Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
BRIDS
(Jmsjóii (Iiiómundur
Páll Arnarsnn
„ÞAÐ þykir ekki lengur fínt
að koma út með einspil,“
segir Vigfús Pálsson, sem
sendi þættinum þetta spil
sem kom upp i netkeppni
fyrir stuttu. Vigfús var í suð-
ur, en mótherjar hans ungl-
ingalandsliðsmenn frá
Portúgal. Vestur gefur; allir
á hættu. „ ,
Norður
* D10632
» 73
* D8
* K965
Vestur Austur
*G4 *7
»KG842 »D105
♦ ÁK1042 ♦ G9765
*10 +DG87
Suður
+ÁK985
»Á96
♦ 3
+Á432
Vestur Norður Austur Suður
lhjata Pass 1 grand * 2spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
•krafa
Vestur kom út með tígulás
og skipti svo yfir í hjarta.
Vigfús drap, tók tvisvar
tromp og spilaði hjarta.
Vestur reyndi nú að taka á
tígulkónginn sinn, sem Vig-
fús trompaði og stakk svo
hjarta í borði. Þá var staðan
þessi: Norður + 106
» -
♦ - + K965
Vestur Austur
+- +-
»KG »-
♦ 1042 ♦ G9
+10 +DG87
Suður +K9 »- ♦ ~ +Á432
Nú spilaði Vigfús litlu laufi
frá báðum höndum og AV
gátu ekkert að gert. I reynd
átti vestur slaginn og neydd-
ist til að spila út í tvöfalda
eyðu. En auðvitað breytir
engu þótt austur yfirtaki
tíuna með gosa, því þá
myndast gaffall í blindum.
Eins og Vigfús bendir
réttilega á, hefði spilið alltaf
farið niður með lautíunni ú.
SKÁK
llinsjón llelgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
STAÐAN kom upp í
Proclient mótinu í Olomouc,
Tékklandi, er lauk fyrir
stuttu. Vladimír Talla (2401)
frá Tékklandi stýrði svörtu
mönnunum gegn Þjóðverjan-
um Markúsi Held (2183).
29.. .b6! 30. Dxb6 Hel+ 31.
Hxel Dxel+ 32. Kh2 Hfl 33.
Dc7+ Kh6 34. g4 Hhl+ 35.
Kg2 Hgl+ Svartur gat mát-
að í tveimur leikjum með
35.. .DÍ1+ 36. Kg3 Hxh3# en
sjólfsagt vildi hann frekar
máta með peði! 36. Kf3
Hg3+ 37. Kf4 g5# Loka-
staða mótsins varð þessi; 1.
G. Sarakauskas (2381) 8 Vá v.
2. V. Talla (2401) 7 ]/2 v. 3.-4.
S. Kasparov (2464) og G.
Prakken (2280) 7 v. 5.-6. L.
Salai (2424) og P. Pisk (2400)
6 v. 7. P. Simacek (2341) 5 Vz
v. 8. Róbert Harðarson
(2320) 5 v. 9.-10. M. Szym-
anski (2325) og Lukás Kh'ma
(2276) 4 v. 11. Z. Balenovic
(2213) 3 Vz v. 12. M. Held
(2183) 2 v.
Arnað heilla
f* A ÁRA afniæli. Mánu-
öv/ daginn 21. ágúst
verður sextug Hulda Guð-
mundsdóttir, leiðbeinandi,
Lindarbyggð 11, Mosfells-
bæ. Hún og sambýlismaður
hennar, Örn Guðmundsson,
húsasmíðameistari, taka á
móti ættingjum og vinum að
heimili sínu sunnudaginn 20.
ágúst kl. 15-19.
D A ÁRA afmæli. Hinn
DU 14. ágúst sl. varð
sextugur Jörmundur Ingi,
allsheijargoði. Hann tekur
á móti gestum í félagsheimili
ásatrúarmanna að Granda-
garði 8, Reykjavík, í dag frá
kl. 15-22. Gjafir og blóm af-
þökkuð en eigi verður amast
við því þótt menn taki með
sér nesti.
GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 19. ágúst, eiga 50
ára hjúskaparafmæli hjónin Elke I. Gunnarsson og Gutt-
ormur Ármann Gunnarsson, ábúendur að Marteinstungu,
Holta- og Landsveit, Rangárvallasýslu. Eiga þau sex börn,
þrettón barnabörn og tvö barnabarnabörn.
GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 19. ágúst, eiga 50
ára hjúskaparafmæli hjónin Maggý Helga Jóhannsdóttir og
Tómas Jónsson. Þau halda upp á daginn í brúðkaupi dóttur-
dóttur sinnar, Hörpu Eggertsdóttur og Hákons Björns Mar-
teinssonar, í Framheimilinu.
GULLBRÚÐKAUP. Hinn 12. febrúar 2000 áttu 50 ára hjú-
skaparafmæli hjónin Svanhvít Gissurardóttir og Ágúst
Guðjónsson, Hjallaseli 33, Reykjavík.
UOÐABROT
ÚR FRIÐÞJÓFSSÖGU
13. öld
Eigi sér til Alda,
erum vestr í haf komnir,
allr þykkir mér ægir
sem í eimyrju hræri;
hrynja hóvar bárur,
haug verpa svanteigar,
nú er Elliði orpinn
í örðugri báru.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
*
LJÓN
Al'mælisbarn dagsins:
Þú ert vandvirkur og því
eiga margbrotin verkefni vel
við þig. Sýndarmennska er
eituríþínum beinum.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú þarft að gæta þess að vera
jafnan snyrtilegur í útliti. Þótt
enginn sé að tala um skart eða
íburð, vill fólk hafa viðmæl-
endur sína vel klædda.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að komast í burtu frá
erli dagsins og leyfa sköpun-
arhæfileikunum að pjóta sín í
ró og næði. Að öðrum kosti
deyja hæfileikamir út.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) hA
Seztu niður, farðu í gegn um
málin og settu þér takmörk.
Stefndu síðan ótrauður á þau
og láttu engan draga úr þér
kjarkinn. Vilji er allt sem
þarf.
Krabbi
(21.júní-22.júlí)
Þú þarft að sýna öðrum
fyllstu tillitssemi, ef þú vilt ná
einhverjum árangri í sam-
skiptum ykkar. Það hefst ekk-
ert með frekju og yfirgangi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) **
Þér er mikið niðri fyrir og
þarft nauðsynlega að fá útrás
fyrir tilfinningar þínar. Fyrir
alla muni ekki byrgja þær
inni, það endar með ósköpum.
Mgyja
(23. ágúst - 22. sept.) ®
Þú ættir að gera eitthvað fyrir
sjálfan þig, ekkert stórt, en
það má margt gera án mikill-
ar fyrirhafnar eða kostnaðar.
Sýndu hugkvæmni.
Vog m
(23.sept.-22.okt.)
Reyndu að þoka málum áleið-
is dag hvern og þá tekst þér
að koma þeim í höfn. Það er
bara þegar menn hætta að
reyna sem leikurinn er tapað-
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er ekkert samsæri í gangi
gegn þér. Reyndu að slappa
af og einbeittu þér svo að
þeim verkefnum, sem þú hef-
ur tekið að þér að klára fyrir
helgina.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) AO
Það er fátt eins skemmtilegt
og að sjá störf sína bera góðan
ávöxt. Leyfðu þér að njóta
þeirrar stundar, hún fleytir
þér áfram til framtíðarinnar.
Steingeit —
(22. des. -19. janúar) ámí
Ekki skella skuldinni á aðra,
líttu í eiginn barm og vittu
hvort orsök óánægju þinnar
er ekki þar. Þegar augu þín
hafa opnast getur þú unnið í
málinu.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.)
Láttu ekki teyma þig út í að
beita ræðuhæfileikum þínum í
þágu vafasams málstaðar.
Hafðu þitt á hreinu ef þú vilt
vera tekinn alvarlega.
Fiskar mt
(19. feb. - 20. mars) >%■»
Reyndu að hafa stjórn á þér,
þótt þér finnist hart og
ódrengilega að þér sótt. Þeg-
ar storminn lægir munt þú
standa uppi með pálmann í
höndunum.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 67
LISTIR
Tríóið Guitar Islancio, Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Þórðar-
son gítarleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari, í miðjunni.
Sumartónleikar í
Stykkishólmskirkju
SÍÐASTI liður í bæjarhátíð Hólm-
ara, „Dönskum dögum“, verða tón-
leikar í Stykkishólmskirkju á sunnu-
dag, 20. ágúst, klukkan 16, þar sem
fram koma Guitar Islancio, þeir
Bjöm Thoroddsen gítar, Gunnar
Þórðarson gítar og Jón Rafnsson
kontrabassi. Þeir leika þjóðlög með
léttri sveiflu.
Gunnar Þórðarson hefur síðari ár-
um snúið sér æ meira að klassískri
tónlist og hefur m.a. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands flutt verk eftír hann.
Hann hefur og stjómað upptökum og
útsett tónlist á aragrúa hljómplatna.
Hann hefur samið yfír 400 lög sem
Þýsk sýning í
Gerðarsafni
SÝNINGIN „Paula Moder-
sohn-Becker og málaramir í
Worpswede", sem verður opnuð
í Gerðarsafni í dag, laugardag,
er samvinnuverkefni Gerðar-
safns í Kópavogi og Goethe-
Zentrum Reykjavík. Um er að
ræða farandsýningu á verkum
þýskra myndlistarmanna frá
síðustu aldamótum. Hún er opin
alla daga nema mánudaga frá kl.
11-17 og henni lýkur sunnudag-
inn 17. september.
Guitar Islancio
í Arbæjarsafni
SÍÐUSTU laugardagstónleikar Ár-
bæjarsafns í sumar verða í dag kl.
14. Að þessu sinni em það Guitar Is-
lancio sem spila fyrir gesti safnsins.
gefin hafa verið út á hljómplötum.
Jón Rafnsson hefur verið virkur í ís-
lensku tónlistarlífi sem djassspilari,
með danshljómsveitum, kómm, leikið
í kirkjum, leikið inn á hljómplötur o.fl.
Hann hefur unnið við kennslu við
tónlistarskóla FÍH, SDK, GÍS, auk
hljóðfæraleiks.
Bjöm Thoroddsen hefur um árabil
verið í fremstu röð íslenskra djass-
leikara og gefið út fjölmai-gar hljóm-
plötur. Nýjasta verk Bjöms er Jazz-
Guitar sem hlotið hefur góða dóma
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, en
þar leikur Bjöm með nokkmm af
fremstu gítarleikumm Evrópu.
Tónlistarhlað-
borð í Norræna
húsinu
NORRÆNA húsið og Jazzhátíð
Reykjavíkur byrja menningamótt í
dag, laugardag, með síðdegisdagskrá
í Norræna húsinu kl. 16.
Boðið verður upp á djass með
tveimur úr hópi kunnustu gítarleik-
ara Norðurlanda, Rune Gustafsson
og Odd-Ame Jacobsen.
Á tónleikum þessir, sem einnig em
forsmekkur að Jazzhátíð í Reykjavík,
verður margréttað tónlistarhlaðborð:
Duke Ellington, Bill Evans, Odd-
Ame Jacobsen, sænsk og norsk þjóð-
lög, Irving Berlin, Jerome Kem, Kurt
Weill, Antonio Carlos Jobim o.fl.
Kynnir á tónleikunum verður Friðrik
Theódórsson. Aðgangur ókeypis.
Rune Gustafsson og Odd-Arne
Jacobsen halda einnig tónleika í
Deiglunni á Akureyri í kvöld, fostu-
dagskvöld.
20—30% afsláttur. Rúmteppi, púöar,
dúkar, föt. Handunnin húsgögn.j
Öðruwfsi Ijós og gjafavara.
Sigurstjama
Opið virka daga kl. 11—18 og lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545|
50 ára
Ganga um fornar slóðir
Sunnudaginn 20. ágúst kl. 13.30 stendur
Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir
göngu um fornar slóðir við
Elliðavatn. Farið verður frá planinu
við Elliðavatnsbæinn. í för verður
fornleifafræðingur frá Árbæjarsafni
auk umsjónarmanna Heiðmerkur.
Samstarfsaðilar að þessum dagskrárlið
eru Árbæjarsafn og Reykjavík menningar-
borg Evrópu árið 2000 Allir velkomnir og
ekkert þátttökugjald. Sjá einnig á
www.heidmork.is
Skógræktarfélag Reykjavíkur
www.heidmork.is.
V