Morgunblaðið - 19.08.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Leit ekki
borið árangur
LEITIN að konunni sem hvarf af
heimili sínu í fyrrakvöld hafði ekki
borið árangur seint í gærkvöld. Leit
var hætt um ellefuleytið en til stóð að
hefja takmarkaða leit með hundum
klukkan eitt í nótt í grennd við heim-
ili konunnar í Fossvogi. Stefnt var að
því að leit hæfist af fullum krafti á ný
í birtingu.
Milli 70 og 100 björgunarsveitar-
Maðurinn sem
brenndist í
Straumsvík
á batavegi
MAÐURINN sem brenndist illa er
hann var við vinnu í álverinu í
Straumsvík er á batavegi, að sögn
Hrannars Péturssonar, upplýsinga-
fulltrúa ÍSAL. Maðurinn hlaut þriðja
stigs bruna á höndum og á maga eftir
að feikna heitt ál slettist á hann og
lítur út fyrir að maðurinn þurfi að
fara í húðgræðingu, þar sem húð
annars staðar af líkamanum er tekin
og grædd á sárin.
Að sögn Hrannars var það lán í
ólani að maðurinn var klæddur í
reglubundinn hh'fðarfatnað sem
starfsmönnum álversins er gert skylt
að vera í. „Pað hefði getað farið
verr,“ sagði Hrannar. „Óryggisbún-
aðurinn verndaði andlit mannsins og
starfsfélagar hans brugðust rétt við.
Það hafði mikið að segja,“ sagði
Hrannar, en líklegt þykir að spreng-
ing hafi orðið við hreinsun á sérstakri
rennu vegna þess að rakt verkfæri
var notað og álið því slettst á mann-
inn með fyrrgreindum afleiðingum.
menn tóku þátt í leit að konunni í
gærdag. Búist er við að enn fleiri
taki þátt í leitinni í dag verði konan
ófundin. Leitin er undir stjóm lög-
reglunnar í Reykjavík auk þess sem
lögreglan í Kópavogi aðstoðar við
leitina. Einnig flaug þyrla Landhelg-
isgæslunnar yfir leitarsvæðið í gær
en sjónum hefur einkum verið beint
að Fossvogi auk þess sem leitað hef-
ur verið í Elliðaárdal, Öskjuhlíð og
víðar á þessum slóðum. Að sögn lög-
reglu er heilsa konunnar ekki þannig
að talið sé líklegt að hún hafi farið
mjög langt og var því hafin nákvæm
leit með hundum í húsum í nágrenni
við heimili konunnar auk þess sem
Skógræktin verður fínkembd.
Lögreglunni í Reykjavík var gert
viðvart um hvarf konunnar rúmlega
níu í fyrrakvöld. Upp úr miðnætti
var kallað eftir aðstoð björgunar-
sveita af höfuðborgarsvæðinu. Kon-
an er liðlega áttræður alzheimer-
sjúklingur. Hún var klædd í
ljósbrúnar buxur og jakka og með
pijónahúfu þegar hún sást síðast.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kristján Þórðarson, Steinar V. Þórhallsson og Sigurður Gýmir Bjartmarsson leggja út með nýjan slöngubát
björgunarsveitarinnar Víkverja í gærkvöld.
Messað í helli við Hella
BISKUP íslands, Karl Sigur-
björnsson, predikar við messu í
stærsta manngerða helli landsins
við bæinn Hella í Landsveit 1 dag
kl. 11. Er messan liður í kristnihá-
tíð Rangárvallaprófastsdæmis.
Séra Halldóra Þorvarðardóttir,
prófastur Rangárvallaprófasts-
dæmis, annast messugjörðina en
biskup predikar. Messan fer fram í
manngerðum helli í landi Hella og
segir sr. Halldóra Þorvarðardóttir
að hellarnir séu taldir þeir stærstu
manngerðu í landinu og telja menn
þar að finna megi ýmis ummerki
um kristið helgihald.
Hún segir messuna síðasta lið í
kristnihátíð prófastsdæmisins og
ákveðið hafi verið að tengja hana
svonefndum töðugjöldum sem
fram fara í sveitinni nú um helg-
ina.
Kirkjukór Skarðskirkju syngur
við messuna og að henni lokinni
verður boðið upp á súkkulaði og
kleinur.
Siglt út með
rafgeymi
ÞRÍR menn úr björgunarsveitinni
Vfkverja í Vík í Mýrdal aðstoðuðu í
gærkvöld bátinn Maron frá Grinda-
vík, sem orðið hafði rafmagnslaus
rétt undan ströndinni. Var nýr raf-
geymir sóttur til Reykjavíkur og
sigldu björgunarsveitarmenn út
með hann. Besta var á þessum slóð-
um í gærkvöld og gengu aðgerðir
vel. Skipverjar á Maroni voru
aldrei í hættu og nauðsynlegt raf-
magn höfðu þeir um borð með því
að færa neyslugeyminn.
Engin ákvörðun um útboð á þriðju kynslóð farsímakerfa
Samgönguráðherra segir að
vandlega verði farið yfir málið
STURLA Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði í gær að ekki hefði verið
tekin ákvörðun um það hvort hér á
landi yrði haldið uppboð á rekstrar-
kerfum svokallaðrar þriðju kynslóð-
ar farsímakerfa eða ÚMTS-farsíma-
kerfis, en ljóst væri af reynslunni í
Þýskalandi og Bretlandi að mikið fé
væri í húfi.
Uppboði þýska ríkisins á rekstrar-
kerfum í hinu væntanlega UMTS-
farsímakerfi lauk á fimmtudag og
skilaði það ríkinu um 3.660 milljörð-
um króna og hefur verið kallað gull-
náma fyrir þýskan ríkissjóð. Ríkis-
sjóður Breta fékk einnig miklar
fjárhæðir í sinn hlut af útboði á þessu
kerfi á Bretlandi.
„Útboðin í Bretlandi og Þýska-
landi vekja mikla athygli og bendir
allt til þess að menn geri ráð fyrir
miklum hagnaði af þessari þjónustu,"
sagði Sturla. „Við höfum verið að
fara yfir þetta í ráðuneytinu og búa
okkur undir það að taka ákvarðanir."
Hann sagði að ekki væri kominn
mikill þrýstingur frá símafyrirtækj-
unum um að setja upp þriðju kynslóð
farsímakerfis, enda enn verið að
sækja um GSM-900.
„Það gefst því ennþá tími til að
undirbúa málið,“ sagði hann. „Það er
augljóst að það eru þarna heilmiklir
möguleikar á tekjuöflun, en ég hef
vakið athygli á því og sagt sem svo að
við verðum að velja milli tveggja
kosta, annars vegar að beita sömu
aðferð og Bretar og Þjóðverjai’ með
þessum feiknarlega góða árangri fyr-
ir ríkissjóð og hins vegar þeirri leið
að hafa eins konar fegurðarsam-
keppni og bjóða upp á að símafyrir-
tækin keppist um að bjóða sem
mesta og besta þjónustu í þeirri von
að neytendur njóti þess í mjög lágu
verði á GSM-símagjöldum þegar
kemur að því að selja þetta. Hins
vegar er engin trygging fyrir því hjá
okkur að sú von muni rætast."
Sturla kvaðst ekki vilja kveða upp
úr um það hvor leiðin yrði valin fyrr
en farið hefði verið ofan í kjölinn á
þessum kostum.
„En við ætlum okkur að vera í
fremstu röð og munum ekki láta
standa á samgönguráðuneytinu eða
stjórnvöldum að taka ákvörðun þeg-
ar símafyrirtækin eru tilbúin til þess
að byrja að keppa um þessi leyfi,“
sagði hann.
Sturla kvaðst ekki vilja segja að
hvorum kostinum hann hallaðist í
ljósi niðurstöðunnar úr útboðinu í
Þýskalandi, en bætti við: „Það er al-
veg Ijóst að það eru miklar vænting-
ar til þessarar þriðju kynslóðar og
menn gera ráð fyrir að þarna verði
alveg ótæmandi möguleikar á við-
skiptum í gegn um GSM-síma, sem
nánast hver einasti borgari er með á
eyranu og þar af leiðandi fyrir aug-
unum. Þama era möguleikar, sem ég
held að við eigum að nýta okkur og
símafyrirtækin sjá fyrir. En það
kann vel að vera að þetta séu nú að
einhverju leyti óraunhæfar vænting-
ar, en ég hef enga forsendu til að
meta að svo sé.“
Samgönguráðherra kvaðst vilja
undirstrika að hann væri ekki að
hafna því að velja útboðsleið, en hann
vildi sjá allt dæmið fyrir sér með að-
stoð sinna sérfræðinga.
Sturla sagði að allar líkur væru á
að útboð kallaði á breytingar bæði á
fjarskiptalöggjöf og lögum um póst-
og fjarskiptastofnun. Reyndar væri
ekkert í lögum, sem bannaði uppboð,
en Sturla taldi að ramma þyrfti þetta
inn í lögin. Hann gerði því ráð fyrir
því að Alþingi fengi færi á að taka
þátt í að móta þessa stefnu.
Grunaður
um skart-
gripaþjófnað
ERLENDUR maður er í haldi rann-
sóknarlögreglunnar í Reykjavík
grunaður um að vera stórtækur
skartgripaþjófur. Að sögn lögreglu
var maðurinn handtekinn í fyrradag.
Við húsleit hjá honum fannst hluti
þýfis úr einu af mörgum innbrotum í
skartgripaverslanii’ á höfðuborgar-
svæðinu síðustu vikur. Fimm sinnum
hefur verið brotist inn í skartgripa-
verslanir frá þvi i lok júií. Maðurinn
hefur verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 8. september.
Ránstilraun á
tannlæknastofu
RÁNSFERÐ á tannlæknastofu á
Höfn á Hornafirði skilaði ekki tilætl-
uðum árangri því þjófurinn varð að
skilja pokann með þýfinu eftir þegar
hann forðaði sér á hlaupum undan
laganna vörðum aðfaranótt fimmtu-
dags.
Rannsókn málsins stendur yfir en
maðurinn reyndi að hafa með sér á
brott hljómflutningstæki og bréf-
síma auk ýmissa lauslegra hluta.
Tækin eru óskemmd.
Fisvél hrapaði
tiljarðar
VÉLARBILUN varð í fisvél með
þeim afleiðingum að vélin sveif til
jarðar við Úlfarsfell. Það varð flug-
manninum, sem er á fertugsaldri, til
happs að vélin hafnaði í lúpínubeði
og slapp hann því ómeiddur úr hild-
arleiknum að sögn lögreglunnai’ í
Reykjavík. Óhappið varð um þrjú-
leytið í gær.
ttthu
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
IÆSBÖí€
ALAUGARDOGU
Guðrún Arnardóttir í
3. sæti í Mónakó / B1
Hermann Hreiðarsson
í byrjunarliði Ipswich / B1
Morgunblaðinu
í dagfylgir
aukablað um
Reykjavík
menningarborg
Evrópu 2000.