Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 44
44 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Að hugsa
utan hins
hversdagslega
Morgunblaðið/Jim Smart
Eldur og ís. Sviðsmyndin var sterk, útfærsla hennar snjöll og hún féll einstaklega vel að þessu hrikalega verki,
segir Jún Ásgeirsson m.a. í umsögn sinni.
TOJVLIST
Laugardalshöll
BALDUR
Sinfóníuhljómsveit íslands
undir stjórn Leifs Segerstams flutti
tóndramað BALDR eftir Jón Leifs.
Söngþátt verksins sungu Scola
Cantorum undir stjórn Harðar
Áskelssonar og einsöngvari var
Loftur Erlingsson.
Finnsk-íslenskur dansflokkur undir
dansstjórn Jorma Uotinen, umvafín
leikmynd eftir Kristin Bredal,
danstúlkaði söguna um baráttu
hins góða og illa, sem birt er með
átökum Loka og Baldurs hins góða.
Föstudagurinn 18 ágúst, 2000.
AÐ HUGSA út fyrir hið hvers-
dagslega hefur ávallt valdið því, að
þeir hugsuðir, sem slíkt hafa gert,
eru seint viðurkenndir og ekki fyrr
en einhvers konar hugmyndafræði-
leg nálgun hefur átt sér stað, þ.e. að
þau gömlu gildi, sem áttu mikið í
andstöðu manna, hafa smám saman
tekið breytingum eða vikið íyrir
nýgildunum. Þá allt í einu ná menn
áttum og endurmeta fyrri niður-
stöður.
Jón Leifs sá hlutverk sitt, sem
skapandi listamanns, langt utan hins
hversdagslega og í afstöðu hans
birtist stór sýn á verðmæti mann-
legs mikilleiks. Tónlist hans er
þrungin af þessari leit hans og jafn-
vel á stundum mikilvægari en sjálft
tónmálið. Þeir sem vilja njóta þægi-
legrar tónlistar finna fátt í tónlist
Jóns og þeir, sem hafa fyrirfram
gefnar hugmyndir um byggingar-
tæknileg atriði, eru auðvitað and-
snúnir vinnubrögðum hans. Að
hlusta á tónlist og greina samskipan
tónanna er svipað því að læra tungu-
mál, þar sem nýbyrjandinn greinir
ekki framan af samskipan hljóðanna
og enn síður merkingu orðanna og
þá hugsun, sem býr að baki þeim.
Það sem okkur í dag kann að þykja
ósöngvænt, óþægt hljóðfæraleikur-
um og „hart undir tönn“ mun trú-
lega verða sérhverjum manni þægt
til hlustunar er fram líða stundir.
Þetta mátti heyra í leik Sinfón-
íuhljómsveitar íslands, sem oft hef-
ur átt erfitt með að ná tökum á tón-
list þessa sérstæða listamanns, en
nú má merkja að tóntak
hljóðfæraleikaranna var miklu
mýkra en áður, líklega vegna þess
að tónmálið kemur þeim ekki eins í
opna skjöldu, sem fyrr var, og þá
leikur það þeim betur í hendi. Leif
Segerstam er frábær stjórnandi og
hélt öllum þráðum vel saman með
öruggum taktslætti, þó meira yfir-
vegað en ástríðuþrungið og oft
nokkuð hægt er gaf verkinu skýr-
leika, sem auðvitað er oft til bóta.
Hljómsveitin stóð sig vel, þótt á ein-
staka stöðum, þar sem tónmálið er
samsett af stuttum stefjum og stök-
um hljómum, væri hrynskerpan
stundum við það að riðlast. Jón not-
ar mikið slagverk og marga óvenju-
lega hljóðgjafa en hann leikur sér
ekki með slagverkið slagverksins
vegna, heldur til að magna upp
óvenjuleg blæbrigði eins og t.d. und-
ir lokin, eftir dauða Baldurs, er jörð
og himinn óskapast með eldglæring-
um og þrumugný. Þessa nýskipan í
notkun slaghljóða kunnu menn ekki
að meta áður fyrr sem skyldi en þeg-
ar þau fá myndræna útlistun í sviðs-
verki, eins og nú gerðist, skilst stór-
brotin tónhugsun Jóns því
fullkomlega.
Söngur Scola Cantorum fór hið
besta fram, þótt heitur söngur hefði
átt betur við verkið. Einsöngur
Lofts Erlingssonar var glæsilega
mótaður, þótt hann hefði mátt kveða
aðeins fastara að.
Þetta mikilfenglega tóndrama er í
raun samsett úr 15 atriðum en er
hér nokkuð stytt, eitthvað nærri 15
til 20 mínútum. Náttúrulýsingar
Jóns eru áhrifamiklar, svo sem
heyra mátti undir lokin, og er í raun
skaði að verkið var ekki flutt í heild
þegar svo miklu er til kostað, sem að
þessu sinni. Þama var leikhúsið látið
ráða og án þess að fjalla nokkuð um
dansinn fer undirritaður vonandi
ekki út fyrir sitt verksvið þótt hann
segi að sviðsmyndin hafi verið sterk,
útfærsla hennar snjöll og féll ein-
staklega vel að þessu hrikalega
verki.
Það má margt segja um rithátt
Jóns Leifs en hann fór þá leið að
hafna viðurkenndum gildum um
raddferli, samskipan og umröðun
hljóma og jafnvægi í hryn útfærsl-
um, þannig að íyrir klassískt þjálfuð
eyru stendur allt á hornum, að ekki
sé talað um fagurfræðilegt mat á
blæbrigðum, sem Jón nær algerlega
hafnar.
Menn mega muna, að um alda-
mótin var ómstreytan, sem mark-
mið, mjög illa liðin en er nú orðin
það allra venjulegasta í tónlist nú-
tímans. Þrátt fyrir það hefur tónlist
Jóns ekki átt samleið með tónlist
annarra ómstreytusnillinga og hefur
Jón því verið eins og útlagi, sem nú
er boðið til húsa og gerðar stórar
veislur. Má að því leyti líkja honum
við menn eins Mandela og Havel.
Líklega hefur aldrei verið fjallað
eins rækilega um íslenskt tónverk
og um Baldr, eftir Jón Leifs, undan-
farnar vikur í íslenskum fjölmiðlum
og má vera að hlustendur hafi haft
meiri væntingar til þessa verks en
heyra mátti í viðtökum áheyrenda,
sem voru góðar en ekki yfirþyrm-
andi. Hvað sem þessu líður voru tón-
leikarnir í heild mjög áhrifamiklir og
leikur Sinfóníuhljómsveitar Islands
mjög góður undir stjórn Leifs Seg-
erstams. Sem leikmaður gagnvart
dansi og leikrænni útfærslu efldi hin
sterka leikmynd merkingu þessa
stórbrotna tóndrama Jóns. Ekki er
vafi á, að þessi atburður mun um-
breytast í sterka og ljóslifandi minn-
ingu um mikinn listviðburð, þar sem
fengist var við mikilvægar spurning-
ar um baráttu hins góða og illa, sem
fylgt hefur manninum frá örófi alda.
Jón Ásgeirsson
Goðsagnakennd
dulúð en óræðir
kaflar
LISTDAJVS
Laugardalshull
BALDUR
Frumsýning 18. ágúst 2000 Dans-
höfundur: Jorma Uotinen. Dansar-
ar: Aapo Siikala, Cameron Corbett,
Chad Adam Bantner, Guðmundur
Helgason, Hildur Óttarsdóttir,
Jóhann Freyr Björgvinsson, Julia
Gold, Katrín Á. Johnson, Katrín
Ingvadóttir, Lára Stefánsdóttir,
Nina Hyvarinen, Sami Saikkonen,
Tónlistarflutningur: Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Tónlist: Jón Leifs.
Stjórnandi: Leif Segerstam. Kór:
Schola Cantorum. Stjórnandi:
Hörður Áskelsson. Leikmynda- og
ljósahönnun: Kristin Brendal.
AÐ ÖÐRUM ólöstuðum er Jorma
Uotinen þekktasti danshöfundur
Norðurlanda.
Hann hóf dansferil sinn með
finnsku Þjóðaróperunni um miðjan
áttunda áratuginn. Hann starfaði
með danshöfundum á borð við Carol-
yn Carlson og Group des Rechérch-
es Théatrales de l’Opéra de Paris.
Fyrsta dansverk sitt samdi hann
1979. Það var Jojo við tónlist Matti
Bergström. Verkið hlaut góðar við-
tökur og varð hvatning til áfram-
haldandi danssmíða. Uotinen vann
sem gestadanshöfundur við Borgar-
leikhúsið í Helsinki til ársins 1991. Á
því tímabili samdi hann um 20 dans-
verk. Þekktasta og jafnframt vinsæl-
asta verk hans frá því tímabili er
' dansverkið Kalevala. Árið 1988 vann
dansverk hans, B12, til gullverð-
launa í flokki nútímadansverka. Ball-
et hans, Pathétique, var sýndur hér-
lendis á Listahátíð 1992. Verkið
vakti athygli m.a. fyrir þær sakir að í
því dönsuðu 7 karlmenn í rómantísk-
um ballettpilsum. Árið 1992 tók Uot-
inen við stjóm finnska Þjóðarball-
ettsins í Helsinki. Jafnframt hefur
hann unnið sem gestakennari hjá
Óperuballettinum í Zurich, Ríkisóp-
erunni í Berlin, Ballet National de
Nancy og Konunglega sænska ball-
ettinum. Árið 1997 sæmdi franska
ríkistjómin hann heiðursnafnbótinni
„Chevalier des Arts et des Lettres".
í heimi goða
Á sviðinu standa íssúlur formaðar
i stílhreina þríhyrninga. Til hliðar
em bronslitar plötur. Speglar upp-
sviðs gefa rýminu dýpt. Dramatísk
tónlist Jóns Leifs leggur línurnar.
Hópur dansara túlkar tónana og
hreyfir sig á frumstæðan hátt um
sviðið. Baldur og Loki birtast áhorf-
endum. Þeir minna á guðlegar verur.
Baldur, dansaður af Sami Saikkon-
en, ljós yfirlitum framkvæmir hægar
hreyfingar en Loki, dansaður af
Aapo Siikala, er öllu sneggri. Hreyf-
ingar beggja em jarðtengdar og
gjarnan í prófíl. Þær gefa til kynna
grísk goð og rómverska guði. Dans-
hópurinn myndar stellingar sem
minna á líkön og klappristur úr
goðafræðinni. Nanna, kona Baldurs,
sem dönsuð er af Nina Hyvarinen,
svífur um sviðið í örmum dans-
aranna. Hún er hvítklædd og hreyfir
sig með loftkenndum léttleika. í
dansverkinu takast á það fallega í
.. . Pj , .. , .. v , , _ . Morgunblaðið/JimSmart
Oiurkrafturmn 1 tonlistmni og viokvæmni hennar skiluou ser vel 1 dansinum,
segir Lilja ívarsdóttir m.a. í umsögn sinni.
manneskjunni gegn hinu myrkvasta.
Tónlistin leiðir áhorfandann öfganna
á milli meðan dansarar bregða upp
myndum af goðum til forna. Verkið
endar á ragnarökum þar sem heimur
goðanna ferst í hamförum eldgosa og
jarðskjálfta. Sviðið stendur í ljósum
loga, eldfjöll gjósa og jörðin skelfur.
Einfaldar, stilhreinar
hreyfingar
Baldur Jorma Uotinen átti fátt
skylt með harmsögu Baldurs úr nor-
rænu goðafræðinni. Enda ballettinn
sóttur í söguna og ekki ætlað að end-
ursegja hana. Verk Uotinen er
stemmningarverk þar sem andar
Baldurs hins góða og Loka óvinar
hans svífa yfir eldi og ís. Ástarþrí-
hymingur átti að vera á milli þeirra
Nönnu, Loka og Baldurs. Hann sam-
anstóð aðallega af togstreitu Baldurs
og Loka um Nönnu. Nanna sjálf var
atkvæðalítil í þessari baráttu.
Hennar persóna var loftkennd og
vald hennar lítið. Yndisþokki hennar
var engu að síður mikill og hreyfing-
amar gyðjulegar þar sem hún hring-
snerist á sviðinu. Hreyfingar hennar
og goðanna tveggja vom fallegar,
einfaldar og stílhreinar. Þau höfðu
yfir sér guðlega kyrrð. Framvindan í
dansverkinu, aðallega samskipti
Baldurs, Loka og Nönnu, var óræð
og óljós sem gerði það að verkum að
þráðurinn í verkinu varð óhnitmiðað-
ur. Það litaði verkið en hafði ekki úr-
slitaáhrif því dulúðin sem því fylgdi
klæddi verkið ágætlega.
Mikið fór fyrir tónlistinni í flutn-
ingnum á Baldri. Hún var mögnuð
og aðgengileg áheyrnar. Dansinn
var samofinn tónlistinni en tónlistin
er vel til þess fallin að dansa við. Á
dramatískustu köflunum, þegar allt
ætlar um koll að keyra, kýs danshöf-
undur að láta dansarana hreyfa sig í
andstöðu við tónlistina, þ.e. rólega
eða ekki. Það kom vel út enda ógern-
ingur íyrir fámennan hóp dansara að
fylgja og keppa við þann mikla kraft
sem býr í tónlistinni. Til þess þyrfti
margfalt fleiri dansara og stærra og
dýpra svið. Ofurkrafturinn í tónlist-
inni og viðkvæmni hennar skiluðu
sér því vel í dansinum. Sólódansar-
amir höfðu vald á hægum hreyftng-
um og kyrrstæðum stellingum án
þess að missa útgeislun og hópdans-
inn var glæsilegur og fagmannlega
dansaður. í lokasenunni brýst eldur
úr iðram jarðar og hún skelfur. Þar
nutu sín tónlist og sviðsmynd svo úr
varð ein heild. Búningar Baldurs,
Loka og Nönnu vora áferðarfallegir
og klæddu goðin vel. Sú tilfinning að
sitja í íþróttasal horfandi á leikhús í
þó nokkurri fjarlægð var óhjá-
kvæmilega til staðar. Staðsetning
Sinfóníuhljómsveitarinnar gerði það
að verkum að dansinn virtist fjar-
lægur þótt tónlistin með sínum
framkrafti væri allt um kring. Dans-
verkið Baldur hefur yfir sér goð-
sagnakennda dulúð en er órætt á
köflum. Það þarf meiri nálægð. í því
era viðkvæmar, íínlegar senur og
hægar hreyfingar sem kalla á ótrufl-
aða athygli og nálæga áhorfendur.
Lilja Ivarsdóttir