Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 24
24 LAUUAKJJAUUK 81 JULi ZOOU
VIKU
m
MUKUUJMBLAÐID
Vlsindavefur Háskóla fslands
Hverjir eru komnir
af Karlamagnúsi?
VISINDi
Utliti Vísindavefjarins var breytt í vikunni
og standa vonir til að nú fari enn betur
um gesti á vefsetrinu en áður. Jafnframt hefur hugbúnaðurinn sem
notaður er við vinnsluna verið stórbættur. Gestir fá nú greiðan að-
gang að leitarvél sem er sérhönnuð fyrir vefsetrið. Hún gerir það að
verkum að vefurinn líkist æ meir uppflettiriti. Talsverðar líkur eru á
að menn sem hafa ákveðnar spurningar í huga geti fundið svar eða
gagnlegar upplýsingar á Vísindavefnum umsvifalaust. Nokkur svör
hafa birst á Vísindavefnum um jarðskjálfta og hafa tvö þeirra veríð
birt hér í Morgunblaðinu, annað um hljóðið sem oft heyrist á undan
skjálftum og hitt um Richterskvarðann. í síðustu viku voru einnig
birt á vefnum svör um hraða jarðskjálftabylgna og um tegundir
þeirra. Við vekjum sérstaka athygli á síðasta svarinu vegna þess
að því fylgja hreyfimyndir af bylgjunum, þannig að kostir þessa nýja
miðils í samanburði við pappír njóta sín til fulls. Veffangið er
http://www.visindavefur.hi.is/.
Hverjir eru komnir
af Karlamagnúsi?
SVAR: í hnotskum er svarið við
þessari spumingu: Allir menn, að
minnsta kosti allir sem era
af evrópsku bergi brotnir.
Karl mikli Frankakon-
ungur og síðar rómverskur
keisari, öðra nafni Karla-
magnús (Charlemagne),
var uppi 742-814. Hann
átti mörg böm, bæði skilgetin
og óskilgetin, og veldi hans
stóð víða um Evrópu. Frá því
að hann komst á fullorðinsár era
liðin um 1230 ár. Ætla má að meðal-
tali að um þessar mundir sé að fæð-
ast 41. kynslóðin frá honum talið. Ef
hann sjálfur og allir frjóir afkomend-
ur hans hefðu átt að meðaltali tvö frjó
böm hver, sem er lágmarksáætlun,
og ættir kæmu aldrei saman aftur, þá
væri fertugasta kynslóðin frá honum
um það bil ein billjón manna eða þús-
und milljarðar. Það er miklu hærri
tala en heildarmannfjöldinn á jörð-
inni sem er núna rúmir 6 milljarðar.
Líklegast er því að meirihluti jarð-
arbúa sé kominn af Karlamagnúsi,
hver einstaklingur á fjölmarga vegu.
Það á öragglega við um alla Evrópu-
búa og það fólk af kynstofni þeirra
sem byggir nú aðrar heimsálfur.
A Vísindavefnum hafa birst tvö
svör við spumingunni Hvemig er
hægt að sanna að allir íslendingar
séu komnir af Jóni Arasyni? Slíkar
spumingar um afkomendur tiltekins
manns úr fjarlægri fortíð má nálgast
á tvo vegu. Annars vegar er hægt að
áætla hversu margir afkomendur
mannsins era núna og hins veg-
ar má reikna út hve marga áa
(forfeður og formæður) einhver
nútímamaður hefur átt á
þeim tíma sem hin sögu-
lega persóna var uppi.
Þegar fyrri aðferðinni er beitt
þurfa menn að gefa sér einhverja for-
sendu um það hversu mörg frjó böm
afkomendur ættfoðurins eða -móður-
innar hafi átt að meðaltali. í stofni
með tvíkynja æxlun og fastri stærð
er þessi tala að meðaltali tveir fyrir
allan stofninn: Ef hver einstaklingur
í stofninum á að meðaltali tvö böm
helst stofninn við. Þeir einstaklingar
sem eru á annað borð ftjóir og eiga
börn hljóta þó að eiga talsvert fleiri
böm. Og ef stofninn í heild er að
stækka hlýtur meðaltalið að vera enn
hærra. Við sjáum því að talan sem
nefnd er í fyrstu efnisgreininni hér á
undan, tvö böm að meðaltali á hvem
ftjóan afkomanda, er alger lág-
markstala.
Helsti skekkjuvaldurinn gagnvart
þessari tölu er sá að fyrstu ættliðir
gætu bragðist þannig að ættin dæi
út. Slíkt er hins vegar ekki fyrir
hendi þegar vitað er að viðkomandi
www.opinnhaskoli2000.hi.is
mgt/ hc tc»mioircífrt6Amc«nm mfilc
Mynd af krýningu Karlamagnúsar.
einstaklingur átti mörg böm og þau
aftur mörg böm, samanber til dæmis
bæði Jón Arason og Karlamagnús.
Ættstofninn hefur þá verið kominn í
stærðarþrepið 100 einstaklingar í
þriðja ættlið (bamabamaböm eða
langafa/langömmubörn). Þar með
hefur hann náð þeirri stærð sem þarf
til að tryggja framhaldið því að afar
ólíklegt er að slíkur fjöldi tiltekinna
einstaklinga geti með einhveiju móti
þurrkast út úr stofninum í einu lagi.
Seinni aðferðin, að telja áana, er
öraggari að því leyti að við vitum fyr-
ir víst að hver einstaklingur á tvo for-
eldra. Fjöldi áa tvöfaldast þess vegna
án efa með hverri kynslóð sem farið
er aftur í tímann. Einhveijh- koma að
vísu fyrir oftar en einu sinni þó að
þeim fjölgi hægt fyrst í stað, einkum
þó ef reglur um giftingu skyldmenna
era strangar.
Ef engar endui-tekningar kæmu
fyrir hefði hver einstaklingur sem
fæðist um þessar mundir átt um það
bil eina bilijón áa á tímum Karla-
magnúsar. Þessi risastóra tala tákn-
ar fjölda sæta í ættartölu hans eða
ættartré í fertugustu kynslóð héðan í
frá aftur í tímann. En með því að
mannkynið var ekki ein billjón
manns á þessum tíma heldur rúm-
lega tvö hundrað milljónir er Ijóst að
langflestir, sem hafa á annað borð átt
umtalsverðan fjölda afkomenda á
þessum tíma, koma fyrir margoft, í
mörgum tilvikum þúsund til milljón
sinnum, í ættartölu hvers okkar.
Þorsteinn Vilhjálmsson
prófessor í eðlisfræði og vísindasögu,
ritstjóri Vísindaveíjarins
Hvernig fer heiiinn í
okkur að því að muna?
SVAR: Fyrst er rétt að gera sér
grein fyrir því að minnið er býsna
margbrotið og rannsóknir sálfræð-
inga hafa sýnt að greina má að ólík
afbrigði þess. Aðgreining langtíma-
minnis og skammtímaminnis er til að
mynda vel þekkt og hugtakið
skammtímaminni er almenningi
býsna tamt þótt hann noti það
kannski ekki í nákvæmlega sömu
merkingu og sálfræðingar. Innan
sálfræðinnar er hugtakið skamm-
tímaminni notað um takmarkaða
minnisgeymslu sem nota má til að
varðveita minnisatriði áður en þau
færast í langtímaminni. Reyndar hef-
ur skilningur fræðimanna á skamm-
tímaminni breyst á síðustu áram sem
hefur leitt til þess að sálfræðingar
tala nú frekar um vinnsluminni en
skammtímaminni, en það er önnur
saga.
I nýlegum rannsóknum á lang-
tímaminni er gerður greinarmunur á
eiginlegu og óeiginlegu minni. Eigin-
legt minni er það sem okkur er tamt
að tala um sem minni og er prófað
með því að láta fólk rifja upp minnis-
atriði eða bera kennsl á þau. Óeigin-
legt minni er hins vegar prófað með
óbeinum aðferðum, til dæmis með
svo kölluðum orðlúkningarprófum.
Þá er fólki ætlað að fylla í eyðumar í
stafastrengjum á borð við t_é_m_ð_r
eða u p i j n (trésmiður/
upprifjun). Auðvelt er að sýna fram á
að hafi fólk nýlega lesið þessi orð
verður mun auðveldara en ella að
leysa slíkt orðlúkningarpróf. Hér má
því ætla að minni komi við sögu með
einhveijum hætti þótt það sé fólki
reyndar sjaldnast meðvitað.
Það kom fræðimönnum hins vegar
í opna skjöidu um 1970 að sjúklingar
sem haldnir vora minnisstoli af völd-
um heilaskaða - og áttu því afar erfitt
með að leggja orð og annað námsefni
Draumurinn er ljóð
Bara að þú vildir
vera alltaf
Ó Vor
Léttkiæddir, hlæjandi
segja dagamir tii nafns síns.
Hver vamar mér svefns
ert það þú
Draumur „GIóu“
Mig dreymdi að ég og maðurinn
minn væram að ganga í Elliðaár-
dalnum. Við stoppuðum hjá steini,
stöndum við hann og virðum fyrir
okkur útsýnið. Við þetta breytist
umhverfið sem við eram í en mér
fannst við þá ekki lengur vera í
dalnum sem er mér svo kunnugleg-
ur. Ég sé svart ský koma á miklum
hraða úr norðvestri. Skýið stefnir
að okkur og það dimmir yfir þegar
það kemur nær. Svarta skýið
steypist síðan yfir okkur. Skýið
reynist vera svört tjara eða olía og
hellist þessi „mjúka tjara“ yfir okk-
ur. Þá sé ég björgunarmenn koma í
Draumstafir Kristjáns Frímanns
VEÐRIÐ að undanfömu minnir á
fjarlæga staði, fegurð og framandi
líf. Slikjan í loftinu, lyktin og hitinn
mýkir alla hugsun svo að annarlegt
ástand líkast draumi leggst á vitið.
Tilfmningin að lifa drauminn í
vöku og vera sjálfur sem draumur
gerir mann ljóðrænan í fasi og
háttum, venjubundin hugsun verð-
ur ávöl og myndrænni en venju-
lega, verður ljóð. Hugsunin flögrar
líkt og aðmírálsfiðrildi úr einni
upplifun í aðra, frá hvítu augans
yfir í minningu um kvikmynd
sveipaða rauðri áferð, gegnum
málverk af gulu sólriku engi í
þykkum mettuðum litum og inn í
ljóð eftir Nínu Björk Árnádóttur.
Draumar hraðra augnhreyfinga
(REM-svefn) era sköpunardraum-
ar þar sem hugrenningar vitundar-
innar umformast úr línulaga ferli í
hring eða form og óræðar tilfinn-
ingar verða að áþreifanlegum hlut-
um, myndbrotum sem raða sér í
ákveðna heild, litla sögu, draum
sem líkist ljóði. Skáldið sem meitl-
ar orðin og formar í myndræna
hugsun er að skapa draum úr orð-
um. Stafirnir sem mynda orðin
umbreytast í huga lesandans í
mynd og ljóðið verður draumur.
Næturblóm
og feimið regn
hafa setzt að á glugga mínum
Meðan nóttin sofnar
drekka dagamir
vín morgunroðans.
í gegnum grænt tjald
eygðum við
undursamlega hluti.
í garðinum tjömin
sefið
og undarleg fiðriidi
Mynd/Kristján Kristjánsson
Mynd af ljóði um draum.
fjarska og stefna til okkar. Ég fer
að kanna afleiðingar þessa skýfalls
á mig og mér til undranar er ég
nánast hvergi svört nema bak við
eyran! Björgunarsveitin sá ekki
ástæðu til að aðstoða okkur enda
var ástand okkar ekki alvarlegt
eftir svarta skýfallið. Við skiptumst
á nokkram orðum við björgunar-
mennina og héldu þeir áfram leiðar
sinnar í mikilvægari verkefni en ég
og maðurinn minn ákváðum að
snúa heim og þvo okkur.
Ráðning
Draumar era mönnum hugleikn-
ir vegna hugsanlegs leynilegs inni-
halds þeirra sem megi túlka á
skýran máta og skilmerkilegan.
Flestir hallast á að úr þeim megi
lesa framtíðina, sitthvað um heilsu-
far viðkomandi, hamingju hans og
hlutskipti í lífinu. Aldrei er spurt
um skemmtanagildi drauma eða þá
afþreyingarmöguleika sem í þeim
felast og sem gætu komið í stað
sjónvarpsgláps eða annars þess
efnis sem selt er á markaðstorgi
tímans sem á að drepa. En draum-
ar geta verið skemmtun góð, bæði í
vöku og svefni ef vel er gætt.
Draumur þinn Glóa er bæði
skemmtun og alvara, hlátur/grát-