Morgunblaðið - 19.08.2000, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
A1 Gore tók formlega við útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum
Varamaðurinn tekur
stöðu framherjans
AP
A1 Gore kyssti eiginkonu sína, Tipper Gore, innilega áður en hann hélt ræðu sína á landsþingi demókrata.
Fréttaskýrendur í
Bandaríkjunum
seg;ja að Gore þurfí
nauðsynlega að
breyta áherslum í
kosningabaráttunni
þannig að hún snúist
um málefni fremur
en frambjóðendur.
Kristján G.
Arngrímsson fjallar
um ræðu Gores á
landsþingi demó-
krata og viðbrögð
bandarískra
fjölmiðla við henni.
LANDSÞING bandaríska demó-
krataflokksins var að mörgu leyti
eins og afmælisveisla sem
áhyggjufull fjölskylda heldur fyrir
barn sem er ekki sérlega vinsælt.
Foreldrarnir eru sífellt að leggja
eitthvað til málanna, hlæja og
reyna að láta líta úr fyrir að allt
fjörið sé að þakka fremur þurrlegu
afmælisbarninu. Þetta var niður-
staða Gail Collins, dálkahöfundar á
The New York Times, um lands-
þing demókrata sem lauk í Los
Angeles á fimmtudagskvöld með
ávarpi AJs Gores, frambjóðanda
flokksins í forsetakosningunum 7.
nóvember nk.
I ávarpinu tók Gore formlega
við útnefningu sem forsetafram-
bjóðandi flokksins. Fréttaskýrend-
ur hafa hamrað á því endalaust
undanfarna daga að þetta ávarp
Gores hafí verið „ræða lífs hans“,
tækifærið til að „kynna sig fyrir
bandarísku þjóðinni", og umfram
allt hafi honum nú loksins gefist
færi á að sýna og sanna að hann sé
sinn eigin herra og ekki lengur í
skugganum af Bill Clinton forseta
eftir að hafa verið varaforseti í sjö
og hálft ár.
Gore hét því í ræðunni að næði
hann kjöri myndi hann gera
Bandaríkin „betri, sanngjarnari og
happasælli,“ segir fréttaskýrandi
Associated Press. Og Gore sagði
enn fremur: „Eg stend hér í kvöld
sem minn eigin herra.“ Ræðan var
full af útlistunum á þeim stefnum-
álum sem Gore vill vinna að í for-
setaembættinu og segja frétta-
skýrendur að hann hafi dregið
fram muninn á sjálfum sér og for-
setaframbjóðanda Repúblíkana-
flokksins, George W. Bush, í mál-
efnum á borð við réttindi til
fóstureyðinga og velferðarkerfið.
„I nafni allra þeirra vinnandi
fjölskyldna sem eru styrkur og sál
Bandaríkjanna,“ sagði Gore, „tek
ég við útnefningu ykkar“ sem for-
setaframbjóðandi. Hann bætti við:
„Ef þið treystið mér fyrir forseta-
embættinu mun ég berjast fyrir
ykkar hönd.“
Horft til framtíðar
Fréttaskýrandi AP bendir á að
Gore hafi lagt mikla áherslu á að
hann horfði til framtíðar, en reiddi
sig ekki á undanfarin ár undir
handleiðslu Clintons. „Nú er brot-
ið blað og nýr þáttur ritaður. Og
það er það sem ég vil tala um í
kvöld," sagði Gore. Hann kom víða
við og nefndi fjölda innanríkismála
en minntist bara stuttlega á utan-
ríkismál. Hann lofaði að berjast
fyrir víðtækari heilsugæslu, um-
hverfisvernd, bættri menntun, ná-
kvæmlega skilgreindum skatta-
ívilnunum, umbótum á fjármögnun
kosningabaráttu flokkanna og bót-
um til handa almannatrygginga-
þegum sem þurfa að kaupa lyfseð-
ilsskyld lyf. Þar að auki ætlar
hann að berjast gegn reykingum
barna og unglinga og leggja fram
frumvarp til laga gegn haturs-
glæpum.
„Munurinn er sá að [repúblík-
anar] koma fram fyrir hönd hinna
valdamiklu en við fyrir hönd fólks-
ins.“ Gore vildi í ávarpinu kannast
við meinta veikleika sína: „Eg veit
að fólk segir stundum að ég sé of
alvarlegur, að ég tali of mikið um
málefni og stefnumótun. Kannski
hef ég gert það í kvöld. En for-
setaembættið er ekki vinsælda-
kosning. Það er barátta á hverjum
einasta degi fyrir hagsmunum
fólks. Stundum verður maður að
velja það sem er erfitt og óvinsælt.
Stundum verður maður að vera
reiðubúinn að fórna vinsældum
sínum til þess að geta valið það
sem er erfitt, en rétt, fremur en
það sem er auðvelt, en rangt.“
Fréttaskýrendur tóku eftir þvi
að Gore var aldrei eins mikið fagn-
að og þegar hann hét því að standa
vörð um réttindi til fóstureyðinga.
„Það síðasta sem þetta land þarf
er Hæstiréttur sem nemur úr
gildi“ rétt kvenna til að velja.
„Sömu frasarnir“
Viðbrögð við ræðu Gores létu
ekki á sér standa og voru kannski
ekki alveg óvænt. Talsmaður
repúblíkana, Ari Fleischer, sagði:
„Vinnandi fólki í Bandaríkjunum
væri enginn greiði gerður með
meiri baráttu í Washington. Samt
býður Gore varaforseti í kvöld upp
á meira af sömu gömlu frösunum
um stéttabaráttu, flokkshollustu
og deildir.“
Leiðarahöfundur The New York
Times var aftur á móti jákvæður
og sagði að í ávarpi sínu hefði
Gore „greinilega gert það sem
hann þurfti að gera, vakti aðdáun
áheyrenda og kom þeim kannski
líka á óvart. Hann fékk fullan
stuðning flokksins og skilgreindi
nákvæmlega ágreiningsatriðin í
baráttu sem gæti orðið jöfn og
snúist um raunveruleg stefnumál."
Fréttaskýrandi sama blaðs var
ögn gagnrýnni og byrjaði á að
benda á að verkefnið sem Gore
hafi sett sér með ræðunni hafi ver-
ið svo stórt að það kynni jafnvel að
hafa orðið meistaranum sjálfum,
Bill Clinton, ofraun. Gore hafi
komið fram sem eigin herra, alveg
sleppt því að nefna feril sinn sem
varaforseti - en um leið reynt að
eigna sér hlut í því að hafa náð
„mesta tekjuafgangi nokkurn
tíma,“ sem hafí verið helsta afrek
ríkisstjórnar Clintons.
Þá segir í The New York Times
að Gore hafi reynt að höfða til
frjálslyndra kjósenda, sem hann
verði að fá á kjörstað eigi hann að
eiga möguleika á sigri. En hann
hafi um leið reynt að hvetja hóf-
sama kjósendur, sem einnig séu
nauðsynlegir eigi sigur að hafast í
nóvember, en hafi sýnt Bush nokk-
urn áhuga og með því valdið de-
mókrötum áhyggjum.
Haft er eftir landsþingsfulltrúa
frá Ohio, James Patrick Leahy, að
jafnvel eftir fjögurra daga fagnað-
arlæti á landsþinginu telji hann að
baráttan verði erfið. Demókratar
viti að þeir eigi á brattann að
sækja. „Gore er einn af þessum
mönnum sem hefur persónuleika
sem maður þarf að venjast," sagði
Leahy.
Ekki eins fyndinn
Fréttaskýrandi The Washington
Post, David Broder, segir ræðu
Gores hafa einkennst af minna
málskrúði en ræða Bush á lands-
þingi repúblíkana. Ræða Gores
hafi ekki verið eins hástemmd,
ekki eins fyndin, en hún hafi verið
mun innihaldsríkari en ræða Bush.
„Hún er vísbending um að fram-
bjóðandinn er reiðubúinn til átaka
í málefnaskotgröfunum eins lengi
og mögulegt er,“ segir Broder.
Gore reiði sig á niðurstöður
skoðanakannana og eigin reynslu í
kosningabaráttunni, sem hafi sýnt
fram á að kjósendur treysti demó-
krötum betur en repúblíkönum til
að sjá um „daglegan rekstur“ -
hluti á borð við menntun barna og
umönnun aldraðra foreldra. Það
sem Gore þurfi að einbeita sér að í
kosningabaráttunni í þeim ríkjum
Bandaríkjanna, þar sem baráttan
við Bush sé tvísýn, sé að breyta
báráttunni úr vinsældakeppni (því
að þar standi Bush mun betur að
vígi) í raunverulega umræðu um
málefni.
Umræðan um kosningabaráttu
Gores hefur frá upphafi haft til-
hneigingu til að fara að snúast um
framkomu hans. Hvað hann sé
„stífur“ og „drumbslegur" og því
hefur jafnvel verið haldið fram að
hann „geti ekki komið fyrir sig
orði.“ Það er í samræmi við þetta
sem fréttaskýrendur hamra á því
að Gore verði að láta baráttuna
snúast um málefni, því þar standi
hann betur að vígi.
Gail Collins segir í The New
York Times í gær að þegar leið á
ræðu Gores á landsþinginu „varð
manni ljóst, að hann myndi aldrei
læra þá list að skapa tilfinningu
fyrir nánu sambandi við stóran
sal.“ Ræðan hafi verið í þeim stíl
sem sé Gore eiginlegur; alvarleg,
málefnaleg, virðingarverð, en alls
ekki auðveld.
„Ógæfan í lífi Als Gores er sú að
hann hljómar uppgerðarlega, jafn-
vel þótt hann tali af hjartans ein-
lægni,“ skrifar Collins. „Við erum
sífellt að reyna að finna ástæð-
urnar fyrir þessu í uppeldi hans,
eða metnaði hans, en kannski er
raunin bara sú, að hér er á ferð-
inni hinn mætasti maður sem hef-
ur hlotið þau örlög að hafa ekki
mjög heillandi bros og vera alveg
laglaus og kann því ekki að hljóma
vel.“
Lewinsky-málið aftur á dagskrá
Nýr rannsóknarkvið-
dómur kallaður saman
Washington. AFP.
RANNSÓKNARDÓMARI í meintum af-
brotum Bills Clintons Bandan"kjaforseta,
Robert Ray, hefur kallað saman nýjan
rannsóknarkviðdóm til að kanna hvort
ástæða sé til að ákæra forsetann þegar
hann lætur af embætti í janúar nk. Málið
er talið afar óþægilegt fyrir forsetaefni
demókrata, A1 Gore, vegna þess að athygl-
inni er á ný beint að framhjáhaldi og öðr-
um siðferðisbrotum forsetans sem Gore
hefur starfað náið með í mörg ár.
„Tímasetningin lyktar langar leiðir en
þegar höfð er í huga frammistaða embætt-
is sérskipaða rannsóknardómarans hingað
til veldur það engri furðu," sagði talsmað-
ur forsetaembættisins, Jake Siewert, í
gær.
Stjórnmálaskýrendur hafa margir bent
á þann vanda sem Gore á við að glíma.
Annars vegar verður hann að þakka Clint-
on, sem meirihluti þjóðarinnar segir sam-
kvæmt könnunum hafa staðið sig vel í
embætti, enda rikt óslitið góðæri árum
saman í Bandaríkjunum. Hins vegar for-
dæma margir kjósendur siðferði forsetans
og Gore verður að minna þá á að hann sé
Monica Lewinsky
ekki bendlaður við siðferðisbrot Clintons.
Ray tók við af hinum umdeilda Kenneth
Starr sem demókratar sökuðu um að
ganga blygðunarlaust erinda repúblikana í
rannsókninni á málum Clintons. Hlutverk
dómarans er meðal annars að fara í saum-
ana á því hvort Clinton hafi á sínum tíma
framið meinsæri í yfirheyrslum vegna
kvennamála sinna og hvort hann hafi
ásamt eiginkonu sinni, Hillary Rodham
Clinton, hagnast með ósæmilegum hætti á
fasteignabraski í svonefndu Whitewater-
máli er hann var ríkisstjóri í Arkansas.
Ray var flokksbundinn demókrati þar til
í fyrra en er nú utan flokka. Hann var
staðgengill Starrs og segir hlutverk sitt að
ljúka verkinu.
„Það sem ætlunin er að sýna fram á er
að enginn, ekki heldur forseti Banda-
ríkjanna, sé hafinn yfir lögin,“ sagði Ray.
Repúblikanar reyndu fyrir tveim árum að
fá Clinton vikið úr embætti vegna meints
meinsæris en fengu ekki tilskilinn meiri-
hluta þingsins til að samþykkja tillöguna.