Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 42
42 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
• •
Ofgar í
skólakerfi
„Bandaríkjamenn virðast núna vera
komnirá leiðarenda ogþegarþeir horfa
um öxl líkarþeim alls ekki alltsem þeir
sjá. Þeirsegja vitleysuna fyrirlöngu
komna út í öfgar og nær að einbeita sér
að því að skólakerfið styðji bæði við
stráka ogstelpur, semþurfi mismun-
andi áherslur, enda séu kynin alls ekki
eins. Þettaþætti mörgum litlarfréttir.“
Eftir Hönnu
Katrínu
Fridriksen
Fyrir nokkrum árum
hefði ekki hvarflað
að nokkrum manni
að halda því fram
að stúlkur væru
betur settar í skólakerfinu en
drengir. Viðkvæðið var, að kerf-
ið hampaði drengjunum og
stúlkurnar, sem byrjuðu skóla-
göngu uppfullar af gleði og sjálf-
söryggi, koðnuðu smám saman
niður og ættu sér eftir skóla-
gönguna varla viðreisnar von.
Samtök feminista héldu því mjög
VIÐHORF styðja þyrfti
við stúlkurn-
ar, svo þær
yrðu ekki
undir í bar-
áttu kynjanna innan veggja skól-
anna, nokkuð sem síðan skilaði
sér út í lífið.
Fræðingar af öllu tagi hafa
gert þúsundir kannana á kynj-
unum og skólunum og fyrir leik-
mann er óvinnandi vegur að
greina kjamann frá hisminu.
Hins vegar er umræða alltaf af
hinu góða og nú hefur hún bloss-
að upp svo um munar í Banda-
ríkjunum. Ástæðan er meðal
annars útgáfa bókar fyrr í sum-
ar, sem ber heitið Stríðið gegn
strákunum,
eða The war against boys.
Höfundurinn, Christina Hoff
Sommers, heldur því fram að við
upphaf nýrrar aldar sé það held-
ur nöturlegt hlutskipti að vera
strákur, enda hafi þjóðfélagið
snúist gegn drengjum. Þeir séu
fordæmdir fyrir það eitt að vera
strákar og þurfi allt frá bams-
aldri að axla þungar byrðar
þeirrar ábyrgðar að vera hið
kúgandi kyn. Þess era jafnvel
dæmi að litlir strákar þurfi í
skólatíma að sitja undir því að
hlusta á konur ræða andúð sína
á karlmönnum og hvernig karlar
hafi almennt kúgað konur í
gegnum tíðina.
I bókinni segir Christina Hoff
Sommers að það sé tóm bábilja
að stúlkur eigi undir högg að
sækja í skólunum. Það séu
drengir sem eigi í basli með
heimaverkefnin, þeir séu miklu
líklegri til að ná ekki á milli
bekkja, þeim sé frekar vísað úr
skóla en stúlkum, stúlkumar fái
hærri einkunnir og séu líklegri
til að sækja sér æðri menntun. í
Bandaríkjunum era stúlkur
núna um 56% háskólanema, svo
eitthvað virðist til í þessu og í
Kanada era stúlkur 60% háskól-
anema. Því má svo skjóta hér
inn, að konur era um 60%
nýskráðra stúdenta í Háskóla
íslands þetta haustið.
En svo haldið sé áfram með
Sommers, þá munu strákarnir
víst enn halda í hefðbundið for-
skot sitt í stærðfræði og raun-
vísindum, en stelpurnar era
áfram fyrri til að ná tökum á
lestri og skrift. Námserfiðleikar
era algengari í hópi strákanna.
Sommers bendir á að í sérstök-
um bekkjum fyrir þá sem eiga í
erfiðleikum með námið, sé ekki
óalgengt að finna þrjá stráka á
móti hverri einni stelpu. Og í
könnunum segja bæði strákar og
stelpur, að kennuranum líki bet-
ur við stelpurnar og séu líklegri
til að refsa strákunum.
Það sem í gamla daga var
kallað „fyrirgangur", eða „bölv-
aður fyrirgangur" þegar það
gekk úr hófi fram, og þótti eðli-
leg framkoma lítilla drengja, er
núna gjarnan meðhöndlað með
róandi lyfjum, a.m.k. í Banda-
ríkjunum þar sem mörgum virð-
ist þykja sjálfsagt að líta á táp
og fjör sem ofvirkni.
Þeir sem taka undir viðhorf
Christinu Hoff Sommers, segja
að aðgerðirnar, sem áttu að
styðja við stúlkurnar, hafi fyrir
löngu gengið út í öfgar. Strák-
amir hafi verið óvinirnir og svo
langt hafi verið gengið að taka á
þeim sem fullorðnum karlmönn-
um. Það þarf alla vega ekki að
leita lengi í bandarískum frétta-
miðlum til að finna dæmi um að
aðgerðir í skólum hafi gengið of
langt. Frægt er dæmið af sex
ára dreng, sem var vísað úr
skóla af því að hann kyssti
bekkjarsystur sína. Það ku vera
kynferðisleg áreitni.
Annar drengur var látinn sitja
í skammarkrók dagstund, fyrir
að brjóta reglurnar og faðma
aðra nemendur. Sú staðreynd,
að þessi afbrotamaður var að-
eins 3 ára leikskólanemi virtist
engu skipta. Hann hafði gerst
brotlegur við ákvæði skólans um
æskilega hegðun. Leikskólinn
hans er alls ekki sá eini sem
tekur strangt á brotum af þessu
tagi, því ýmsir hafa sett skýrar
reglur um að hvers konar stríðni
og móðgandi ummæli teljist kyn-
ferðisleg áreitni. Slíkar reglur
era til dæmis við lýði í skólum á
Manhattan, en þar teljast menn
þó ekki brotlegir fyrr en þeir
hafa náð fjögurra ára aldri.
Þeir era víst ekki allir kyn-
ferðisafbrotamenn, þessir smá-
guttar. Sumir sýna skýr merki
um annars konar ofbeldi. Sú var
raunin með fjóra leikskóla-
Sstráka, sem vora sendir heim
með skömm af því að þeir vora í
lögguleik og munduðu byssur.
Að vísu vora „byssurnar" þeirra
bara framréttur vísifíngur, en
ofbeldishegðunin var söm sam-
kvæmt hinum nýja mælikvarða.
Bandaríkjamenn virðast núna
vera komnir á leiðarenda og
þegar þeir horfa um öxl líkar
þeim alls ekki allt sem þeir sjá.
Vitleysan fyrir löngu komin út í
öfgar og nær að einbeita sér að
því að skólakerfið styðji bæði við
stráka og stelpur, sem þurfi mis-
munandi áherslur, enda séu kyn-
in alls ekki eins. Þetta þættu
mörgum litlar fréttir, en fræð-
ingarnir hafa þó alla vega nóg
að fást við.
Ummerki, óreiða
og ætingar
A S
I sal Islenskrar graf-
íkur í Hafnarhúsinu
opnar Ragnheiður
Jónsdóttir mynd-
listarmaður sýningu
á verkum sínum í
dag kl. 16. Sýningin
ber nafnið Menning-
arnótt 2000. Þor-
varður Hjálmarsson
hitti listakonuna.
Á SÝNINGUNNI Menningarnótt
2000 gefur Ragnheiður Jónsdóttir
mynd af þrjátíu ára ferli sínum sem
myndlistarmaður frá því að hún
þreytti framraun sína á sinni fyrstu
sýningu í Casa Nova í kjallara
Menntaskólans í Reykjavík árið
1968 en þá sýndi hún málverk. Síðan
þá hefur leiðin legið víða og síðast nú
í vor hlaut hún verðlaun fyrir verk
sem hún kallar „Ummerki" á stórri
samsýningu í Egyptalandi: the 3rd
Egyptian International Print
Triennale. Ummerki era meðal
mynda sem Ragnheiður sýnir á
Menningarnótt 2000.
„Ég var með þrjár myndir í
Egyptalandi og sýni tvær þeirra
hér,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir.
„Á þessari sýningu sýni ég myndir
frá 1976 til 2000. Hérna era myndir
frá minni fyrstu grafíksýningu, síðan
koma myndir frá 1980-81, þá myndir
frá árinu 1987 og þær síðustu era frá
áranum 1991 til 1999. Þetta er nokk-
urs konar yfirlitssýning, húsrýmið
leyfir ekki fleiri myndir en það er
stiklað á stóru frá minni fyrstu sýn-
ingu fram að myndum unnum á síð-
asta ári. Þetta era allt ætingar, þær
eru unnar í zink-plötur með saltpét-
urssýra og svo notar maður mismun-
andi aðferðir við þetta. Þessi verk
sem hlutu verðlaun í Egyptalandi
era tilraunaverk. Mér var boðið að
taka þátt í sýningunni ásamt tuttugu
og þremur öðram listamönnum frá
löndunum í kringum Eystrasaltið og
við unnum saman úti í Gotlandi árið
1996 og áttum að koma með nýjar
hugmyndir og sýna niðurstöðumar.
Þá fékk ég hugmynd að akvatintu-
verkum, akvatinta er einhverskonar
duft, asfalt duft sem sett er á plötuna
og ég blés þetta með mjóum pípum
og þannig mynda ég teikninguna í
myndina, bý til bygginguna í mynd-
inni með því að blása þessu til á flet-
inum. Ég hef sent myndir unnar með
þessari aðferð á alþjóðlegar sýning-
ar og það var gaman að þetta skyldi
ganga svona vel í Egyptalandi!"
Á sýningunni er myndröð sem
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður hefur gert við Ijóð úr
Völuspá. „Ég byggi myndirnar á
Völuspá og þetta er það sem ég er
búin að gera. Reyndar era þær fleiri
en ég kom ekki fleiram fýrir hér.
Textinn fylgir með myndunum og
þessar myndir era unnar á áranum
91 til 96. Þetta era allt zink-ætingar
og ég þrykki þetta sjálf og mér
fmnst það skipta miklu máli. Grafík-
in heillaði mig frá fyrstu kynnum.
Fyrst hélt ég málverkasýningu en
síðan fór ég á námskeið uppí Hand-
íðaskóla og þá byrjaði ég í grafík, og
þetta efni heillaði mig svo að ég vann
eingöngu við grafík frá árinu 1969 til
89, í ein tuttugu ár. 1989 fer ég að
teikna og sýni fyrstu teikningarnar,
og nú í vor hélt ég aftur málverka-
sýningu og þá voru liðin þrjátíu og
tvö ár frá minni fyrstu sýningu. Ég
sýndi í Gerðarsafni í mars og svo
gerði ég fjórtán metra teikningu á
vegginn á Kjarvalsstöðum sem var
sýningarverkefni sem við fengum
einir sex myndlistarmenn og ég var
síðust í röðinni. Þannig að þetta er
þriðja sýningin mín á nokkram mán-
uðum. Þessi sýning er í boði félags-
ins Islensk grafík, þau buðu mér að
sýna hér í tilefni af Menningarborg-
inni Reykjavík árið 2000 og borgin
styrkir sýninguna. Og auðvitað verð-
ur hún opin á menningarnótt en ann-
ars verður hún opin frá 14. til 18. alla
daga nema mánudaga og henni lýkur
10. september næstkomandi."
Hvemig finnst þér sjálfri þú hafa
þróast sem listamaður frá því að þú
gerðir þínar fyrstu myndir og fram
til dagsins í dag?
„Þetta var nú fígúratíft til að
byrja með og síðan hefur þetta
þróast, sérstaklega í teikningunum í
eitthvað annað. I myndröðinni úr
Völuspá fékk ég hugmyndirnar að
teikningunum og það gerðist ná-
kvæmlega í mynd sem heitir Vindöld
Vargöld áður Veröld steypist - og þá
splundrast allt! Þá fer ég að teikna
óreiðu, eitthvað sem þú getur
kannski kallað landslag, eins og þeg-
ar þú flýgur yfir landslag og horfir
niður. Þarna er mikil óreiða og þá er
myndlistin komin út í meiri afstrakt
útfærslu. Mér ftnnst það alveg
óhemju skemmtilegt viðfangsefni!
Þetta er svona ferðalag, algjört
frelsi. Efniviðurinn fangaði huga
minn og mig langar til að halda
áfram við þetta og gera fleiri myndir
úr Völuspá. Maður veit aldrei hvað
maður gerir, ekki einu sinni hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Ein mynd leiðir af annarri. Segja má
að þetta minni á ferðalag. Þú heldur
áfram og veist ekki nákvæmilega
hvað er framundan en heldur áfram
samt. Stundum hefur mér líka dottið
í hug að ferlið minni á það þegar
maður er að lesa bók. Þú veist ekki
hvað stendur á næstu blaðsíðu en
það er spenna sem fylgir því að halda
áfram að lesa og byrja alltaf á næstu
og næstu blaðsíðu. Maður gerir sér
óljósa hugmynd sem síðan verður að
einhverju öðra en maður hafði í huga
þegar maður byrjaði. Það er eins og
þegar þú ætlar þér að fara til ein-
hvers ákveðins staðar en endar
kannski að lokum í einhverri allt
annarri sveit. Þetta er ákaflega
spennandi og það trúir því enginn
hvað þetta gefur manni. Ég hef
margoft tekið eftir því ef eitthvað
hvílir á mér eða ef ég hef áhyggjur af
einhverju, þá hverfur það eins og
dögg fyrir sólu ef ég fer á vinnustof-
una og fer að teikna. Ég bara svíf og
fyllist andlegri vellíðan. Þessi iðja er
svo óhemju spennandi og skemmti-
leg.“
Fundað um framtiðarstarf-
semi menningarborganna
AÐALFUNDUR stjórnenda og
stjórnar Samtaka evrópsku menn-
ingarborganna árið 2000 (AECC),
sem Reykjavík er nú í forsæti lyrir,
hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og
verður fram haldið á morgun, sunnu-
dag. Stjóm fundarins er í höndum
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
borgarstjóra, sem nú er formaður
samtakanna, og Þórannar Sigurðar-
dóttur, stjómanda Menningarborg-
arinnar.
Á fundinum verður m.a. rætt um
grundvöll fyrir framtíðarsamstarfi
menningarborganna níu árið 2000 og
hvemig megi best nýta þau tengsl sem
þegar hafa myndast á milli borganna,
stofnana og einstakra skipuleggjenda.
Fundinn sækja aðalritari AECC
Giannalia Gogliandro, frá Bergen
koma Anne-Grethe Ström-Eriche-
sen, borgarstjóri, Teije Gloppen,
stjómandi, auk formanns stjómar og
listræns framkvæmdastjóra. Frá
Bologna eru Michelangelo Martor-
ello, stjómarmaður í AECC og Gius-
eppe Mioni, menningarmálastjóri
borgarinnar. Frá Briissel kemur
Robert Palmer, stjórnandi, frá Hels-
inki Georg Dolivo, stjómandi auk
Paiju Tyrváinen, framkvæmdastjóra.
Boguslaw Sonik, er stjórnandi Kraká
og Agnieszka Dyga, alþjóðlegur
framkvæmdastjóri. Fulltrúar Prag
eru Michal Prokop, stjómandi og
framkvæmdastjórinn Erica Statecka.
Frá Spáni koma José A. Sánehez
Bugallo, borgarstjóri Santiago de
Compostela, Teresa Garcia-Sabell
Tormo, aðstoðarborgarstjóri, og Pa-
blo Martinez, stjórnandi Compostela
2000.
María E. Ingvadóttir, fjármála-
stjóri Reykjavíkur menningarborgar
er jafnframt fulltrúi Reykjavíkur á
fundinum, en gestir auk Landrys eru
Francois Matarasso, rithöfundur og
fræðimaður og Bert van Meggelen,
stjómandi Rotterdam, sem verður
menningarborg Evrópu ásamt Porto
árið2001.