Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 31
ERLENT
Hugmyndir um nýja kynslóð Concorde fá dræmar undirtektir
Kostnaður og
mengun helstu
hindranir
París. AFP.
Reuters
Concorde-þota sést hér taka á loft. Könnun er nú hafin á möguleikum á
að þróa nýjan, umhverfisvænan arftaka hennar.
KÖNNUN er hafin á möguleikum á
að þróa nýjan, umhverfisvænan arf-
taka Concorde-þotunnar sem vai'
farin á nálgast úreldingu nokkru áð-
ur en þota Air France fórst við París
með þeim afleiðingum að 113 manns
létust. „Þetta markar ekki endalokin
á hljóðfráu flugi,“ sagði Jean-Claude
Gayssot, samgönguráðherra Frakk-
lands, eftir að bresk og frönsk flug-
málayfirvöld settu flugbann á
Concorde af öryggisástæðum fyrr í
vikunni.
Áætlað var að Concorde yrði tekin
úr notkun eftir sjö ár og voru frum-
athuganir hafnar á möguleikanum á
smíði nýrrar gerðar áður en slysið
varð í París. í september í fyrra skip-
aði franska stjómin nefnd til að
skoða „möguleikana á að þróa fjár-
hagslega raunhæfa hljóðfráa flugvél
sem tæki tillit til umhverfisreglu-
gerða og gæti tekið við af Concorde."
Enn fremur hafa frönsku og þýsku
flugvélaframleiðendurnir Áero-
spatiale og DASA, sem nú eru hluti
af evrópsku flugvélasamsteypunni
EADS, ásamt breska fyrirtækinu
British Aerospace, unnið við þróun
arftaka Concorde síðan 1994. Er nú
miðað að því að hanna nýja þotu sem
gæti um 250, og haft sama far-
flugshraða, tvöfaldan hljóðhraða, en
tvöfalt meira flugþol, allt að 10 þús-
und km en eyddi helmingi minna
eldsneyti, sagði Jean-Claude Pilon,
yfirmaður þróunarverkefnisins hjá
EADS.
Nýja Concorde-þotan myndi engu
að síður geta flutt mun færri farþega
en hefðbundnar farþegaþotur nútím-
ans en hún myndi geta flogið yfir
Kyrrahafið sem gamla Concorde gat
ekki. En helsta áhyggjuefnið er
kostnaðurinn og áhrifin á umhverfið
þar eð „grænir" þættir eru nú mun
veigameiri en þeir voru fyrir 24 árum
þegar Concorde rauf í fyrsta sinn
hljóðmúrinn. En jafnvel þá urðu
mótmæli vegna hávaða og mengunar
og fékkst ekki leyfi til að fljúga þot-
unni til New York í heilt ár eftir að
farþegaflug hófst. í fyrra hótuðu
bandarísk yfirvöld á ný aðbanna þot-
una á þarlendum flugvöllum.
Evrópskt samvinnuverkefni
EADS segir að þróun nýrrar þotu
miðað við eftirspum eftir 500 til
1.000 vélum fyrir 2020 myndi kosta
um 15 milljarða dollara eða sem
svarar um tólf hundruð milljörðum
íslenskra króna. Gayssot sagði að
Frakkar myndu ekki ráða við verk-
efnið einir og að það yrði að verða
evrópskt samvinnuverkefni „eða
jafnvel alheimsverkefni, kannski
með þátttöku Bandaríkjamanna.“
En Dan Solon hjá flugmálaráð-
gjafafyrirtækinu Ávmark Inter-
national, sagði að það væri „ná-
kvæmlega enginn áhugi hjá
stjómvöldum í Evrópu eða G7-ríkj-
um fyrir því að eyða peningum skatt-
borgaranna í verkefni sem hefði
svona þröngt markaða arðsemi."
Bandaríski flugvélaframleiðandinn
Boeing hefur nú engin áform uppi
um þróun hljóðfrárrar þotu.
„Þetta er auðvitað tæknilega
mögulegt en gengur ekki upp fjár-
hagslega," sagði Seddik Belyamani,
markaðsstjóri farþegaflugsdeildar
Boeing. „Það væri mjög dýrt að reka
þotuna og það væra ekki nógu marg-
ir farþegar reiðubúnir að borga þetta
háa fargjald.“
Menn eru ekki eins svartsýnir
þegar rætt er um möguleikann á
hljóðfráum einkaþotum sem myndu
bera átta til tíu farþega og verða
smíðaðar fyrir strangt skilgreindan
markað. Franski flugvélaframleið-
andinn Dassault og bandarísku fyr-
irtækin Gulfstream og Lockheed-
Martin em að íhuga slíka þotu þótt
enn sé ekkert komið á teikniborðið.
Solon sagði að framtíðin væri lík-
lega fólgin í stóram einkaþotum,
þrjátíu til fjörutíu sæta, í sameign og
sameiginlegum rekstri nokkurra fyr-
irtækja. Jafnvel þótt kostnaðar- og
stærðarþættir yrðu yfirstignir
myndu „grænu“ öflin á endanum
koma í veg fyrir að ný kynslóð hljóð-
frárra þotna kæmist í loftið. „Nú er
aðalmálið að leysa þann vanda sem
snýr að umhverfisþáttum, hávaðann,
hljóðhöggið, mengun,“ sagði Pilon.
Hyggjast krefjast bóta
Þýskur lögfræðingur fómarlamba
slyssins í París sagði á föstudaginn
að hann hyggðist krefjast bóta fyrir
hönd skjólstæðinga sinna, og yrði
krafan lögð fram í Bandaríkjunum,
þar sem skaðabótagreiðslur eru yfir-
leitt mun hærri en þekkist í Evrópu.
Lögfræðingurinn býst við að hefja
samningaviðræður við tryggingafé-
lög Air France innan skamms, í þvi
augnamiði að höfða mál í Bandaríkj-
unum. Einn farþega þotunnar var
Bandaríkjamaður, og segir lögfræð-
ingurinn það gera sér kleift að höfða
mál fyrir hönd allra skjólstæðinga
sinna, sem eru fjölskyldur 15 þeirra
97 þjóðverja sem fórust með þotunni.
Frakkland
Kvenna-
skortur á
þingi
París. The Daily Telegraph.
FRÖNSK löggjöf sem kveður á
um jafnt hlutfall kynjanna í
kosningum hefur ekki haft áhrif
sem skyldi þar eð franskar kon-
ur virðast tregar til að gegna
pólitískum stöðum.
Eftir að löggjöfin var loks
samþykkt, eftir miklar deilur á
þingi, var henni lýst af Nicole
Pery, ráðherra sem fer með
málefni kvenna, sem „söguleg-
um áfanga fyrir konur til jafn-
réttis“. Þeir sem hafa hom í síðu
þessara laga hafa þó gagnrýnt
framkvæmdina og segja hana
óframkvæmanlega. Stjómmála-
flokkar í landinu eru í ríkara
mæli að komast á þá skoðun en
talið er að samanlagt þurfi
stjómmálaflokkamir að leita
fanga hjá 40.000 konum sem
gegnt geta embættum hjá sveit-
arstjóraum fyrir kosningamar á
næsta ári. Ef þetta mun ekki
takast verða flokkamir sektaðir.
Anne Hidalgo, ráðgjafi Perys,
sagði flokkana verða að leita til
kosningastjóra og stuðnings-
manna í grasrótinni. „Það fer
fjöllum hærra að þrýst sé á eig-
inkonur stjómmálamanna um
að gefa kost á sér,“ sagði Hid-
algo. Sagði hún að reynt væri að
leita fanga hjá konum í atvinnu-
Ufinu en að þeim hugnist alls
ekki að komast til metorða í
stjómmálum. Á þinginu sitja
557 þingmenn, þar af 62 konur.
Mazda 323 F
Fyrir aðeins
19.884 kr.
Opið laugardaga frá kl. 12-16
á. ttiánuöi*
veröur
Afuzíiii 323 F
þinn bíll
U ABS hemlalæsivörn.TCS spólvörn
• Útvarp, geislaspilari og fjórir hátalarar
• Framsætisbak sem breyta má í hentugt borb
• Upphitabir og rafstýrbir hlibarspeglar
• Þriggja ára eba 100.000 km ábyrgb
SkúlagÖtu 59, slmi 540 5400 www.raesir.is
isafjöröur: Bilatangi ehf. Akurcyri: BSA hf. Egilsstaöir: Bilasalan Fell Selfoss: Betri öllasalan Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstæöi Muggs Akranes: Bilis Keflaylk: Bilasala Keflavlkur Hornafjörður: Véismiöja Hornafjarðar
•Mazda 323 F. Verb 1.5S0.000 kr. Me&algrei&sla á mánu&i m.v. 10.8.2000, 500.000 kr. útborgun/uppitöku, bílalán f 84 mánu&i, 8,3% vexti og 5% ver&bólgu.