Morgunblaðið - 19.08.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.08.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAU GARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 37 Ljósmynd/Unnar Agnarsson Rjúpnafell næst, þá Kjalfell og Hrútfell fjærst. Ljósmynd/Unnar Agnarsson Blönduvöð og Blöndutjarnir, Helgufell í baksýn. áberandi, brattur sunnan í móti. Þegar komið er framhjá Frið- mundarvatninu er farið yfir svokall- aða Vatnabungu. Þar er upplagt að staðnæmast til að glöggva sig á um- hverfinu. Raunar einkennist þessi hluti Auðkúluheiðar af lágum bung- um og ásum en milli þeirra liggja flár og vötn þar sem er gnægð af sil- ungi, tilvalinn staður fyrir stang- veiðimenn, þótt hyggnir menn veiði jafnan í net eins og Frelsarinn og postular hans. Nöfnin á vötnunum eru nokkuð föst en verra er með bungurnar því þeirra nöfn hafa breyst í aldanna rás eða færst til og eru mismunandi eftir því hvaðan er horft. Það kemur sér ekki illa í gangnaskálunum á kvöldin þegar búið er að ræða um veðrið og færð á vegunum því þrætur um örnefni eru nær ótæmandi umræðuefni. Handan Vatnabungu er stefnt á Smalatjörn, sem áður er minnst á, en hún er raunar horfin undir Blönduvirkjunarskurðinn. Vinstra megin vegar er Fannlækjarbunga, allbrött. Framan við hana er Galta- ból, mikið fiskivatn en á hægri hönd er allstórt vatn, óreglulegt í lögun, sem ber nafnið Þrístikla. Svo er sagt að hvergi sjái yfir það allt, það er að segja af jörðu niðri. Annað merkilegt við þetta vatn er það að í því er öfuguggi, sem er samkvæmt þjóðsögunum álíka hollur til átu og kampýlóbakterfylltur kjúklingur. Áður en Blöndulónið varð til lá vegurinn fram með Blöndu nokkurn veginn í stefnu á Kjöl. Næst hefði verið komið að Sandárhöfða (rétt tæpir 500 m) sem nú rekur kollinn upp úr Blöndulóninu. Var þar víða fagurt í hvömmum og gróðri vöfð- um bollum. Nú sveigir vegurinn hins vegar til hægri framan við Þrístiklu en utan við Blöndulónið. Þá er farið yfir skurðinn úr lóninu, þar sem Blanda beljar nú með boða- föllum og ekki fýsilegt að lenda í þeim svelg. Stuttu síðar er komið að stíflu vestan eða norðvestan við lón- ið og er rétt að staldra þar við um sinn. Kólkuskálinn horfni I stíflustæðinu stóð öldum saman gangnakofi, Kólkuskáli, á litlum höfða eða brekkubrún. Framan brúnarinnar rann Kólkukvísl, sem kom úr Kólkuflóa, en nokkru vestar var sérkennilegur hóll, Kólkuhóll. Kvíslin rann dijúgan spöl til vesturs en féll þá í Fellakvísl sem kemur langt sunnan af heiðinni. Niður með Fellakvísl, nálægt norðvestri frá Kólkuhól séð, er Réttarhóll, en erf- itt er að greina hann. Á Réttarhól bjuggu Björn Eysteinsson og Helga Sigurgeirsdóttir frá 1886-1891 með ung börn, og var víst silungurinn í vötnunum drýgsta búbótin. Utan við Réttarhól er ein stærsta fláin á Auðkúluheiði, Melbrigða, og hefur margur orðið votur í fæturna í þess- ari flá við að draga upp kindur enda dúar þar víða undir fótum. Kólkuörnefnið er sérkennilegt en varðveitist líka í Kólkumýrum og úti á Skaga í Kólkumiðum, en vænt- anlega er nafnið írskt. Annað mál er það að við Kólkuhól hélt lengi til draugur sem ýmsir urðu varir við en sýndi þó jafnan þá kurteisi að verða engum að meini. í Kólkuskála var alltaf gott að koma og hvíla lúin bein eftir strangan dag við smala- mennsku í göngum. Hér má skjóta að vísukorni eftir landsþekktan mann og skal þess getið að Lingur var einn gangnamanna en Gísli gangnaforinginn: Lingurveittieina enn, er það góður siður, gleðjum okkur gangnamenn, Gísli ratar niður. Nú liggur leiðin yfir Áfangafell (580 m) en handan þess er gamall áfangastaður, Áfangi. Nú er risinn þar gangnaskáli sem á sumrin er notaður til að taka á móti ferðalöng- um. Þar er í boði gisting í ágætu húsnæði, bað, matur og rúm eða tjaldstæði. Hér er Blöndulónið steinsnar frá og geta stangveiði- menn spreytt sig á sinni iðju ef þeir svo kjósa og dvalist þá dag eða dagpart eftir því hvernig á stendur. Hvort sem gist er í Áfanga eða ekki þarf að halda ferðinni áfram inn til fjallanna. Utar á heiðinni ein- kenndist landslagið af bungum og vötnum en hér eru fellin hins vegar mest áberandi. Áfangafellið er yst en síðan kemur Sauðafell, framan þess Hanskafell, lítil bunga, Helgu- fell austan vegar firnastórt, og loks Sandkúlufell, einnig býsna mikil- fenglegt. Fellin eru nokkuð gróin hið neðra en minna eftir því sem hærra kemur. Efst á Sauðafelli eru litlir hnjúkar eða stapar, kallast Sauðaskjól, og má þar finna vindhlé í flestum áttum. Norðan við fellið, á svonefndum Sauðafellshala um 1-2 km frá Kjalvegi, eru margar reið- götur sem liggja nánast austur og vestur. Þetta er Skagfirðingavegur sem lá upp úr Mælifellsdal í Skaga- firði, vestur heiðar Húnvetninga en kom niður í Borgarfjörð hjá Kal- manstungu. Skagfirðingavegur hef- ur verið mjög fjölfarinn. Vegurinn lá yfir Blöndu á Blönduvöðum en þar fyrir handan er Galtará á Ey- vindarstaðaheiði, þar sem Jónas greiddi Þóru Gunnarsdóttur lokka langt fyrir löngu en sá staður er nú geymdur eilífðinni undir Blöndu- lóni. Skagfirðingavegur liggur vestur um svonefndar öldur, sem taka við til vesturs frá fellunum. Það getur verið óhemjuþreytandi að fara yfir öldurnar, því þær eru allar keimlík- ar, melrunnar efst en grunnir dalir á milli. Ekki mjög aðlaðandi staður í regni og stormi. Margir kannast við hendinguna: Átján öldur undir sand eru frá Sauðafelli. Og mikil skemmtun mönnum til forna að prjóna framan við góða fyrriparta. Nú fer gróður að minnka, leiðin löng en melar og sandbreiður taka við. Helgufell, sem er á vinstri hönd (austan megin vegar), er kennt við konu sem varð úti einhvers staðar við fellið og hét Helga. Framan Helgufells er Arnarbæli. Sunnan við Sandkúlufell Sandkúlufell eða Kúlusandfell gnæfir nú yfir vegfaranda til hægri handar. Fellið er röskir 830 m yfir sjó og vel þess virði að ganga á það ef tími er nægur því uppgangan er ekki létt. Þaðan sést til háfjallanna í austri, suðri og vestri en þegar gengið er suður á fellið blasa við svokölluð Seyðisárdrög. Drögin eru mýrarflákar með tjörnum og smá- sprænum, allt grasi vafið. Það getur varla fegurri sjón í heiðskíru veðri en horfa af Sandkúlufelli yfir þetta land, sveittur og móður eftir upp- gönguna, en í grænflákunum neðan- undir glampar sólin á þúsund gim- steina. Þá rifjast upp kveðlingur Ásgríms Kristinssonar frá As- brekku, þótt annar staður sé hafður í huga: Enn um þetta óskaland ótal perlur skína. Hitti ég fyrir sunnan Sand sumardrauma mína. Og á þessi vísupartur ekki að sanna annað en það að sveitamenn geti haft gaman af því að horfa á fjölskrúðugt landslag. Sé nú aftur horfið á Kjalveg verð- ur næst fyrir Kúlukvísl sem kemur frá Sandkúlufelli. Niður með kvísl- inni er gamall gangnakofi úr torfi og grjóti sem nú hefur verið gerður upp. Fyrir gangandi menn er vel til fallið að tjalda þar því dagleiðin frá Áfanga er drjúg og enn talsverður spölur í hlýjuna á Hveravöllum. Það er upplagt fyrir bílandi fólk að fara sér hægt og taka nokkra klukku- tíma til að ganga upp á fellin áður- nefndu ogvirða fyrir sér útsýnið. Þó skyldi hafa í huga að gönguferðir geta orðið drjúglangar því vega- lengdir virðast styttri en þær eru í raun. Frá Kúlukvísl að Seyðisá, sem er næsta kennileitið og er nú brúuð, er þurrlent, melar og lágar dældir en Blanda breiðir úr sér á vinstri hönd. Seyðisá kemur úr Seyðisárdrögum og er orðin allmikið vatnsfall enda aukin vatni af drjúgmiklu vatna- svæði. Neðan við brúna yfir Seyðisá, til vinstri handar eða austurs, eru rústir eftir gamla rétt og þar hjá Biskupsáfangi þar sem biskupar hafa væntanlega gist á leið sinni milli landsfjórðunga. Nú liggur leið- in fram gróðurlitla mela en á hægri hönd glittir í kvíslar sem koma frá fjöllunum í vestri. Utar eru Búr- fjöllin, heldur kollhúfuleg, vestan Seyðisárdraga, en sunnar Þjófa- dalafjöll með fjölmörgum hnjúkum. Neðan undir þeim eru svokallaðir Tjarnardalir, heillandi landslag í auðninni. Frá Kjalvegi er óravegur að fjöllum þessum og kallast Djöfla- sandur þar sem verst er yfirferðar enda væri hendingin „í birkilaut hvíldi ég bakkanum á“ hið argasta öfugmæli á þeim sandi. Kindur finna hins vegar snapir í lægðum og kvosum á þessu svæði. Hér var eitt sinn ort: Vindar svalir suðri frá svífa um kalinn völlinn, þó skal smala þokugrá Þjófadalafjöllin. Nokkur fell eru til suðurs nálægt veginum og ber hæst Dúfunefsfjall. Nafnið helgast af Þóri dúfunef sem átti hryssuna Flugu og lenti í kapp- reiðum við Örn nokkurn. Svo segir í Landnámu um fyrstu kappreiðar á Islandi þar sem vitað er um úrslit: „Þeir riðu báðir suður um Kjöl þar til er þeir komu á skeið það er síðan er kallað Dúfunefsskeið. En eigi varð minni skjótleiksmunur hrossa en Þórir kom í mót Erni á miðju skeiði. Örn undi svo illa við fé- lát sitt að hann vildi eigi lifa og fór upp undir fjallið, er nú heitir Arnar- fell, og týndi sér þar sjálfur, en Fluga stóð þar eftir því að hún var mjög móð.“ Hveravellir Hveravellir eru handan við sauð- fjárveikivarnargirðinguna milli Norður- og Suðurlands og er nú komið fram milli jöklanna. Hofsjök- ull er í austri en að vestan er Lang- jökull en út úr honum gengur Regn- búðajökull alláberandi. Sunn- lendingar kenna þennan jökul hins vegar við hrúta. Til suðurs glittir í Kerlingarfjöll en nær er Kjalhraun- ið með sínum harmsögum og ber þar Strýturnar hæst. Nú beygir vegurinn til Hveravalla til hægri en Kjalvegur heldur áfram suður á heiðar Biskupstungnamanna. Það má minna á að í Kjalhrauni er svo- kallaður Grettishellir þar sem sá forni kappi hafðist víst einhvern tíma við og rændi ferðamenn. Nú fara vegaránin hins vegar fram að siðaðra manna hætti í pylsusjopp- um og á bensínstöðvum. Hveravellir eru ein af mörgum vinjum hálendisins. Hverirnir liggja í grunnri lægð eða daladragi og frá þeim sitrar lítill lækur með grösug- um bökkum. Hverirnir eru margir hinir fegurstu og hafa nú verið lagð- ir stígar úr timbri um svæðið. Er varasamt að fara út af þeim því víða er sjóðheitt undir. Syðst í hvera- dyngjunni er Eyvindarhver og mót- ar í hvernum fyrir hleðslu þar sem Fjalla-Eyvindur sauð kjöt sitt. Þar suður af er Eyvindarhola, hraunsprunga sem Eyvindur á að hafa reft yfir, ekki ýkja dægilegur bústaður. Ef áfram er haldið er komið að gömlum gangnakofa hlöðnum úr torfi og grjóti. Á Hveravöllum er hægt að gista í skálum Ferðafélagsins. Nú stendur fyrir dyrum að færa aðalskálann lengra frá hverasvæðinu enda hefur gróðurlendið við kvíslina látið stór- lega á sjá undanfarin ár fyrir ágangi ferðamanna. Er þess að vænta að það heillaskref komi gróðri á Hveravöllum vel í framtíðinni ef framkvæmdir tefjast ekki fyrir gnaddi misviturra lögspekinga. Þegar hálendið er opnað ferða- mönnum þarf að gæta fyllstu varúð- ar í umgengni við viðkvæma nátt- úru. Engir eru betur fallnir til þess að hafa umsjón með náttúruperlum landsins en heimamenn, sem þekkja landið af umgengni við það í mis- jöfnum veðrum á öllum árstíðum. Hvað sem þessum vangaveltum líður þá er upplagt að ljúka ferðinni í litlu sundlauginni fyrir neðan hinn gamla skála Ferðafélagsins sem stendur í jaðri hverasvæðisins. Eft- ir þreytandi keyrslu, hoss á hest- baki, barning á hjólhesti eða tosandi göngu í sandroki í stinningsgolu er ekkert betra en að skella sér í heita laugina. Eftir slíkt bað sofnar mað- ur sáttur við guð og menn. Höfundur er íslenskufræðingur. (t Þingholtsstræti 24 - Opið hús I þessu gullfallega, virðulega húsi, höfum við til sölu mjög góða 3ja herbergja risíbúð. (búðin er stofa, opið eldhús, 2 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi og gangur. Allt panelklætt og gömlu gólfborðin á sínum stað. Sérhiti. Stórar suðursvalir út frá stofu með frábæru útsýni. íbúð, hús og staður er með þvl rómantískasta sem gerist! Sveinn tekur á móti ykkur í dag og sunnudag frá kl. 13-17. vvv FASTEIGNASALAN GARÐUR, S. 562-1200, 862-3311 jj,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.