Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 29 ERLENT Fujimori við völd í Perú út júlí á næsta ári Segist enn hafa töglin og hagldirnar Lima. AP, AFP. Alberto Fujimori, forseti Perú, uppi á garðshliðinu við forsetahöllina í Lima ásamt ddttur sinni, Keiko. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, kom mörgum á óvart í fyrrakvöld er hann klifraði upp á hátt járnhlið við forsetahöllina og tilkynnti hópi stuðningsmanna sinna, að hann væri enn við stjórnvölinn og myndi verða þar til ný stjórn tæki við. Fujimori hefur verið gagnrýnd- ur víða um heim en hann er grun- aður um að hafa beitt brögðum í kosningunum í maí sl. en þá var hann kjörinn forseti í þriðja sinn. Upp úr sauð þó sl. fimmtudag er sýnt var myndband þar sem Vlad- imiro Montesinos, yfirmaður per- úsku leyniþjónustunnar, er að múta stjórnarandstöðuþingmanni og fá hann til að ganga yfir í raðir stjórnarþingmanna. Var mútuféð tæplega 1,3 millj. ísl. kr. Vegna þessa máls tilkynnti Fujimori sl. laugardag, að boðað yrði til kosn- inga innan skamms og yrði hann ekki í kjöri. Þá hefur hann skipað svo fyrir, að leyniþjónustan verði leyst upp. Margir töldu, að Fujimori væri í raun búinn að missa öll tök á stjórninni en kröftugar yfirlýsing- ar hans uppi á garðshliðinu í fyrra- kvöld benda til annars. Kvaðst hann mundu verða við völd til 28. júlí á næsta ári. Enn mjög vinsæll Fujimori nýtur enn verulegs stuðnings meðal Perúmanna enda er honum ekki aðeins þakkað að hafa upprætt skæruliðahreyfing- arnar í landinu, heldur líka að hafa bætt kjör hinna verst settu. Þá er ástandið í efnahagsmálunum miklu betra en áður var. Svo virðist líka sem síðasta hneykslismálið hafi ekki breytt miklu um vinsældir hans því að í skoðanakönnun, sem gerð var í Lima sl. mánudag, voru 47% ánægð með störf hans. 3JA DAGA TILBOÐ BARNA- OG DÖMUKULDASKÓR verð áður frá 3.990 til 8.990 Verð nú 1.990 2.990 3.990 EUROSKO Kringlunní 8-12 • sími 568 6211 Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420 Odýr satín rúmteppi verð frá kr. 5.900 Alnabúðin °pið iaugardag w. 10-14 Miðbæ v/Háaleitisbraut ♦ sími 588 9440 Glæsilegir haust- og vetrarlitir LANCÖME eru nú komnir. Ráðgjafi verður í versluninni í dag og á morgun. Komdu og líttu á djúpa plómuliti og létta silfurtóna. Veglegir kaupaukar að hætti LANCÖME 'U ifi Tif ffl tL" Laugavegi 80 simi 5611330 HELENA RUBINSTEIN Litir sem breytast með Ijósi Kynning í dag fimmtudag, föstudag og laugardag á nýju haust- og vetrarlitunum. Skemmtilegir litir sem breytast með Ijósi. Kynnum einnig ART OF SPA tvær nýjar líkamslínur, sem veita kraft frá toppi til táar eða fullkomna slökun, allt eftir þínum óskum. Við bjóðum þig velkomna í verslunina og minnum á glæsilega kaupauka. H Y G E A dnyrtivSruve/v tun Kringlunni, sími 533 4533 Dilbert á Netinu vg>mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.