Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 39
38 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 39 pltrfíinMnliilí STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VANDIGORE Ræðan sem A1 Gore flutti á flokksþingi Demókrata- flokksins í Los Angeles í fyrrakvöld er mjög umrædd eins og búast mátti við. Gore er í því erfiða hlutverki að vera varaforseti Bandaríkjanna í kosningabaráttu. Vissulega veitir það honum ákveðið forskot á keppinautinn George W. Bush. Um átta ára skeið hefur Gore verið í eldlínu stjórnmálanna, andlit hans er þekkt og hann hefur öðlast mikla þekkingu, reynslu og yfirsýn. Þannig efast enginn um að hann hefur langtum meiri innsýn í þá málaflokka er falla undir forseta- embættið en flestir aðrir stjórn- málamenn, Bush þar með talinn. Það er hins vegar ekki nóg í stjórnmálum. Það er eðli varafor- setaembættisins að starfa í skugga forsetans, að vera til staðar ef á þarf að halda en gegna annars óljósu hlutverki. Vandinn sem blas- ir við varaforseta er sækist eftir forsetaembættinu er að hann verð- ur að rjúfa þau álög er fylgja emb- ættinu og skapa sér sjálfstæða ímynd. Það hefur reynst Gore erf- itt. Hann þykir vissulega hæfileikaríkur en hann hefur ekki náð að höfða til almennings, ímynd hans er þurr og samanburðurinn við Bill Clinton er óhagstæður. Þrátt fyrir öll þau skrautlegu mál er upp hafa komið á forsetaferli Clintons fer ekki á milli mála að hann er ein- hver öflugasti stjórnmálamaður síð- ustu áratuga og býr yfir persónu- leika og útgeislun, sem helst er hægt að líkja við Ronald Reagan og John F. Kennedy. Ef Gore á að ná árangri verður hann að fjarlægjast Clinton. Það gæti hins vegar reynst erfitt. Val hans á Joseph Lieberman vakti vissulega athygli og hristi að- eins upp í þeirri ímynd Gore að hann væri stjórnmálamaður er aldrei tæki áhættu. Fréttir um að nýr kviðdómur hafi verið skipaður í Lewinsky-málinu eru hins vegar áminning um að fortíðin á eftir að elta varaforsetann. Gore nýtur líka góðs af mörgu, sem gerzt hefur í forsetatíð Clintons. Bandaríkin hafa á undanförnum árum gengið í gegnum einstakt hagvaxtarskeið og sá gífurlegi efnahagslegi kraftur er býr í landinu hefur bætt kjör mikils meirihluta þjóðarinnar auk þess að styrkja enn frekar stöðu Bandaríkj- anna á alþjóðavettvangi. Þannig var greinilegt í ræðu Gore að hann reyndi að beina sjónum kjósenda að stöðu efnahagsmála en jafnframt þeim áherslumun, sem er á honum og Bush er kemur að því að úthluta þeim auknu gæðum er orðið hafa til. Á að leggja áherslu á að lækka skatta eða ber einnig að stoppa í götin á heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu? Greinilegt var að með ræðunni er Gore að reyna að færa kosningabaráttuna yfir í um- ræðu um stefnumál og útfærslur þeirra, þar sem hann stendur sterkt að vígi, í stað þess að hún snúist um persónur frambjóðendanna. Það verður á brattann að sækja fyrir Gore í kosningabaráttunni. í skoðanakönnunum undanfarna mánuði hefur Bush haldið öruggri forystu. Þær kannanir segja held,ur ekki alla söguna. Kosningar í Bandaríkjunum byggja á kjörmönn- um einstakra ríkja og ef horft er til þeirrar skiptingar kemur í ljós að staða Bush er töluvert sterkari en ætla mætti af skoðanakönnunum. Ræðan í Los Angeles var því eitt- hvert besta tækifæri sem Gore mun fá til að snúa stöðunni sér í vil. Á næstu dögum og vikum mun koma í ljós hvort það hafi tekist. ERFIÐLEIKAR í FLUGREKSTRI INNANLANDS FLUGFÉLAG íslands hf. hefur tilkynnt að vegna mikilla kostn- aðarhækkana verði félagið að hækka fargjöld á leiðum innanlands og mun flug til Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði kosta tæplega 19 þúsund krónur eftir hækkunina. Að meðal- tali er hækkun fargjalda félagsins innanlands um 10 af hundraði. Þetta þýðir að í sumum tilvikum er jafn dýrt að ferðast innanlands með flugvél eins og að fljúga til ann- arra landa. Allir sjá, að viðskiptavin- ir Flugfélags íslands munu eiga erf- itt ineð að sætta sig við slíkt verð. Á hinn bóginn er ljóst, að verð- hækkun á fargjöldum í innanlands- flugi er ekki tilefnislaus. Kostnaðar- þróun bæði í eldsneyti og öðru hefur verið flugfélögum bæði hér og ann- ars staðar afar óhagstæð. Fargjöld eru nú orðin svo há, að eitthvað mun undan láta. Þeir sem ferðast á kostnað annarra, svo sem embættismenn, sveitarstjórnar- menn eða starfsmenn fyrirtækja munu áfram nota flugið til þess að ferðast á milli staða. Hinn almenni borgari mun áreiðanlega gera meira af því að aka á milli staða, jafnvel þótt leiðin sé löng á milli Reykjavík- ur og Egilsstaða. Þetta er sameiginlegur vandi Flugfélags íslands og annarra flug- rekenda, sem vafalaust eru í svip- aðri stöðu, og viðskiptamanna þeirra. Dragi úr ferðum fólks með flugvélum verður tapið enn meira. Bætt vegakerfi hefur leitt til þess, að flugið er ekki jafn mikilvægt og áður en það skiptir engu að síður miklu máli. Þrátt fyrir betri vegi er það enn svo, að ófært getur verið landleiðina að vetrarlagi og flugið eina leiðin til þess að komast á milli staða. Þess vegna yrði það mikið skref aftur á bak, ef umtalsverður samdráttur yrði í flugsamgöngum. En að óbreyttu blasir við að svo verði. Þetta mál mun vafalaust koma til kasta stjórnvalda með einhverj- um hætti. Þeirra vandi er hins vegar mikill, því að ekki mun mönnum hugnast að farið verði að niður- greiða flug í ríkari mæli en gert er nú þegar. Þess vegna stöndum við frammi fyrir sjálfheldu í samgöngu- málum sem er ekki auðleyst. Bókmenntaverðlaun, starfslaun listamanna og tónlistarstyrkur afhent við opnun Grófarhúss Morgunblaðið/Halldor Kolbeins Aðalsafn Borgarbókasafns Reykjavíkur var opnað í gær í rúmgóðum húsakynnum Trio Islancio er tónlistarhópur Reykjavíkurborgar þetta árið. í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Þar sem höfnin mætir borginni Grófarhúsið við Tryggvagötu, sem hýsa mun aðalsafn Borgarbókasafns Reykja- víkur, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Reykjavíkur, var opnað formlega í gær, á afmælisdegi Reykjavík- urborgar. Margrét Sveinbjörnsdóttir var viðstödd opnunina en þar voru einnig afhent bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, starfslaun listamanna Reykj avíkurborgar og styrkur til tónlistarhóps Reykjavíkur. TIL hátíðarinnar, sem hófst í Listarsafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu og íluttist svo yfir götuna í Grófarhúsið, blés blásara- kvintett Reykjavíkur sem hefur verið tónlistarhópur Reykjavíkur- borgar í tvö ár. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fagnaði í ávarpi sínu afinæli borgarinnar, opnun Grófarhússins og sér í lagi flutningi Borgarbókasafnsins. „Það er elsta menningarstofnun borgarinnar, stofnað 1923, og flytur nú aðalstöðvar sínar úr Þingholts- stræti, þar sem þær hafa verið í 46 ár eða frá 1954. Starfsemin hafði fyrir löngu sprengt utan af sér þann fallega og virðulega ramma sem húsið Esjuberg setti henni. í dag rætist því draumur margra er safn- ið flytur í glæsileg og rúmgóð húsa- kynni Grófarhússins, í nábýli við aðrar menningarstofnanir og önnur menningarhús í miðbæ Reykjavík- ur, þar sem höfnin mætir borginni. I dag er líka viðeigandi að þakka fyrir allar þær góðu og gjöfulu stundir sem ReykvQdngar hafa átt í Esjubergi," sagði borgarstjóri. Fimm höfundum veittar viður- kenningar fyrir Ijóðaliandrit í máli Soffiu Auðar Birgisdóttur bókmenntafræðings og formanns dómnefndar bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar kom fram að aldrei hefðu fleiri handrit borist í samkeppnina en nú í ár eða alls 50 talsins. Að þessu sinni eru verðlaunin tvöföld, í tilefni af menn- ingarborgarárinu, og nema 600 þúsund krónum. Verðlaunin hlaut Hjörtur Marteinsson íyrir handrit sitt að skáldsögunni AM 00. Vegna mikils fjölda góðra handrita fékk dómnefndin leyfi menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar til að veita fimm höfundum til viðbótar viðurkenningu fyrir handrit sín sem öll eru að Ijóðabókum: Sjón- baugar eftir Garðar Baldvinsson, Launkofi eftir Gerði Kristnýju, Fingurkoss eftir Kristrúnu Guð- mundsdóttur, Hnattflug eftir Sig- urbjörgu Þrastardóttur og Far eft- ir hugsun eftir Þóru Jónsdóttur. Dómnefndina skipuðu, auk for- mannsins, Soffiu Auðar, þau Krist- ín Viðarsdóttir bókmenntafræðing- ur og Þórður Helgason rithöfundur og íslenskufræðingur. 16 hlutu starfslaun listamanna AIls var 16 manns úthlutað starf- slaunum listamanna íyrir árið 2000 og gerði Guðrún Jónsdóttir, for- maður menningarmálanefndar, grein fyrir vali nefndarinnar á starfslaunaþegum. Umsækjendur voru 96 talsins og voru 52 mánaðar- laun til úthlutunar, tæp 120 þúsund á mánuði. Eftirtaldir hlutu starfs- Tær og agaður stíll SKÁLDSAGAN AM 00 gerist í Kaupmannahöfn á fyrri hluta áljándu aldar og byggist að nokkru leyti á sögulegu efni en aðalpersónurnar eru Árni Magn- ússon handritasafnari, Metta kona hans og skrifari hans, Jón Ólafsson frá Grunnavík. í umsögn dómnefndar segir að höfundi takist „á aðdáunarverð- an hátt að lýsa sálarlífi persóna á miklum átakatímum," jafnframt því sem hann dragi upp „sann- ferðuga og stórskemmtilega mynd af lífinu í Kaupmannahöfn á 18. öld.“ Formaður dómnefnd- ar, Soffía Auður Birgisdóttir, sagði við afhendingu verðlaun- anna að það sem ekki síst hafí heillað nefndina hafi verið „tær og agaður still höfundar, tök hans á flóknu sögulegu efni og frábær persónusköpun.“ Höfundurinn, Hjörtur Mar- teinsson, er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Ljóshvolf- Sextán manns hlutu starfslaun listamanna fyrir árið 2000. 'íl simÉkí .-»> “f. 1 ■ 1 figjlfjm frar i-sk'i • ÍT! ÍM i ... I I » ■* jf 4 í'& Fagra veröld heitir glerlistaverkið að baki Ingibjörgu Sólrúnu Gfsladóttur borgarstjóra en verkið er eftir Leif Breiðfjörð. Til vinstri má sjá brjóstmynd Sigurjóns Ólafssonar af Tómasi Guð- mundssyni. laun: Gjömingaklúbburinn, þ.e. Dóra ísleifsdóttir, Eyrún Sigurðar- dóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Inga Hrólfsdóttir myndlistarmenn, samtals tólf mánuði, Rristinn G. Harðarson myndlistannaður, 8 mánuði, Halldór Ásgeirsson mynd- listarmaður, 3 mánuði, Hannes Lárusson myndlistarmaður, 3 mán- uði, Jóhann L. Torfason mynd- listarmaður, 3 mánuði, Magdalena Margrét Kjartansdóttir mynd- listarmaður, 3 mánuði, Kolbeinn Bjamason tónlistarmaður, 4 mán- uði, Sigurður Halldórsson tónlistar- maður, 3 mánuði, Pétur Grétarsson in, 1996, ogMyrkurbil, 1999, en hann hefur einnig fengist við myndlist. Hann segir verðlaunin hvetjandi og sannarlega mikla viðurkenningu. „Ég hef lengi haft talsvert mikinn áhuga áJóni Ólafssyni frá Grunnavík. í augum okkar Islendinga hefur hann verið þessi skuggamaður og sérvitr- ingur sem hefur birst okkur t.d. í Islandsklukkunni - maður sem hefur verið dálítið skrýtinn. Hann skrifaði gríðarlegan fjölda verka, sleppti ekki pennanum, en langfæst þeirra komu fyrir augu iesenda. Hann var þessi sanni gijótpáll sem ruddi ein- hveija ímyndaða braut en það tónlistarmaður, 3 mánuði, Didda Jónsdóttir rithöfundur, 3 mánuði, Karl Ágúst Úlfsson leikskáld, 3 mánuði, Hjalti Rögnvaldsson leik- ari, 2 mánuði, og Inga Bjamason leikstjóri, 2 mánuði. Guitar Islancio tónlistar- hópur borgarinnar Ellefu umsóknir bámst um styrk til starfrækslu tónlistarhóps sem nemur árslaunum tveggja lista- manna sem þiggja starfslaun hjá Reykjavíkurborg. Anna Geirsdótt- ir, formaður dómnefndar um tón- listarhóp, gerði grein fyrir niður- var í raun enginn Iesandi að verkum hans,“ segir Hjörtur en tekur jafnframt fram að ætlun hans sé ekki að rétta hlut eins né neins. I umsögn dómnefndarinnar segir að sú mynd sem hér sé dregin upp af Árna Magnússyni, Mettu og Jóni Grunnvíkingi kall- ist að sjálfsögðu á við mynd sömu persóna I íslandsklukku Halldórs Laxness, þótt hún sé einnig verulega frábrugðin mynd Nóbelsskáldsins og „bæti óhjákvæmilega við nýjum drátt- um í þá ímynd sem íslenskir bók- menntaunnendur hafa haft af þessum sögufrægu einstakling- um.“ stöðu nefndarinnar og afhenti styrkinn tríóinu Guitar Islancio sem er skipað þeim Jóni Rafnssyni, Gunnari Þórðarsyni og Bimi Thor- oddssen. Guðrún Jónsdóttir, formaður byggingamefhdar Grófarhúss og Hafnarhúss, gerði grein fyrir að- draganda flutnings Borgarbóka- safns, Borgarskjalasafns og Ljós- myndasafns Reylqavíkurborgar í Grófarhúsið og þakkaði þeim fjöl- mörgu sem að framkvæmdunum hafa staðið. Heildarflatarmál húss- ins er 5.630 fermetrar og þar af er sameiginlegt rými safnanna þriggja 975 fermetrar. Borgarbókasafn hefur yfir að ráða 2.895 fermetrum á 1. og 2. hæð, hluta 4. hæðar og 5. hæð, Borgarskjalasafn 1.430 fer- metrum á hinum hluta 4. hæðar og 5. hæð og Ljósmyndasafnið 330 fer- metram á 6. hæð en þar eru einnig mötuneyti og sameiginlegir salir. Áætlaður heildarkostnaður 525 milljónir króna Áætlaður heildarkostnaður við breytingar, frágang og innréttingar nemur að sögn Guðrúnar 525 millj- ónum króna á verðlagi í j anúar 2000 en þar af munu um 115 milljónir vera Vegna kaupa á nýjum búnaði. Borgarstjóri afhenti forsvars- konum safnanna þriggja lykla að Grófarhúsinu, þeim Onnu Torfa- dóttur borgarbókaverði, Maríu Karen Sigurðardóttm-, forstöðu- manni Ljósmyndasafns, og Svan- hildi Bogadóttur forstöðumanni Borgarskjalasafns. Að því búnu var gestum boðið að ganga yfir í Gróf- arhús, njóta dagskrár og veitinga og skoða húsið, þar sem m.a. gaf að líta listaverkin „Fagra veröld" eftir Leif Breiðfjörð og „Óður“ eftir Helga Gíslason. í anddyri hússins hefur einnig verið komið íyrir brjóstmynd Siguijóns Ólafssonar af borgarskáldinu Tómasi Guð- mundssyni sem áður var í Austur- stræti. ElfaBjörk Gunnarsdóttir las úr ljóðinu „í Ulfdölum" eftir Snorra Hjartarson og Tríó Edda Lár og Margrét Eir frumfluttu lag Ingva Þórs Kormákssonar við „Fögru veröld" eftir Tómas Guðmundsson. Á efstu hæðinni var opnuð sýning á vegum Borgarskjalasafns og Ljós- myndasafns Reykjavíkur, „Og höfnin tekur þeim opnum örm- um...“, með panoramaljósmyndum af Reykjavíkurhöfn ásamt upp- dráttum og skjölum tengdum hafn- argerðinni í upphafi 20. aldai'. Grófarhús verður opið almenn- ingi á menningamótt frá kl. 15 til 22 í kvöld þar sem hægt verður að skoða húsið, njóta dagskráratriða og sýninga. Opnun Grófarhússins og tengdra sýninga er á dagskrá menningarborgarinnar. Hjörtur Marteinsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir handrit sitt að skáldsögunni AM 00. agbókarblöð En heimurinn er ekki á íslandi, hann er annars staðar. Það er lík- lega þess vegna sem íslenzkir lista- menn eru svo ákafir í að fá viður- kenningu að utan 11. maí, fimmtudagur Lestarferðin frá Madríd til Zaragossa tekur rúma þrjá tíma. Þegar fjær dregur Madr- íd tekur við fjalllendi og þó- nokkuð glannaleg ferð, enda finnur maður að lestarstjórinn er önnum kafinn við að stjórna hraðanum. Zaragossa - höfuð- borg Aragon. Þaðan var Fer- dinand konungur, eiginmaður ísabellu drottningar, ættaður. Ég varð mér á sínum tíma úti um grafíska mynd eftir Salva- dor Dali sem heitir Konungur af Aragon og skírði eitt smá- sagnasafna minna eftir þessari mynd hans. Um þetta var ég að hugsa á leiðinni til Aragon, en okkur var ráðlagt að staldra þar ekkert við; þar væri ekkert að sjá. Við létum það gott heita og héldum ferðinni áfram - Barcelona framundan. Þangað hafa allir íslendingar komið og þeir sem hafa ekki farið þang- að eru á leiðinni! Það var gott að slappa af í lestinni og lesa nokkur blöð sem voru ágætt veganesti eins og á stóð. Ég sá að Spánverjarnir sperrtu eyrun þegar við töluðum íslenzku og veltu því fyrir sér hvaða furðu- fuglar væru þarna á ferðinni. En þeir voru kurteisir og létu okkur afskiptalaus. Ég blaðaði í spænskum dag- blöðum. Það er hvíld að skilja ekki orð. Spænsk dagblöð fara ágætlega við landslagið á svona ferð. Svo tók ég til við ensku blöðin, fletti Newsweek og Time og lét það gott heita. Það er sjaldnast neitt upplífgandi í þessum vikuritum og dugar að fletta þeim. Fletti einnig Life. Þar voru eintómar verðlauna- myndir eftir blaðaljósmyndara. Mér fínnst ljósmyndarar Morg- unblaðsins hafa tekið miklu betri myndir á árinu sem leið. En heimurinn er ekki á ís- landi, hann er annars staðar. Það er líklega þess vegna sem íslenzkir listamenn eru svo ákafir í að fá viðurkenningu að utan; það er líklega einnig þess vegna sem stjórnmálamenn eru jafn æstir í að hitta erlenda kollega sína og raun ber vitni. Og það er líklega þess vegna sem útlendingar eru jafn miklir aufúsugestir á Bessastöðum og raun ber vitni; ég tala nú ekki um kóngafólk. Ég las sérblað Times um menningu og listir. Áður hafði ég lesið athyglisverða grein í þessu sama blaði eftir Martin Amis, rithöfund, son Kingsleys sem allt bókmenntafólk þekkir. Martin kom til íslands í fyrra eða hittiðfyrra á bókmenntahá- tíð, við höfum fengið marga ágæta rithöfunda á slíkar há- tíðir. Þær hafa verið mikilvæg- ar. Martin skrifar skemmtilega um líf sitt og umhverfi og þá ekki sízt föður sinn sem var yf- irgengilegt ólíkindatól, en fínn höfundur þegar bezt lætur. Kingsley var mikill vinur eins helzta ljóðskálds Breta á þess- ari öld, Philips Larkins, en lík- lega þoldu þeir ekki hvor ann- an! Hann var orðinn leiður á lífínu, þegar allir vinir hans voru dauðir. Hann skildi við KONA ogfugl eftirMiro. fyrri konu sína og sá alltaf eft- ir því. Það voru einkennileg tengsl milli þeirra hjóna. Síð- ustu árin bjó Kingsley í kjall- aranum hjá henni, en þá var hún gift öðrum barnsföður sín- um. Þetta virðist hafa verið ágæt nýting! Þegar flestir vinir Kingsleys Amis voru dauðir kynntist hann Eric Jacops, sérkennilegum manni og ágæt- lega skemmtilegum. Þeir Mart- in lentu upp á kant. Nú er Eric að svara Martin í þessu tölu- blaði Times. Hann gerir það varfærnislega og kann sitt fag. Kingsley Amis valdi hann að ævisöguritara sínum og fór vel á því. Hann segir að Kingsley Amis hafi ekki verið alltof hrif- inn af skáldverkum sonar síns, en látið gott heita. Maður er ekki að agnúast út í vini sína, þótt þeir skrifi ekki eins og maður helzt óskar. Hvað þá af- kvæmi! Eric Jacops segir að það hafi alltaf farið í taugarnar á Kingsley Amis að sonur hans skyldi hafa orðið rithöfundur. Hann hefði miklu frekar viljað að hann hefði orðið lífefnafræð- ingur eða kvikmyndastjóri. Einhverju sinni sagði hann: ,Af hverju getur hann aldrei skrifað einfalda setningu eins og „hann lauk úr glasinu, gekk út úr bjórkránni og fór heim““!! Þetta er skemmtileg grein eftir Eric Jacops. Framhaldið verður á morgun. Ég sé til. Tvær greinar vöktu sérstaka athygli mína; önnur úr New York Times og fjallar um virkj- anir sem Tyrkir eru að reisa með þeim afleiðingum að ein- hverjar dýrlegustu fornminjar þeirra fara undir vatn. Þær eru í tiltölulega nýfundinni borg sem var hin blómlegasta fyr- ir 2000 árum og minnir að ýmsu leyti á Pomp- eij. í húsunum eru ein- hverjar fegurstu mós- aikmyndir úr goðsögnum Grikkja sem til eru. Fornleifafræð- ingar vinna baki brotnu við uppgröft og hreins- un, en stjómvöldum liggur svo á að fá raf- magnið sitt að vel getur farið svo, að gersemar fari undir vatn, áður en fornleifafræðingar hafa lokið störfum sínum. Það er að sjálfsögðu sanngjarnt að Tyrkir fái rafmagnið sitt, en það gæti orðið of dýru verði keypti. New York Tim- es undrast mjög þetta óðagot og engin furða. Þetta dæmi gæti ver- ið dálítil lexía fyrir okk- ur, eða hvað? Og þá ekki síður það sem um getur í annarri grein, 'en hún fjallar um til- raun indversku skáld- konunnar Arunhati Roy til að vekja á kvik- myndahátíðinni í Cann- es athygli á virkjunar- framkvæmdum í Mið-Indlandi, þar sem bændur í Narmada- dalnum eru handteknir fyrir að mótmæla fyrir- huguðum virkjunar- framkvæmdum þar um slóðir. Skáldkonan heldur því fram að með þessum framkvæmdum verði líf milljóna manna lagt í rúst. Þessi frægi (er annars einhver frægur nú um stund- ir?) Booker-verðlaunahafi sagði að það væri tímanna tákn að hún hefði verið gagnrýnd fyrir skemmdarverk vegna þessarar afstöðu sinnar. Hún segir að geysimikið af fegursta og frjósamasta héraði Indlands fari í kaf við þessar fram- kvæmdir. Sem sagt, þessi merka skáld- kona notaði Cannes-hátíðina sem annars er einhvers konar athyglissýning fyrir fræga leik- ara til að vekja heiminn til um- hugsunar um yfirvofandi voða- verk; já frægir leikarar, oftast eru þeir frægir fyrir að leika sjálfa sig. Roy er þekktust fyrir skáld- sögu sína The God of Small Things. Mér finnst það góð saga, en það er nú orðið sjald- gæft að maður rekist á reglu- lega góða sögu. Þess vegna las ég fagnandi síðustu sögu Thors Vilhjálmssonar um Sturlu Sig- hvatsson, en hún er sannfær- andi smíð, sterkleg og ljóðræn. Gunnar Gunnarsson skrifaði snilldarverk eins og Brim- hendu kominn undir sjötugt. Aldurinn skiptir semsagt engu máli, þegar skáld eiga í hlut. Líklega væri heimurinn betri ef náttúran hefði látið okkur fæðast gömul. Þá hefðum við getað elzt afturábak eins og Þórbergur sagði, þegar hann varð hálfáttræður. Og Barcelona framundan. M.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.