Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Dvínandi fylgi vekur Bush ugg Nú þykir ljóst að mjótt verður á mununum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Frambjóðendurnir George W. Bush og A1 Gore eru ýmist hnífjafnir í skoð- anakönnunum, eða þá að Gore hefur smá- vægilegt forskot. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að í herbúðum Bush velti menn vöng- um yfír því hvaða áherslum þurfí að breyta til að tryggja ríkisstjóranum sigur. George W. Bush A1 Gore REPÚBLIKANINN Bush hefur lengi reynt að spyrða þá saman, Bill Clinton forseta og varaforset- ann A1 Gore, og viljað gera yfir- sjónir Clintons að mistökum Gores. Skilaboðin eru augljós: Fyrst demókratinn Clinton klúðraði mál- um svona rækilega og misnotaði trúnað þjóðarinnar, hvemig ætti þá að vera hægt að treysta félaga hans og nánasta samstarfsmanni? Bush virðist hins vegar hafa skotið sig í fótinn með samlíking- unni. Vissulega spyrða kjósendur Clinton og Gore saman, en ekki á þann hátt sem Bush vill. Skoðana- kannanir sýna nefnilega, að kjós- endur telja Gore heiðarlegan og traustan fjölskyldumann, sem er ólíklegur til að kalla skömm yfir Hvíta húsið með framhjáhaldi og tilheyrandi málaferlum, en um leið nýtur Gore góðs af samlíkingu við forsetann, þvi efnahagur kjósenda hefur aldrei verið betri en í stjórn- artið Clintons og þar með auðvitað varaforsetans Gores. í fréttaskýringu dagblaðsins Washington Post fyrr í mánuðinum kom fram, að ráðgjafar Bush hafi talið kjósendur fúsa til að ljúka Clinton-Gore-tímabilinu í banda- rískum stjómmálum, ef hægt væri að sannfæra þá um að repúblikanar myndu ekki bera á borð fyrir þá öfgafulla íhaldsstefnu í anda Newts Gingrich, fyrrverandi leiðtoga Repúblikanaflokksins á þingi. Þess- ir ráðgjafar hafi gengið út frá því að arfleifð Clintons myndi íþyngja Gore mjög í kosningabaráttunni. Þrátt fyrir blómstrandi efnahagslíf, sem gerir kjósendur alltaf hikandi að samþykkja breytingar, myndu kjósendur telja Bush meira og trú- verðugra leiðtogaefni. Báðir heillandi og heiðarlegir? Eftir landsþing demókrata um miðjan ágúst er hins vegar allt ann- að upp á teningnum. Varaforsetinn bætir sífellt við sig fylgi, meirihluti kjósenda segir hann vera heillandi, í stað þess að telja hann dmmbs- legan eins og löngum hefur verið haft á orði, og kjósendur telja hann og Bush báða vera heiðarlega, traustvekjandi og búa yfir sterkri siðferðiskennd. Gore, sem repúblikanar þreytast seint á að lýsa sem kerfiskarli, er meira að segja talinn líklegri en Bush til að breyta stjórnkerfinu til hins betra. Washington Post hefur eftir einum ráðgjafa Bush að repúblikanar hafi verið mun ánægðari með Gore fyrir landsþing demókrata, enda var hann þá auðveldari andstæðingur. Repúblikanar verði að minna kjós- endur á hinn „gamla“ Gore, sem sé ekki treystandi, til að ná forskoti á ný. Repúblikönum hefur ekki gengið sem skyldi hingað til að fá kjósend- ur til að kjósa eftir meintum ótrú- verðugleika frambjóðanda. Árið 1992 höfðu þeir mörg orð uppi um að Clinton væri ekki treystandi og sá leikur var endurtekinn árið 1996. í bæði skiptin fylktu kjósendur sér um Clinton, jafnvel þótt þeir hefðu ýmsar efasemdir um persónuleika hans. Og í þingkosningum í miðju Móniku-hneykslinu árið 1998 var repúblikönum refsað harðlega fyrir tilraunii- sínar til að gera hegðun forsetans að helsta kosningamálinu. Repúblikanar hafa hins vegar hald- ið því fram að Gore skorti persónu- töfrana sem Clinton hefur í svo rík- um mæli, svo kjósendur muni ekki horfa framhjá meintum persónu- göllum hans. Vandi repúblikana er sá, að kjós- endur setja stjórnmálamenn undir sama hatt að mörgu leyti, hvar í flokki sem þeir standa. í nýrri skoðanakönnun sögðust 60% kjós- enda sammála þeirri fullyrðingu að Gore myndi segja og gera hvað sem er til að ná kosningu. 57% kjósenda sögðu hið sama um Bush. Viðhorfið virðist vera, að slíkur sé einfaldlega gangur kosningabaráttu. Svo enn sé vísað í títtnefnda skoðanakönnun, sem unnin var af ABC-fréttastöðinni og Washington Post, er Gore sífellt að ná meira fylgi meðal kvenna. Hann hafði nokkurt forskot á Bush í sumar, missti það niður í kjölfar lands- þings repúblikana í ágústbyrjun, en hefur nú náð að vinna það upp. 56% kvenna segjast ætla að velja vara- forsetann, en 38% Bush. í grein dagblaðsins Boston Globe á dögun- um var þessi breyting meðal annars rakin til hefðbundinnar íhaldssemi kvenna þegar kemur að fjármálum heimilisins. Eftir að Bush kynnti þá ætlan sína að fólk gæti sett hluta lífeyrisgreiðslna sinna, sem annars rynnu til almannatryggingakerfis- ins, í einkasjóði líta konur svo á að hann sé tilbúinn að taka áhættu með sparifé heimilanna og það er hagsýnum húsmæðrum ekki að skapi. Nýjasta skoðanakönnun Gallup fyrir CNN og USA Today, sem kynnt var um síðustu helgi, sýnir jafnframt að yfirburðastaða Bush meðal karlkjósenda er að hverfa. Áður höfðu um 58% karla sagst ætla að kjósa ríkisstjórann og um 38% kjósa Gore, en nú segjast 47% karla fylgjandi Bush og 44% Gore. Þar sem hjart a iðnaðarins slær Aukið fylgi Gores í sumum ríkj- um þar sem Bush taldi sig nokkuð öruggan, s.s. Louisiana og Flórída, þar sem bróðir hans Jeb er ríkis- stjóri, veldur repúblikönum skiljan- lega áhyggjum. Af þremur fjöl- mennustu ríkjunum, Texas, Kalifomíu og New York, getur Bush gengið að sigri vísum í heima- ríkinu Texas, en Gore er öruggur með hin tvö. Harðasti slagurinn mun því ekki standa í stærstu ríkj- unum, þar eru línurnar þegar skýr- ar. í Bandaríkjunum er það haft í flimtingum, að stjórnmálaskýrend- ur séu með takka á tölvunni sinni sem þeir geti þrýst á til að kalla fram setninguna: „Úrslit kosninga í Bandaríkjunum ráðast í hjarta iðn- aðarins í landinu." Sú var líka raun- in í skrifum stórblaðsins New York Times á dögunum, því blaðið segir að úrslitin muni ráðast í Ohio, Michigan, Missouri, Pennsylvaníu og Illinois. Blaðið segir að allt frá því að repúblikaninn Ronald Reag- an sat á forsetastóli hafi demó- kratar í verkalýðsstétt í þessum ríkjum stundum kosið Repúblikana- flokkinn. Undanfarin ár hafi þeir til dæmis kosið yfir sig ríkisstjóra úr þeim flokki, þá Tom Ridge í Penns- ylvaníu og John Engler í Michigan, sem báðir vilji sterk ríkisafskipti í heilbrigðis- og menntamálum. Hins vegar hafi demókratar oft haft mik- ið lausafylgi í þessum ríkjum og svo gæti vel farið að það yrði upp á ten- ingnum nú. Skoðanakannanir sýni að boðskapur Bush um takmörkuð ríkisafskipti, sem eigi svo góðan hljómgrunn sunnar í landinu, falli í grýttan jarðveg meðal kjósenda þarna norðar. Nýjustu skoðanakannanir virðast renna stoðum undir þessar kenn- ingar. Gore er búinn að ná dálitlu forskoti í Miehigan, er með pálm- ann í höndunum í Pennsylvaníu og Illinois, eins og fyrri kannanir bentu til, og er kominn upp að hlið Bush í Ohio, því ríki þar sem for- setaframbjóðendur repúblikana hafa löngum átt ágætt fylgi sem Bush virtist geta gengið að vísu. Könnunin náði ekki til kjósenda í Missouri, en talið er ólíklegt annað en kjósendur þar hallist líka fremur að Gore en Bush. Demókratar hafa að sjálfsögðu lýst ánægju sinni með skoðana- könnun þessa, sem sé fyllilega í samræmi við þann hljómgrunn sem þeir hafi fundið fyrir. í herbúðum repúblikana eru menn hins vegar ekki sáttir við þessar niðurstöður. Þeir segjast hafa gert eigin kannanir sem sýni Bush með for- skot í Ohio, hann sé með svipað fylgi og Gore í Michigan og eigi á dálítinn bratta að sækja í Illinois og Pennsylvaníu. Það sé fjarri öllu lagi að úrslitin séu ráðin í þessum ríkj- um. Málefni og mannkostir New York Times bendir á, að í upphafi kosningabaráttunnar hafi Bush lýst sjálfum sér sem „brjóst- góðum íhaldsmanni“, í anda ríkis- stjóranna Ridge og Englers, en hann hafi vikið nokkuð af þeirri braut undanfarið vegna deilna um kappræður við Gore og vegna þess hve tvístígandi hann hefur verið í ákvarðanatöku um hversu langt hann eigi að ganga í árásum á Gore í auglýsingum. Gore hafi líka náð að neyða hann til að útskýra stefnumál sín í smáatriðum, í stað þess að hann talaði almennt um þau. Ihaldssemi hans hafi til dæmis verið meira áberandi en brjóstgæð- in þegar hann útskýrði áætlanir sínar um þátttöku hins opinbera í lyfjakostnaði. Um leið og kastljósið beinist að ákveðnum baráttumálum frambjóðendanna dofni áhrif upp- hrópana um almenn gildi, sem repúblikanar trúi að komi Gore illa. Bush gerir sér hins vegar grein fyrir að hann verður að ná til kjós- enda í iðnaðarríkjunum. í byrjun þessarar viku hóf hann mikla yfirreið um héruð og leggur mikla áherslu á að ná til fólks í millistétt, í þeirri von að honum takist að stemma stigu við karlaflóttan- um, um leið og hann vill allt til vinna að ná betur til kvennanna. Hann mun t.d. halda mjög á lofti hugmynd- um sínar um skatta- ívilnanir til bama- fólks, úrbætur í skólamálum og heil- brigðismálum. Gore virðist hins vegar sáttur við stöðu sína í iðnaðarríkjunum í bili og hefur horfið á vit kjósenda í Kaliforníu. Sér er nú hver lægðin Ymsir repúblikanar, sem fylgjast úr fjarska með gengi Bush og kosn- ingastjóra hans, segja að hann geti sannarlega unnið sigur með því að halda baráttumálum sínum á lofti, en þeir harma það hins vegar að hann hafi leyft andstæðingum sín- um að beina umræðunni í ákveðinn farveg. Til dæmis sé hann svo til hættur að halda því á lofti að hann sé maður umbóta. Gore komist upp með að lýsa sjálfum sér sem and- vígum sérhagsmunum, en Bush hafi vart nefnt nauðsyn á umbótum frá því í forkosningunum. Sumir fréttaskýrendur halda því fram að Bush og fylgismenn hans muni leggja æ meiri áherslu á að A1 Gore sé ekki treystandi, en aðrir segja að það sé of seint núna, kjós- endur vilji skýrar umræður um af- mörkuð mál, en ekki almennar vangaveltur um mannkosti fram- bjóðenda. Slíkar vangaveltur eru kannski óþarfar, því Bush virðist hafa tekið ákvörðun um hvernig best sé að snúa kosningabaráttunni sér í hag. Hann virðist ákveðinn í að kynna kjósendum stefnumál sín með raunhæfum dæmum, til dæmis um hvernig hugmjmdir hans um skattabreytingar, þátttöku í lyfja- kostnaði, ellilífeyri og menntamál muni snerta hinn almenna borgara. Þrátt fyrir upphrópanir um að nú sé kominn sandur í kosningavél Bush segjast andstæðingar hans, demqkratar, ekki sjá þess merki að hún sé að bræða úr sér. Þeim er auðvitað meinilla við umræður um að Gore hafi þetta allt í hendi sér, því kjósendur taka slíkt oft óstinnt upp, enda er það þeirra að velja. Demókratar benda því á, að eftir slæmt tímabil í kosningabaráttunni standi Bush nokkurn veginn jafn- fætis Gore í skoðanakönnunum og hafi margfalt meira fé til ráðstöfun- ar en varaforsetinn. Það sé vart hægt að kalla slíka stöðu mikla lægð. urvaliö ®r hjá okkur 5 I M I 5 S 3 3366 G L Æ S I B Æ www.oo.is Britax BÍLSTÓLAR Spenna á Fíla- beinsströndinni Abidjan. AFP, AP. SPENNUÁSTAND hefur ríkt á Fflabeinsströndinni undanfarna daga, eftir að Robert Guei, Ieið- toga herforingjastjórnarinnar, var, að sögn yfirvalda, sýnt banat.ilræði á mánudag. For- setakosningar eiga að fara fram í landinu í næsta mánuði og hafa stjórnarandstæðingar lýst áhyggjum af því að Guei kunni að nota hið meinta tilræði sem tylliástæðu til að fresta kosning- unum. Fjórtán manns, þar á meðal nokkrir hermenn, hafa verið ákærðir fyrir aðild að tilræðinu gegn Guei, en hann slapp ómeiddur. Verða hinir ákærðu dregnir fyrir herdómstól, en tveir lífverðir herforingjans eru sagðir hafa látið li'fið í tilræðinu. Talsmaður stjórnarandstöð- unnar, Aly Coulibaly, kvaðst í gær óttast að herinn myndi nota tækifærið og handtaka Alassane Ouattara, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar. Ouattara er fyrrver- andi forsætisráðherra landsins og einn helsti keppinautur Gueis í forsctakosningunum, og her- foringjastjórnin hefur beitt ýms- um brögðum til að koma í veg fyrir framboð hans. Fregnir hermdu í gær að herlögreglan hefði rannsakað og innsiglað hcimili næstráðanda Gueis, her- foringjans Lassana Palenfo, scm er nú viðstaddur Ólympíuleik- ana í Ástralíu, en liann cr talinn hliðhollur Ouattara. Þykir það benda til þess að klofningur sé kominn upp innan herforingja- stjórnarinnar. Herinn, undir forystu Gueis, framdi valdarán á Fflabeins- ströndinni í desember á si'ðasta ári, og batt þar með enda á 40 ára lýðræðisstjórn í landinu. Fyrir valdaránið hafði Fflabeins- ströndin verið eitt fárra ríkja á þessu svæði þar sem lýðræði var í heiðri haft og stöðugleiki ríkti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.