Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hús Slysavarnarfélagsins við Grandagarð auglýst til sölu Morgunblaðið/Kristinn HIJS Slysavamarfélagsins Landsbjargar, sem hýsti starfsemi Slysavarnarfélags íslands í tæp 40 ár, er til sölu. Söluverð um 90 til 100 milljónir því síðasta sumar fyrir utan efstu hæðina þar sem samræmingar- stjómstöð landsstjórnar björgun- arsveitanna hefði verið með að- stöðu. Hann sagði að ferða- skrifstofan Atlantik hefði leigt aðra hæðina, en að ýmsir aðilar væru með starfsemi á fyrstu hæð- inni. Stefán Hrafn sagði að húsinu hefði verið haldið vel við og því væri það ( góðu standi bæði að innan sem utan. Hann sagði að húsnæðið gæti nýst undir ýmiss konar starfsemi, t.d. skrifstofu- starfsemi, veitingarekstur eða aðra þjónustustarfsemi. HÚSNÆÐI Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, við Grandagarðlá f Reykjavík, hefur verið auglýst til sölu og er áætlað söluverð þess á bilinu 90 til 100 milljónir króna. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Stefán Hrafn Stefáns- son, lögmann og löggiltan fast- eignasala hjá Eignamiðluninni, en hún er með húsið til sölu. Húsið, sem er 857 fermetrar og á þremur hæðum, stendur við hlið- ina á Kaffivagninum alveg við hafnarbakkann. Kristbjöra Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavamarfélagsins Landsbjarg- ar, sagði að húsið hefði verið byggt árið 1961 fyrir Slysavaraar- félagið og að félagið hefði verið með starfsemi sína þar allt þar til síðasta sumar er Slysavamarfé- lagið hefði sameinast Landsbjörg. Eftir sameininguna ákvað stjórn nýja félagsins að selja Grandagarð 14 og flutti Slysavamarfélagið starfsemi sína í nýjar höfuðstöðv- ar sameinaðs félags, að Stangar- hyl í Árbæ, en þar hafði Lands- björg verið með starfsemi áður. Húsið hefur að mestu verið í útleigu Kristbjöra ÓIi sagði að húsið hefði að mestu verið í útleigu frá Sigurður Björnsson yfírlæknir í Læknablaðinu Lyflækningum skipt upp í and- stöðu við lækna SIGURÐUR Björnsson, yfirlæknir blóðsjúkdóma og krabbameins- lækningadeildar Landspítala Foss- vogi, segir í grein í Læknablaðinu að stjórn Landspítala - háskóla- sjúkrahúss hafi í andstöðu við alla lyflækna lyflækningadeilda sjúkra- húsanna við Hringbraut og í Foss- vogi, ákveðið að skilja blóðsjúk- dómalækningar og lyflækningar krabbameina frá öðrum greinum lyflækninga við skiptingu starf- semi hins nýja Landsspítala - há- skólasjúkrahúss inn á ákveðin svið. í greininni segir Sigurður að um síðustu áramót hafi tekið til starfa ný stjóm yfir sameinuðum sjúkra- húsum í Reykjavík, skipuð einstakl- ingum með takmarkaða reynslu í stjómun heilbrigðisstofnana eða menntun í heilbrigðisgreinum. „Ekki er Jjóst hverjar hæfniskröfur ráða- menn gera til einstaklinga sem eiga að vera æðstu stjómendur ríkisfyrir- tækis með 5000 manns í vinnu þar sem fram fer sérhæfð nútíma- læknisfræði og hjúkrun og vísindastarfsemi. Að mínu mati á hollusta við ákveðna stjóm- málaflokka ekki að vega þungt við val á fólki í slíkar stjómunarstöður jafnvel þótt á vegum ríkisins sé,“ segir í greininni. Þá er rakið að nýlega hafi verið lögð fyrir stjórnarfund umdeild tillaga þar sem tvær sérgreinar innan lyflækninga, blóðsjúkdóma- lækningar og lyflækningar krabbameina hafi verið færðar frá öðrum greinum lyfiækninga við skiptingu starfsemi hins nýja spít- ala inn á ákveðin svið. „Það er læknum mikið áhyggjuefni að þessi ráðstöfun var gerð í and- stöðu við sviðstjóra lyflækninga- sviða bæði við Hringbraut og í Fossvogi, blóðfræðideildina við Hringbraut og blóðsjúkdóma- og krabbameinslækningadeildina í Fossvogi,“ segir í greininni og að einnig hafi allir lyflæknar beggja lyflækningadeildanna, sem til náðist, skriflega lýst andstöðu sinni við þessa aðför. Læknaráð beggja sjúkrahúsa hafi á fyrri stigum lýst vilja til að lyflækning- arnar yrðu ekki klofnar með þess- um hætti. „Ekki fer sögum af því hvernig umræða þróaðist á stjórn- arfundunum en það vafðist lítið fyrir hinum glöggu stjórnarmönn- um að átta sig á málinu og tillagan var samþykkt þótt fundarmenn hafi vart verið búnir að sjá hana í endanlegu formi fyrr en á fundin- um,“ segir í greininni. Reykjavíkurflug’völlur Onæði vegna flugumferðar ÍBÚAR í miðborginni hafa orðið fyrir nokkru ónæði vegna mikillar flugumferðar um Reykjavíkurflug- völl seint á kvöldin og er þá um að ræða flugvélar sem eru að koma til lendingar á norður-suður flug- brautinni, en þær þurfa að fljúga yfir miðborgina. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði að þessa miklu flugumferð mætti rekja til þess að austur- vestur flugbrautin væri búin að vera lokuð frá því í mars og því hefði allt flug farið um norður- suður brautina. Hann sagði að ákveðnar reglur væru í gildi um flugumferð seint á kvöldin og að t.d. væru flugtök óheimil frá klukkan 23.30 til 7 á morgnana. Lendingar væru hinsvegar alltaf heimilar. Þorgeir sagði að það væri fyrst og fremst flugvélar í innanlands- flugi, sem væru að koma til lend- ingar seint á kvöldin, en að þær lentu sjaldnast eftir miðnætti, þótt það kæmi það fyrir. Hann sagði að austur-vestur flugbrautin yrði aft- ur tekin í notkun að hluta í byrjun ágústmánaðar og að þá myndi um- ferð um norður-suður brautina minnka mikið. Héraðsdýralæknir at- hugar aðbúnað sela Gunnar Örn Guðmundsson héraðs- dýralæknir hefur ákveðið að athuga aðbúnað sela í húsdýragarðinum eftir ummæli Sigríðar Ásgeirsdótt- Yfírlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Þóri Einarssyni ríkissátta- semjara: „Vegna ummæla í frétt frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgj- unnar í gær um að ríkissátta- semjari hafi lagt fram miðlun- artillögu í kjaradeilu Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins vil ég taka fram að sú frétt er til- hæfulaus með öllu. Miðlunartil- laga hefur hvorki verið kynnt né lögð fram í málinu." ur, formanns Dýravemdurnarfélags Reykjavíkur. Sigríður segir selina of marga í lauginni, en nú eru þeir sjö eftir að tveir kópar bættust í hópinn nýlega. „Það hefur enginn kvartað við mig en ég mun athuga málið,“ sagði Gunnar í gær en Elín Jóhannsdóttir, formaður Dýra- verndarráðs, kvað það vera héraðs- dýralæknis að kanna aðstæður í samtali við Morgunblaðið þar sem hún segist ekki sjá neitt athugavert við aðstæður og umhirðu selanna í húsdýragarðinum. Að sögn héraðsdýralæknis em það sjálfstæðir dýralæknar sem þjóna garðinum. Katrín Harðar- dóttir, dýralæknir á Dýraspítalan- um í Víðidal, hefur annað veifið sinnt dýrunum í garðinum. „Það væsir ekki um selina,“ sagði Katrín í gær. „Þeir eru feitir og pattaralegir en mér finnst að karið mætti alveg vera stærra." Vísindavefur Háskóla íslands fær nýtt útlit • • Oflug og betri leitarvél sett upp VÍSINDAVEFUR Háskóla ís- lands, sem rekinn hefur verið í tengslum við Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000, hefur nú fengið nýtt útlit, auk þess sem öflugri og betri leitarvél hefur ver- ið sett upp á vefsetri hans. Um tvö þúsund spurningar hafa borist til vefjarins síðan hann var opnaður formlega af forseta íslands 29. janúar síðastliðinn og er heildar- fjöldi spyijenda áætlaður um 1.500 manns. Gestir Vísindavefjarins hafa ver- ið duglegir við að leggja fram spurningar um hvaðeina og fengið svör frá sérfróðum starfsmönnum Háskólans eða öðram stuðnings- mönnum vefjarins. Geta gestir líka á hverjum tíma lesið svör sem þeg- ar hafa birst og leitað að tilteknum efnisatriðum í þeim með leitarvél sem nú hefur verið gerð enn full- komnari en áður. Fram kom í máli Þorsteins Vilhjálmssonar, prófess- ors í eðlisfræði og vísindasögu, á fréttamannafundi að efnið á vef- setrinu væri orðið svo umfangs- mikið að verulegar líkur væru á að menn gætu með þessum hætti fengið svar við spurningum sínum umsvifalaust. Sagði hann að áhugi almennings á vefnum hefði í raun komið á óvart og aðsóknin hefði farið fram úr björtustu vonum. Kemur til greina að starf- rækja vefínn til frambúðar Er búið að svara rúmlega 550 af þeim 2.000 spurningum sem borist hafa og jafnast efnið sem nú er saman komið á vefsetrinu á við 2-3 venjulegar bækur. Kemur einmitt til greina að gefa það út í bókar- formi í framtíðinni að því er fram kom í máli Þorsteins í gær. Þorsteinn sagði að það hefði stutt vefinn að Morgunblaðið hefur einu sinni í viku birt úrval þeirra spuminga og svara sem sett era á vefsetrið. Sagði hann að gestir Vís- indavefjarins spyrðu um allt milli himins og jarðar, allt frá kaþólskri trú til frumtalna stærðfræðinnar, frá tónlist til himintungla og frá sálinni til genanna. í flestum til- fellum væra spurningar einlægar og vandaðar, fólk væri greinilega að spyrja um eitthvað sem það hefði velt fyrir sér og skipti það máli og ekki væri óeðlilegt að mæta þessari þekkingarþörf al- mennings. Hér væri greinilega á ferðinni þjónusta sem hefði vantað. Hann sagði einnig að spyrjendur væru á öllum aldri, frá 7 ára og upp úr, en líklega væri um helm- ingur þeirra undir tvítugu. Þar munaði mest um fjölda grann- skóla- og menntaskólanema sem nýttu sér þennan möguleika til að sækja sér fróðleik. Aðspurður sagði Þorsteinn, sem er ritstjóri Vísindavefjarins, að vel kæmi til greina að vefurinn yrði starfræktur til frambúðar. Ekki væri hins vegar hægt að fjölyrða neitt um það í hvaða formi hann yrði þá rekinn. Hugmyndaflugið væri þó það eina sem setti því mörk því tölvuvæðing og tækni- þróun byði upp á svo ótal marga möguleika. Ahugasamir geta fundið Vís- indavefinn á Netinu, netfangið er www.visindavefur.hi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.