Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Síðbúið kvenna- hlaup á Hellu Hellu - Árlegt kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá-Almennra hf. var haldið víða um land þ. 18. júní sl. Á Hellu var hlaupinu hins vegar frestað vegna jarðskjálftanna enda íbúar alls ekki í neinum hlaupahugleið- ingum daginn eftir stóra skjálft- ann. í lok mánaðarins hlupu hins vegar nokkrar konur í nafni kvennahlaupsins en þátttakan var frekar dræm. Þær sem tóku þátt létu það þó ekki aftra sér, hituðu upp við sundlaugina og hlupu svo eða gengu sinn hefðbundna hring. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þingforseti og skrifstofustjdri Iettneska þingsins ásamt fslensku fbru- neyti í Vestmannaeyjum á dögunum. Þingforseti lettneska þingsins í Vestmannaeyjum - Forsætisnefnd Alþingis heimsótti Vestmannaeyjar 3. júlí sl. með góðum gestum, þing- forseta lettneska þingsins Janis Straume og skrifstofustjóra þings- ins sem jafnframt er þingmaður, Silvija Dreimane. Gestirnir létu mjög vel af dvölinni í Eyjum og ekki síður höfðu þau gaman af Kristnitökuhátíðinni en þar voru þau gestir ríkisstjórnar- innar. Staume sagði í samtali við Morgunblaðið að veðrið á íslandi hefði komið sér á óvart og væri mun heimsókn betra en á Lettlandi þessa stundina. Janis Staume fannst mikið til andstæðnanna í Vestmannaeyjum koma og sagðist aldrei hafa kynnst öðru eins í lífinu en hópurinn fór í skoðunarfreð auk þess sem þau fóru í siglingu hringinn í kringum Heimaey og skoðuðu ummerki jarð- skjálftanna í Eyjunum auk þess sem mikið fuglalíf vakti athygli þeirra. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var meðal gesta í förinni auk þing- manna og starfsmanna Alþingis. • • Oðrum áfanga lokið Sundlaug’in opnuð á ný Húsavík - Sundlaugin hefur verið opnuð á ný eftir gagngerar endur- bætur. Lokið var við annan áfanga sem fólst m.a í því að innrétta nýja klefa en fyrsti áfangi var að byggja klefana. Þá var gamla byggingin öll tekin í gegn s.s. forstofa, afgreiðsla, nýtt gufubað ofl. en öll aðstaða starfs- Dilbert á Netinu /§) mbl.is _AL.LTA/= eiTTH\SA£> tJÝTT fólks gjörbreytist við þetta. Rúnar Arason, forstöðumaður sundlaug- arinnar, var hæstánægður með verkið en Norðurvík ehf. var verk- taki við annan áfanga og undir- verktakar m.a Vermir ehf. sem sá um pípulagnir, Tónninn ehf. sá um málningu, Málmur ehf. um loft- ræstikerfið, EG Jónasson ehf. um rafmagn og Steinholt ehf.um múr- verk og flísalagnir. Hljóðvist og hönnun sá um eftirlit með verkinu. Kostnaður við þennan áfanga er rúmar 40 milljónir og samanlagt um 90 milljónir króna en auk þessa var gert nýtt bílastæði með bundnu slitlagi. Sundlaugin, sem verður 40 ára í ágúst, er að jafnaði vel sótt og eftir tveggja mánaða lokun hefur fólk verið duglegt að koma í sund og ekki hefur veðrið dregið úr áhuga fólksins að sækja laugina. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Minnisvarðanum var valinn staður rétt ofan við Mormónapoll sem stendur í flæðarmálinu á Torfmýri. Minnisvarði til heiðurs Utah- förum frá Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum - Minnisvarði til heiðurs Utahförum frá Vestmanna- eyjum var afhjúpaður á Torfamýri í Vestmannaeyjum sl. föstudag rétt ofan við Mormónapoll sem stendur í flæðarmálinu rétt vestan við 16. braut á golfvellinum á Torfmýri. Gefendur eru íslendingafélagið í Utah en sljóm félagsins samþykkti á fundi stjómar á sl. ári að reisa minnisvarða til heiðurs þeim 410 fs- lendingum sem á árunum 1854- 1914 fluttu til Utah til að endur- reisa fagnaðarerindið um Jesú Krist og til að byggja upp samfélag hinna hjartahreinu. íslendingafélagið hefur átt gott samstarf við bæjarstjóm Vest- mannaeyja um málið og fékk henn- ar leyfi til að reisa minnisvarðann rétt ofan við Mormónapoll sem haldið hefur nafni sínu í 145 ár. Samúel Bjarnason var fyrstur fs- lendinga til að yfirgefa Vestmanna- eyjar ásamt konu sinni Margréti Gísladóttur og kona að nafni Helga Jónsdóttir var með í för. Þau yfir- gáfu fsland í desember árið 1854 og sigldu til Liverpool á Englandi. Þaðan fóru þau til New Orleans, siðan upp eftir Missisippiánni til St. Louis. Þaðan gengu þau og óku í kerru til Mormon Grove í Iowa og þaðan til Salt Lake City og komu þangað 7. september árið 1855. Vegalengdin sem þau fóru var 14.930 km og tók 300 daga._ Afkomendur þeirra 410 íslend- inga sem fóru vestur um haf og búa í Utah em um 20.000 manns. Fjölmargir tóku til máls við af- hendingu minnisvarðans, m.a. Guð- jón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, Gary Price, hönnuður minnisvarðans, J. Breent Haynon, heiðurskonsúll íslands í Utah og Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra. Það var síðan David Ashby sem afhenti Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, forseta bæjar- stjórnar, minnisvarðann. Við at- höfnina söng Davíð Art Sigurðsson tenór við undirleik Védísar Guð- mundsdóttur. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson David Ashby afhenti Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur minnisvarðann. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þeir voru viðstaddir afhendingu minnisvarðans. Frá vinstri Jóhann Friðfinnsson, fyrram safnvörður Byggðasafns Vestmannaeyja, Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Washington og Rasmusen, en hann er yfir öllum Mormónasöfnuðum á Norðurlöndum . Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stíflugerð í Remundargili Fagradal - Þór Jónsson var iðinn við stíflugerð í læknum í Remundargili á Höfðabrekkuafrétti en það er hans líf og yndi að sulla og leika sér í vatni og svo er líka miklu skemmtilegra að moka með svona stórri skóflu heldur en venjulegum plastskóflum. Á meðan grilluðu foreldr- arnir kvöldmatinn og höfðu það notalegt í dýrlegu veðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.