Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 54
MINNINGAR
^54 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STEINDÓR JÓNAT-
* ANSIGHVATSSON
+ Steindór Jónatan
Sighvatsson var
fæddur á Borg á
Stöðvarfirði, þar sem
hann ólst upp og bjó
til æviloka, 14. sept-
ember 1939. Hann
andaðist á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 10. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Stefanía
Kristborg Jónsdóttir
frá Steinaborg,
Berufjarðarströnd, f.
24.1. 1899, d. 4.1.
1962 og Sighvatur
Halldórsson frá Brattagerði,
Homafirði, f. 9.7. 1891, d. 1.12.
1984. Að loknu barnaskólanámi í
heimabyggð stundaði hann m.a.
nám í veturna 1957-1959 f
Reykjanesskóla við ísafjarðar-
djúp. Hann starfaði mest við sjó-
mennsku og fískvinnslu, einkum á
Stöðvarfirði, m.a. sem verkstjóri
við saltfisk- og skreiðarverkun
Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar hf.
Steindór kvæntist 25. desember
1963 Jónu Amfríði Gunnarsdótt-
ur frá Eyri í Reyð-
arfirði. Þau eignuð-
ust þrjú börn; 1)
Sigþór Borgar, f.
16. ágúst 1963, bú-
settur á Stöðvar-
firði. Hans börn
eru: a) Hilmar Grét-
ar, f. 28. maí 1985.
Móðir hans er
Kristbjörg Jóns-
dóttir, búsett í
Reykjavík. b) Dóra
Oddný, f. 26. janúar
1988. Móðir hennar
er Lilja Jóhanns-
dóttir, búsett á
Stöðvarfírði. 2) Jóhann Sighvat-
ur, f. 13. júh' 1965, búsettur á
Breiðdalsvík. Sambýliskona hans
er Helga Svanhvít Þrastardóttir.
Þeirra barn er Arna Silja, f. 2.
maí 1988. 3) Kristborg Bóel, f. 2.
janúar 1976, búsett í Reykjavík.
Sambýlismaður hennar er Sigur-
jón Rúnarsson. Sonur þeirra er
Almar Blær, f. 2. júní 1996.
Útför Steindórs fer fram frá
Stöðvarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
„Sæl elskan.“ Svona heilsaðir þú
mér alltaf hvort sem það var í síma
eða þegar við hittumst. Ekki var
kveðjan með öðrum hætti föstudag-
skvöldið þegar ég kom í foreldrahús
núna í júlí, nema hvað henni fylgdi
stórt og mikið faðmlag.
Tveimur dögum síðar varð slysið.
Pabbi minn, eins og þú örugglega
veist sat ég hjá þér allan tímann á
sjúkrahúsinu, bæði á gjörgæslunni
og niðri á deild. Mikið var erfitt að
horfa upp á þig svona veikan, en
erfiðast fannst mér að ná engu sam-
bandi við þig allan þennan tæpa
mánuð. Ég reyndi þó að vera eins
sterk og mér var mögulegt og hvísl-
aði hvatningarorðum í eyra þitt því
við áttum svo margt ógert saman.
Ég man t.d. að frá því ég var smá
skotta hef ég séð okkur fyrir mér
ganga saman inn kirkjugólfið er ég
gifti mig. En þó við höfum misst af
því veit ég að þú verður samt á
fremsta bekk og fylgist brosandi og
stoltur með stelpunni þinni þegar
að því kemur.
Pabbi, ég sat og hélt í hönd þína
þegar þú fékkst friðinn og þó engin
orð fái því lýst hve sárt það var,
gladdist ég samt yfir því að þú
þyrftir ekki að berjast lengur.
Pabbi, það er eitt enn sem ég þarf
að segja þér, Almar Blær teiknaði
kveðjumynd til afa sem ég fer með
austur til þín.
Pabbi, takk fyrir allt og allt.
Hver minning um þig er dýrmæt
perla.
Þín litla stelpa,
Kristborg Bóel.
Það verða að mörgu leyti að telj-
ast forréttindi að hafa fæðzt inn í
lítið samfélag á Islandi á fyrri hluta
20. aldarinnar og alizt þar upp. Ná-
lægðin við náttúruna og umhverfið
hefur kallað eftir sterkum við-
brögðum og mótað einstaklinga og
hópa. Atvinnulífið, félagslífið og
aðrir þættir hins einstæða mannlífs,
sem þar víða hefur verið að finna
fram að búferlaflutningum seinni
ára, hefur gert þær kröfur til sér-
INGER MARIE
NIELSEN
+ Inger Marie
Nielsen fæddist í
Kaupmannahöfn 17.
október 1907. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Suðurnesja 9. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Keflavíkurkirkju
16. ágúst.
, Inger Marie Nilsen
*^var af þeirri kynslóð,
sem gerði meiri kröfur
til sjálfrar sín en ann-
arra. Þeirri kynslóð,
sem var nægjusemi í
blóð borin og einlægt þakklát fyrir
það, sem veittist - hversu lítið sem
það var. Úr litlum efnum var oft spil-
að, en með nýtni og útsjónarsemi
varð mikið úr litlu.
Kynni okkar hófust fyrir um sex-
tán árum þegar Inger kom á heimili
okkar Geirs, þá komin hátt á áttræð-
isaldur, til að gæta dóttur okkar á
_-Tyrsta ári. Hún var þá orðin ekkja,
■Hojó ein í húsi sínu í Keflavík og svar-
aði blaðaauglýsingu um bamapöss-
un. Hún birtist, lágvaxin og bein í
baki, kvik í hreyfingum og með
glettnisglampa i augum. Það varð að
ráði að hún flytti til okkar. Þannig
vildi hún hafa það, kom með rútunni
frá Keflavík á sunnudagskvöldum og
>fór til baka á föstudögum til að líta
'eftir húsinu sínu og vökva blómin.
Hún varð hluti af
fjölskyldunni og heim-
ilislífínu og annaðist
dóttur okkar fyrstu ár
hennar af stakri trú-
mennsku og alúð. Ing-
er var þolinmóð, natin
og umhyggjusöm. Á
hverjum degi var leikið
úti og farið í langar
gönguferðir hvernig
sem viðraði. Heima var
lesið, sungið og farið
með vísur fyrir bamið.
Mér er minnisstætt
þegar sú stutta fór síð-
ar í leikskóla, þá kann-
aðist hún ekkert við þann Gamla
Nóa, sem keyrði kassabíl. Hennar
Gamli Nói var guðhræddur og vís,
eins og Inger kenndi henni.
Þó að Inger hætti barnapössun
hjá okkur hélst vináttan alla tíð og
hún fylgdist með fjölskyldunni og
heimsótti okkur meðan heilsa og
kraftar leyfðu. Ræktarsemi hennar
var mikil og yngri systirin naut þess
sömuleiðis, því að Inger sendi henni
ekki síður sokka og vettlinga sem
hún pijónaði.
Að leiðarlokum viljum við Geir og
börnin okkar þakka allt það, sem
Inger gaf okkur, vináttu hennar og
tryggð. Ástvinum hennar sendum
við samúðarkveðjur og biðjum að
guðs blessun fylgi henni.
Inga Jóna Þórðardóttir.
hvers íbúa að hann yrði virkur þátt-
takandi í því.
Stöðvarfjörður er að mörgu leyti
hið dæmigerða sjávarþorp á íslandi
þar sem áherzla hefur verið lögð á
að nytja gögn og gæði sjávarins og
gjöfulla fiskimiða en jafnframt al-
veg fram á þennan dag má finna
fólk sem reynir að lifa eingöngu af
því sem landið gefur. Lengst af var
einnig á mörgum bæjum í þorpinu
hafður búsmali á fjalli og afurðir
hans nýttar til búdrýginda.
Við þessar aðstæður ólst Stein-
dór Jónatan Sighvatsson upp. Hann
fór ungur að leggja hönd á plóg á
heimili foreldra sinna, vandist öll-
um algengum atvinnuháttum til
sjávar og sveita og kunni því fljótt
vel til verka, hvort sem um var að
ræða öflun heyja, fóðrun búfjár,
slátrun þess og frágang afurða eða
öflun fiskjar, aðgerð og verkun. Svo
dæmi sé tekið brá honum fljótt fyrir
við að aðstoða föður sinn, sem var
fiskmatsmaður um margra ára
skeið, en saltfiskverkun var þá al-
gengur verkunarmáti á þeim árum.
Síðar fór hann sjálfur að meta fisk
og í framhaldi af því gerðist hann
verkstjóri í saltfisk- og skreiðar-
verkun á vegum Hraðfrystihúss
Stöðvarfjarðar. Áður hafði hann svo
dæmi sé tekið unnið við uppbygg-
ingu og síðar í fiskimjölsverksmið-
junni á Stöðvarfirði. Enn fremur
stundaði hann nokkur sumur trillu-
útgerð auk þess að vera sjálfur með
umtalsverðan búskap mörg ár.
Steindór var ekki langskólageng-
inn en að loknu námi í heimabyggð
fór hann síðar í Reykjanesskóla við
ísafjarðardjúp. Lét hann vel af
dvölinni þar og í framhaldi af því
fóru ótrúlega margir Stöðfirðingar
þangað til náms á næstu árum, svo
gáfulegt sem ýmsum kann að hafa
fundizt það, þegar hafðar eru í huga
vegalengdir milli þessara tveggja
staða. Skólaárin vestra, auk hins
virka náms, sem hann stundaði
áfram í skóla lífsins, urðu honum
gott veganesti á lífsleiðinni.
Steindór var strax á unglings-
aldri orðinn mjög virkur þátttak-
andi 1 félagslífi í sinni heimabyggð.
Hann var leikari af guðs náð og oft
til hans leitað þegar undirbúa þurfti
samkomur bæði smærri og stærri.
Enn muna margir hann í hlutverk-
um ýmissa leikbókmennta þar sem
hann fór á kostum og lifði sig inn í
þau. Hið sama var að segja um ýmis
tilfallandi skemmtikvöld. Álltaf
kom nafn hans fyrst upp í hugann
þegar leita þurfti að flytjanda og
jafnvel voru stuttir leikþættir
samdir með það beint í huga að
hans biði að koma þeim til skila.
Sundum tók hann virkan þátt í að
semja þá og smitandi hlátur hans sá
um að hvetja menn til verka og
halda þeim við efnið.
Steindór tók virkan þátt í starfi
Ungmennafélags Stöðvarfjarðar og
var formaður þess um tíma. Sjálfur
var hann ágætur frjálsíþróttamað-
ur, einkum í köstum. Stundaði hann
auk þess bæði handbolta og knatt-
spyrnu og naut þar fremur lík-
amsburða en afburða leikni.
Steindór var gæddur ágætum
tónlistarhæfileikum. Hann lék t.d. á
harmónikku og var einn af stofn-
endum hljómsveitarinnar Essgó
sem komið var á laggirnar á Stöðv-
arfirði í kringum 1960. Hann hóf
ungur að syngja í kirkjukór og söng
síðar t.d. í Karlakór Stöðvarfjarðar
ásamt föður sínum og fleiri góðum
söngmönnum. Var oft unun að sjá
hve vel hann lifði sig inn í sönginn
og naut samstundanna við söngva-
gyðjuna. Ekki sízt eru eftirminni-
legar stundir í nýju kirkjunni á
Stöðvarfirði þegar hann að afloknu
erfiðu veikindatímabili hóf aftur að
sækja lífsfyllingu og lífsgleði í tón-
listina.
Á kveðjustund leita á margar
minningar um góðan genginn dreng
og allar þær ánægjustundir sem við
áttum saman ekki sízt á yngri árum.
Jafnframt sækja áleitnar spurning-
ar á hugann. Sú ein rís hæst hví
honum í kjölfar alvarlegs slyss var
valin þessi stund til brottfarar, þeg-
ar hann, fullur lífsgleði var farinn
að sinna áhugamálum eftir langvinn
veikindi en ekki sá tími þegar hann
lá lægst og kann sjálfur hafa þráð
að endir yrði á bundinn. Svarið er
auðvelt þegar grannt er skoðað og
við sem eftir stöndum hljótum að
fagna því að honum skyldi takast að
fara með sigur af hólmi að lokum og
sýna okkur hinum að ekki var til
einskis barizt. Við munum minnast
hans á þann hátt sem við þekktum
hann lengst af, sem hins kappsama
og ósérhlífna manns sem elskaði
byggðina sína og var reiðubúinn að
vinna henni sem bezt hann kunni.
Fjölskyldan frá Heiðmörk 3
sendir aðstandendum öllum dýpstu
samúðarkveðjur og þakkar góðum
nágrönnum til margra ára ánægju-
leg samskipti.
Bj. Hafþór Guðmundsson.
JÚLÍUS
INGIBERGSSON
tjúlíus Ingibergs-
son fæddist í
Vestmannaeyjum 17.
júlí 1915. Hann lést á
heimili sínu, Glað-
heimum 12, Reykja-
vík, hinn 11. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru: Ingi-
bergur Hannesson,
sjómaður í Vest-
mannaeyjum, f. 15.2.
1884, d. 3.9. 1971, og
Guðjónía Pálsdóttir,
húsmóðir, f. 14.2.
1884, d. 19.12. 1948.
Systkini Júlíusar:
Sigríður, f. 31.5. 1911; Páll, f. 6.5.
1913, d. 15.1. 1988; Ólafur, f. 31.7.
1925; Hannes, f. 24.10.1922.
Júlíus kvæntist 1942 eftirlif-
andi eiginkonu Elmu Jónsdóttur,
f. 20.12. 1921. Börn þeirra eru: 1)
Fanney Júlíusdóttir, f. 17.1. 1950,
gift Erlendi Magnússyni. 2) Júlíus
R. Júlíusson, 25.10. 1954, sambýl-
ískona hans er Anna
María Hjartardóttir.
Júlíus ólst upp í
Vestmannaeyjum og
tók þar skipstjóra-
próf 1935 og vél-
sijórapróf 1937.
Hann stundaði sjó-
mennsku í fjörutíu
ár, og fór fljótt að
gera út sjálfur. Júl-
íus keypti sinn
fyrsta bát, Reynir
VE 15, ásamt Páli
bróður sínum árið
1942. Ráku þeir út-
gerðina allt til ársins
1967. Eftir að Júlíus hætti eigin
rekstri, starfaði hann sem útgerð-
arstjóri hjá Eggerti Gíslasyni og
Einari Árnasyni í fimmtán ár.
Hann starfaði síðan við Útvegs-
bankann síðustu sex starfsárin.
Útför Júlíusar fór fram frá
Bústaðakirkju 18. ágúst.
Það er sárt að kveðja þá sem eru
manni næstir. Mér fínnst brottför
þín hafa borið alltof fljótt að. Við
fjölskyldan gátum haldið í hendina
á þér þegar þú kvaddir, það er okk-
ur öllum mjög dýrmætt. Þú varst
alltaf svo sterkur og heilsuhraust-
ur, þangað til þú fékkst þennan
sjúkdóm sem dró þig til dauða.
Þú byrjaðir að spila golf um 1970
og heima var mikið talað um golf.
Fyrsta skiptið sem ég spilaði golf í
Grafarholti fórst þú með mér. Þú
vildir strax hafa keppni en þannig
var það alla tíð þegar þú spilaðir
við mig og aðra, og til þess að gera
hlutina meira spennandi þá sakaði
ekki að leggja einhvað smáræði
undir. Nokkrar ferðir fórum við
saman til Flórída til að spila golf.
Þú varst ótrúlega seigur að spila
þótt aldraður værir. Þú fórst í
sundlaugina á hverjum morgni frá
því ég man eftir mér. Og til að
skerpa minnið, eins og þú kallaðir
það, spilaðir þú einnig mikið bridge
og telfdir af mikilli snilld.
Minningar þínar sem þú hefur
verið að skrá síðustu 15 árin og læt-
ur eftir þig í dagbókum þínum eru
okkur ákaflega dýrmætar. Þar rifj-
ar þú upp atvik og uppákomur allt
til ársins 1932, þetta er okkur kær-
komin lesning og gefur okkur sem
eftir lifum betri skilning á því
hverju þú áorkaðir í þínu lífi.
I veikindum þínum kvartaðir þú
aldrei jafnvel þótt þú vissir að
stundin með okkur væri farin að
styttast, sem sýnir hversu sterkur
og hugulsamur þú varst.
Mér fannst þú, pabbi minn, alltaf
bestur og sterkastur og þannig
mun ég geyma þig í huga mínum.
Ég þakka þér, pabbi minn, fyrir allt
og guð veri með þér.
Þín dóttir,
Fanney.
Þá var ég ungur,
er unnir luku
fóðuraugum
fyrir mér saman.
Man ég þó missi
mínn í heimi
fyrstan og sárstan,
er mér faðir hvarf.
Elsku afi minn, það er erfitt að
hugsa sér tilveru án þín. Þú varst
mér sem faðir og klettur alla mína
ævi og nú ert þú farinn. Það er
skrýtið og sárt að missa þig. Hugs-
anir mínar leita til þín hvern dag og
litlir hlutir, minningar, samræður,
verða sem fallegt lag. Fyrst er
hugsunin um þig sár en í sorginni
finnur maður frið og í gegnum tárin
byrjar bros að myndast þegar
minnst er allra góðu stundanna
sem við áttum saman.
Frá því að ég var borinn heim til
þín nýfæddur 1967 þá hefur þú ver-
ið sá sem ég bar mesta virðingu
fyrir og geri enn. Þeir sem þekktu
þig vita hversu kraftmikill, góð-
hjartaður og réttlátur þú varst og
þú gerðir allt sem þú gast til þess
að kenna mér þessa góðu kosti og
fyrir það er ég ævinlega þakklátur.
Mín fyrsta minning um þig er
þegar þú fórst með mig niður að
Tjörn til þess að gefa öndunum
brauð sem síðar varð hefð hjá okk-
ur. Þú sagðir mér að önd hefði bitið
framan af fingrinum á þér og ég
var dauðhræddur við endur í mörg
ár á eftir. Það sem ég vissi ekki var
að þú hafðir misst af fingrinum í
slysi tfi sjós og var þetta gott dæmi
um þá skemmtilegu stríðni sem í
þér bjó.
Þú varst sjómaður af lífi og sál
og það er með ólíkindum þær sögur
sem þú skildir eftir handa okkur til
að lesa í dagbókunum þínum. Þar
kemur fram að þú fórst á sjó afar
ungur að árum og keyptir þinn
fyrsta bát einungis 14 ára gamall.
Þú hafðir ávallt sterkar skoðanir á
útgerð alla þína ævi og það var allt-
af gaman að rökræða við þig um
þessi og önnur mál vegna þess að
maður varð að taka á honum stóra
sínum til að hafa í við þig.
Þú kenndir mér einnig að spila
golf en það var sú íþrótt sem þú
unnir mest.
Þeir sem þekktu þig vita að það
eru fáir eins harðir golfarar og þú
varst.
Enda varstu frægur fyrir að
spila golf á öllum árstímum í hvaða
veðri sem er. Mér er það minnis-
stætt þegar sjónvarpið hafði viðtal
við þig vegna þess að þeir sáu til
þín spila golf á aðfangadagsmorg-
un. Þegar þú varst spurður hvort
ekki væri erfitt að spila golf um há-
vetur þá sagðir þú að galdurinn
væri að spila með gula bolta svo
þeir fyndust í snjónum. Það er erf-
itt að ímynda sér meiri hörku, húm-
or og lífsgleði en þetta ber vitni um.
Nú, þegar leiðir skiljast að sinni,
leita á mig minningarnar frá góðum
afa sem lifði góðu og hamingju-
sömu lífi, minningar sem ég þakka
og geymi og kveð ég þig afi minn
með söknuði.
Magnús Bergsson.