Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 39
38 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 39
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÖRAR BREYTINGAR
í SAMGÖNGUM
FLUGFÉLAG íslands til-
kynnti í fyrradag að frá
næstu mánaðamótum yrði
fellt niður allt svonefnt tengiflug frá
Akureyri nema til Grímseyjar. Flug-
leiðirnar eru til Egilsstaða, Vopna-
fjarðar, Þórshafnar og til ísafjarðar.
Astæðan, sem Jón Karl Olafsson,
framkvæmdastjóri félagsins, færði
fyrir þessari ákvörðun, er mikið tap
á flugrekstrinum til þessarra staða
frá Akureyri. Tapið síðustu þrjá
mánuði ársins var áætlað 10-15
milljónir króna, en tapið á þessum
flugleiðum um 60 milljónir á ári.
„Við getum einfaldlega ekki haldið
þessu áfram á kostnað hluthafa fé-
lagsins,“ segir framkvæmdastjór-
inn. Hann segir að afkoma af þessu
flugi hafi verið afskaplega erfið og
hafi farið versnandi síðustu tvö til
þrjú árin. Ástæðurnar eru fyrst og
fremst hækkandi kostnaður og
fækkun farþega. Framkvæmda-
stjórinn lýsti félagið reiðubúið til
viðræðna við stjórnvöld um áfram-
hald tengiflugsins vildu þau leggja
til þess fjármagn.
Samgönguráðuneytið brást skjótt
við og samdi við Flugfélag íslands
um áframhald flugsins út þetta ár og
leggur til þess nægilegt fjármagn og
er þá greiðslan miðuð við niðurstöðu
í útboði því sem gert er ráð fyrir að
gildi frá næstu áramótum.
Að sjálfsþgðu er það eðlilegt að
Flugfélag ísland haldi ekki þessu
tengiflugi áfram með stórfelldu tapi.
Því ber engin skylda til að halda
þessari starfsemi áfram ef ekki er
grundvöllur fyrir henni. Önnur
helzta ástæðan fyrir tapinu er fækk-
un farþega sem bendir til þess að
þörfin fyrir þessa þjónustu sé
minnkandi. Er þá nokkur ástæða til
þess að skattfé almennings sé notað
til þess að halda því áfram? Er eðli-
legt að ríkissjóður beri tapið af
óhagkvæmum flugrekstri undir því
yfirskini að um sjúkraflug sé að
ræða? Skipulag sjúkraflugs þarf að
leysa með það eitt í huga að það full-
nægi öryggi slasaðra og sjúkra.
Miklar og örar breytingar hafa
orðið í samgöngumálum þjóðarinnar
síðustu áratugi. Svo mikil uppbygg-
ing hefur orðið í vegagerð um land
allt að skiljanlegt er að farþegum
fækki í innanlandsfluginu. Sú þróun
mun halda áfram. Gífurlegu fé er
varið til uppbyggingar vegakerfisins
á hverju ári og bílarnir verða traust-
ari. Áukin áherzla er lögð á
snjóruðning til afskekktra staða og
því fækkar þeim dögum, þegar ófært
er vegna veðurs landleiðina og veður
hamlar líka flugi.
I mörgum tilvikum er flugið ekki
samkeppnisfært við bílana. Það er
mun ódýrara fyrir fjölskyldu að aka
á milli Ákureyrar og Reykjavíkur en
að fljúga. Mörgum þykir líka verð-
munur í innanlandsflugi og í milli-
landaflugi ótrúlega lítill. Það er jafn-
vel hægt að fljúga til Evrópu fyrir
lægra verð en til Egilsstaða. Allt er
þetta vísbending um að samkeppnis-
staða flugsins hafi versnað mjög.
Það er engin ástæða til að harma það
og fullkomlega eðlilegt að þeir, sem
stunda farþegaflug innanlands, lagi
rekstur sinn að þessum veruleika.
Segja má að bylting hafi orðið í
samgöngumálum, svo miklar hafa
breytingarnar verið. Það kallar á
nýja hugsun í skipulagi og þjónustu
samgöngukerfisins við landsmenn.
Ekki er sjálfgefið að gömul leið opin-
berra styrkveitinga sé bezta úrræð-
ið til að tryggja samgöngur nú til
dags. Það er varhugavert að fara of
langt út á þá braut. Þótt það geti í
einstaka tilvikum verið réttlætan-
legt að halda uppi samgöngum með
opinberum styrkjum eru það undan-
tekningar. Fækkun farþega á um-
ræddum flugleiðum sýnir að það er
ekki lengur sama þörf fyrir þessa
þjónustu og áður. Hvers vegna þá að
halda henni áfram?
SERBAR KJOSA UM FRAMTIÐINA
KOSNINGARNAR, sem fram fara
í Serbíu á sunnudag, skipta
miklu máli um framtíð Serbíu. Þar
mun kjósendum í Serbiu gefast færi á
að sýna hug sinn í garð Slobodans
Milosevics Serbíuforseta og stjórnar
hans. Skoðanakannanir sýna að mót-
frambjóðandi hans, Vojislav Kostun-
ica, þyki sigurstranglegur og því er
talið að í fyrsta skipti séu líkur á að
Milosevic bíði lægri hlut í kosningum.
Úrslit kosninganna munu ráða
miklu um afstöðu annarra ríkja í garð
Serbíu. Hafa utanríkisráðherrar
Evrópusambandsins þegar samþykkt
að afnema viðskiptaþvinganir sínar
gegn Serbíu ef stjórnarandstaðan fer
með sigur af hólmi. Þar með væri tek-
ið mikilvægt skref í þá átt að koma
samskiptum við Serbíu í eðlilegt horf
á nýjan leik eftir loftárásir Atlants-
hafsbandalagsins á síðastliðnu ári.
Miklu skiptir að það takist ef finna
á lausn um framtíðarskipan mála á
Balkanskaga er tryggir að þær þjóðir
er þar búa leysi deilumál sín á frið-
samlegan hátt.
Hitt er svo annað mál að Milosevic
er ekkert á þeim buxunum að gefast
upp. Enn á til dæmis eftir að koma í
ljós hvort staðið verði á heiðarlegan
hátt að kosningunum eða tryggt með
annarlegum aðferðum að úrslit
þeirra verði leiðtoganum að skapi.
Raunar hafa þegar borist fregnir af
því að stórfelld kosningasvik kunni
að vera í uppsiglingu.
Sömuleiðis gætu yfírlýsingar ann-
arra ríkja, þar sem kjósendur eru
hvattir til að greiða atkvæði gegn
Milosevic, haft þveröfug áhrif. Þjóð-
erniskenndin er rík í Serbum og þeir
kunna illa við, rétt eins og flestar aðr-
ar þjóðir, að reynt sé að segja þeim
fyrir verkum.
Milosevic reynir að nýta sér þjóð-
erniskennd landa sinna og í gær ferð-
aðist hann til Svartfjallalands þar
sem hann hvatti kjósendur til að
halda sambandinu við Serbíu.
Vel kann að vera að Milosevic
standi uppi sem sigurvegari að lok-
um. Það yrði þó vonandi skammgóður
vermir.
Síðasti dagur opinberrar heimsóknar Finnlandsforseta verður á Akureyri
Forsetí Finnlands skoðaði sýninguna um landafundi og Vínlandsferðir í Þjóðmenningar-
húsinu. Frá vinstri: Pentti Arajarvi, Guðmundur Magnússon, forstöðumaður Þjóðmenn-
ingarhússins, Tarja Halonen, Gísli Sigurðsson, annar hönnuða sýningarinnar, og Davíð
Oddsson.
ITIUX gunuirtuio/ouu onuu u
Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri menningarborgar, flytur ávarp þegar kynnt
var samstarf menningarborga um cafe9.net. Lengst til vinstri er Eiríkur Þorláksson og
hægra megin sitja forsetarnir.
járn og Bunuel frá Finnlandi léku
saman af fingrum fram hvor í sínu
landi. Einnig kynntu forsetarnir
sér ýmis viðfangsefni sem lista-
menn menningarborganna hafa
hannað á cafe9.net.
Forseti Finnlands heimsótti
einnig Höfða þar sem Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
fræddi hana um sögu hússins. I há-
deginu í gær snæddi Tarja Halonen
í Þjóðmenningarhúsinu í boði Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra og
skoðaði sumar sýningarnar sem
þar standa.
Um kvöldið hélt forseti Finn-
lands móttöku í Norræna húsinu til
heiðurs forseta íslands.
Síðasti dagurinn á Akureyri
Síðasti dagur opinberrar heim-
sóknar Finnlandsforseta verður á
Akureyri í dag. Dagskrá þar hefst
með kynningu á Háskólanum á Ak-
ureyri og Stofnun Vilhjálms Stef-
ánssonar. Síðan flytur forseti fyrir-
lestur um norðurslóðir og að honum
loknum er boðið upp á skoðunar-
ferð um bæinn.
Þá verður Útgerðarfélag Akur-
eyringa heimsótt, skoðuð þar
vinnslulína og verður stai’fsemi
Samherja einnig kynnt. Snæddur
verður hádegisverður í mötuneyti
ÚA í boði bæjarstjórnar með
starfsfólki fyrirtækisins. Heim-
sókninni lýkur með athöfn í
Iþróttahöllinni kl. 14 og halda
Finnlandsforseti og fylgdarlið utan
klukkutíma síðar með flugvél sinni
beint frá Akureyri.
Reuters
Vaclav Havel
vitanlega vitnisburður um félags-
lega samstöðu. Evrópusambandið
vinnur af krafti að nýjum hug-
myndum í öryggismálum. Stefna
þess í þeim málum ætti að ein-
kennast af skjótum viðbrögðum
og leiðum til að koma ákvörðunum
fljótt í framkvæmd - en nýlegir
atburðir í Júgóslavíu sýndu glögg-
lega að slíkar endurbætur eru
nauðsynlegar.
fhlutun Atlantshafsbandalags-
ins á síðasta ári sýndi að virðing
fyrir lífi og frelsi manna og um-
hugsun um sam-evrópskt öryggi
getur gert íhlutun utan landa-
mæra Evrópusambandsins nauð-
synlega. Því sterkara umboð sem
fæst til slíkra aðgerða, þeim mun
betra. Því miður kynnu að koma
upp þær aðstæður að Sameinuðu
þjóðirnar veiti ekki slíkt umboð
jafnvel þó að íhlutun sé í þágu
margra, allrar Evrópu, eða jafnvel
alls mannkyns. Þangað til fyrir
skömmu var Evrópa illa búin und-
ir slíkar aðstæður. Hún er reiðu-
búnari nú, að minnsta kosti sál-
fræðilega. Þennan sálfræðilega
viðbúnað ætti að nota til að efla
hernaðarlegan og tæknilegan við-
búnað Evrópu.
En meira þarf að gera á sviði
forvarna í öryggismálum, og láta
öryggismálin endurspegla hin al-
mennu gildi borgaralegs samfé-
lags í Evrópu. Tugum þúsunda
mannslífa og óhemjumiklum auð-
æfum hefði verið hægt að bjarga í
Kosovo, Bosníu/Herzegovínu,
sem og í öðrum hlutum fyrrver-
andi Júgóslavíu, hefði hið alþjóð-
lega samfélag brugðist við í upp-
hafi átakanna. Þrátt fyrir
viðvaranir um yfirvofandi hrylling
voru aðgerðir varfærnislegar.
Þessi mistök urðu vegna þess að
tillit þurfti að taka til ýmissa sér-
stakra innanríkishagsmuna, og
einnig vegna skorts á áhuga á að
taka áhættu fyrir góðan málstað.
Reyndar væri alþjóðlega sam-
félagið enn að horfa upp á skelf-
ingamar í Kosovo ef Bandaríkin
hefðu ekki beitt sér af krafti.
Evrópa getur ekki endalaust hald-
ið áfram að vera háð Bandaríkjun-
um, sérstaklega ekki varðandi
evrópsk vandamál. Hún verður að
vera fær um að koma sér saman
um eigin úrlausnir. Það er óhugs-
andi að Evrópusambandið geti
staðið sem viðurkenndur hluti af
hnattrænu kerfi ef það reynist
ófært um að koma sér saman um
leiðir til að vernda mannréttindi,
ekki einvörðungu á eigin svæði,
heldur á svæðum sem kynnu einn
daginn að tilheyra því.
Ekki er hægt að ímynda sér
slíka útvíkkun ESB nema hún
þróist í takt við róttækar endur-
bætur á stofnunum sambandsins.
Eg treysti því að samráðsfundur
ríkisstjórna sambandsins um end-
urbætur stofnana muni koma
fram með raunhæfar tillögur um
framþróun ESB. En ég sé þetta
sem upphaf ferlis sem getur tekið
áratugi, og sem ætti að stjómast
af langærri viðleitni til að hraða
ákvarðanatöku Evrópusam-
bandsins og gera hana gagnsærri.
Eitt málefni sem tengist endur-
bótum á stofnunum er spumingin
um hvemig eigi að fullvissa
smærri ríki um það að þau verði
ekki einfaldlega undir í kosning-
um, um leið og nægjanlegt tillit er
tekið til stærðar einstakra ríkja.
Hér kæmi til greina að stofna
aðra þingdeild Evrópusambands- *
þingsins, þar sem þingmenn em
ekki kosnir með beinum kosning-
um, heldur af þingum aðildarríkja
úr röðum þingmanna. Þannig
myndi fyrsta þingdeild ESB - þ.e.
núverandi þing - endurspegla
stærð einstakra aðildarríkja; önn-
ur þingdeild, með jafnmörgum
fulltrúum frá hverju aðildarríkj-
anna, yki jafnræði.
Fyrr eða síðar munu þessar
breytingar kalla eftir því að ESB
komi sér upp skýrri og skiljan-
legri stjómarskrá - texta sem öll
evrópsk börn gætu lært. Slík
stjómarskrá þarf að vera í tveim-
ur hlutum. Fyrri hlutinn myndi
setja fram réttindi og skyldur
evrópskra borgara og einnig
ríkja, gmndvallargildi sameinaðr-
ar Evrópu, og merkingu og til-
gang sameiningarinnar. Síðari
hlutinn myndi lýsa lykilstofnun-
um Evrópusambandsins, helstu
valdsviðum þeirra og tengslum á
milli þeirra. Slík gmndvallarlög
myndu ekki sjálfkrafa leiða til
þess að núverandi samband
breyttist í Sambandsríki Evrópu,
eins og andstæðingar ESB óttast.
Þau myndu samt sem áður auð-
velda borgumnum í sameinaðri
Evrópu að sjá hvað það er sem *
ESB stendur fyrir, að skilja það
betur og sjá hvemig það tengist
þeirra eigin lífi; og þar af leiðandi
að taka afstöðu með því.
Vacia v Havel er forseti
Tékklands.
Tarja Halonen lýkur þriggja daga
opinberri heimsókn sinni til Islands í dag.
I gær átti hún viðræður við Davíð
Oddsson forsætisráðherra og heimsótti
______meðal annars Þingvelli, Höfða
og Listasafn Reykjavíkur.
FORSETI Finnlands, Tarja
Halonen, hóf annan dag
opinberrar heimsóknar
sinnar með viðræðum við
Davíð Oddsson forsætisráðherra
þar sem þau fjölluðu um samstarf
landanna, Evrópumál og fleira. Síð-
an heimsótti hún Þingvöll og Nesja-
velli, þáði hádegisverðarboð forsæt-
isráðherra í Þjóðmenningarhúsinu.
Ásamt Finnlandsforseta tók Jan-
Erik Enestam, varnarmálaráð-
herra Finnlands, þátt í viðræðunum
og fleiri fulltrúar frá forsetaem-
bættinu og utanríkisráðuneytinu og
af hálfu íslands sátu fundinn ásamt
forsætisráðherra þau Ólafur Dav-
íðsson ráðuneytisstjóri, Albert
Jónsson deildarstjóri, Snjólaug Ól-
afsdóttir, skrifstofustjóri Norður-
landaskrifstofu, og Kornelíus Sig-
mundsson, sendiherra íslands í
Finnlandi.
Samvínna landanna
með ágætum
Davíð Oddsson sagði á blaða-
mannafundi eftir viðræðurnar að
þær hefðu verið góðar og tvíhliða
samvinna landanna væri með mikl-
um ágætum. Hann sagði heimsókn
Finnlandsforseta styrkja þessa
samvinnu. Einnig sagði hann þau
hafa rætt um Evrópusambandið og
Atlantshafsbandalagið og stækk-
unarferli.
Tarja Halonen sagði engin
vandamál í samvinnu Finnlands og
íslands og fagnaði auknum straumi
ferðamanna í báðar áttir milli land-
anna sem hún sagði að mætti verða
einn meiri. Forsetinn sagði Norð-
urlönd mikilvægan samstarfsvett-
vang og sagði Finnland geta átt
uppbyggilega samvinnu við
Atlantshafsbandalagið þótt það
væri ekki aðili. Halonen sagði sam-
vinnu mikla á sviði menningar, fé-
lagsmála og viðskipta. Einnig sagði
hún mikilvægt að Norðurlöndin
tækju þátt í verkefnum er sneru að
Eystrasaltslöndunum eins og ís-
land hefði gert.
Eftir viðræðufundinn héldú
finnsku forsetahjónin Tarja Halon-
en og Pentti Arajarvi og Ólafur
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tók á móti Finnlands-
forseta við Höfða.
Ragnar Grímsson og heitkona
hans, Dorrit Moussaieff, ásamt
fylgdarliði til Þingvalla. Tré voru
gróðursett í Vinaskógi og Nesja-
vellir heimsóttir einnig og var
blæjalogn og sögðu erlendir fylgd-
armenn að fagurt hefði verið um
að litast austur þar og forseti
Finnlands raunar einstaklega
heppinn með veður í þessari Is-
landsheimsókn sinni.
Kynnti sér samstarf á Netinu
Síðdegis heimsóttu forsetarnir
ný heimkynni Listasafns Reykja-
-ú
víkur í Hafnarhúsinu við Tryggva-
götu. Var tilgangurinn að kynnast
samstarfsverkefni Menningarborga
Evrópu árið 2000, cafe9.net, sem
hleypt var af stokkunum í byrjun
mánaðarins og standa mun út októ-
ber. Eiríkur Þorláksson, sem veitir
listasafninu forstöðu, tók á móti
gestunum og Þórunn Sigurðardótt-
ir, framkvæmdastjóri menningar-
borgarinnar, greindi frá samstarfs-
verkefininu. Framkvæmdastjóri
menningarborgar Helsinki sagði
nokkur orð þaðan í gegnum Netið
og tónlistarmennirnir Kristján Eld-
eftir Vaclav Havei
©The Project Syndicate.
EF TIL vill er það vegna
þeirrar reynslu að hafa
búið við 40 ára valdatíð
kommúnista, og þar áð-
ur hernám nasista. Ef til vill er
það sú upplifun að búa í landi í
Mið-Evrópu, á stað sem hefur öld-
um saman verið í miðri hringiðu
andlegra strauma í álfunni, land-
fræðilegra og pólitískra hags-
muna og árekstra. Ef til vill hafa
allir þessir þættir, í sameiningu,
sannfært mig um að Evrópa sé ein
pólitísk heild og öryggi hennar því
ódeilanlegt.
Sú hugmynd að tvær Evrópur
gætu staðið til eilífðarnóns - önn-
ur lýðræðisleg, stöðug, velmeg-
andi og sameinuð; hin minna lýð-
ræðisleg, óstöðugri, minna
velmegandi og einangruð - er
röng. Það er eins og að ímynda sér
að hægt sé að hita upp einn hluta
herbergis á meðan hinum er hald-
ið köldum. Það er aðeins til ein
Evrópa, þrátt fyrir þá fjölbreytni
sem í álfunni býr. Allir mikilvægir
atburðir hafa víðtækar afleiðingar
um álfuna alla.
Ef Evrópa á að verða ein heild,
ef Evrópusambandið samþykkir
hin nýju fyrrverandi kommúnísku
lýðræðisríki - sem er allri Evrópu
í hag - er nauðsynlegt að tekist
verði á við nokkur áríðandi verk-
efni, bæði innan nýju lýðræðis-
ríkjanna og innan samfélaga
Evrópu og Atlantshafsríkjanna.
Fyrsta skrefið er að Evrópa hlúi
að samfélaginu innan hinna lyrr-
verandi kommúnísku landa með
því að endurreisa borgaralegt
þjóðfélag þar.
Ástæða þessa er sú að ekki er
hægt að endurbyggja lifandi sam-
félag að ofan. Áf þessum sökum
verður Evrópa að gera nýju lýð-
ræðisríkjunum kleift að verða líf-
rænn partur af sameiginlegri
ábyrgð meginlandsríkjanna til að
dýpka og efla borgaralegt samfé-
lag. Eftir því sem borgaralegar
stofnanir verða fjölbreyttari og
samtengdari þeim mun færari
verða hin nýju lýðræðisríki um að
ganga inn í Evrópusambandið og
þeim mun stöðugri verða þau sem
ríki.
Til að ná þessum markmiðum
verður Evrópa að hvetja nýju lýð-
ræðisríkin til þess að framselja
ýmis samfélagsleg málefni til
sjálfstæðra samtaka og félaga í
opinberri þjónustu eða samtaka
sem rekin eru án hagnaðar. Því
nær grasrótinni sem þjónustunni
er stjórnað þeim mun gagnsærri
og hagkvæmari verður hún; og
þeim mun betur mun hún uppfylla
þær félagslegu þarfu- sem mið-
stjórnarvald getur ekki áttað sig
á. Félagsleg samstaða verður
sannari ef hún er tengd fólki af
holdi og blóði eða samtökum þess
nánum böndum. Sönn samstaða
meðal fólks, félagslegra hópa,
byggðarlaga og landsvæða er
einnig tryggasta forsenda þeirrar
tegundar samstöðu sem aðeins
ríki geta komið í framkvæmd.
Myrkur kafli í nútímasögu
Evrópu var friðarstefna milli-
stríðsáranna þar sem evrópskri
samstöðu var fórnað og sem leiddi
til Múnchen-sáttmálans. Þessi
reynsla er okkur enn þörf áminn-
ing um að halda vöku okkar. Hið
illa þarf að kveða niður um leið og
það birtist, en það er ekki nóg að
ríkisstjórnir láti til skarar skríða,
vegna þess að stefna stjórnvalda
byggist á tilfinningalegum við-
horfum borgaralegs samfélags; á
almenningsálitinu.
Áhyggjur af öryggismálum eru
Morgunblaðlð/Porkell Porkelsson
Taija Halonen, forseti Finnlands, gróðursetur tré í Vinaskdgi ásamt Forseti Finnlands, Tarja Halonen, og Davfð Oddsson forsætisráðherra ræddust við í gærmorgun um sam-
manni sínum, Pentti Arajárvi. starf landanna og Evrópumálefni.
Engin vandamál í samvinnu
Finnlands og Islands
V arnir Evrópu
og samstaða