Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Unnið að forvörnum með jafningjafræðslu
Vísað í raunverulegar
aðstæður krakkanna
Morgunblaðið/Þorkell
Elma Lísa Gunnarsdóttir, Sylvía K. Ólafsdóttir og Páll A.
Steinarsson hafa umsjón með jafningjafræðslunni í sumar.
jafnframt að þeir séu góðar
fyrirmyndir. Pau segja þann
hóp leiðbeinanda sem starfar
í sumar framúrskarandi góð-
an og að hann hafi verið sett-
ur saman meðal annars með
tilliti til þess að þar yrðu ólík-
ir einstaklingar sem allir
hefðu sitt fram að færa.
„Pað var reynt að setja
saman eins fjölbreyttan hóp
og hægt var og lögð áhersla á
að fólk hefði mikinn áhuga á
því að vinna við forvarnir,"
segir Sylvía
„Þetta er mjög breiður
hópur og hæfileikaríkur.
Þarna er til dæmis fólk sem
er í myndlist, leiklist og tónl-
ist og notar það kunnáttu sína
í starfinu," segir Elma Lísa.
„Svo eru sumir leiðbein-
endanna óvirkir fíklar, sem
geta miðlað af reynslu sinni,“
segir Páll.
„Við reynum að hafa hóp-
inn breiðan, en mikilvægast
er að þetta séu heilbrigðir
krakkar, með hugsjón að baki
og að þau séu góðar fyrir-
myndir," segir Elma Lísa.
Vafasöm atriði verða
að vera skýr
Fræðsluefni það sem
stuðst er við hefur þróast þau
ár sem jafningjafræðslan hef-
ur verið starfandi og segja
Elma Lísa, Páll og Sylvía að
það stafi að miklu leyti af því
að sífellt komi nýtt fólk til
starfa og nýju fólki fylgi nýj-
ar hugmyndir. Þau leggja
áherslu á kosti þess að leið-
beinendur séu ólíkir og nefna
jafnframt mikilvægi þess að
þeir séu samtaka og samstiga
í því sem þeir miðla til krakk-
anna. I upphafi sumars fara
leiðbeinendur á tveggja vikna
námskeið þar sem sálfræð-
ingar, ráðgjafar og fíkniefna-
fræðingar leiðbeina þeim
meðal annars og einnig fara
fram umræður þar sem til-
vonandi leiðbeinendur stilla
saman strengi sína.
,Á þessu námskeiði er
mjög mikil fræðsla og miklar
umræður. Þar er mótuð
stefna fyrir sumarið, hvað við
viljum segja í fræðslunni og
svo framvegis, því það eru
ýmis vafasöm atriði sem við
þurfum að tala um, svo þau
verði alveg örugglega skýr,“
segir Elma Lísa.
Umræður, bíó og
smiðjuvinna
Dagskrá jafningjafræðsl-
unnar í Vinnuskólanum er
ólík fyrir 14 og 15 ára. 14 ára
krakkarnir koma niður í Hitt
hús, þeim er skipt í 10 manna
hópa og eru tveir til þrír leið-
beinendur með hverjum hópi.
„Byrjað er á því að fara í
hópefli og svo er fræðsla. Þá
förum við í bíó og horfum á
mynd sem fjallar um ung-
lingadrykkju og fíkniefni og
endar dagurinn á samræðum
um myndina,“ segir Sylvía.
15 ára krakkarnir fara í
dagsferð í Menntaskólaselið.
„Þar byrjum við á því að hita
krakkana upp með því að fara
í gott hópefli og svo er
fræðsla, sem byggist mikið á
því að skapa umræður. Næst
skiptum við þeim í hópa og
förum í smiðjuvinnu, erum til
dæmis með leiklistarsmiðju
og myndlistarsmiðju og reyn-
um að flétta fræðsluna inn í,“
segir Elma Lísa. Þau segja
smiðjuvinnu þessa hafa
reynst afar vel, enda finnist
krökkunum hún yfirleitt
mjög skemmtileg.
Líklegt að vinur bjóði
fyrst eiturlyf
Elma Lísa, Páll og Sylvía
segja að fræðslan byggist að-
allega á því að miðla upplýs-
ingum um skaðsemi fíkniefna
til krakkanna, leiðrétta rang-
ar hugmyndir sem þeir kunna
að hafa um þessi mál, vekja
þá til umhugsunar og vekja
upp uppbyggilega umræðu
meðal þeirra.
Páll segir að þau reyni
meðal annars að höfða til
krakkanna með því að vísa í
þann raunveruleika sem
krakkarnir þekkja.
„Krakkarnir tengja fæstir
við mynd af strák með
sprautu í hendinni til dæmis.
Við reynum því frekar að
fjalla um þetta út frá raun-
verulegum aðstæðum krakk-
anna. Til dæmis er langlíkleg-
ast að sá fyrsti sem bjóði
unglingi eiturlyf sé vinur
hans, en ekki einhver svart-
klæddur sölumaður dauð-
ans,“ segir Páll.
Elma Lísa, Páll og Sylvía
taka einnig fram að allt for-
vamarstarf haldist í hendur
og vinni saman og þannig sé
jafningjafræðslan hlekkur í
stærri keðju.
Götupartí og
sjónvarpsþáttur
í sumar er ýmislegt fleira
spennandi framundan hjá
Jafningjafræðslunni. Næsta
föstudag stendur til að halda
götupartí í Austurstræti. Þar
verður grillað og ýmislegt
gert til skemmtunar, meðal
annars mun hljómsveitin Jag-
úar spila. Á fimmtudaginn
verður opinn umræðufundur í
Ráðhúsinu klukkan 17. Einn-
ig er stefnt að því að gera
sjónvarpsþátt, með þátttöku
unglinga, sem hægt yrði að
nota við fræðslu, til dæmis í
skólum í vetur.
STARF jafningjafræðslunn-
ar er nú á fullu skriði, en stór
hluti af starfsemi hennar í
sumar felst í fræðslu í Vinnu-
skóla Reykjavíkur og er þetta
fjórða sumarið sem 14 og 15
ára unglingarnir í vinnuskól-
unum verja einum degi í jafn-
ingjafræðslu. Að mati þeirra
sem að henni hafa staðið hef-
ur þessi aðferð við áfengis- og
fíkniefnaforvarnir reynst afar
vel, en hún byggist á því að
leiðbeinendur nálgast ung-
lingana á jafnréttisgrund-
velli, miðla af reynslu og
ræða við þá á afslöppuðum og
eðlilegum nótum.
Þau Elma Lísa Gunnars-
dóttir, Páll Arnar Steinar-
sson og Sylvía Kristín Ólafs-
dóttir hafa öll starfað sem
leiðbeinendur jafningja-
fræðslunnar og í sumar hafa
þau umsjón með starfinu.
Auk þeirra eru 15 leiðbein-
endur á aldrinum 17 til 23 ára
í fullu starfi í sumar og hefur
jafningjafræðslan aðsetur í
Hinu húsinu við Aðalstræti.
Leiðbeinendurnir taka á móti
krökkum úr Vinnuskóla
Reykjavíkur og einnig er
nokkuð um að þeir taki á móti
krökkum frá öðrum vinnu-
stöðum þar sem margir ungl-
ingar vinna.
Elma Lísa, Páll og Sylvía
segja lykilatriði að leiðbein-
endur jafningjafræðslunnar
séu góðir og áhugasamir og
Morgunblaðið/Jim Smart
ÞAÐ var glatt á hjalla í Haga-
skóla í gær en úr kennslustof-
um bárust fjörugir salsatónar
og afrótaktur. Innandyra var
hópur 14 ára unglinga úr
Vinnuskólanum í Reykjavík
ásamt borgarstjóra sínum,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur, og Arnbirni Jónssyni,
skólastjóra Vinnuskólans.
Hópurinn fræddist um menn-
ingu Afríku, Asíu og Ameríku,
steig nokkur dansspor og
söng afríska söngva.
Það sem þarna fór fram er
liður í fjölbreyttri fræðsludag-
skrá sem Vinnuskólinn stend-
ur fyrir ár hvert, en auk þess
að vinna við að fegra borgina
og nágrenni hennar fara
krakkamir á námskeið og fá
ýmiss konar fræðslu. Gísli
Elvar Halldórsson, fræðslu-
stjóri Vinnuskólans, segir að
dagskráin í Hagaskóla felist í
því að kynna fyrir krökkunum
nýja menningarheima en jafn-
framt sé henni ætlað að vinna
gegn fordómum og kenna
krökkunum að vera opin og
jákvæð gagnvart fólki frá öðr-
um menningarsvæðum.
Hópurinn dansaði salsa
af miklum móð
Fyrst til þess að taka á móti
þessum fríða hópi var Angel-
ica Davila en hún sagði þeim
frá heimalandi sínu, Mexíkó,
menningu þess og siðum og
sýndi þeim ýmsa mexíkóska
muni sem skreyttu kennslu-
stofuna. Angelica sagði meðal
annars frá því að Mexíkóar
væru mikið fyrir að halda boð
og skemmta sér og í því sam-
bandi væru engin aldurstak-
mörk. „Allir mæta og
Morgunblaðið/Golli
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók þátt í dansinum í Hagaskóla í gærmorgun.
skemmta sér saman; pabbar
og mömmur, afar og ömmur
og börnin líka. Síðan er spjall-
að saman og dansað," sagði
Angelica en hún fékk við-
stadda til þess að koma út á
gólfið, skellti tónlistá og síðan
hófst mikill salsadans. Það var
ekki laust við að fslendingar,
sem ekki eru vanir því að stíga
dansspor ótilneyddir, þyrftu
dálítinn tíma til þess að
smyrja liðina, en að lokum
dunaði dansinn í mikilli salsa-
sveiflu.
Afrískir söngvar
sungnir
Á eftir var farið í næstu
stofu, þar sem Aakeem
Oppong bauð hópinn velkom-
inn en Akeem kemur frá
Ghana í Afríku. Hann fékk
alla til þess að koma út á gólf
þar sem stiginn var dans og
sungnir afrískir söngvar.
Hópurinn tók þátt af lífi og sál
og það má segja að sannkölluð
hitabeltisstemmning hafi
myndast í Hagaskólanum í
gærmorgun.
Hópurinn fékk meðal ann-
ars að reyna sig við bongó-
trommur hjá Aakeem auk
þess að fræðast um menningu
og daglegt líf fólks í Afríku.
Stofan var fagurlega skreytt
af litrikum afrískum klæðum
og fallegum munum sem Aak-
eem sýndi og sagði frá.
Taflenskur matur
á boðstólnum
Þegar hópurinn hafði feng-
ið nasasjón af menningu Afr-
íku og Ameríku var haldið til
Asíu í næstu kennslustofu.
Þar leiddi Somjaj Sirimekha
þau í allan sannleika um þessa
framandi heimsálfu. Somjaj
kemur frá Taílandi, ekki langt
frá höfuðborginni Bangkok.
Somjaj er afbragðs kokkur og
fékk hópurinn að smakka á
taílenskum réttum sem runnu
Ijúflega niður en einnig var
fylgst með myndbandi um
Taíland svo fátt eitt sé nefnt.
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir var mjög ánægð með dag-
skrána. „Mér finnst áhuga-
vert og lofsvert hjá
Vinnuskólanum að vera með
þessa fræðsludaga fyrir ung-
lingana en þarna fá allir 14 ára
krakkar fræðslu um ólíka
menningarheima. Það er allt-
af verið að leggja áherslu á að
fólk, sem hingað flytur, aðlagi
sig menningu okkar en það er
ekki síður mikilvægt að við fá-
um að kynnast og skilja þann
menningarheim sem þetta
fólk kemur úr,“ sagði Ingi-
björg.
Allir sem þátt tóku í dag-
skránni virtust líka ánægðir
með það sem fram fór og hafa
örugglega farið út reynslunni
ríkari og glaðari í hjarta en
þeir voru þegar inn kom.
Fram-
sýning hjá
Brúðu-
bílnum
Skerjafjörður
BRÚÐUBÍLLINN frumsýndi
í gær sýninguna Dýrin í Afr-
íku. Sýningin var haldin í
litla Skerjafirðinum við
mikla hrifningu hinna ungu
áhorfenda.
Helga Steffensen brúðu-
gerðarkona hefur umsjón
með sýningunni sem og öðr-
um sýningum Brúðubflsins,
en þetta er tuttugasta leikár
hans. Sýningin Dýrin í Afr-
íku verður sýnd á gæsluvöll-
um borgarinnar á næstu vik-
um.
Borgarstjóri heimsótti Vinnuskóla Reykjavíkur
Dansað og sungið í Hagaskóla
Vesturbær
Reykjavík
t
c
1
i
4