Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Yiðtalsbók og Matarsögur
frá Bókaútgáfunni Sölku
Vilborg
Dagbjartsdóttir
Bókaútgáfan
Salka mun
senda frá sér
einar tíu bæk-
ur fyrir jólin.
í kynningu
útgáfunnar er
fyrst talin við-
talsbók við
Vilborgu
Dagbjartsdótt-
ur. Þar ræðir
Kristín Marja
Baldursdóttir við Vilborgu sem
segir frá mikilli lífsreynslu og viðr-
ar skoðanir sínar á margskonar
málefnum. Fjöldi mynda er í bók-
inni.
Matarsögur. I þessari bók er
spjallað við á annan tug íslenskra
atorkukvenna um mat og matar-
gerð og sagt frá mörgum skemmti-
legum uppákomum þar að lútandi.
I bókinni er fjöldi uppskrifta að
einföldum sælkeraréttum sem eru
í sérstöku uppáhaldi hjá viðmæl-
endum ásamt öðrum fróðlegum
leyndarmálum úr eldhúsinu.
Textahöfundar eru Sigrún Sigurð-
ardóttir og Guðrún Eva Mínervu-
dóttir. Einar Falur Ingólfsson tók
fjölda mynda af viðmælendum.
Þóra - Baráttusaga eftir Ragn-
heiði Jónsdóttur. Hér eru tvær
fyrstu Þórubækur Ragnheiðar
Jónsdóttur, Ég á gull að gjalda og
Aðgát skal höfð, saman í einni bók
en bókaflokkurinn samanstendur
af fjórum bókum. Tvær fyrstu
bækurnar komu út í fyrsta og eina
skiptið árið 1954 og 1955.
Kossinn er eftir Kathryn Harri-
son. Höfundurinn er ung banda-
rísk skáldkona sem leiðir lesand-
ann í gegnum erfitt ferðalag aftur
til ástlausrar æsku, baráttu við an-
orexíu og búlimíu og að lokum
fjögurra ára ástarsambands stúlk-
unnar við föður sinn. Rannveig
Jónsdóttir þýddi.
Á lausu eftir Marianne Eilen-
berger. Kímniskáldið Marianne
Eilenberger skrifar hér út frá eig-
in reynslu um það hvernig það er
að vera einhleypur og hversu erfitt
það getur verið að ná sér í al-
mennilegan maka. Á lausu er
grafalvarlegt grín, sem Soffía Auð-
ur Birgisdóttir þýddi.
Fegraðu líf þitt eftir Victoriu
Moron er sjálfsræktar- og gjafa-
bók þar sem höfundurinn deilir
nokkrum leyndarmálum með les-
andanum um það hvernig hægt er
að fá það besta út úr lífinu þrátt
fyrir þær miklu annir sem nútíma-
líf krefst.
I bókinni eru sjötíu stuttir kafl-
ar en hver þeirra afhjúpar leynd-
armál sem allar önnum kafnar
konur ættu að þekkja. Þóra Sigríð-
ur Ingólfsdóttir íslenskaði.
Gæsahúð. Nágrannadraugur-
inn. Nú kemur loks út á Islandi
fyrsta bókin í hinum vinsæla ungl-
ingabókaflokki „Goosebumps",
sem eru æsilegar hrollvekju- og
draugasögur. Karl Emil Gunnars-
son þýddi.
Grámann í Garðshorni er eitt af
eftirlætisævintýrum íslenskra
krakka. Hildur Hermóðsdóttir ein-
faldaði söguna og endursagði og
Kristín Arngrímsdóttir bjó hana í
nútímalegan búning með mynd-
skreytingum.
Tóta á ferð og flugi er mynda-
bók eftir Jóhönnu Á. Steingríms-
dóttur. Þetta er saga um litla
stúlku sem er að leika sér úti og
upplifir óvænt ævintýri úti í nátt-
úrunni. Frásögnin er bæði í
bundnu og óbundnu máli. Jean
Posocco skreytti hverja síðu bók-
arinnar litmyndum.
íslenskir úrvalskarlmenn:
Dagatal 2001. Tólf þekktir og sér-
staklega valdir íslenskir karlmenn
prýða þetta dagatal á myndum
sem allar eru teknar úti við. Þetta
dagatal er hugsað sem glaðningur
fyrir íslenskar konur allt næsta ár.
Heimsendasýning
í Royal Academy
SÝNINGARGESTUR í Royal
Academy í London virðir hér fyrir
sér verkið „T/ie Undesirables“, sem
útleggja má á íslensku sem Hinir
óæskilegu.
Verkið er eftir listamennina Tim
Noble og Sue Webster og er hluti
samsýningarinnar Heimsendir; feg-
urð og hryllingur í nútímalist sem
þessa dagana stendur yfir í húsa-
kynnum Royal Academy. Hinir
óæskilegu samanstendur af ýmiss
konar rusli sem listamennirnir
fundu í nágrenni vinnustofu sinnar.
BÆKUR
P r æ ð i r i t
AFBROT OG ÍSLEND-
INGAR
eftir Helga Gunnlaugsson. 2000.
Háskólaútgáfan, Reykjavík, 170
bls.; og Wayward Icelanders eftir
Helga Gunnlaugsson og John F.
Galliher. 2000. The University of
Wisconsin Press, Madison, 170 bls.
AFBROT eru eins og óhreinu
börnin hennar Evu: beri þau á góma
vill enginn kannast við þau. En ef
samfélög hafa eðlisþætti þá eru af-
brot einn af þeim. Öll þekkt sam-
félög hafa skráðar eða óskráðar
reglur um hvers konar hegðun telst
vera afbrot og hvaða hegðun telst
ekki vera það. Athuganir og rann-
sóknir á afbrotum eru því mikilvæg-
ar hverju samfélagi til að glöggva sig
á því hvað teljast vera afbrot og
hvers vegna reglurnar eru þannig að
þær gera tiltekna hegðun að afbroti.
Island er engin undantekning í
þessu efni. Rannsóknir á afbrotum í
íslenzku samfélagi hafa verið fátæk-
legar og ekki vakið neina sérstaka
athygli. Það er því sérstakt gleðiefni
þegar koma út tvær bækur um af-
brot í íslenzku samfélagi og báðar
góðar.
Helgi Gunnlaugsson dósent í fé-
lagsfræði við Háskóla Islands hefur
á undanförnum árum rannsakað af-
brot í íslenzku samfélagi. Niður-
stöðurnar hafa birzt í tímaritum
jafnt og þétt. Nú hefur þessum
greinum verið safnað saman í bók
sem veitir prýðilegt lit yfir þær nið-
urstöður sem hann hefur komizt að.
Það er bókin Afbrot og fslendingar.
Bókinni er skipt í fimm hluta. í
þeim fyrsta er ein grein um við-
fangsefni afbrotafræðinnar. Rakin
er saga rannsókna á afbrotum og
hvernig ólík sjónarhorn veita ólíkar
skýringar á afbrotum og talin upp
fimm helztu viðfangsefni afbrota-
fræðinnar. Næsti hluti bókarinnar
nefnist Afbrot á íslandi þar sem höf-
undur rekur rannsóknir sínar á
nokkrum þáttum afbrota á íslandi.
Uppistaðan í flestum greinum í þess-
um hluta bókarinnar er úrvinnsla á
svörum við spurningum úr þremur
athugunum frá árunum 1989, 1994
og 1997 á viðhorfum íslendinga til
afbrota og mikilvægis þeirra. Þar
kemur fram að áhyggjur íslendinga
af afbrotum jukust á þessu árabili,
spurt var einnig um viðhorf til refs-
inga og þarf ekki að koma á óvart að
samhliða auknum áhyggjum hefði sú
Afbrot í íslenzku
samfélagi
skoðun orðið meira
áberandi að refsingar
séu of vægar. Þessi
svör eru síðan borin
saman við fréttaflutn-
ing af afbrotum, lög-
regluskýrslur og sömu-
leiðis eru afbrot á
íslandi sett í alþjóðlegt
samhengi. Ymislegt
íróðlegt kemur í ljós við
þessar athuganir.
Auknar áhyggjur virð-
ast til dæmis frekar
skýrast af auknum
fréttaflutningi af af-
brotum en að afbrot
hafi aukist og í alþjóð-
legum samanburði er
tíðni afbrota á íslandi lág.
Þriðji hluti bókarinnar heitir
Vímuefni og íslendingar. Höfundur-
inn beinir athyglinni að þróun vímu-
efnaneyzlu á Islandi, fjallar um þann
vanda hvort lögleiða á fíkniefni á Is-
landi eða spyma við fótum gegn
neyzlunni, og um opinbera áfengis-
stefnu og þá sérstaklega bjórbannið.
Bjórbannið er svo séríslenzkt og
mótsagnakennt fyrirbrigði að það er
vel þess virði að velta fyrir sér or-
sökum þess. Helgi rekur umræður á
Aiþingi um þetta einkennilega mál
og það verður að segjast eins og er
að röksemdirnar sem bomar vora á
borð fyrir banninu eru einkennileg-
ar, svo að vægt sé til orða tekið, en í
þeirri virðulegu stofnun hefur löng-
um viðgengizt ýmislegt sem er laus-
tengt mannlegri skynsemi. Helgi
dregur í efa þá forsendu áfengis-
stefnu sem viðtekin er í landinu að
takmarka þurfi sem mest aðgang
landslýðs að áfengi. Hann bendir
einnig á að þótt neyzla áfengis hafi
aukizt eftir að bjórbanninu létti þá
sé ekki endil'ega víst að það skýrist
af hinum breyttu aðstæðum heldur
af því að íslendingar drekka mun
minna en aðrar vestrænar þjóðir og
það þarf engan að undra að neyzla
áfengis aukizt, við fylgjum einfald-
lega svipaðri þróun og aðrir. Helgi
fjallar einnig um neyzlu annarra
fíkniefna og skoðar sambærilega
þróun annars staðar í Evrópu og
Bandaríkjunum. Hann
veltir fyrir sér mögu-
leikum á stefnumótun
hér á landi og skoðar
fáeinar röksemdir með
og á móti.
Fjórði hlutinn lýsir
ólíkum sviðum af-
brotafræðinnar. Það
er fjallað um viðskipta-
brot og orsakir þeirra,
um konur og afbrot,
um það hvort ofbeldi í
fjölmiðlum stuðli að
eða orsaki ofbeldi í
breytni fólks. Síðasta
greinin í þessum hluta
er um refsingar í ljósi
afbrotafræðinnar.
Sagt er frá tveimur skólum sem líta
mannlega breytni ólíkum augum og
skýra þar með frávik og afbrot á
ólíkum forsendum. Annars vegar er
hið klassíska sjónarhorn sem lítur á
manninn sem fijálsa vera sem geti
valið um það hvort hann brjóti af sér
eða ekki. Hins vegar er það fram-
stefnusjónarhornið eða hið pósitív-
íska sjónarhorn sem telur afbrota-
menn öðravísi en löghlýðna borgara,
umhverfið móti þá fyrri með öðrum
hætti en þá síðari.
í lokahluta bókarinnar er vikið að
hlutverki og takmörkunum félags-
vísinda. Þar er íhugað hvort sú stað-
reynd að maðurinn og mannlegt fé-
lag er hreinlega viðfangsefni annars
eðlis en það sem náttúravísindin fást
við dæmi aðferðir félagsvísindanna
úr leik sem viðleitni til að skýra og
skilja. Höfundur svarar því til að svo
sé alls ekki. Hlutverk félagsvísind-
anna sé að lýsa og flokka, prófa til-
gátur, finna mynstur og reglu og
gera tillögur um mögulegar úrbæt-
ur.
Þessi bók er gott framlag til um-
ræðu um afbrot á íslandi, hún er
fræðandi og skýr og höfundi tekst að
draga fram sjónarhorn sem era mik-
ilvæg til að skilja viðfangsefnið. Það
er þó einn galli á þessari bók og hann
er sá að það hefði mátt lesa textann
mun betur yfir, það era sums staðar
í honum nokkur mállýti.
Helgi Gunnlaugsson hefur einnig
komið rannsóknum sínum á fram-
færi á ensku í bókinni íslendingar á
glapstigum og meðhöfundur hans er
John F. Galliher. í þeirri bók eru
þær rannsóknir sem birtust í ís-
lenzka greinasafninu. En til viðbótar
era þær rannsóknir settar í fræði-
legan ramma þar sem leitazt er við
að skýra lága glæpatíðni í litlu, eins-
leitu samfélagi.
Bókin skiptist í tíu kafla. í þeim
fyrsta er gerð grein fyrir þeim
ramma sem efni bókarinnar er fellt í.
Þar eru skoðaðar rannsóknir á lönd-
um með lága glæpatíðni og gerð
grein fyrir því að endanlegt mark-
mið með bókinni er að reyna að átta
sig á hlutverki afbrota í samfélagi yf-
irleitt. Það er því umtalsverður
fræðilegur metnaður í þessari bók.
í næsta kafla era skoðuð gögn um
tíðni glæpa í íslenzku samfélagi frá
1881 til 1996. Þar kemur ýmislegt
forvitnilegt fram og þó sérstaklega
það hve skráning glæpa er takmörk-
uð og gloppótt. Skýringin á þessu er
sú sem blasir við og höfundamir
benda á að glæpir hafa ekki þótt
nægilega mikilvægir til að þeir væru
skipulega skráðir. Þriðji kaflinn er
um bjórbannið og þá sérkennilegu
áráttu í íslenzku samfélagi að líta á
ölvun sem glæp eða því sem næst.
Hið opinbera viðhorf til áfengis og
neyzlu þess hefur alla þessa öld ver-
ið að Islendingum væri hættara en
öðram til að verða fórnarlömb öls og
áfengis og þess vegna þyrfti að
vernda þá sérstaklega: með banni á
bjór, óheyrilegri verðlagningu á
áfengi yfírleitt, banni á áfengis-
auglýsingum og skipulegum fram-
lögum ríkisins til baráttunnar gegn
áfenginu. Sú skoðun að ríkið væri
komið langt út fyrir öll eðlileg mörk í
afskiptum sínum af lífi þegnanna
með þessum hætti hefur ekki átt upp
á pallborðið hjá Islendingum.
í fjórða kafla er skoðað hvernig
Morgunblaðið segir fréttir af glæp-
um og afbrotum. Skoðuð vora öll
tölublöð frá árunum 1969, 1974,
1979,1984,1989 og 1993. Fram kem-
ur að fjöldi þeirra glæpa sem sagt er
frá er nokkuð stöðugur en aukning
verður á árinu 1993. En eðli glæp-
Helgi
Gunnlaugsson
anna breytist nokkuð, til dæmis
fjölgar glæpum vegna eiturlyfja sem
sagt er frá í blaðinu. I fimmta kafla
er greint frá viðhorfskönnunum
Helga til glæpa. I þeim sjötta era
kynferðisglæpir skoðaðir og athygl-
inni beint sérstaklega að nauðgun-
um, þróuninni í lögum, sérstaklega
breytingunni sem gerð var árið 1992
þar sem skilgreiningunni á nauðgun
var breytt, tíðni nauðgunarkæra,
tíðni opinberra ákæra vegna nauðg-
unar og sakfellingar í slíkum málum.
Höfundarnir halda fram að al-
mannavaldið hafi verið tregt til að
framfylgja lögunum, ýmis vandi sé
enn óleystur í þessum lögum og eft-
irtektarvert sé að framkvæmd laga
gegn neyzlu fíkniefna virðist vera
allt önnur og afdráttarlausari.
Sjöundi kafli er um fíkniefnalög-
regluna og fíkniefnadómstólinn sem
settur var á stofn með lögum árið
1973. Höfundarnir halda því fram að
þetta tvennt marki ákveðið rof í ís-
lenzka laga- og lögregluhefð og komi
til af áhrifum frá Bandaríkjunum.
Þeir benda einnig á að þeir sem helzt
séu sakfelldir fyrir notkun fíkniefna
séu úr neðri lögum samfélagsins. I
framhaldinu skoða höfundarnir ís-
lenzkt réttarkerfi og uppbyggingu
lögreglunnar og íslenzk fangelsi.
Lokakaflinn er fræðileg tilraun til
að draga ályktanir af því sem á und-
an er komið. Sérstaklega er athygl-
isvert að höfundarnir reyna að skýra
lága glæpatíðni í íslenzku samfélagi.
Þeir bera Island saman við Sviss en
Sviss hefur verið áberandi í alþjóð-
legum rannsóknum á þessu sviði
vegna lágrar glæpatíðni. Það má
draga skýringu höfundanna á lágri
glæpatíðni á Islandi saman í þrjú at-
riði: smæð samfélagsins, einsleitni
og jöfnuð. Ákafann í að vinna á eitur-
lyfjunum telja þeir að líta beri á sem
viðleitni samfélagsins til að skilja sig
frá öðram og styrkja um leið hug-
myndir um eigin eðli.
Þessi bók Helga Gunnlaugssonar
og Johns F. Galliher sætir nokkram
tíðindum. Hún er vel skrifuð, skýr í
framsetningu og rökfærslan í bók-
inni sannfærandi. Höfundunum
tekst að draga fram nokkur sérkenni
íslenzks veraleika sem tengjast
glæpum, lögum og lögreglu. Það er
ekki oft sem félagsvísindamönnum
tekst jafn vel að skýra og styðja til-
gátur sínar og kenningar. Ég vona
að bókin fái þá alþjóðlegu athygli
sem hún á skilið og ég vona að hún
fái þá athygli sem hún á skilið á ís-
landi.
Guðmundur Heiðar
Frímannsson