Morgunblaðið - 21.09.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
MORGIINBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dilkar
vænni í ár
en í fyrra
DILKAR koma almennt vænir af
íjalli, að sögn Sverris Ágústssonar,
sláturhússtjóra hjá Sláturfélagi
Suðurlands á Selfossi. Hann sagð-
ist telja að dilkar væru vænni nú
en í fyrra. Ástæðan væri einstak-
lega gott sumar. Grös væru vart
fallin enn þótt komið væri fram yf-
ir miðjan september.
Sverrir sagði að slátrun væri að
komast á fullt skrið á Selfossi og
eftir helgina yrði sláturhúsið keyrt
á fullum afköstum. Þá væri stefnt
að því að slátra 1.600-1.800 dilkum
á dag. Samtals væri áformað að
slátra 65.000 fjár á Selfossi í sumar
sem væri heldur meira en í fyrra.
Sverrir sagði að eins og annars
staðar hefði verið erfítt að fá nægi-
lega marga menn til starfa við
slátrun. Hann sagði að enn vantaði
mannskap til starfa í sláturhúsinu.
Áframhaldandi tengi-
flug tryg'gt til áramóta
SAMKOMULAG náðist í gær milli Flugfélags ís-
lands og samgönguráðuneytisins um áframhald-
andi tengiflug frá Akureyri til Egilsstaða, Vopna-
fjarðar, Þórshafnar og Isafjarðar til ársloka. Þá
mun niðurstaða útboðs á þessum flugleiðum sem
ráðuneytið er með í undirbúningi liggja fyrir.
Flugfélagið tilkynnti í fyrradag að ákveðið
hefði verið að fella niður flugið frá og með 1. októ-
ber næstkomandi. En samkvæmt samkomulag-
inu, sem gildir frá 1. september, fær Flugfélagið
greiðslu fyrir flugið fram að áramótum frá
samgönguráðuneytinu sem miðast við niðurstöðu
útboðsins.
Að sögn Árna Gunnarssonar, sölu- og markaðs-
stjóra Flugfélags íslands, eru útboðsgögn tilbúin
hjá ráðuneytinu og verða þau send út innan tíðar.
Flugfélagið hyggst bjóða í allar leiðirnar en
sjúkraflug og tengiflug verða boðin út saman. Það
þýðir, að sögn Árna, að ríkið greiðir flugrekanda
grunnþóknun fyrir það að hafa flugmenn og flug-
vélar til reiðu. Síðan er greitt sérstaklega fyrir
hvert sjúkraflug.
Frumskilyrði að hafa flugsamgöngur í lagi
Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri í Vopnafjarð-
arhreppi, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera
ákaflega feginn því að heyra að flugið félli ekki
niður enda væri það frumskilyrði fyrir sveitarfé-
lagið að hafa flugsamgöngur í lagi því vegakerfið
væri það slakt. „Þessar niðurstöður eru í tákt við
það sem ég hélt að myndi gerast. Nú leggjumst
við hins vegar öll á eitt að þjónustan verði ekki
lakari en hún hefur verið þegar niðurstöður út-
boðsins eru fengnar en hingað er flogið sex sinn-
um í viku með 19 sæta vél.“
Bæjar- og sveitarstjórar áfangastaðanna fjög-
urra voru á einu máli um mikilvægi tengiflugsins
þegar Morgunblaðið ræddi við þá í gær. Magnús
Már Þorvaldsson, sveitarstjóri Þórshafnar-
hrepps, tók í sama streng og Þorsteinn og sagði
flugið mjög mikilvægt í ljósi lélegs vegakerfis og
þess hve íbúar svæðisins væru háðir því að sækja
sér þjónustu annars staðar frá.
í Morgunblaðinu í gær kom fram að tap hefur
verið á rekstri tengiflugsins undanfarið, vegna
hækkunar kostnaðar og fækkunar farþega. Árni
Gunnarsson sagði að sem dæmi hefði farþegum til
Vopnafjarðar í ágústmánuði fækkað úr 157 í fyrra
í 129 í ár, en farþegum á milli ísafjarðar og Akur-
eyi'ar fækkað úr 377 í 248 á tímabilinu. Farþegum
til Þórshafnar fjölgaði hins vegar úr 159 í 204.
Ef marsmánuðir í ár og í fyrra eru bornir sam-
an þá var einnig fækkun á tengiflugi til Vopna-
fjarðar og ísafjarðar, farþegum til Vopnafjarðar
fækkaði úr 293 í 216 og til ísafjarðar úr 318 í 222.
Farþegum til Þórshafnar fjölgaði hins vegar einn-
ig á því tímabili úr 141 í 152.
Morgunblaðið/Kristján Zophontasson
Um siðustu helgi var réttað í Þverárrétt í Borgarfirði og eins og sjá má á myndinni er enn margt fé í Borgarfirði
þrátt fyrir að fé hafi þar fækkað á síðustu árum.
Fjármálaráðuneyti hafnar beiðni
borgarstjóra um upplýsingar
Samkeppnis-
stofnun hafí af-
skipti af málinu
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
hafnað beiðni borgarstjórans í
Reykjavík um upplýsingar er varða
viðskipti ráðuneytisins og ríkisíyrir-
tækja við Landssíma íslands hf. og
önnur íýrirtæki sem veita sömu þjón-
ustu. Borgarstjóri segir hins vegar að
málinu verði haldið áfram og vill að
Samkeppnisstofnun dragi þessar
upplýsingar fram.
Tildrög málsins eru þau að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttii- borgai-stjóri
lagði fjórar spurningar fyrir fjár-
málaráðuneytið með bréfi 6. septem-
ber sl. varðandi útboð og viðskipti á
fjarskiptasviði.
í synjun sinni vísar ráðuneytið til
upplýsingalaga og segir rétt að synja
erindinu þar sem viðkomandi upplýs-
ingar snúi að mikilvægum þáttum er
varði rekstur og samkeppnisstöðu
umræddra íyrirtækja. Stjórnvöldum
sé í tilvikum sem þessum óheimilt að
veita upplýsingai- um mikilvæga fjár-
hags- og viðskiptahagsmuni fyiir-
tækja og annarra lögaðila hvort sem
um sé að ræða fyrirtæki sem sé að
hluta eða að fullu í eigu opinberra að-
ila eða ekki.
„Þess skal jafnframt getið að sam-
kvæmt upplýsingalögum er stjóm-
valdi ekki skylt að vinna úr frum-
gögnum sundurliðaðar upplýsingar í
hendur beiðanda upplýsinga svo sem
þér farið fram á,“ segir í niðurlagi
bréfs fjármálaráðuneytisins.
Borgarstjóri ekki sáttur
Færeyingar læra verkfræði
í fjarkennslu frá Háskólanum
HÁSKÓLI íslands og Fróðskapar-
setrið í Færeyjum hafa frá í haust
staðið sameiginlega að fjar-
kennslunámskeiði í rafmagnsverk-
fræði og er Netið notað til kennsl-
unnar. Tíu nemendur sitja
námskeið um raforkuverkfræði á
hvorum stað fyrir sig og er hér um
að ræða tilraunaverkefni sem Egill
Hreinsson, prófessor í rafmagns-
verkfræði við Háskóla íslands,
kveðst vonast til að marki upphafið
að frekari samstarfsverkefnum á
þessu sviði.
Kennsla fer fram með þeim hætti
að Egill sér um fyrirlestra í nám-
skeiðinu og kemur þeim til skila til
nemenda sinna bæði í Færeyjum og
á íslandi um Netið, þó að þeir ís-
lensku fái reyndar einnig hefð-
bundna kennslu í þessum lið nám-
skeiðsins. Færeyskur kollega Egils
sér hins vegar um gerð verkefna
sem nemendum er ætlað að leysa,
og kemur hann þeim til nemend-
anna í gegnum Netið sömuleiðis.
Þeir skila síðan úrlausnum sínum
með sama hætti.
Með þessu segir Egill að sé hægt
að samnýta og spara kennslukrafta.
Meiningin er að vísu að hvor kenn-
ari um sig heimsæki nemendur sína
í hinu landinu eins og einu sinni á
önn en eftir stendur að hér er verið
að gera tilraun með að kenna nám-
skeiðið í fjarkennsluformi. „Munur-
inn er sá að það þarf ekki neina
reglulega, vikulega miðlun, nem-
endur og kennarar þui-fa ekki að
hittast tvisvar í viku eins og venja er
í hefðbundinni kennslu," sagði Egill.
Námið fer fram á ensku enda seg-
ir Egill að um sérhæft tæknimál sé
að ræða og enskan henti því best.
Ingibjörg Sólrún segist ekki sátt
við svör fjármálaráðuneytisins. „Við
erum búin að setja fram þá kröfu að
Samkeppnisstofnun leiti svara við
þessum spurningum og við munum
halda málinu áfram og reyna að sjá til
þess að þessi svör fáist,“ sagði hún.
Hún segist telja að nauðsynlegt sé
að umbeðnar upplýsingar liggi fyrir
þannig að menn hafi heildstæða mynd
af þessum fjarskiptamarkaði og þeim
vinnubrögðum sem þar tíðkast.
„Við höfum sett fram í umsögn til
Samkeppnisstofnunar að við teljum
ómögulegt að stofnunin geti fjallað
hlutlægt um kæru Landssímans án
þess að hún hafi heildarmynd af
fjarskiptamarkaðinum og þeim samn-
ingum sem þar hafa verið gerðir. Við
gerum þá kröfu til Samkeppnisstofn-
unar að hún leiti svara við þessum
spumingum,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Sérblöð í dag
iÞsámR
Rússinn Nemov sigraði í fjölþraut
fimleikanna í Sydney/B9
Þjálfari Arnar segir að allt verði
lagt undir í úrslitunum/B7
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is