Island er eitt af jað- arlöndum Evrópu og sumar af mynd- unum á sýningunni eru héðan. Énda var það svo að þegar ég var að undir- búa sýninguna gekk hún undir vinnu- heitinu „Leyndardómar þorpsins sem er kallað Evrópa." Fyrir mér er Evrópa eins og menn sáu hana fyrir hundrað árum. Þá þótti ekkert til- tökumál að ferðast á milli stórborg- anna, til Lundúna og Parísar til að versla og síðan til Rómar. Það voru engin landamæri, engar vegalengdir - en samt hafði hvert land sín sér- kenni. Evrópa er í rauninni ein heild. Þar er alls staðar sama rafmagnið, sömu símamir, sama tónlistin, sama Björk að syngja alls staðar. í miðju þorpinu er síðan tvær stórar mið- stöðvar, í Strassborg og Brussel, og ég kalla þetta Evró-kommúnismann. Þar er miðstýringin sem er löngu búið að sanna að getur ekki gengið upp. Hún er á skjön við skynjun manns- ins og tilfinningu. Hún er á skjön við sköpunarkraft hans og mér finnst að skapandi fólk í Evrópu eigi að taka höndum saman um að mynda heild þar sem ekki er pláss fyrir þessar verslunarmiðstöðvar." Sýningin er opin alla daga kl. 11- 18, fimmtudaga kl. 11-19 og stendur til 27. ágúst. Refsingar ó Islandi í Hillebrandtshúsi á Blönduósi. EyjafjörSur frá öndver&u í Minjasafninu á Akureyri. Dygg&irnar sjö a& fornu og nýju í Listasafninu á Akureyri. I Löngubú& á Djúpavogi. Þeir settu svip á söguna í Bygg&asafninu í Hafnarfir&i. Upplýsingar um starfsemi Þjó&minjasafns eru á heimasí&u þess: natmus.is Þjó&menningarhúsi& Hverfisgötu 15. Fjölbreytilegar menningar- sögulegar sýningar, m.a. Landafundir og Vínlandsfer&ir og Kristni í þúsund ár. Veitingastofa opin. Lei&sögn um húsi& á klukkutíma fresti. Opi&l 1-17. Minjasafn Egils Ólafssonar Hnjóti, Orlygshöfn. Bygg&asafn V-Barða- strandasýslu. Safnið byggir á mikilli breidd. Sögð saga um lífsbaráttu hins li&na fram til okkar daga. M.a. munir frá héraðssjúkra- húsi Patreksfjarðar, símstöðog sparisjóði. Flugminjasafn og flugskýlið í Vatnagörðum. Kaffisala. Leiðsögn um safnið. Opið 9-18. Safn Jóns Sigurðssonar Hrafnseyri við ArnarfjörS. Öllum boðin ókeypis aðgangur að safninu á safnadaginn. Hefðbundin dagskrá. Veitingasala í bursta- bæ. Opið 13 - 20. Bygg&asafn Akraness og nærsveita Görðum. Gamlir kirkjugripir frá kirkjum á Vesturlandi. Margir gripanna eru þjóðar- gersemi s.s. altarisstjakarnir frá Saurbæjar- kirkju að upplagi frá 12.öld. Jarðfundnir munir frá fyrstu öld Islandsbyggða frá svæðinu. Fastasýning safnsins. Opið 10:30 -12:00 og 13:30- 16:30. Bygg&asafn Dalamanna Laugum, Sælingsdal. Gott safn gamalla muna úr bændasamfélaginu í Dölum fyrir síðustu aldamót. Leiðsögn um safnið. Opið 15 - 19. Bygg&asafn Snæfellinga og Hnappdæla Norska húsið, Stykkishólmi. Myndlistar- sýningar: Ebba Júlíana Lárusdóttir og Hlíf Ásgrímsdóttir. Ljósmyndasýning: Húsamyndir úr sýslunni frá 1960. Munir úr fórum ByggSa- safns Snæfellinga og Hnappdæla og safn- búð. Opið 11-17. Gamia pakkhúsið Ólafsgötu Ólafsvík. Ljósmyndasýning: Húsamyndir úr Olafsvík frá 1960. Sýning á munum úr fórum safnsins. Upplýsingamiðstöð ferða- manna er í húsinu. Opið 9-19. Safnahús Borgarfjar&ar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. Listasafn, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, náttúru- gripasafn. Opi& 13 - 18. Síldarminjasafni& Siglufirði. Þar sem ævintýrið gerist enn. Síldarsöltun, tónlist og dans laugardaga kl. 15. OpiS alla daga í sumar frá 10 - 18. Bóka- og bygg&asafn Nor&ur- Þingeyinga Snartarstöðum, Kópaskeri. Setning og kynning á sögu safnsins. Ungar stúlkur sýna þjóð- búninga í eigu safnsins. Ur dagbókum Norður-Þingeyinga, upplestur. Kynning á safngripum úr búi Helga í Leirhöfn. Börnum boði& á hestbak. Kaffi. Opið 13 - 17. Bygg&asafn Húnvetninga og Strandamanna Reykjum Hrútafirði. Gömul vinnubrögð sýnd kl. 15. Segið með orfi og Ijá, hey hirt af vellinum. Tóvinna ofl. Gömul ökutæki og dráttarvélar sýnd. Kaffisala. Opið 10 - 18. Bygg&asafn Skagfir&inga Glaumbæ. Safnadagar i Glaumbæ 8 - 9. júli kl. 14. Laugardagur: Heyskapur og handverk, ullar- og hrosshársvinna, lummubakstur á hlóðum, torfrista og - hleðsla. Sunnudagur: Sýningin Gluggað í handrit, þjóðdansar og þjóðleg tónlist. Heimilisi&na&arsafni& Blönduósi. Safn heimagerðra tóvinnu- og textílmuna. Þjóðbúningar og listfengar hann- yrðir. Á safnadaginn verður sýnd tóvinna. Opið 14- 17. Minjasafni& á Akureyri Aðalstræti 58. Nýjar sýningar: Eyjafjörður frá öndverðu, Akureyri - bærinn við Pollinn og Ljósmyndir Sigrí&ar Zoéga. I tilefni dagsins verður sýnt úrval íslenskra kven- búninga úr eigu safnsins. Opið 11-17. Nonnahús A&alstræti 54, Akureyri. Bernskuheimili Nonna, Jóns Sveinssonar, jesúíta, prests og rithöfundar. Leiðsögn. Opið 10 - 17. Safnahúsi& á Húsavík Svipmyndir úr sögu Húsavíkur á 20. öld - Ijósmyndasýning i Safnahúsinu í tilefni 50 ára kaupstaðarafmælis Húsavíkur. Opið 10 - 18. Bygg&asafn Austur-Skaftafellssýslu Höfn í Hornafirði. Pakkhúsið. Kl. 10 - 14: Morgunkaffi, Hornafjarðarmyndir Ásgríms Jónssonar og sjóminjasafn. Opið til 18. Gamlabúð. Kl. 13-21: Mótorhjólasýning. Gömul og ný hjól. Búvéla- og bílasýning. Kl. 13: Mýra Rauðka gangsett eftir 35 ára hvíld. Kl.14: Heyskapur með gamla laginu. Kl.15: Kaffi og vöfflur í Gömlubúð. Mikli- garður. Kl. 17: Leiðsögn, spjall og kaffi. Fundarhús Lónmanna. Kl. 21-24: Harmónikkuball. Hólmur í Laxárdal í Nesjum. kl. 11 og 15: Leiðsögn um fornleifauppgröft. Handraðinn. Kl. 14 - 21: Handverk og kaffi í einu af elstu húsum Hafnar. Jöklasýning í Sindrabæ Höfn Hornafir&i. Jöklasýningin er fróðleiks- náma um konung evrópskra jökla, Vatnajökul og veitir innsýn í tengsl hans við aðra þætti náttúru og mannlífs 1 héraðinu. Opið 8 - 20. Minjasafn Austurlands Laufskógum 1, Egilsstöðum. Mörk heiðni og kristni, sýning á niðurstöðum fornleifarann- sókna safnsins á Geirsstöðum í Hróarstungu og Þórarinsstöðum í Seyðisfirði. Opið 11 - 17. Leiðsögumenn verða á rannsóknar- stöðunum tveimur frá 13-17. Minjasafni& Burstarfelli Vopnafir&i. Gamli bærinn er meðal fegurstu torfbæja sem varðveittir eru á Islandi. Þar er fjöldi gamalla muna og er safnið gott sýnis- horn af íslensku stórbýli frá fyrri tíð. Fjölbreytt dagskrá á safnadaginn frá 14-1 8. Heyskapur, járnsmi&i, ýmiss tóvinna o.m.f. Kaffi og lummur. Bygg&asafn Árnesinga Húsinu, Eyrarbakka. I borðstofu kirkna- myndir Jóns Helgasonar, biskups. Kl. 11: Hús, skúr, líkkistuklæði og pelagónia. Leiðsögn, sagt frá húsum og safnmunum. Kl. 14 - 17: Lestarkaffi í tjöldum á túninu norðan Hússins. I samstarfi við Kaffi-Lefolii. Leikir á túninu. Kl. 14-16: Spunnið á rokk í Húsinu. Kl. 14 ^ 17: Píanó- leikur í stássstofu Hússins og sagt frá tón- menningu á Suðurströndinni fyrrum. Sjóminjasafni& á Eyrarbakka Kl.14: Gönguferð um Eyrarbakka með lei&söfn. Gangan hefst við sjóminjasafnið. Kl. 14-17: Handbrögð með net og linu. Kl. 16: Harmonikkuleikur. Listasafn Árnesinga Tryggvagötu 23, Selfossi. Sýningin Teglt í tré. Opið 13 - 18. Sýningin Þorpsmyndir í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. Rjómabúi& Baugsstö&um Vélar bússins gangsettar fyrir gesti. Opið 13 - 18. Bygg&asafni& a& Skágum undir Eyjafjöllum Sjóminjadeild, lanbúna&ardeild, handverks- deild, handrita- og skjaladeild auk vísis að náttúrugripasafni. Nokkur endurbyggð hús sýna þróun húsakosts landsmanna frá torf- bæ til timburhúsa. Safnkirkja. Sýning á bókum og handritum auk sýningar á náttúru- gripasafni sem Andrés H. Valberg gaf til safnsins. Opið 9-19. Bygg&asafn Vestmannaeyja Sexæringurin Farsæll og munir tengdir sjó og sjósókn í Eyjum. Opið 11 - 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.