Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRLKAUPVANGSSTRÆJTI1
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
íslensk erfðagreining og
Hoffmann-La Roche
Áfangi í rann-
sóknum á
alzheimer
Mikill
Morgunblaðið/Jim Smart
• X
BALDUR eftir Jón Leifs var fluttur
í tvíg'ang í Laugardalshöll í gær við
húsfylli og góðar viðtökur. „Ekki
er vafi á, að þessi atburður mun
umbreytast í sterka og ljóslifandi
minningu um mikinn listviðburð,
þar sem fengizt var við mikilvægar
spurningar um baráttu hins góða
og iila, sem fylgt hefur manninum
frá örófi alda,“ segir Jón Ásgeirs-
son, tónlistargagnrýnandi Morgun-
blaðsins, f niðurlagi umsagnar
sinnar. Flytjendum Baldurs var vel
fagnað. Á myndinni eru Aapo Siik-
ala, sem dansaði Loka, Nina Hyv-
arinen, sem dansaði Nönnu, Leif
Segerstam, hljómsveitarstjóri,
Sami Saikkonen, sem dansaði Bald-
ur, Kjartan Ragnarsson, leiklistar-
ráðunautur og Katrín Á. Johnson
og Jóhann F reyr Björgvinsson
dansarar í íslenska dansflokknum.
■ Að hugsa /45
Flugeldasýning
á menningarnótt
Um fímm
tonnum af
flugeldum
skotið upp
UM FIMM tonn af flugeldum verða
notuð í flugeldasýningu menningar-
nætur í kvöld en þetta er stærsta
flugeldasýning sem haldin hefur ver-
ið hér á landi. Flugeldunum verður
skotið upp úr 7 opnum gámum sem
komið verður fyrir á afgirtu svæði á
hafnarbakkanum.
Sýningin er í boði Orkuveitu
Reykjavíkur og segir Guðjón Magn-
ússon, framkvæmdastjóri hjá Orku-
veitunni, hana vera gjöf Orkuveit-
unnar til gesta menningarnætur og
viðskiptavina fyrirtækisins.
Orkuveitan kaupir sýninguna og
alla flugelda af Hjálparsveit skáta í
Reykjavík. Meðal annars hefur verið
fjárfest í nýju rafeindastýrðu skot-
borði frá Bretlandi en flugeldar verða
tengdir við skotborðið og skotið upp
þaðan.
Vilja ekki gefa upp kostnað
Guðjón vill ekki gefa upp hversu
mikið sýningin muni kosta en segir að
hún verði dýr. „Veitufyrirtækin í
Reykjavík, það er Vatnsveitan, Raf-
magnsveitan og Hitaveitan, hafa áð-
ur-stjTkt þessa flugeldasýningu. Nú
er búið að sameina þessi fyrirtæki í
Orkuveitu Reykjavíkur og það þótti
við hæfi að við héldum þessu áfram.
Þetta er aldamótasýning og við leggj-
um því sérstakan kraft í hana,“ segir
Guðjón.
Hann segir sýninguna verða hina
glæsilegustu. „Við viljum hvetja íbúa
höfuðborgarsvæðisins til þess að
mæta í miðborg Reykjavíkur í kvöld
en best er að sjá sýninguna frá Am-
arhóli," segir Guðjón. Sýningin hefst
klukkan 23:30 í kvöld þegar formlegri
dagskrá menningarnætur lýkur.
Banaslys
við Dettifoss
Israelsk
kona féll í
Jökulsár-
gljúfur
BANASLYS varð við Dettifoss um
miðjan dag í gær er ísraelsk kona á
sjötugsaldri féll ofan í gljúfrið við
fossinn og hafnaði á undirlendi við
Jökulsá.
Lögreglu var tilkynnt um atburð-
inn kl. 14.45 í gær, en hópur ferða-
langa frá ísrael var á ferð í nágrenni
Dettifoss og var konan ein þeirra.
Ekki er ljóst hvemig það bar til að
konan féll í gljúfrið, en fallið var á
bilinu 40 til 50 metrar.
Erfitt var að komast að slysstaðn-
um en björgunarsveitarmenn frá
Húsavík sigu niður gljúfrið ásamt
lækni með sérstökum klifurbúnaði.
Þegar niður var komið var konan
úrskurðuð látin og er talið að hún
hafi látist samstundis.
Allt tiltækt lið björgunarsveitar-
manna í Þingeyjarsýslum var kallað
út vegna slyssins, auk þyrlu Land-
helgisgæslunnar, en hún var síðar
afturkölluð.
Rannsókn á tildrögum slyssins
stendur yfir hjá lögreglunni á Húsa-
vík.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Frá slysstað við Dettifoss í gær. Björgunarmenn hafa sigið niður í
gljúfrið og greina má þá við árbakkann.
VÍSINDAMÖNNUM íslenskrar
erfðagreiningar hefur tekist, í sam-
„ípinnu við íslenska öldrunarlækna,
að kortleggja á litningi erfðavísi
sem talinn er hafa umtalsverð áhrif
á myndun alzheimer-sjúkdómsins.
Næsta skref rannsóknanna er að
einangra sjálft meingenið.
Nýjar aðferðir við greiningu
og meðhöndlun sjúkdómsins
Rannsóknirnar fara fram í sam-
starfi við lyfjafyrirtækið Hoffmann-
La Roche sem lýsti því yfir í frétta-
tilkynningu í gær að það hyggðist
þróa nýjar aðferðir til að greina og
meðhöndla alzheimer-sjúkdóminn á
grundvelli þessarar þekkingar.
Hefur svissneska lyfjafyrirtækið
reitt af hendi áfangagreiðslu til ÍE
, „^egna þessa áfanga, skv. samstarfs-
samningi fyrirtækjanna.
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE,
sagði á fréttamannafundi í gær að
engin trygging væri fyrir því að
þessar niðurstöður ættu eftir að
hafa áhrif á myndun sjúkdómsins
en sagði menn binda vonir við að
þær muni endanlega koma til með
að gera það. Að sögn Jóns Snædals
öldrunarlæknis, sem tekið hefur
þátt í rannsókninni, hefur með
þessum áfanga tekist að kortleggja
erfðavísi sem er mun stærri áhrifa-
valdur á framvindu alzheimer-sjúk-
dómsins en aðrir erfðavísar honum
tengdir sem fundist hafa. Kári, Jón
og dr. Þorlákur Jónsson, sem leitt
hefur rannsóknarvinnuna innan IE,
sögðu í gær að um mjög mikilvæg-
an áfanga væri að ræða.
Unnið að samningum
við fleiri Iyfjafyrirtæki
Fram kom í máli Kára að íslensk
erfðagreining hefði að undanförnu
unnið að því að ná samningum við
fleiri erlend lyfjafyrirtæki um rann-
sóknir sjúkdóma og hefur það
gengið vel að hans sögn. „Við bæði
búumst við og vonumst til að við ná-
um slíkum samningum," sagði Kári.
■ Gerir kleift/12
MITSUBISHI
JE
A
MITSUBISHI
- demantar í umferð
0