Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 6

Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 6
6 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Aðalheiður 70 stórar reyniviðar- og birkiplönt ur voru gróðursettar í gær á svæði aldamótaskóganna á Gaddstöðum við Hellu. Börn frá Hellu aðstoðuðu frumkvöðlana við verkið. F.v.: Markús Runólfsson, formaður Skógræktarfé- lags Rangæinga, Óskar Þór Sigurðsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga, Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka íslands, og Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags íslands. unnið að undirbúningi og skipu- lagningu verkefnisins með Skóg- ræktarfélagi íslands. Sjálfboða- liðar á vegum félaganna munu fjölmenna til gróðursetningar en jafnframt vonast skipuleggjendur eftir vinnufúsum höndum ann- arra, sem áhuga hafa á að vera með í þessu merkilega framtaki, landi og lýð til sóma. Staðirnir fimm eru: á Vesturlandi Reykholt í Borgarfirði, á Vestfjörðum Barðaströnd vestan Kleifarheið- ar, á Norðurlandi Steinsstaðir í Skagafirði, á Austurlandi Heydal- ir í Breiðdal og á Suðurlandi Gaddstaðir við Hellu á Rangár- völlum. I framtíðinni er markmiðið að þessi fimm svæði verði þekkt sem útivistarsvæði almennings og verður unnið í samstarfi við styrktaraðila að merkingu og kynningu þeirra þegar skógurinn Aldamótaskógarnir Fyrstu 70 trén komin á sinn stað Hcllu. Morgunblaðið. ALDAMÓTASKÓGAR kallast verkefni skógræktarfélaganna í landinu og Búnaðarbanka íslands og því var formlega hrundið af stað í gær á Gaddstöðum við Hellu. Skógræktarfélag íslands fagnar á þessu ári 70 ára afmæli félagsins og af því tilefni var ákveðið að þess skyldi minnst með verðugum hætti. Hugmyndin um aldamótaskógana felur f sér að ein planta er gróðursett fyrir hvern íbúa landsins eða alls 281.000 trjáplöntur. Hugmynd þessi varð að veru- leika þegar Búnaðarbanki ís- lands, sem einnig fagnar 70 ára afmæli á árinu, ákvað að gefa trjáplönturnar til verksins. Fleiri aðilar, stofnanir og fyrirtæki, hafa einnig komið myndarlega að undirbúningi verksins með marg- víslegum stuðningi. Nú um helg- ina er ætlunin að gróðursetja þessar 281.000 plöntur á fimm stöðum á landinu og hafa skóg- ræktarfélögin á hverju svæði Drífa Hjartardóttir alþingis- maður, frá Keldum, og Þorgils Torfi Jónsson frá Hellu báru sig fagmannlega við verkið. Morgunblaðið/Sig. Aðalsteins Þýsku ferðalangarnir Bernward og Matthias urðu vitni að því þeg- ar rútan fór út í Jökulsá. Sótti hjálp á hjóli Vaðbrekku. Morgunblaðið. ÞÝSKUR ferðalangur vann afrek þegar hann hjólaði á hálftíma sjö kílómetra torfæra leið að ná í hjálp eftir að hafa ásamt þýskum félaga sínum séð rútuna með austurrískum ferðamönnum fara út í Jökulsá á Fjöllum á miðviku- dag. Þjóðverjarnir tveir, Matthias og Bernward, stóðu við Lindaána með hjólin sín þegar rútan frá Vestfjarðarleið fór út í Jökulsá. Bernward lýsti slysinu þannig að þeir félagarnir, sem hafa verið á hjólreiðaferðalagi um ísland, hefðu horft á rútuna koma eftir veginum, sem var á kafi utan hvað stikur sáust meðfram honum. Allt í einu gaf vegurinn sig undan vinstra framhjólinu og rútan datt niður. Bernward sagði að smá- stund hefði liðið en síðan hefði bfl- stjórinn 'reynt að bakka til baka og þá hefði ekki skipt neinum tog- um að rútan steyptist út í ána og flaut af stað með afturendann á undan, eina fjögur hundruð metra. Þar hefði rútan numið staðar og fólkið í henni byrjað að tínast upp á þakið. Bernward fór þegar að ná í hjálp og var hann hálftíma að fara sjö kflómetra leið. Á leiðinni þurfti hann að fara yfir margar ár. Fyrst þurfti hann að vaða Lindaá í mitti, síðan margar Iænur því að Jökulsá rennur í mörgum kvíslum inn all- ar Herðubreiðarlindir, mörgum töluvert djúpum. Hjólreiðamennirnir hafa farið Kjöl, Fjallabaksleið, Homafjörð og víðar. Tekjur rfkissjóðs hálfur áttundi milljarður umfram gjöld V ísbending’ar sagðar um að þenslan sé í rénun INNHEIMTAR tekjur ríkissjóðs voru 7,5 milljörðum kr. umfram greidd gjöld á fyrstu sjö mánuðum ársins skv. upplýsingum fjármála- ráðuneytisins. Á sama tíma í fyrra BM'VALIA Söludeild i Fornalundi BrciShöfða 3 • Símí 585 5050 Fomilundur í Fomalundi færðu góðar hugmyndir fyrir garðinn þinn. Skoðaðu gagnvirkt kort af Fomalundi á www.bmvalla.is www.bmvalla.is var afgangurinn 1,4 milljarðar og ár- ið áður var halli á rekstri ríkissjóðs að upphæð 4,6 milljarðar kr. Hagnaðurinn nú er nokkuð um- fram áætlanir en hreinn lánsfjárjöfn- uður var jákvæður um 5,8 milljarða kr. borið saman við 400 milljónir á sama tíma í fyrra. Sú stærð gefur til kynna hvaða fjármagn ríkissjóður hefur til að greiða niður skuldir. Á fyrstu sjö mánuðum ársins námu af- borganir eldri lána 26,4 milljörðum en nýjar lántökur 18,9 milljörðum. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var því neikvæð um tæplega 1,7 milljarða kr. sem er ríflega 5 milljörðum betri af- koma en á sama tíma í fyrra. Heildartekjur 114,2 milljarðar í heild námu tekjur ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins 114,2 millj- örðum eða 11% meiru en á sama tíma í fyrra. Breyting skatttekna milli ára er svipuð eða 11,5%. í fyrra var aukningin 16,5% og segir fjármála- ráðuneytið að minni tekjuaukning sé ákveðin vísbending um að þenslan í efnahagslífinu sé í rénun. Auknar tekjur ríkissjóðs af tekju- sköttum eru enn sem fyrr helsta skýringin á vaxandi tekjum ríkis- sjóðs. Þetta á við um tekjuskatt ein- staklinga og lögaðila sem og aðra skatta á tekjur og hagnað, svo sem fjármagnstekjuskatt. Reyndar skilar tekjuskattur einstaklinga um 24% meiri tekjum á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Ráðun- eytið skýrir þetta svo að endur- greiðslur við skattálagningu í ár hafi verið mun minni en í fyrra. Fjár- magnstekjuskattur skilar einnig mun meiri tekjum en í fyrra sem rekja má til mjög aukinna umsvifa á fjármagnsmarkaði. Kaupmáttur launa nánast óbreyttur Samanlagt hækka almennir veltu- skattar um 5,5% milli ára en miðað við almennar verðlagshækkanir á þessu tímabili svarar þetta til þess að tekjur af almennum veltusköttum séu því sem næst óbreyttar að raungildi það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. Segir ráðu- neytið þetta vera til marks um minnkandi eftirspum í efnahagslíf- inu á þessu ári enda er kaupmáttur launa, miðað við launavísitölu, nán- ast óbreyttur frá fyrra ári. Þessi þró- un kemur einnig fram í virðisauka- skatti en hann skilar um 9% meiri tekjum fyrstu mánuði ársins en sam- bærileg aukning í fyrra var um 20%. Hækkun almennra veltuskatta er enn minni eða tæplega 1% borið saman við 13,5% á sama tíma í fyrra. Heildarútgjöld ríkissjóðs námu um 106,7 milljörðum kr. á fyrstu sjö mánuðum árins og hækka um 5,6 milljarða eða 5,3% frá sama tíma í fyrra. Rúmlega helming þessarar hækkunar eða 3,1 mifljarð má rekja til aukinna vaxtagreiðslna, fyrst og fremst vegna sérstakrar forinnlaus- nar spariskírteina á þessu ári. Út- gjaldahækkunin, án vaxta, nemur um 2,5% milli ára sem er mun lægra en nemur almennum verðlagshækk- unum á sama tíma. Forinnlausn spariskírteina tvöfaldaðist Afborganir lána ríkissjóðs námu 26.4 milljörðum króna eða 8,2 millj- örðum meira en á sama tíma í fyrra. Ráðuneytið segir að þar beri hæst forinnlausn spariskírteina sem nam tæpum 9 milljörðum króna sem er um tvöfalt meira en í fyrra. Var upp- kaupum beint að fjórum flokkum spariskírteina sem eru ekki nægi- lega seljanlegir á eftirmarkaði. Af- borganir erlendra lána námu 13,5 milljörðum króna, 4 milljörðum minna en í fyrra. Lántökur ríkisins námu um 18,9 milljörðum króna en það er rúmlega 8 milljörðum minna en á sama tíma í fyrra. í febrúar sl. gaf ríkissjóður út skuldabréf til sjö ára að fjárhæð 200 milljónir evra og nam andvirði þeirra 14.5 milijörðum króna sem var notað til endurgreiðslu erlendra lána auk þess sem erlend veltilán voru lækkuð um 7 milljarða króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.