Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Misskilningur leiðréttur
UNDANFARIÐ
hefur bæði í Morgun-
blaðinu og Degi nokk-
uð verið fjallað um
kæru greinarhöfundar
á hendur Sigurbimi
Einarssyni biskupi
fyrir siðjmefnd Presta-
félags Islands. Fram
hefur komið villandi
mynd af þeim mögu-
leikum sem mönnum
standa til boða með
mál fyrir siðanefndum
'og getur þetta fælt al-
menning frá því að
leita til þeirra. Pess
vegna er rétt að gera
hér fáeinar athuga-
semdir. Auðvitað verður ekki svarað
fyrir siðanefnd presta en vikið að
nokkrum almennum atriðum sem
mikilvægt er að fólk skilji.
Einn prestur segir um kæruna og
úrskurð siðanefndar: „Ýmsir hafa
vísvitandi reynt að koma höggi á
þjóðkirkjuna, jafnvel með rang-
færslum ef ekki vill betur. Því
myndi mér ekkert bregða þó ein-
hverjir andstæðingar í stjórnmálum
myndu leita til siðanefndar presta
líkaði þeim ekki við það sem ég
segi.“ Ummæli biskups
voru ekki um almenn
mál eða pólitík heldur
um gagnrýnendur
kristnihátíðar en á
henni var minnst upp-
haf kristins siðar og ís-
lenskrar kirkju. Bak-
grunnur ummælanna
er því nátengdur bein-
um starfsvettvangi
presta. Það er lykil-
atriði.
Siðanefndin var
kurteislega beðin um
að athuga tiltekin orð
Sigurbjarnar Einars-
sonar um gagnrýnend-
ur kristnihátíðar,
vegna þess að „megi búast við því að
þessu fólki sárni mjög“, eins og seg-
ir í kærunni. Ummælin voru til-
gi-eind alveg orðrétt og í sínu rétta
samhengi. Það má ekki hiklaust
horfa framhjá þessari beinu ástæðu
fyrir kærunni: að orð biskupsins
kunni að hafa valdið þeim sem fyrir
urðu særindum. Þess vegna var
kæran alveg dæmigert siðanefndar-
viðfangsefni.
I ritinu „Siðareglur" eftir Sigurð
Ki’istinsson, sem Rannsóknarstofn-
Athugasemd
Það er mjög auðvelt í
landi fámennis, segír
Sigurður Þór Guðjóns-
son, að hræða fólk frá
því að leita eftir
úrlausnum sem standa
því til boða um
„réttlætisbrot“.
un Háskólans 1 siðfræði gaf út 1991
og er „greining á siðareglum", segir
(bls. 73): „I öðru lagi gegna úrskurð-
ir siðanefndar því hlutverki að leiða
ágreiningsmál farsællega til lykta
án þess að koma þurfi til kasta dóm-
stóla. Ágreiningsmál geta verið
þannig vaxin að óskynsamlegt sé
eða ógerlegt að bera þau undir al-
menna dómstóla, en þó sé vart ann-
að þolandi en að fá úr þeim skorið
með einhverjum hætti.“ Það er því
hvorki hægt að álasa siðanefndum
né kærendum, eins og þó hefur ver-
ið gert, fyrir það að nota þau úrræði
og farvegi sem eru beinlínis eitt af
meginhlutverkum siðanefnda. Fólk
utan viðkomandi starfsstéttar getur
leitað til siðanefnda hennar til að
leysa úr ágreiningsmálum eða til að
fjalla um ýmis „réttlætisbrot“ eins á
öðrum. Ekki er heldur til neitt sem
heitir „aðildarskortur“ varðandi mál
fyrir siðanefndum, eins og Hjálmar
Jónsson prestur og alþingismaður
gerir ráð fyrrir í Degi 1. ágúst, en
hann telur að siðanefndin hafi átt að
vísa frá kærunni á þeim forsendum.
Það virðist biskupinn sjálfur einnig
gera (Mbl. 9. ág.) í „Siðareglum"
segir svo (bls. 67): „Þá er mikilvægt
að rétturinn til að bera mál upp við
siðanefndir sé ekki einskorðaður við
þá sem eiga beinna hagsmuna að
gæta hverju sinni (og að sjálfsögðu
ekki heldur við félaga í starfsgrein-
inni). Á hinn bóginn getur hending
ráðið því hvort þeir sem hlut eiga að
máli treysta sér til að standa upp og
mæla. Jafnvel má hugsa sér að siða-
nefndir taki mál til umfjöllunar að
eigin frumkvæði.“ í siðareglum
presta er það tekið fram skýrum
stöfum að allir geti leitað til nefnd-
arinnar. Við þetta bætist að kær-
andi var reyndar einn af gagnrýn-
endum kristnihátíðar, þeim hópi
manna sem ummæli biskups hittu
en þau voru án frekari sundurgrein-
ingar. Séra Hjálmar segir að vilj-
andi hafi verið snúið út úr orðum
séra Sigurbjörns og talar um aðför
að honum og svipuð sjónarmið skína
út úr ummælum nokkurra annarra
presta um kæruna. Það er ólíklegt
að Hjálmar telji að siðanefnd
Prestafélagsins fari að biskupi sín-
um. Aðförin hlýtur því að felast í
kærunni sjálfri. Er það virkilega svo
að það jafngildi útúrsnúningi og
hneykslanlegri aðför að mönnum ef
einstaklingar nota þá möguleika
sem til eru í lýðræðisþjóðfélagi um
þriðja aðila til að fjalla um „réttlæt-
isbrot" og gera það eftir fullkom-
6RIDS
llmsjón Ai'nór G.
Ragnarssun
Heimstvímenningur í Þöngla-
bakka 22. og 23. ágúst!
Næstkomandi þriðjudag verður
spilaður heimstvímenningur í sum-
arbrids.
Sömu spil spiluð um allan heim og
fer útreikningurinn fram á Netinu.
Hægt verður að fylgjast með stöð-
unniþar.
Allir fá bækling með spilunum og
umfjöllun um þau en auk þess verður
ýmsum gögnum dreift á Netinu.
Önnur keppni, með sama sniði,
verður svo miðvikudaginn 23. ágúst.
Hægt er að spila bæði kvöldin, eða
bara annað kvöldið.
Úrslit síðustu kvölda í sumar-
brids:
Mánudagur 14. ágúst 2000
N/S:
Soffía Guðmundsd,- Stefanía Sigurbjd. ..264
Birkir Jónsson - Jóhann Stefánsson.262
Helgi Bogason - Jón Stefánsson......235
_ A/V:
Garðar Garðars. - Óli Þór Kjartans..277
Páll Þórsson - Ómar Olgeirsson......242
Eggert Bergsson - Bjöm Árnason.....238
Þriðjudagur 15. ágúst
N/S:
Gylfi Baldursson - Esther Jakobsdóttir .267
Vilhj. Sigurðsson - Þórður Jörundsson ...242
Unnur Sveinsd,- Inga L. Guðmundsd...240
A/V:
Stefán Garðarsson - Runólfur Jónsson ...247
Jon Viðar Jónmundss. - Friðrik Jónsson 239
Erlendur Jónss,- Guðlaugur Sveinss.239
Miðvikudagur 16. ágúst 2000
N/S:
Soffía Daníelsd. - Óli Bjöm Gunnarss.258
Bogi Sigurbjömsson - Birkir Jónsson.235
Guðm. Baldursson - Jóhann Stefánsson ..234
A/V:
Guðrún Jóhannesd. - Sævin Bjarnason „262
Hrólfur Hjaltason - Sigtryggur Sigurðss. 238
Baldur Bjartmarss. - Guðlaugur Bessas..235
Fimmtudagur 17. ágúst 2000
Þórður Sigfússon - Isak Örn Sigurðsson .260
ISLEIVSKT MAL
UMSJONARMAÐUR vekur
athygli á góðu bréfi hingað til
blaðsins sem birtist 20. júlí sl.
Höfundur bréfsins er Einar 01-
afsson bókavörður í Kópavogi.
Fyrirsögn þess er Altan,
helíkopter og e-mail. Einar
rifjar upp hvernig þessi fram-
andlegu orð hafa vikið eða gætu
vikið fyrir gþðum orðum á
tungu okkar. Eg var orðinn vel
stálpaður, ef ekki fullorðinn,
þegar ég vissi hvað fyrirbærið
altan var, sem við nefnum nú
svalir, hvað þá að ég léti mér
detta í hug að þetta væri ná-
skylt orðinu altari (hvort
tveggja sk. lat. altus=hár).
Afi og amma sögðu fýrspýt-
ur, en pabbi og mamma eld-
spýtur, hvað þá þeir sem yngri
voru. Amma sagði konfflútta,
en allir aðrir, sem ég umgekkst,
umslag. Skóhlífar voru í
kaupstaðnum Akureyri nefndar
galosíur og ofnar á Seyðisfirði
radíatorar. Einar nefndi líka
orðið fortóv=gangstétt, en það
heyrði ég sagt v-laust. Nú segir
enginn maður sukkull, allir
reiðhjól eða bara hjól, og sögnin
að sukkla er steindauð.
Nú, nú, ég ætlaði að þakka
Einari Ólafssyni bréfið hér í
blaðinu og styðja tillögu hans
um rafpóst. Mér skilst að tölvu-
póstur sé hið sama, en hitt er
styttra og að þvi leyti betra.
„E-mail“ er auðvitað óþolandi
viðrini í máli okkar, eins og Ein-
ar segir. En svo er að spreyta
sig á því að finna sögn sem sam-
svari orðinu rafpóstur, og þá
vandast málið. En er ekki Einar
með bestu lausnina: senda
rafpóst.
★
ÞvívarSæmundur
ásinnijarðreisu
oftíurðhrakinn
útúrgötu,
aðhannbatteigi
bagga sína
sömu hnútum
ogsamferðamenn.
Þessi vísa (undir fornyrðis-
lagi) er úr meistaraverki Bjarna
Thorarensens um sr. Sæmund
Magnússon Hólm. Hér lýsir
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1071. þáttur
hann á fullkomnu líkingamáli,
hvernig menn ömuðust við Sæ-
mundi á æviferli hans. Líkingin
er tekin af mönnum sem fara
með klyfjahesta eftir götum
sem ruddar hafa verið í urðina,
stórgrýtið báðum megin vegar-
ins. Jarðreisa er æviferill (ekki
lífshlaup) Sæmundar, og hann
var sérlundaður, hans klyfjar
voru öðru vísi reipum hnýttar
en annarra, og þess vegna
stjökuðu menn við honum, svo
að hann hrökklaðist út úr göt-
unni, út í urðina. En hann var
ekki „urðaður", enda hvergi
jafn erfitt að urða=grafa, sem í
urð. Nú er sífellt verið að
„urða“, en hreint ekki í urðir,
því að urð merkir „stórgrýtt
landsvæði, grjótdyngja“, sjá
Orðabók Menningarsjóðs.
En hverfum aftur að vísunni.
Bjarni kann að láta okkur sjá.
Myndmál vísunnar er gersamt.
Við sjáum menn með reiðings-
hesta þumlungast eftir götu
sem liggur gegnum stórgrýtis-
urð. Sæmundur hefur búið upp
á hesta sína öðruvísi en aðrir, og
sá sérleikur er samferðamönn-
um hans óþolandi, og þeir sam-
einast um að þröngva honum út
í stórgrýtið. Áf þessu máttu all-
ir vita, hvernig samtímamenn-
irnir höfðu leikið Sæmund. Var
það furða, þó að sérleikur hans
ykist fremur en rénaði við slíkar
aðfarir?
I öðrum eftirmælum er skáld-
mál Bjarna Thorarensens enn-
þá stórfenglegra. Hann lætur
okkur bæði sjá og heyra, og það
er ekki fallegt sem auga og eyra
nemur. Hann hefur eftirmælin
um Odd Hjaltalín lækni á þess-
ari stórskornu lýsingu:
Enginn ámælir
þeimundirbjörgum
iiggur lifandi
með limu brotna,
og hraunöxum
holdi söxuðu,
að ei hann æpir
eftir nótum!
Við heyrum og sjáum. Maður
hefur fallið fyrir björg, og lík-
ami hans saxast sundur á
hraunnybbum. Útlimir hans
eru brotnir, og holdið flakir í
sárum, en hann heldur lífi og
æph’ af sársauka. Getur einhver
ætlast til þess að kvalaóp þess
manns fari nótnastigann? Þann-
ig lýsir Bjarni hörðum lífs-
kostum Odds Hjaltalíns, og má
kannski segja, að vel sé í lagt,
svo að ýkna kenni.
En Bjami hélt áfram og sagði
meðal annars:
Amæli því enginn
Oddi Hjaltalín,
orð þó hermdi hann
er hneyksluðu suma!
Og þessu yfirburða erfiljóði
íslensló’a bókmennta lýkur
Bjarni skáld svo, að mál hans er
orðið að orðskviðum:
En þú sem undan
ævistraumi
flýtur sofandi
að feigðarósi,
lastaðu ei laxinn
sem leitar móti
straumi sterklega
og stiklar fossa!
Ekki hefur hann gleymt að
sýna okkur myndir. Landeyðan
sem væflast eins og svefngeng-
ill allt til æviloka er fullkomin
andstæða þess sem kostar
kapps um að gera það sem virð-
ist fullkomið ofurefli, og minnir
þetta á spekiorð Jónasar Hall-
grímssonar um skammlífi og
langlífi. En takið eftir, þó ekki
væri nema einu orði í þessu
óviðjafnanlega erindi: laxinn
stiklar fossa.
I erfiljóðum Bjarna Thorar-
ensens sést best munurinn á
stórskáldi og miðlungsskáldi,
hvað þá leirskáldi.
★
Nikulás norðan kvað:
í USAáttu þeir Hoffa,
og á Akureyri höfðu þeir Toffa,
en var ekki allt þeirra bras
ogargaþras
ein allsheijar kattarstroffa?
I síðasta þætti varð sú leiða
villa að Þraslaugarson varð
„Þrastarson“. Beðist er velvirð-
ingar á þessu. Þorsteinn var
kenndur við móður sína Þras-
Iaugu.
Sigurður Þdr
Guðjónsson
lega foi-mlegum og viðurkenndum
leiðum?
Úrskurður siðanefndar presta
birtist í Morgunblaðinu 2. ágúst. Af
greinargerð nefndarinnar sést að
hún afgreiddi kæruna ekki ein-
göngu af því að reglur siðanefndar
leyfa ekki frávísun, heldur tekur
nefndin ýmiss konar afstöðu til
kærumálsins. í „Siðareglum" segir
almennt um siðanefnd(ir) (bls. 73):
„Dómar hennar eru því ekki ein-
göngu studdir með tilvísun í skráðar
siðareglur, heldur styðjast þeir við
efnisleg rök. Enda skapar fordæm-
isgildi þeirra raka sem siðanefndir
tefla fram eina mikilvægustu rétt-
lætinguna fyrir starfi þeirra.“ Hér
er reyndar komið að innsta kjarna
málsins þó ekki verði farið nánar út í
þá sálma. En það ætti ekki að skaða
einn né neinn að íhuga eftirfarandi
orð í „Siðareglum" (bls. 72-73) um
úrskurði siðanefnda almennt: „Líta
má svo á að þegar siðanefnd kveður
upp úrskurð sé stéttin í heild að láta
í ljós álit sitt á einstökum málum
sem borin hafa verið upp. (Ef álit
siðanefndar endurspeglar ekki í
stórum dráttum almennan vilja og
dómgreind stéttarinnar, þá er eitt-
hvað athugavert á seyði).“
Það er mjög auðvelt í landi fá-
mennis að hræða fólk frá því að leita
eftir úrlausnum sem standa því til
boða um „réttlætisbrot", hvort sem
það er fyrir siðanefndum eða dóm-
stólum; ásaka kærendur til dæmis,
beint eða óbeint, um það að hafa illt í
hyggju, jafnvel stráksskap eða
hrekki, og láta þá finna fyrir ýmiss
konar vanþóknun og ónáð. Slík við-
brögð eru þjóðfélagslega miklu
háskalegiú heldur en hin ýmsu til-
efni sérstakra kærumála. Það er
áreiðanlega óttinn við einhvers kon-
ar ofurefli sem mest fælir fólk frá
því að „leita réttar síns“ í þjóðfélag-
inu. Það verður þó að vona að enn
um hríð haldi málsrök hverju sinni
áfram að vega þyngra í formlegri
úrlausn slíkra mála en þeir menn
sem koma að málunum, hvort sem
þeir eru „háir eða lágir“.
Höfundur er rithöfundur.
Gísli Steingríms. - Sveinn Þorvalds.248
Jón Viðar Jónmunds. - Jón Stefáns.246
Hrafnhildur Skúlad. - Vilhj. Sigurðss. jr. 237
Rétt er að minna spilara á að taka
laugardaginn 9. september frá, því
þá verður haldið Lokamót sumar-
brids. Þetta er eins dags sveita-
keppni, Monrad, með stuttum leikj-
um. Árið 1998 mættu 40 sveitir til
keppni og verður því fróðlegt að sjá
hvað gerist nú.
Peningaverðlaun verða í boði auk
fjölda annarra verðlauna. Spilað
verður um silfurstig. Skráning er að
hefjast hjá keppnisstjórum Sumar-
brids 2000.
Allir eru hjartanlega velkomnir í
sumarbrids, skráð á staðnum og
hjálpað er til við myndun para.
Fjöldi leikja er í gangi í sumar-
brids 2000, upplýsingar um fyrir-
komulag þeirra má finna á íþrótta-
síðu mbl.is., slóðin þangað er
< http:/Avww.mbl.is/sport/sumar-
brids/. Þar má einnig finna öll úrslit
úr sumarbrids.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ fimmtud. 10. ágúst
2000. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
AuðunnGuðm.-AlbertÞorsteinss. 278
Margrét Margeirsd. - Alda Hansen 255
Halldór Magnúss. - Þórður Björnss. 245
Árangur A-V:
Þorstejnn Laufdal - Magnús Halldórss. 269
Halla Ólafsd. - Gissur Gissurard. 264
Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 251
Tvímenningskeppni spiluð mánud.
14. agúst. 26 pör. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 275
Fróði B. Pálss. - Þórarinn Árnas. 250
Alda Hansen - Margrét Margeirsd. 236
Árangur A-V:
Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 296
Auðunn Guðm. - Albert Þorsteinss. 261
Sigtryggur Ellertss. - Olíver Kristóf. 260