Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 31 LISTIR Ferð Skírnis í Gymisgarða LEIKLIST Itanilamenn í s a m v i n n u v i ð Þjóðleikhúsið EDDA.RIS Leikstjóri og höfundur: Sveinn Einarsson. Tónlist: Guðni Franz- son. Búningar: Helga Björnsson. Grímur: Katrín Þorvaldsdóttir og Ásta Hafþórsdóttir. Leikmynd: Stefán Sturla Sigurjónsson. Lýs- ing: Bjöm Bergsteinn Guð- mundsson. Hreyfíngar: Lára Stefánsdóttir. Leikarar: Borgar Garðarsson, Felix Bergsson, Jak- ob Þór Einarsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Þriðjudagur 19. september. SYEINN Einarsson setur enn á svið íslenskar fornbókmenntir. Sveinn færir rök fyrir því í fyrsta bindi leiklistarsögu sinnar (1992) að þess sjái merki í handriti Skírnismála að listrænn flutning- ur bókmenntatexta hafi tíðkast hér í heiðnum sið. Terry Gunnell, sem skrifar hér grein í leikskrá, fjallaði um þetta efni í doktorsritgerð sinni um uppruna leiklistar á Norðurlönd- um og byggði þar á kenningum Berthu Philpotts. í kjölfarið á þessum ábendingum var kvæðið flutt í leikrænum búningi á vegum Freysleika og Stúdentaleikhúss- ins 1995-1997. En sýning Sveins er annað og meira en sviðsetning á kvæðis- textanum. Efni leiksins er ofið úr ýmsum þráðum sem hann spinnur ásamt leikhópnum úr goðsögnum sem hafa persónur leiksins að við- fangi. Hann styrkir þessa þræði með tilvísunum í fyrri samskipti jötna og ása og skírskotar til seinni tíma þjóðtrúar á risavaxnar ófreskjur allt til vangaveltna nú- tímans um skilgreiningar á þjóð- arsjálfsmynd út frá því sem sting- ur í stúf við hana. Seinni hluti titilsins vísar þannig jafnt í Risa- land sem hluta af tölvupóstfangi og í völsann sem er tákn Freys. Kvæðið er ekki með þeim auð- skiljanlegustu í Eddu. Það sem helst mætti setja út á sviðsetning- una er að þrátt fyrir að ýmislegt sé skýrt í'yrir áhorfendum og ein- faldað þá fara ýmsir gullmolar forgörðum í umfjölluninni. Á hinn bóginn vakir að sjálfsögðu ekki fyrir Sveini að flytja hér textann í leiklestri sem kemur merkingu hvers orðs til skila, enda varla hægt með svo snúinn texta og fornan. í stað þess er hér sett á svið efni kvæðisins, lögð áhersla á fallegustu brotin í textanum og á stundum fær hljómfallið að njóta sín í munni leikaranna þó að eitt- hvað skorti á skilning áhorfenda. Á þessum grunni er byggt verk sem er hvort tveggja nútímalegt og margslungið. Leikararnir leika Morgunblaoiö/Arm Sæberg Stefán Sturla Sigurjónsson sem landkönnuðurinn Skírnir á leið yfir mörk hins framandlega. jafnt leikara gædda ýmsum eðlis- þáttum persónanna, æsi og jötna og þessi þríeina persónusköpun gefur verkinu skemmtilegan heildarsvip. Jötnar koma fram í tvennskonar gervi; annars vegar sínu eðlislæga og hins vegar því framandlega. Þessi myndbreyting þeirra er snilldarlega útfærð og búningar persónanna í einu orði stórkostlegir. Þeir færa verkið inn í nýja vídd og gefa leikurun- um tækifæri til að umbreytast í fulltrúa ólíkra „kynþátta". Þessi leikur með þær skrípa- hugmyndir sem við höfum erft frá nítjándu öldinni um þjóðir sem eru frábrugðnar okkur er mjög skemmtilega útfærður. Einnig er fjallað um ótta og fordóma gagn- vart því sem er öðruvísi sem á vel við því eins og allir vita hafa goð- sagnir norrænna þjóða gjarnan verið misnotaðar í þeim pólitíska tilgangi að færa fram rök um yfir- burði okkar yfir aðra. Að frátöldum frábærum bún- ingum, mjög áhugaverðri tónlist, vel hannaðri en einfaldri sviðs- mynd og hnitmiðuðum ljósum er leikurinn framúrskarandi. Það er greinilegt að hópurinn er vanur að vinna saman. Leikurinn stig- magnaðist allt frá hinni hálfvon- leysislegu byrjun til hinna stór- fenglegu atriða í Gymisgarði. Þó að allir leikararnir stæðu sig mjög vel var það hópurinn sem heild sem var áhrifamestur í einbeittum hreyfingum og látbragði. Hér fer saman skemmtileg út- færsla á góðum hugmyndum í sviðsetningu, áhrifamikill leikur og æðislegir búningar og grímur. Hér hefur tekist giftusamlega að færa áhugavert, sígilt kvæði í leikbúning og sýna fram á hvernig sjálfsmynd okkar nútímamanna tengist boðskap kvæðisins. Sveinn Haraldsson LJONIÐ A VEGINUM F10TT 0G FREISTANDI Tákn nýrrar kynslóðar. Fallegt og kraftalegt útlit endurspeglar fjörið sem einkennir Peugeot 206. Mikið rými og flott hönnun gera Peugeot 206 að fjörmiklum farkosti unga fólksins. VERÐ FRA 1099.000 Vfltnagörðum 24 • s. 520 1100 Sýningai og prufubilar eru eirinig á eftirlöídumstdbum: Akrariesr Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bflasálá Akurfyrars; 46 1 2533, Vestmannaeyjar: BillvéfkstaeðTð Bragginn s. 481 1535, Keflavik: Bílavík ehf. s. 421 7800. J ' ', r, MSíiit*****- PEUGEOT 1 Á - • / Á NBHnBU i ■■ . - ; JJJk mmmam § mm ~:\A ^Jglf !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.