Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 29
Fjölbreytt
flóra ís-
lenskra safna
A morgun verður safnadagurinn haldinn
hátíðlegur í íslenskum söfnum. Af því tilefni
hitti Inga María Leifsdóttir nýskipaðan
þjóðminjavörð, Margréti Hallgrímsdóttur,
og fræddist um stöðu safna á Islandi í dag.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
Morgunblaðið/Þorkell
íslensk söfn halda safnadaginn há-
tíðlegan á morgun, sunnudaginn 9.
júlí. Yfir þrjátíu söfn á Islandi taka á
virkan hátt þátt í safnadeginum, með
sérstakri dagskrá, en söfn og safna-
tengdar stofnanir á íslandi eru yfir
sjötíu talsins. Fjölbreytt dagskrá er í
boði á mörgum söfnum á morgun.
Safnadagurinn
Safnadagurinn á rætur sínar að
rekja til alþjóða safnadagsins, sem
er haldinn hátíðlegur víða um heim
18. maí að frumkvæði alþjóða safna-
ráðsins, ICOM. Það var hins vegar
ákveðið að halda safnadaginn á ís-
landi hátíðlegan annan sunnudag í
júlí ár hvert. íslandsdeild ICOM og
félag íslenskra safnamanna standa
að deginum með það að leiðarljósi að
vekja athygli á hinum fjölbreyttu
söfnum landsins og starfseminni sem
þar fer íram. „Markmiðið með degin-
um er að velya athygli á söfnum
landsins og fjölbreytileika þeirra. Sú
ímynd hefur viijað loða við söfn að
þau væru hátíðlegar, rykfallnar
stofnanir sem fólk ætti ekkert erindi
á,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir,
nýskipaður þjóðminjavörður. „Söfn á
Islandi eru hins vegar mjög fjöl-
breytt og áhugaverð og þar ættu allir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“
Nýr þjóðminjavörður
Margrét hefur nýlega verið skipuð
í lykilstöðu innan íslenska safna-
heimsins. í vor tók hún við embætti
þjóðminjavarðar, sem er forstöðu-
maður Þjóðminjasafns íslands, en
áður hafði Margrét starfað sem
borgarminjavörður um tíu ára skeið.
„Þjóðminjasafn Islands er vísinda-
og þjónustustofnun og er lögum
samkvæmt ætlað að vera miðstöð
þjóðminjavörslu og stunda rann-
sóknir á menningarsögulegum minj-
um í landinu. Hlutverk þess er að
auka og miðla þekkingu á
menningararfi íslensku þjóðarinnar
frá upphafi til vorra daga og stuðla
að því að sem flestir hafi gagn og
gaman af sögu og minjum lands og
KRINGLAN KL. 14.
Forskot á sæluna
Menningarborgin veröur meO þrí-
þætta dagskrá í Kringlunni í dag milli
kl. 14 og 15. Þeirsem fram koma
eru Jóna Einarsdóttir harmonikku-
leikari; Hóþur fólks - Listverksmiöja
og félagar úrhljómsveitinni Emblu.
HELLA KL. 10
PATH
Ráöstefna PATH-samtakanna stend-
urfrá 11.-16. júlí. Þarmunu fulltrúar
allra landa Evrópu ræða forvarnirog
málefni sem varöa ungt fólk al-
mennt.
VÍÐIVELLIR KL. 11
Landsiiíét 2000
Dagurinn hefst á Brekkuvöllum meö
stóöhestasýningu. Á skeiövellinum
þjóðar. Þjóðminjasafnið hefur þann-
ig hlutverk á landsvísu og er ætlað að
vera öflugur bakhjarl og málsvari
allra safna á íslandi," segir Margrét.
„Um allt land eru byggða- og minja-
söfn sem endurspegla sögu og sér-
kenni hinna ýmsu landshluta og
þátta í sögu okkar. Hlutverk þeirra
er eins og Þjóðminjasafnsins, að
safna, varðveita og ekki síst kynna
menningarsögu okkar fyrir almenn-
ingi. Samkvæmt lögum hafa söfnin
því mikilvægu fræðsluhlutverki að
gegna til bama, almennings og
ferðamanna. í tilefni af því að ég tók
við þessu embætti af Þór Magnús-
syni, ákváðum við að fara saman í
hringferð um landið til þess að hitta
samstarfsmenn mína um allt land.
Við Þór fórum saman í þessa ferð nú
í lok júní og skoðuðum flest söfn Is-
lands.“
í ferðinni fékk Margrét víðtæka
sýn á stöðu safna á íslandi í dag. Hún
segir að fjöldi og fjölbreytileiki ein-
kenni íslensk söfn. „Söfn á Islandi
eru fjöldamörg, um sjötíu talsins.
Þau eru afar fjölbreytt og mismun-
andi. Þau endurspegla mörg hver
sérkenni síns byggðarlags og eru oft
mjög sérhæfð. Sum fjalla um sjómin-
jar og sjósókn, önnur um byggingar-
arf, landbúnað, heimilisiðnað, hand-
verk, byggðasögu, atvinnusögu og
svo mætti lengi telja.“
Mörg söfn eru þannig langt komin
í þessari sérhæfingu. Margrét nefnir
sem dæmi sjóminjasöfnin á Akranesi
og Eskifirði og útisafnið á Skógum.
„Þetta eru mjög áhugaverð söfn fyrir
fólk sem vill kynnast menningu stað-
arins. Svo eru önnur minni söfn en
sérlega áhugaverð vegna sérhæfing-
ar þeirra og má í því sambandi nefna
heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og
búvélasafnið á Hvanneyri. Ekki má
heldur gleyma þeim byggingararfi
sem fólginn er í yfir fjörutíu húsum
sem þjóðminjavarslan varðveitir um
allt land. I þeim húsum eru mjög
merkileg söfn, meðal annars í hinum
glæsilegu torfbæjum í Laufási,
Glaumbæ og Grenjaðarstað auk
veröa úrslit kappreiöa frá kl. 21.30
en um kl. 23 hefst dansleikur í Reiö-
höllinni meö hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar.
HÁSKÓLABÍÓ KL. 15 OG 20
STOMP
www.stomponline.com
SKÁLHOLT KL. 14
Sumartónleikar
Hátíðin hefst meö dagskrá sem helg-
uö veröur verkum eftir Báru Gríms-
dótturtónskáld. Meöal þeirra sem
fram koma eru Hljómeyki og Voces
Thules.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚS
Spiritus Europæus 1980-2000
Rax Rinnekangas. í myndafíokknum
„Sþiritus Europæus 1980-2000“
hinna fallegu torfkirkna um landið.“
„Það er sífellt meiri áhersla lögð á
menningartengda ferðamennsku,"
heldur Margrét áfram. „Flestir eru
sammála um það að ferðamenn,
hvort sem þeir eru íslenskir eða er-
lendir, hafa jafnmikinn áhuga, ef
ekki meiri, á menningu viðkomandi
staðar og náttúrunni þar. Við sem
vinnum á söfnum finnum fyrir gríð-
arlegum áhuga, þar sem söfn gefa oft
á tíðum aðgengilegar og skemmti-
legar upplýsingar um menningu og
sögu staðarins og endurspegla sál
hans og sérkenni.“
Að mati Margrétar þarf að hlúa
mun betur að söfnum en hingað til
hefur verið gert af hálfu yfirvalda,
með tilliti til ferðaþjónustu og minja-
vörslu almennt sem vaxandi atvinnu-
greina. „Þetta eru oftar en ekki
stofnanir sem starfa með mjög tak-
mörkuðu fjármagni og oft á tíðum
með litlum stuðningi sveitarfélags og
ríkis. Þar er allt byggt á hinum gríð-
arlega áhuga sem meðal safnamanna
býr,“ segir hún. „Það þarf að líta svo
á að það að hlúa að menningararfi
okkar og söfnum sé arðvænlegt fyrir
atvinnulífið í landinu.“
Safnakeðjur
Mörg söfn víða um land eru að fást
við svipaða hluti, en frá mismunandi
sjónarhomum út frá sérkennum
hvers svæðis. Saman mynda þau
hins vegar heildstæða mynd af þeim
þætti sögunnar sem þau tengjast.
Þannig mætti elta uppi um landið af-
ar fjölbreytt söfn og minjastaði á
ákveðnum sviðum, sem saman gæfu
fjölbreytta og spennandi mjmd af
þáttum í sögu okkar, til dæmis á sviði
sjóminja, handverks eða verslunar.
Hugmynd að því að búa til keðjur
safna sem fást við svipuð viðfangs-
Morgunblaðið/Líney
/ tengslum vlð ráðstefnuna PATH verð-
ur í dag boðlð upp á fallhlífarstökk.
leggur Rax áherslu á fólk og byggö
sem er utan alfaraleiöaríEvrópu.
Sýningln stendur tll 27. ágúst.
www.reykjavik.is/listasafn
HAFNARFJÖRÐUR - HAFNARBORG KL 16
Japanskir listamenn og listviðburðlr
í dag hefst sýning á Ijósmyndum og
steinskúlptúrum Hiroshi Mikami og
Keizo Ushio í Sverrissal.
www.ligtitcliff-art.is
Þá veröuropnuö sýningin „ísland
meö augum Fransmanna".
efni var rædd meðal safnamanna á
ferð Margrétar um landið. „Það gæti
verið spennandi að búa til slíkar
keðjur og gert söfnin áhugaverðari
fyrir ferðamenn. Þá væri markaðs-
setning og kynning samræmd þann-
ig að hægt væri að ferðast um landið
og kynna sér þessi svipuðu söfn og
um leið bera saman hvemig þau
væru ólík.“
Samstarf milli safna
og almennings
Að sögn Margrétar skipar miðlun-
arþáttur safna æ stærri sess í starf-
semi þeirra. „Þó að söfn byggist á
varðveislu muna og rannsóknum þá
er sífellt lögð meiri áhersla á það að
ná til safngesta. Þetta á ekki einung-
is við um erlenda ferðamenn, heldur
ekki síður um íslenskan almenning.
Því er sérhæfing safna og fjölbreytni
afar mikilvæg. Staðirnir eru heim-
sóttir og hægt að fræðast um þá sér-
staklega. Þetta er einnig áhugavert
fyrir sveitarfélögin sjálf með tilliti til
uppbyggingar á hverjum stað. Sfld-
arminjasafnið á Siglufirði endur-
speglar til dæmis frábærlega sögu
staðarins og víða er ótrúleg gróska,
sem eflaust á eftir að skila sér á
margvíslegan hátt fyrir byggðir
landsins. Einnig blasa víða við tæki-
færi til uppbyggingar með aukinni
áherslu á varðveislu menningar-
arfsins og uppbyggingu safna, til
dæmis í gamla byggðakjamanum á
Blönduósi og á Eyrarbakka."
Söfn og minjavarsla almennt hafa
mjög mikilvægu hlutverki að gegna í
að styrkja sjálfsvitund Jjjóðarinnar,
að mati Margrétar. Ibúar hvers
landsvæðis fái fyrir þeirra tilstilli
betri þekkingu á sérkennum síns
heimasvæðis og landsmenn átti sig á
sérstöðu landshluta og staða. „Það
em ekki nógu margir sem gera sér
grein fyrir því hvað saga okkar er í
raun og vem margbreytileg og
spennandi. Svo eiga landsmenn líka
sinn þátt í að standa vörð um menn-
ingararfinn, hver á sínum stað, til
dæmis með góðri umgengni við
þessa hluti. Samstarf við handverks-
menn um landið er minjavörslunni
einnig ómetanlegt, enda byggir hún
á kunnáttu manna í vinnubrögðum
við viðhald gamalla húsa. Minja-
varsla byggist þannig á gagnvirkni,
samstarfi milli almennings og sér-
fræðinga.“
Söfn nú til dags leggja einnig sí-
fellt meiri áherslu á fræðslu til
bama. „Slík fræðsla er gmnnur að
minjavörslu framtíðarinnar, að
skapa virðingu fyrir þjóðargersem-
um og minjum.“
Spennandi tímar
framundan
Þjóðminjasafnið stendur í miklum
breytingum þessi misserin. Verið er
að gera endurbætur á húsinu við
Suðurgötu, geymslur safnsins hafa
verið bættar til muna og nýjar sýn-
ingar skipulagðar. „Mikið þjóðþrifa-
verk var unnið þegar Þjóðminjasafn-
ið fékk fullkomnar geymslur fyrir
þjóðargersemamar sem það varð-
veitir,“ segir Margrét. „Stofnun
kristnihátíðarsjóðs á Þingvöllum um
síðustu helgi skapar einnig mikil-
vægt sóknarfæri fyrir þjóðminja-
vörsluna." Sjóðurinn mun veita
hundrað milljónir árlega næstu fimm
árin til fræðslu og rannsókna á
menningar- og trúararfi þjóðarinnar
og fornleifarannsókna á helstu sögu-
stöðum þjóðarinnar. „Það mun leiða
til mikillar grósku á Þjóðminjasafn-
inu og á byggðasöfnum um landið
allt en einnig í stétt fornleifa- og
minjafræðinga landsins. Það er í
raun mikil uppbygging framundan
ásamt þeim breytingum sem nú
standa yfir.“
Margrét segist sjá bjarta tíma
framundan. „Eg fann það á ferð
minni um landið, að það er mikill
áhugi á samstarfi milli safna og veit
að það er mikil uppbygging í safna-
málum íslands. Með samstilltu átaki
safnamanna og landsmanna sjálfra
má sjá fyrir sér meiri alúð og áhuga á
söfnum og minjum okkar, öllum til
heilla."
EIGMMIÐLIMN
,B.k., sötim.,Goímwnlur Sjgurjónsson
R. Hor Jorson, sölumaÓur, Kiprton
, Ingo Honnesdóttir, simtfvarsla og ritari, Olöf f
simovarslo og öflun skjola.
’ÁR
Síini .!}{}{ 9090 • Kax ö«}{ 909S • SfAumiila 2 I
Sérhæð óskast
Fjársterkur kaupandi hefur beðið okkur um að útvega 140-180 fm
sérhæð í Hlíðunum eða Vesturbænum. Staðgreiðsla í boði. 9616
„Penthouse“ íbúð óskast
Traustur kaupandi hefur beðið okkur um að útvega „penthouse“
íbúð eða (búð ofarlega í lyftublokk með útsýni.
>0/1-2000
Laugardagur 8. júlí