Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Húseigendur á Hraunbrún 16 fengu viðurkenningu fyrir
fallega útfærslu á garði þar sem hraunið fær að njúta sín.
lega aðkomu og garð þar
sem gijótið fær að njóta sín.
Eigendur eru Guðmundur
Leifsson og Kristrún Run-
ólfsdóttir.
Þúfubarð 8, fyrir fallegan
og rótgróinn garð í áraraðir.
Eigendur eru Nikólina Ein-
arsdóttir og Sigfús Svavars-
son.
Hjallabraut 96, fyrir fal-
Iegan og hlýlegan garð, en
húsið eiga Baldur Ólafsson
og Halla Guðmundsdóttir.
Furuhlíð 3, fyrir fallegan
og vel skipulagðan garð.
Húseigendur eru Arnbjörn
Leifsson og Sjöfn Jóhanns-
dóttir.
Lækjarberg 8, fyrir falleg-
an garð í uppbyggingu. Eig-
endur eru Guðmundur Rún-
ar Ólafsson og Linda Björk
Magnúsdóttir. Klapparholt
Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar
Víðivangur
stjörnugata
ársins
FEGRUNARNEFND Hafn-
arfjarðar veitti á fimmtudag
14 aðilum viðurkenningu
fyrir fegurstu lóðir og garða
í bænum og tilkynnti auk
þess um val á Víðivangi sem
stjörnugötu Hafnarfjarðar
2000.
Ekki var valinn fegursti
garðurinn heldur valdir
nokkrir garðar, gamlir og
nýir og mismunandi að gerð
og uppbyggingu, sem þóttu
verðir viðurkenningar fyrir
fegurð, fegrun og snyrti-
mennsku.
Eigendur 12 íbúðarhúsa
hlutu viðurkenningu:
Þrúðvangur 2, fyrir fjöl-
breyttan, vel hirtan og rót-
gróinn garð. Eigendur eru
Ægir Bessason og Guðný
Sigríður Arnbergsdóttir.
Norðurvangur 26, fyrir
fallegan og vel hirtan garð.
Eigendur eru Ragnar Karls-
son og Oddný Þórisdóttir.
Hraunbrún 16, fyrir fal-
lega útfærslu á garði þar
sem hraunið fær að njóta sín.
Eigendur: Hallgrímur Guð-
mundsson og Erla Friðleifs-
dóttir.
Einiberg 27, fyrir fallega
Víðivangur er stjörnu-
gata Hafnarfjarðar
árið 2000.
aðkomu og fjölbreytt sumar-
blóm, ræktuð af húsráðend-
um, Valdemar Pálssyni og
Ingibjörgu Sigmundsdóttur.
Háaberg 17, fyrir fallegan
og fjölskylduvænan garð
með miklum og fjölbreyttum
gróðri en húsið er í eigu
Benedikts R. Steingrímsson-
ar og Kolbrúnar Sigurðar-
dóttur.
Lækjarberg 14, fyrir fal-
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Ásdís
Raðhúsalengjan við Vörðuberg 20-24 hlaut viðurkenningu
fyrir fallega aðkomu, frágang og samvinnu húseigenda.
Þúfubarð 8 hlaut viðurkenningu fyrir fallegan og rótgró-
inn garð í áraraðir.
10-12, fyrir fallega og
snyrtilega lóð við fjölbýlis-
hús.
Vörðuberg 20-22-24, fyrir
fallega aðkomu, frágang og
samvinnu við raðhúsalengju
en eigendur eru Eiríkur Þor-
Ieifsson og Þóra Erlendsdótt-
ir, Þröstur Björgvinsson og
Þuríður Þórólfsdóttir og Sig-
urður Ketilsson og Guðrún
Hjálmarsdóttir.
Tvö fyrirtæki fengu
viðurkenningu
Þá hlaut Gámaþjónustan,
Berghellu 1, viðurkenningu
fyrir snyrtilega umgengni
sem er talin til fyrirmyndar
vegna aðstæðna og Skútan,
Hólshrauni 3, fékk viður-
kenningu fyrir fallega og
snyrtilega aðkomu að fyrir-
tæki.
Nytjajurta-
garður í
Laugardal
Laugardalur
NYTJAJURTAGARÐUR
hefur verið opnaður í Grasa-
garði Reykjavíkur. Þetta er
ný safndeild í garðinum sem
er ætlað að gefa sýnishorn
af þeim nytjajurtum sem
hægt er að rækta hér á
landi.
í garðinum eru um áttatíu
tegundir og yrki af margvís-
legum nytjajurtum; káli,
rófum, rabbarbara, kartöfl-
um, salati, berjarunnum,
kryddtegundum og korni.
Nytjajurtagarðurinn
stendur austan við Lauga-
tungu, sem er lítið hús við
aðalinngang Grasagarðsins.
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, borgarstjóri, oþnaði
garðinn með því að klippa á
borða.
Ungling'ar
skemmta
leikskóla-
börnum
Hafnarfjörður
LISTAHÓPUR Vinnuskól-
ans í Hafnarfirði heimsótti
leikskóla bæjarins á þriðju-
dag og skemmti leikskóla-
börnunum með frumsömdu
leikriti sem heitir Benni
bangsi.
Framan af sumri voru 15-
16 ára unglingar í listahópn-
um og stóðu þeir fyrir mörg-
um uppákomum í bænum,
skemmtu t.d. á 17. júní hátíð-
arhöldum og Víkingahátíð-
inni.
Nú hafa 14 ára unglingar
tekið við starfsemi listahóps-
ins og fóru á þriðjudag í leik-
skólana að sýna leikritið
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Benna bangsa sem þau hafa
sett saman og æft. Flokks-
stjóri hópsins og leikstjóri er
Sara Guðmundsdóttrr.
Skotmenn krefjast
frestunar framkvæmda
Grafarholt
GUÐMUNDUR Kr. Gísla-
son, gjaldkeri Skotfélags
Reykjavíkur, segir að félagið
missi æfingasvæði sitt á
mánudag þegar vegurinn
upp að Leirdal, þar sem
reykvískir skotmenn hafa
stundað æfingar frá 1950,
verður rofinn. Félagið verð-
ur að víkja af svæðinu vegna
uppbyggingar í Grafarholti
en hefur ekki fengið nýtt
svæði til afnota.
Guðmundur segir að fram-
kvæmdirnar muni leiða til
þess að einn íslensku Ólymp-
íufaranna, Alfreð Karl Al-
freðsson, missi æfingaað-
stöðu sína síðustu 10 dagana
fyrir brottför til Sydney í
Ástralíu. Hann vill að fram-
kvæmdirnar verði stöðvaðar
þar til hægt verður að flytja
starfsemi skotmanna á ann-
að svæði.
Guðmundur sendi borgar-
fulltrúum bréf í gær þar sem
aðgerðarleysi borgaryfir-
valda er kennt um það að
starfsemi þessa elsta
íþróttafélags landsins lamist
um óákveðinn tíma frá og
með mánudeginum. „Við-
ræður um framtíðarsvæði fé-
lagsins hafa nú staðið í 4 ár
án þess að landsvæði finnist
í borgarlandinu. Embætti
borgarverkfræðings hefur
haft með málið að gera en
lausn ekki fundist. Ljóst er
að mál þetta er hið alvarleg-
asta en ýmsir fleiri aðilar en
Skotfélagið hafa fengið afnot
af svæðinu. Sem dæmi má
nefna að eini löglegi staður-
inn til að skjóta af rifflum er
hjá Skotfélaginu og við lok-
un þess munu skotvopna-
námskeið lögreglunnar í
Reykjavík falla niður. Enn
fremur hefur embætti Ríkis-
lögreglustjórans haft þar að-
stöðu fyrir innra starf sitt,“
segir í bréfi Guðmundar.
Elsta íþróttafélag
Iandsins
766 félagsmenn eru í
Skotfélagi Reykjavíkur, sem
upphaflega var stofnað 1867
og er því elst íþróttafélaga í
landinu. Félagsmenn hafa
frá 1950 æft í Leirdal og
hafa staðið þar fyrir mikilli
uppbyggingu. Þar eru nú
þrír „skeet“-vellir, þ.e. vellir
fyrir leirdúfuskotfimi, sem
er Ólympíuíþrótt. Tveir vall-
anna eru enn í notkun. Þar
hafa einnig verið reistir þrír
upphitaðir turnar utan um
vélarnar sem skjóta leirdúf-
um út á skotvellina. Þá
stendur á svæðinu þriggja
ára gamalt 100 fermetra fé-
lagsheimili og annað nýlegt
55 fermetra heilsárshús.
Einnig eru skotmenn með
um 20 fermetra hús þar sem
félagsmenn hlaða riffilskot
sín og loks er skammbyssu-
húsið þaðan sem skotið er
með rifflum eða skammbyss-
um út á skotmörk í 25-500
metra færi. Varlega áætlað
er matsverð eignanna, að
sögn Guðmundar, 40-50
m.kr.
I máli hans kemur fram
að skotmenn séu sérstaklega
ósáttir við að borgaryfirvöld
hafi ekki sent formlega upp-
sögn á lóðarleigunni til fé-
lagsins heldur hafi félagið
fyrst frétt af fyrirhuguðum
framkvæmdum í Grafarholti
þegar hönnunarsamkeppni
um skipulag svæðisins var
auglýst 1996. Skotmenn hafi
þá snúið sér til borgarinnar
með ósk um nýtt félagssvæði
en sú málaleitun hafi engan
árangur borið. Að vísu hafi
verið unnið í málinu á vegum
borgarverkfræðings en án
niðurstöðu. Um tíma voru
skotmenn með augastað á
landi í Sólheimakoti, einka-
jörð í grennd við Rauðavatn
og landi við Kollafjörð en
það leiddi ekki til niður-
stöpu.
Á sama hátt segir Guð-
mundur skotmenn ósátta við
að hafa ekki fengið fregnir
frá borgaryfirvöldum um að
svæði þeirra yrði ónothæft á
mánudag heldur hefðu þeir
frétt það frá verktökum.
Það orð hefur farið af
skotæfingum að þeim fylgi
blýmengun í jarðvegi, auk
hávaða, en Guðmundur segir
skotmenn reiðubúnna að
stunda einungis æfingar með
stálskotum í stað blýskota,
auk þess sem þannig verði
gengið frá nýju æfingasvæði
að hreinsun jarðvegs verði
auðveld og mengun berist
ekki jarðlög. Þá segir hann
að ný heilbrigðisreglugerð
setji skilyrði sem geri skot-
svæði afar umhverfisvæn og
hentug til staðsetningar í
jaðri byggðar hvar sem er á
höfuðborgarsvæðinu.
Guðmundur segir for-
svarsmenn Skotfélagsins
muni fljótlega ganga á fund
borgarstjóra „og fá á hreint
hvert hennar hugur stefnir,“
segir hann. Þótt unnið hafi
verið í málinu komi ekkert
út úr vinnunni og taka þurfi
ákvarðanir.
Margir félagsmenn Skot-
félagsins stunda æfingar
með alþjóðlega keppni í
huga. Um þessar mundir eju
sex félagsmenn í hópi sjö ís-
lendinga á Norðurlandamóti
í Finnlandi, sem fram fer um
helgina.