Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Kynning á landbúnaði fyrir
nemendur í 7. til 10. bekk
Dagur með
bónda í
skólanum
Reykjavík
NEMENDUM í 7. til 10.
bekk í grunnskólum Reykja-
víkur verður í vetur boðið upp
á kynningu á landbúnaði með
því að fá starfandi bónda í
heimsókn í einn dag. „Dagur
með bónda“ er samstarfs-
verkefni útgáfu- og kynn-
ingarsviðs Bændasamtak-
anna og Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur, en verkefnið
hófst í fyrravetur, að því er
fram kemur í nýjasta tölu-
blaði Bændablaðsins.
„Petta tókst með eindæm-
um vel og ákveðið var að
halda áfram í vetur. Um tíu
skólar tóku þátt í fyrra og við
gerum fastlega ráð fyrir því
að fleiri skólar taki þátt
núna,“ segir Heiða Björk
Sturludóttir hjá útgáfu- og
kynningarsviði Bændasam-
takanna.
Skenimtilegl hvað bænd-
urnir eru persónulegir
Bóndinn kynnir sveita-
störfín fyrir nemendunum og
er lögð áhersla á að þeir læri
hvar landbúnaður er stundað-
ur, hver munurinn er á mis-
munandi búgreinum, hvernig
störfín eru og hvaða áhöld eru
notuð. Einnig er þeim kennd-
ur munurinn á ólíkum jurta-
tegundum og dýrategundum.
„Nemendunum finnst mjög
gaman að þessari nýjung.
Ungt fólk er líka orðið svo
fjarlægt sveitinni, það þekkir
þetta svo lítið og fyrir vikið er
þetta helmingi meira spenn-
andi,“ segir Heiða Björk.
„Svo er líka skemmtilegt hvað
bændurnir eru persónulegir í
kennslunni. Sumir koma jafn-
vel í fjósagallanum, eða með
hundinn sinn með sér.“
Nemendur spyrja hvenær
þeir megi koma
Heiða Björk segir að bænd-
urnir spili kennsluna að miklu
leyti af fingrum fram, en
styðjist jafnframt við
kennsluefni sem útbúið er að
danskri fyrirmynd. Einnig
býr hver bóndi til stutt
myndband þar sem hann sýn-
ir bæinn sinn og segir Heiða
Björk kennslustundirnar iðu-
lega enda með því að nemend-
urnir spyrji hvenær þeir megi
koma í heimsókn.
Hún segist telja afar mikil-
vægt að börn og unglingar fái
að kynnast lífi í sveitum og að
það hafi sýnt sig í þessari
fræðslu að þau hafi mikinn
áhuga á því. Því standi til að
auka jafnvel enn við fræðsl-
una og bjóða upp á heimsókn-
ir í sveitina, enda hafi margir
unglingar jafnvel aldrei kom-
ið á sveitabæ.
• W : | - | i——í TTf
Bömin í Selásborg skemmtu sér vel á opnunardaginn. Morgunblaðið/Þorkell
Nýr leikskóli
fyrir 88 börn
I Selásborg er að finna nýstárlegar útfærslur í byggingu
leikskóla.
Seláshverfi
LEIKSKÓLINN Selásborg
var formlega opnaður af
Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, borgarstjóra, í
fyrradag. Þetta er fyrsti
leikskólinn sem opnaður er
í borginni á árinu, en annar
verður opnaður í Víkur-
hverfi fyrir áramót.
Selásborg er við Brekkn-
ás 4 og geta 88 börn dvalið
þar samtímis á fjórum
deildum. Áætlaður kostnað-
ur við bygginguna er 131
milljón króna, að meðtöld-
um búnaði.
Þrjár deildanna eru þeg-
ar fullmannaðar og er gert
ráð fyrir að starfsemi hinn-
ar fjórðu komist í fullan
gang innan tíðar en um
þessar mundir er verið að
taka á móti börnum og for-
eldrum, sem hafa fengið vil-
yrði fyi'ir leikskólaplássi, að
því er fram kemur í frétt frá
Leikskólum Reykjavíkur.
Ai'kitekt Selásborgar er
Manfreð Vilhjálmsson og
arkitektastofan Arkitektar
ehf en Dagný Bjarnadóttir
og Landslag ehf sáu um
hönnun lóðar. Skipulag
hússins er nýstárlegt að
ýmsu leyti, m.a. eru útidyr í
viðeigandi stærð fyrir börn-
in og speglar eru í sameig-
inlegu í'ými. Leikskólastjóri
er Margrét Elíasdóttir.
Hafnfírð-
ingar
keppa
um merk-
ingar
Hafnarfjördur
NÚ STENDUR yfir í Hafn-
arfirði opin hugmyndasam-
keppni um merkingar í bæn-
um til að ná fram sem bestri
heildarlausn merkinga í
bænum og vekja athygli á
sérstöðu hans og sérkennum.
Fyrstu verðlaun verða
a.m.k. hálf milljón króna.
Verkefnið tekur til merk-
inga á bæjarmörkun, bæjar-
korta í miðbæ og við leiðir
inn í bæinn, svo og til merk-
inga á opinberum bygging;
um og þjónustusvæðum. I
keppnislýsingunni kemur
fram að niðurstöður verði til
hliðsjónar við áframhaldandi
þjónustumerkingar svo og
við merkingar tilkynninga-
standa, áhugaverðra staða,
gönguleiða, reiðleiða, hjóla-
leiða og „sér-hafnfirskar
merkingar, eftir því sem efni
og ástæður gefa tilefni til“,
segir í keppnislýsingu.
„Ætlunin er að ná fram
aðlaðandi og eftirtektar-
verðu heildaryfirbragði, jafn-
framt því sem áhersla verður
lögð á vandaða og hag-
kvæma hönnun," segir enn-
fremur.
Nánari upplýsingar um
samkeppnina er að finna á
vef Hafnarfjarðarbæjar,
hafnarfjordur.is.
Morgunblaðið/Kristinn
fbúar við Fjörugranda hafa óskað eftir því við borgaryfirvöld að endurbótum við þvottahús-
ið Grýtu verði lokið á næstu vikum, að viðlagðri riftun starfsheimildar.
Ibúar kvarta
yfír ástandi
lóðar og húss
Vesturbær
ÍBÚAR við Fjörugranda hafa
sent skipulags- og umferðar-
nefnd Reykjavíkur bréf þar
sem gerð er athugasemd við
ástand lóðar og húss þvotta-
hússins Grýtu við Keilugranda
1. _
I bréfinu segir að þegar
þvottahúsið Grýta hafi fengið
heimild fyrh’ starfsemi sinni
hafi verið „tíundað að starf-
semi þvottahússins yrði mikl-
um mun hreinlegri en sú sem
þarna var áður. Lóð yrði lag-
færð og snyrt, trjágróður sett-
ur, húsið málað o.fl.“ I bréfinu
segir síðan að á þeim tíma sem
liðinn er frá því að starfsemi
þvottahússins var heimiluð
hafi ekkert verið gert til úr-
bóta og öllu hafi hrakað þannig
að óviðunandi sé. Engin lag-
færing hafi verið gerð á lóð eða
húsi og úrgangsgámi hafi verið
stillt upp næst húsum við
Fjörugrandann, þrátt fyrir
mótmæli.
Ibúarnir við Fjörugranda
óska þess að borgaryfirvöld
sjái svo um að eigendum eða
umráðamönnum verði gert að
ljúka öllum umræddum endur-
bótum á næstu vikum, að við-
lagðri riftun starfsheimildar.
Bréfið var lagt fram á fundi
skipulags- og umferðamefnd-
ar borgarinnar nýlega og vísað
til byggingafulltrúa.
Kvikmyndasafn Islands í Bæjarbíói
Endurgerð hússins lokið í vor
Hafnarfjörður
KVIKMYNDASAFN ís-
lands hefur sótt um um fjár-
veitingu til ríkisins, Hafnar-
fjarðarbæjar og annarra
sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu, til að ljúka við fram-
kvæmdir við endurgerð Bæj-
arbíós. Áætlað er að fram-
kvæmdirnar kosti um 27
milljónir, en ríkið og Hafnar-
fjarðarbær hafa á síðustu
fjórum árum veitt 13 milljón-
ir í þær.
Sigurjón Baldur Haf-
steinsson, safnstjóri Kvik-
myndasafnsins, segir að
gangi allt eftir og fjárveit-
ingar fáist verði hægt að
ljúka framkvæmdum og
hefja starfsemi í húsinu í vor.
Hlutverk kvikmynda-
safnsins er meðal annars að
safna íslenskum kvikmynd-
um og varðveita þær, en
safnið mun einnig safna er-
lendum kvikmyndum sem
taldar eru hafa listrænt eða
kvikmyndasögulegt gildi.
Safnið mun jafnframt safna
gripum, svo sem töku- og
sýningarvélum og prentuðu
efni sem tengist kvikmynd-
um og kvikmyndamenningu.
Kvikmyndasafnið mun einn-
ig sinna rannsóknum á ís-
lenskri kvikmyndasögu.
Sigurjón segir að fræðsla
muni vega þungt í starfsemi
safnsins og ætlunin sé að
vera í samstarfi við skóla á
öllum skólastigum, frá leik-
skóla til háskóla. I Bæjar-
bíói verði einnig kynningar
og reglubundnar sýningar á
sem breiðustu úrvali kvik-
mynda frá sem flestum
skeiðum kvikmyndasögunn-
ar.