Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 19 VIÐSKIPTI VKS og KPMG semja við Mjólkursamsöluna Sérhæfum okkur í smíði á sólpöllum, skjólveggjum og girðingum wHPIwlffiw ''W Pritiol HUSASMIÐAMEISTARI Símar 899 3461 & 863 3312 Netfang prinol@prinol.is M0C>0 • rax .*><>«> OOc>."> • SíAimuíhi 2 I |fS EIGNAMIÐUMJV StmhmmSwtit btímmhfí l&mpcxt, NUfwSi.W—fco.,1^wim. G^nwxkSMqmm Wt *f l»m fetapui. A 4Ui« Hefur þú fengið 10.000 kr. eingreiðslu? Starf okkar þitt s Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Tekið á málum á altæk- an og faglegan hátt KPMG ráðgjöf og Verk- og kerfis- fræðistofan (VKS) hafa gert samn- ing við Mjólkursamsöluna (MS) um viðamikið ráðgjafarverkefni sem fel- ur í sér þarfagreiningu fyrii- nýtt upplýsingakerfi Mjólkursamsölunn- ar. Magnús Ingi Stefánsson, for- stöðumaður upplýsingasviðs MS, segir að þegar á daginn hafi komið að VKS og KPMG vildu bjóða saman í verkið hafi verið ljóst að MS gæti fengið afar góða og víðtæka þjónustu þar sem VKS hafi mikla reynslu af þarfagreiningu fyrirtækja og KPMG hafi yfirgripsmikla þekkingu á öllum þeim þáttum sem lúta að því að inn- leiða viðskiptahugbúnað og móta fjármálaumsýslu hjá fyrirtækjum. „Tölvukerfið sem MS notar er orðið fimmtán ára gamalt og við væntum þess að VKS og KPMG aðstoði okk- ur við að leggja grunn að mun heild- stæðai-a rekstrarumhverfi. Eitt af markmiðunum sem við höfum sett okkur er að bæta og auka aðgang viðskiptavina okkar og birgja, bæði að upplýsingum og pöntunarkerfi. Að þessari vinnu lokinni á að liggja fyrir lýsing á framtíðarsýn stjóm- enda MS og ráðgjafanna um starf- semi fyrirtækisins auk lýsingar á hugsanlegum breytingum á starf- semi þess og þeim kröfum sem nýtt upplýsingakerfi þarf að uppfylla.11 Mjög spennandi verkefni Sigurjón Pétursson, fram- kvæmdastjóri VKS, segir að það sem geri verkefnið sérstaklega spenn- Útboðskynning deCOPE Mikill áhugi fjárfesta í London UTBOÐSKYNNING var haldin í gær (e. Roadshow) deCODE Gen- etics í London. Ahugi fjárfesta á fundinum virtist vera mjög mikill að sögn Júlíusar Heiðarssonar hjá Landsbréfum sem sat fundinn. Um lokaðan kynningarfund var að ræða sem deCODE og umsjónaraðili útboðsins, Morgan Stanley í London, stóðu fyrir. Auk þeirra voru á fundinum staddir fulltrúar fjármálafyrirtækja og fagfjárfestar. Aðspurður segir Júlíus að sér hafi fundist kynningin ganga mjög vel. „Kynningarferlið er nú í fullum andi sé að MS hafi ákveðið að taka heildstætt á allri framtíðarþörf fyrir- tækisins fyrir upplýsingar og þekk- ingu og samhæfa jafnframt þessari vinnu stefnumótun og framtíðarsýn fyrirtækisins. Mikil vinna eigi sér stað innan MS samhliða vinnu ráð- gjafa VKS og KPMG og því sé í reynd verið að taka á málunum með mjög altækum og faglegum hætti sem ekki sé svo algengt. Aðspurður segir Sigurjón að vinna við verkið sé þegar hafin en áætluð verklok eru í nóvember. Tveir til þrír starfsmenn VKS muni koma að verkefninu og sömuleiðis tveir til þrír ráðgjafar frá KPMG auk verkefnisstjóra. Þá megi ekki heldur gleyma að fjöldi starfs- manna MS komi að þessari vinnu með einum eða öðrum hætti. gangi hjá félaginu og greinilega já- kvæðir straumar í kringum það.“ Verslað með bréfin þriðja dag eftir skráningu Samkvæmt upplýsingum á vef- síðunni IPO.com er búist við að skráningardagur bréfa deCODE verði 17.-21. júlí nk. I Morgunpunktum Kaupþings í gær kom fram að tveimur við- skiptadögum eftir að verð hefur verið endanlega ákveðið og fjár- festar hafa fengið útboðslýsinguna geti útboði talist lokið og því hægt að versla með bréfin á þriðja degi. Breytt fjárfestingarstefna Islenska fjársjóðsins AKVEÐIÐ var á aðalfundi íslenska fjársjóðsins hinn 6. júlí síðastliðinn að útvíkka fjárfestingarstefnu sjóðs- ins og var sérstök tenging við fjár- festingar í sjávarútvegi fjarlægð. Miðast fjárfestingarstefna sjóðsins nú við að fjárfest sé í fyrirtækjum sem eiga mikla vaxtarmöguleika, þar sem hæfir stjómendur, sérfræði- þekking og íslenskt hugvit skapa fyrirtækjunum vænlega samkeppn- isstöðu á alþjóðlegum mörkuðum til lengri tíma litið, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá Landsbréf- um hf., sem sjáum rekstur sjóðsins. Við stofnun Islenska fjársjóðsins í lok árs 1995 var í fjárfestingarstefnu sjóðsins lögð áhersla á íjárfestingar í sjávarútvegsfyrirtækjum. Uppgang- m- var hjá sjávarútyegsfyrirtækjum á þessum tíma og íslenski fjársjóð- urinn ávaxtaði fjárfestingar sínar þar ríkulega, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Islenski hlutabréfa- markaðurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum frá stofnun sjóðsins, í lok árs 1997 var hlutur sjávarútvegs af hlutabréfamarkaðnum um 40% af markaðsverðmæti en í lok árs 1999 er þessi hlutur sjávarútvegs um 25%. Nýjar atvinnugreinar hafa sprottið fram hin síðari ár og eru sí- fellt fleiri fjárfestingarkostir í boði.“ Til að styrkja enn frekar breyttar áherslur í fjárfestingum íslenska fjársjóðsins í tæknigeiranum, nánar tiltekið á fjarskiptasviði og hugbún- aðarsviði, var fjölgað í stjórn sjóðs- ins úr 3 mönnum í 5. Hinir nýju stjómarmenn eru Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma, og Gísli Heimisson, stjórnarformaður hugbúnaðarhússins Mens Mentis hf. I stjóm sjóðsins sitja fyrir Viðar Þorkelsson, stjómarformaður, Ein- ar Benediktsson, forstjóri Olíuversl- unar íslands, og Svanur Guðmunds- son. Varamaður í stjóm er Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa hf. A aðalfundinum var einnig sam- þykkt að greiða 10% arð til hluthafa. Uppsagnir hjá Merrill FREGNIR herma að Merrill Lynch & Co., sem er stærsta tryggingar- og fjárfestingarfélag í Bandaríkjunum, hyggist segja upp allt að 2.200 starfsmönnum í fjár- festingardeild félagsins að því er segir í The Wall Street Journal. Ef satt reynist yrðu þetta mestu uppsagnir hjá Merrill frá árinu 1998 en þá sagði félagið upp 3.400 starfsmönnum í kjölfar gríðarmik- ils tapreksturs á Long-Term Capi- tal Management-sjóðnum. Hjá fjármáladeild Merrill, sem er sú stærsta á Wall Street, starfa um 14.400 verðbréfamiðlarar auk 22.600 annarra starfsmanna eða samtals hátt í 37.000 manns. í febrúar síðastliðnum tók Stanley O’Neil við af John Steffens sem yf- irmaður verðbréfaviðskipta og hann hefur einsett sér að hreinsa rækilega til í fyrirtækinu. Er sagt að O’Neil ætli að fækka starfs- mönnum í verðbréfadeildinni um 5,4% en það er um 3% af heildar- mannafla Merrill. Ekki stendur þó til að segja upp verðbréfamiðlur- um heldur á að reka starfsmenn og stjórnendur sem vinna að markaðsmálum, stefnumótun og tæknimálum. Talið er að með þess- um uppsögnum muni Merrill spara allt að 150 milljónum dala á ári eða um 11,5 milljörðum íslenskra króna. Vönduð vinnubrögð - gerum föst verðtilboð Vorum að fá til sölu þetta glæsilega atvinnuhúsnæði á þremur hæðum, alls talið u.þ.b. 857 fm. Um er að ræða vandað steinhús sem stendur alveg niður á hafnar- bakkanum við hlið Kaffivagnsins. Húsið er í mjög góðu ástandi og hefur viðhald þess verið mjög gott. í dag er eignin innréttuð sem skrifstofu- og þjónustuhúsnæði en húsið býður upp á mikla möguleika hvað varðar nýtingu. Óskað er eftir tilboðum í eignina, en allar nánari uppl. gefa Stefán Hrafn og Óskar. 9618. Farsími Óskars er 698 6168. Grandagarður Slysavarnafélagshúsið British Airways verður að selja GO- flugfélagið EVRÓPUSAMBANDIÐ ætlar að setja það sem skilyrði fyiir samruna British Airways og hollenska flugfélagins KLM að þau selji lágfargjaldaflugfélög sín, Go og Buzz, að því er segir í Scandinavian Travel. Ef af samruna félaganna verður munu British Airways og KLM saman mynda stærsta flugfélag í heimi miðað við veltu. Velta hins sameinaða flugfélags yrði um 21 milljarður punda á ári en það svarar til um það bil 2.432 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að velta American Airlines, sem er stærsta flugfélag heimsins sem stendur, er um 18 milljarðar punda á ári. Samkeppnisyfir- völd Evrópusambandsins hafa meðal annars verið að rannsaka samkeppni í flugi á milli heima- landa flugfélaganna, þ.e. Holl- ands og Bretlands, með það að markmiði að finna leiðir til þess að auka samkeppnina en Brit- ish Airways og KLM fljúga 270 sinnum fram og til baka milli Lundúna og Amsterdam í viku hverri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.