Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ é 2 * fes ___________________ Nemendur í Starfsmenntaskóla Landsvirkjunar samankomnir framan við starfsmannahúsið að Tumastöðum ásamt Sigurði Sigmundssyni umsjónarmanni (þriðji f. h.), Guðmundi Páli Péturssyni verkstjóra (lengst t.h.) og Hrafni Oskarssyni, verkstjóra hjá Skógræktinni (lengst t.v.). Morgunblaðið/Önundur Bjömsson Hrafn Óskarsson, verkstjóri Skógræktar ríkisins að Tumastöðum, stendur hér í einum af „trjáeldisskálum" stöðvarinnar. Afl sem um munar Landsvirkjun bjargar skógræktar- stöðinni að Tumastöðum í Fljótshlíð Stelpurnar í Starfsmenntaskóla Landsvirkjunar tóku sér andartaks hlé frá grisjun og arfanámi. Þær risu eins og gyðjur af akri þegar til þeirra var kallað. Helstu burðastólpar Skógræktarstöðvarinnar að Tumastöðum í Fljóts- hlíð, talið frá vinstri: Hrafn Óskarsson, verkstjóri Skógræktar ríkisins, Sigurður Sigmundsson, umsjónarmaður Landsvirkjunar og skólastjóri Starfsmenntaskóla LV, Guðmundur Páll Pétursson, verkstjóri LV á Tumastöðum, og sú sem alla nærir, Sigríður Böðvarsdóttir, ráðskona frá Kirkjulæk. Á myndina vantar Theódór Guðmundsson, forstöðu- mann Skógræktarinnar að Tumastöðum. Breiðabólstað í Fljótshlíð. - Skóg- ræktarstöðin að Tumastöðum í Fljótshlíð og raunar allt nærliggjandi umhverfi er heillandi til útivistar, trjáskoðunar og gönguferða. Á sínum tíma stóð til að leggja stöðina niður sem hefði án vafa haft í för með sér að allt það sem unnið hefur verið í rækt- un og gróðursetningu fjölskrúðugra tijáplantna á staðnum undanfama fimm áratugi hefði drabbast niður. Við þessari þróun var þó spornað m.a. með liðsinni Landsvirkjunar. I Rangárvallasýslu standa flestar stærstu virkjanir Landsvirkjunar og þar með landsins. Uppbygging þess- ara mannvirkja og rekstur hefur ver- ið mjög atvinnuskapandi fyrir íbúa sýslunnar frá því að fyrstu fram- kvæmdir hófust í annars afar eins- leitu atvinnuumhverfi. í seinni tíð hefur þó dregið nokkuð úr virkjana- framkvæmdum sem hefur valdið at- vinnusamdrætti sem óhjákvæmilega hefúr komið niður á sýslubúum. Unglingar unnu fegrunarströf Hins vegar hefur Landsvirkjun lyft grettistaki í umhverfismálum, ekki aðeins við virkjanir fyrirtækis- ins, heldur einnig víða um hérað og land. Með Skógrækt ríkisins og Landsvirkjun tókst samstarfssamn- ingur sem m.a. hljóðaði upp á að sum- arvinnuunglingar fyrirtækisins ynnu að ýmsum skógræktarverkefnum að Tumastöðum í Fljótshlíð en til stóð að loka stöðinni vegna nýrra sam- keppnisreglna. Upphaf þessa máls má rekja til haustsins 1998 er starfsmanni Landsvirkjunar, Sigurði Sigmunds- syni, var boðið að sækja skógræktar- þing sem haldið var á Hvolsvelli. Þá um sumarið höfðu unglingar á vegum Landsvirlqunar unnið nokkuð fyrir Skógræktina m.a. við að lagfæra skógræktargirðingu í Holta- og Landsveit. í samræðum meðal fulltrúa á þing- inu kom fram að mjög væri kreppt að fjárhag Skógræktarinnar vegna nýrra samkeppnisreglna sem setja skorður við framleiðslu rfldsstofnana á hvers konar vörum sem framleidd- ar eru á fijálsum markaði. Af ofangreindum ástæðum lá fyrir að leggja yrði niður framleiðslu í ein- hveijum af gróðurstöðvum Skóg- ræktarinnar og höfðu Tumastaðir í Fljótshlíð verið nefndir í því sam- bandi. Heldur féllu þessi tíðindi í grýttan jarðveg. Beindu þingfull- trúar því þeirri fyrirspum til Sigurð- ar Sigmundssonar hvort hugsanlegt væri að forsvarsmenn Landsvirkjun- ar væru fáanlegir til að hlaupa undir bagga svo halda mætti áfram stofn- ræktun að Tumastöðum og viðhaldi eins stærsta trjáasafns á Islandi sem þar er niðurkomið. Þegar ljóst varð að stöðinni yrði lokað að óbreyttu og aðeins einn til tveir starfsmenn yrðu þar eftir var lögð áhersla á að finna Tumastaða- stöðinni vettvang við hæfi jafnframt því að tryggja almenningi aðgang að staðnum. Sumarið 1999 komu til starfa að Tumastöðum sextán unglingar frá Starfsmenntaskóla Landsvirkjunar. Staðarmenn tóku að sér alla verk- stjóm. Jafnframt vinnu unglinganna tók til starfa þriggja manna nefnd skipuð Ragnheiði Ólafsdóttur um- hverfisstjóra Landsvirkjunar, Níelsi Ama Lund frá landbúnaðarráðu- neyti og Ólafi Oddssyni upplýsinga- stjóra Skógræktar ríkisins. Rannsóknir tengdar ungu fólki Uppskera af vinnu nefndarinnar liggur nú fyrir og var samningur Landsvirkjunar, Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og RALA undir- ritaður að Mógilsá sl. vor. Samningur þessi kveður á um samvinnu að rann- sóknum sem varða ræktun margvís- legra gróðurtegunda bæði til nota á hálendissvæðum, til skógræktar og landgræðslu almennt. Rannsóknirn- ar era síðan tengdar unga fólkinu sem sækir sumarvinnu sína til Starfsmenntaskóla Landsvirkjunar sem í sumar hefur aðstoðað vísinda- menn við rannsóknir. Fróðleik þeim, sem unglingamir afla sér, munu þeir koma á framfæri á sérstakri heima- síðu hjá Landsvirkjun. Þróun hennar er nú lokið og verður hún opnuð formlega næsta sumar. Hvað Tumastaði varðar er gert ráð fyrir því að verkefni unga fólksins lúti einkum að því að opna betur fyrir almenningi þá miklu náttúraperlu sem staðurinn er með lagningu göngustíga, merkingu plantna og gönguleiða og almennri umhirðu staðarins. Einnig er gert ráð fyrir að unnið verði að hliðstæðum verkefn- um í Múlakoti og að umhverfisverk- efnum stærra svæðis eftir því sem aðstæður leyfa og ástæða þykir til hverju sinni. Ljóst er af ofangreindu að for- svarsmenn Landsvirkjunar hafa látið verkin tala svo um munar í um- hverfismálum, í atvinnusköpun ung- menna og með liðsinni við rannsóknir á sviði gróðurvemdar, uppgræðslu og skógræktar. Það hafa þeir gert m.a. með því að greiða laun unglinga Starfsmenntaskóla LV, verkefnisstjóra, verkstjóra og ráðskonu auk þess að leggja fram beinan styrk til rannsóknanna sem nemur sex milljónum króna. Sex hreppar Rangárvallasýslu stofnuðu með sér félagið Heima- skóga og gengu til samstarfs og þátt- töku í áðurgreindu verkefni og lögðu hreppamir fram 500.000 kr. og heit um allt að einni milljón króna til við- bótar á þessu ári. Vert er að geta þess að það er al- menn skoðun þeirra Sunnlendinga sem hafa tjáð sig um þetta mál að stjómendur Landsvirkjunar hafi með liðveislu sinni átt drjúgan þátt í þeirri farsælu niðurstöðu sem raun er á um verkefnin að Tumastöðum og víðar. Einhver besti gróðurreitur landsins að Tumastöðum Árið 1944 festi Skógrækt rfldsins kaup á jörðinni Tumastöðum í Fljóts- hlíð. Kaupverð var kr. 45.000 sem gæti verið að núvirði um þrjár millj- ónir króna. Ástæður kaupanna má vaflaust rekja til framsýnna ábúenda í Múlakoti, sem hófu skógrækt í landi jarðarinnar með góðum árangri, þrátt fyrir þá trú og skoðun manna að á íslandi væri ekki hægt að rækta tré eða skóga. Hákon Bjarnason þá- verandi skógræktarstjóri taldi Fljótshlíðina vera einhvem besta gróðurreit landsins og gætti þess vel að ekkert jarðnæði sem þar losnaði gengi Skógræktinni úr greipum. Hann ritaði: „Jörðin Tumastaðir var keypt til þess að komið yrði á fót stórri gróðrarstöð fyrir trjáplöntur. Lega landsins undir slíka stöð er svo góð að erfitt mun að finna annan jafn- góðan stað til uppeldis tijáplantna. Þar er mjög skjólsælt, landið er slétt og hallar því h'tið eitt til suðurs og vesturs.“ Allt hefur gengið eftir sem Hákon spáði og reit. Stöðin hefur verið af- kastamikil þrátt fyrir lágmarks- mannafla alla tíð en þó hámarks- afköst og annað þannig allri eftirspurn. Nú er þar fagur skógur ásamt trjáa- og rannasafni, vel merktu og tiltölulega aðgengilegu. Skógar laða að fugla og víst er að fuglalíf í Tumastaðaskógi er fjöl- breytt og litskrúðugt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.