Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 43 + Bergur Tómas- son fæddist í Reykjavík 5. nóv- ember 1923. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 12. september síðastlið- inn. Foreldrar lians voru hjónin Bjarn- ína Bjarnadóttir, húsmóðir, f. 24.12. 1895, d. 29.3. 1970, og Tómas Jónsson, verkstjóri, f. 10.4. 1889, d. 31.3. 1936. Ilann stofnaði Efna- laug Reykjavíkur árið 1921. Systkini Bergs voru þrjú; Bjarni, f. 10.1. 1918, d. 4.3. 1994; Jón, f. 13.12. 1920 og Ást- hildur, f. 24.5. 1929. Bergur kvæntist 9. nóvember 1946 Margréti Stefánsdóttur, f. 23.6. 1924. Foreldrar hennar voru Ólína Hróbjartsdóttir og Stefán Einarsson, sjómaður. Börn Margrétar og Bergs eru: 1) Stefán, f. 8.3. 1947, löggiltur endurskoðandi. Hann er kvænt- ur Jennýju G. Magnúsdóttur, stuðningsfulltrúa. Börn þeirra eru: Heimir, f. 25.4. 1988, og Finnur, f. 13.11. 1989. Fyrir á Jenný soninn Hörð Steinar Sigurjóns- son, f. 8.10. 1975. Áð- ur var Stefán kvænt- ur Þórunni Ingólfs- dóttur deildarstjóra. Börn þeirra eru: Stefán Þór, f. 24.3. 1969, og á hann einn son, Gabríel Þór, og Margrét, f. 16.3. 1973. Sambýlismaður hennar er Ulfar Har- aldsson. Dóttir þeirra er Þórunn Birna. 2) Tóm- as, f. 4.7. 1950, viðskiptafræðing- ur og kennari við Verslunar- skóla íslands. Hann er kvæntur Nínu V. Magnúsdóttur, kennara. Börn þeirra eru Bergur, f. 16.7. 1977, satnbýliskona hans er Edda Óttarsdóttir og eiga þau eina dóttur, fædda 10. Jiessa mánaðar, og Margrét Ólafía, nemi, f. 9.1. 1981. 3) Bergljót, f. 18.5. 1957, kennari. Hún var gift Steini Æ. Öfjörð, tæknifræðingi. Þau eignuðust tvo drengi: Sölva, f. 24.6. 1980, d. 2.10. 1980, og Arnar, f. 8.6. 1982. 4) Birna Hildur, hjúkrunarfræðingur, f. 4.5. 1959, gift Ólafi Njáli Sig- urðssyni, forstjóra. Börn þeirra eru: Signý, f. 24.2. 1984, Kristín, f. 15.7. 1988, og Daníel, f. 26.9. 1993. Bergur ólst upp við Laugaveg- inn í Reykjavík. Eftir hefðbundið barnaskólapróf fór hann í Versl- unarskóla Islands og lauk prófi 1942. Starfaði um tíma sem sölu- maður hjá Heildverslun Hall- gríms Tulinius. í byrjun árs 1944 hóf hann nám í endurskoðun hjá Endurskoðunarskrifstofu Ara Ó. Thorlacius og Björns Steffensen, hlaut löggildingu 1949 og gerð- ist meðeigandi þeirra 1958. Stofnaði sína eigin endurskoð- unarskrifstofu 1965 og rak hana þar til hann var ráðinn Borgar- endurskoðandi Reykjavíkur 1975 og starfaði þar til starfsloka 1994. Hann tók virkan þátt í starfi Félags löggiltra endur- skoðenda, sat í stjórn í níu ár, þar af formaður í þrjú ár. Berg- ur var mjög hlynntur norrænu samstarfi og var kosinn í stjórn Sambands endurskoðenda nor- rænna sveitarfélaga 1976 og sat í stjórn þess til 1994. Uför Bergs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. BERGUR TÓMASSON Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa vað það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibjörg Sig.) Aðfaranótt þriðjudagsins 12. sept- ember kom hringingin sem ég hafði kviðið, þér hafði hrakað elsku pabbi minn og við komum öll til þín og enn var myrkur úti, rok og rigning. Þeg- ar ég sá þig sá ég að þú háðir mikið stríð og ég gat ekki gert mér grein fyrir því hvort barátta þín væri fyrir því að lifa áfram í þessu lífí eða það að öðlast friðinn og ganga inn í ljósið. Ég settist því við rúmstokkinn þinn og bað þess að drengurinn minn, sem fór fyrir tuttugu árum, kæmi til þín og tæki í hönd þína og leiddi þig óhræddan inn í ljósið og ég sá ykkur fyrir mér þar sem þú, elsku pabbi, varst orðinn heilbrigður á ný og þið leiddust á vit ljóssins og nýrra heim- kynna í ríki Guðs. Og þegar birti af degi færðist mikil ró yfír þig eins og ákvörðun væri tekin. Það var búið að vera mikil kvöl að horfa upp á þig þjást þessa tvo síð- astliðnu mánuði elsku pabbi og að þú skyldir ekki geta tjáð okkur hvernig þér liði og hvað þú vildir. Þegar ég lít til baka og raða perl- um minninganna man ég að á ungl- ingsárunum reyndi ég oft að tala við þig um pólitík en flestir vissu að út á þá braut átti maður ekki að fara en ég þrjóskaðist við. Það var erfitt því við vorum á öndverðum meiði í póli- tík, þú svo mikill sjálfstæðismaður en ég að reyna að vera eins mikill kommi og þorandi var að vera. Oft urðu umræðurnar heitar og oftast varð ég að láta í minni pokann þótt ég reyndi að hafa síðasta orðið og þá oft með tárin í augunum. Það undrar mig því oft í dag að ég skuli vera orð- in mesta íhaldið í fjölskyldunni en aftur á móti varst þú farinn að mýkj- ast með ánmum. Ferðalög voru líf þitt og yndi, hvort sem var innanlands eða utan, og dáðist ég oft að því hversu dugleg- ur þú varst að keyra út um alla Evrópu og það löngu áður en það varð eins algengt og það er í dag. I vetur varstu búinn að ákveða ferða- lög sumarsins, bæði á Vestur- og Suðurlandi. Þér þótti líka einstak- lega vænt um sumarbústaðinn okkar í Skorradal og mikið varstu mér þakklátur þegar ég keyrði ykkur mömmu þangað í sumarbyrjun og nú vildi ég óska að ég hefði gert það oft- ar. Þú hafðir líka einstaklega gaman af að segja frá ferðalögum þínum og þá ekki síður í myndum og gleymi ég ekki slædsmynda-kvöldunum sem voru heima hér áður fyrr. Þennan ferðaáhuga þinn hef ég svo sannar- lega erft og vona ég að ég geti séð þó ekki væri nema part af öllu því sem þú sást. Elsku pabbi, þú flíkaðir ekki til- fínningum þínum en hafðir mikið skap. Við vitum þó öll að börnin okk- ar, öll sem eitt, hændust að afa og viidu hvergi annars staðar vera en í hlýjum og kærleiksríkum faðmi þín- um, þau vissu hverjar tilfínningar þínar voru og þurftu ekki að spyrja. Það verður erfitt fyrir þau að sjá á eftir þér svo fljótt og þá ekki síst Daníel, sem bað á hverjum degi um að fá að fara til ömmu og afa og varð maður stundum móðgaður að vera settur í annað sætið hjá honum. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðastliðna daga hvers vegna ég valdi þig sem foreldri í þessu lífí og hvað það er sem þú áttir að kenna mér. Ég veit það nú; þú kenndir mér að vera heiðarleg, hreinskilin, vinnusöm og nægjusöm og það að maður skyldi aldrei öfunda náungann og koma fram við aðra af kærleik. Eg vona, elsku pabbi, að mér takist að tileinka mér þessa eiginleika svo þú getir verið stoltur af mér. Elsku pabbi, í þeim erfiðleikum sem ég hef gengið í gegnum síðastlið- in tuttugu ár varst þú alltaf boðinn og búinn að hjálpa mér ef þú mögu- lega gætir og það var svo gott að ganga í gegnum erfiðleikana vitandi það að til þín gæti ég alltaf leitað. Ég veit að ég mun alltaf geta leitað til þín í bænum mínum og að þú munir tala máli mínu þar sem þú ert nú. Það verða skrýtin jól sem við eig- um næst en ég þakka í dag öll þau að- fangadagskvöld sem þú og mamma vilduð halda með minni litlu fjöl- skyldu og í dag þakka ég þær minn- ingar sem við eigum um þau. Þegar ég gekk út af spítalanum 12. september og þú hafðir kvatt þetta líf lágu fyrstu laufblöð trjánna á göt- unum, því rokið hafði verið mikið um nóttina. Ég hugsaði með mér: Er komið haust í mínu lífi og veturinn liðinn í þínu og að nú upplifir þú nýtt vor í nýjum heimkynnum og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna ogþálíðurmérvel. Eg kveð þig að sinni, elsku pabbi minn, með þökk í hjarta og þessum orðum skáldsins, sem ég vil gera að mínum: Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásæiteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórann Sig.) Þín dóttir Bergljót. Elsku afi. Manstu jólasveininn sem þú áttir, þennan sem þú geymdir alltaf nammi í? Sama hversu illa hann var brotinn og beyglaður; þú náðir alltaf að gera við hann fyrir jólin og setja nammi í hann. Við krakkarnir skiptumst síð- an á um að hlaupa til þín til að fá nammi „frá jólasveininum". Og þeg- ar við urðum eldri og þótt aðrir kæmu í okkar stað gafstu okkur allt- af nammi úr jólasveininum. Manstu ha?! Manstu allar sögurnar sem þér fannst svo gaman að segja? Þú gast talað endalaust um heima og geima. Þegar ég kom í heimsókn hafðirðu alltaf nýja sögu um það sem þú hafðir nýlent í. Manstu ha?! Manstu þegar ég var lítil og átti af- mæli? Þá skrifaðir þú alltaf h'til Ijóð, sem þú bjóst til, á kortið, sem mamma þurfti alltaf að lesa fyrir mig vegna þess að ég skildi ekki svona fullorðinsskrift. Nú verð ég sautján í febrúar og það er aðeins ein mann- eskja sem ég á eftir að sakna þá og það ert þú! Mig langar til að endur- gjalda þér öll ljóðin sem þú hefur sent mér og sendi þér hér eitt: Það er svo sárt að sakna. Ó afi, gastu ekki látið þér batna? Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt? Nema að vonandi við hittumst á endanum eftir allt. Signý Ólafsdóttir. Vinur minn og fyrrverandi sam- starfsmaður, Bergur Tómasson, er látinn eftir skamma en erfiða sjúkra- húslegu. Kynni okkar Bergs hófust þegar hann tók við starfi borgarend- urskoðanda árið 1974. Þar gegni ég starfi aðalbókara og unnum við því náið saman þar til hann lét af störf- um sakir aldurs. Samvinna okkar var með eindæmum góð og var gott að leita í smiðju Bergs við lausn mála og áttum við iðulega fagleg skoðana- skipti sem enduðu stundum með þessari hæversku ábendingu: „Jæja Óskai- minn, má við svo búið standa en er ekki til eftirbreytni" og þá vissi ég að hann var ekki alveg sammála, en miklu oftar fóru skoðanir okkar saman. Bergur var góður fagmaður og naut trausts endurskoðenda bæði hér heima og erlendis. Hann var lengi í stjórn Félags löggiltra endur- skoðenda og formaður um tíma. En fyrst og fremst var Bergur við- mótsþýður og góður maður með góða nærveru hvort sem hann var staddur á vinnustað eða utan hans, hafði næmt skopskyn og góða frásagnar- gáfu. Bergur var tilfinninganæmur og kunni vel að meta góða list, sér- staklega tónlist. I einkalífi sínu var Bergur ham- ingjumaður, átti indæla konu, fjögur uppkomin börn og mörg barnaböm, sem honum varð tíðrætt um eins og öllum góðum öfum. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast Mar- gréti eiginkonu Bergs og áttum við með þeim margar ánægjulegar sam- verustundir, bæði hér heima og er- lendis. Magga mín, megi Guð veita þér og fjölskyldu þinni styrk og huggun við fráfall góðs heimilisföð- ur. Minning um góðan vin lifu-. Óskar G. Óskarsson. Það eru liðin um 52 ár síðan ég kynntist svila mínum og góðum vini, Bergi Tómassyni. Kynni okkar hóf- ust þegar ég kvæntist konu minni Huldu, systur Margrétar konu Bergs. Bergur ólst upp í föðurhúsum við Laugaveginn ásamt systkinum sínum. Að loknu skyldunámi hóf hann nám í Verslunarskóla íslands og lauk prófi þaðan árið 1942, en fór þá að starfa við heildsöluverslunina Hallgrímur Tuliníus. I ársbyrjun ár- ið 1944 hóf hann störf við endurskoð- un hjá Birni Steffensen og Ara Ó. Thorlacius. Hann lauk prófi sem lög- giltur endurskoðandi árið 1949. Bergur var meðeigandi i endurskoð- unarskrifstofunni hjá Birni og Ara frá 1958-65, en árið 1965 stofnaði hann eigin endurskoðunarskrifstofu sem hann rak til ársins 1975. Þann 1. okt. 1975 varð hann borgarendur- skoðandi Reykjavíkurborgar þar sem hann starfaði til ársins 1994 er hann hætti vegna aldurs. Bergur var í stjórn Félags löggiltra endurskoð- enda 1965-73, þar af formaður 1970- 73. í öll þau ár sem kynni okkar stóðu er margs að minnast, og þær heim- sóknir sem við hjónin fórum til Bergs og Margrétar gleymast aldrei, enda gestrisni þeirra rómuð fyrir frábær- ar móttökur og höfðinglegar veiting- ar, en starf mitt varð þess valdandi að ég hitti hann sjaldnar vegna þess að ég var oft langtímum úti á sjó eða í erlendum höfnum. Þegar kynni okk- ar Bergs hófust bauð hann mér að ganga frá árlegu skattframtali mínu sem ég þá og hann annaðist fyrir mig þar til ég hætti sjómennsku, og ég er honum ævinlega þakklátur fyrir þá aðstoð. Þegar að framtali kom hitt- umst við ýmist heima hjá þeim hjón- um eða hjá okkur Huldu. Þegai’ þetta gerðist vai’ ávallt snæddur góður málsverður og spjallað íram eftir kvöldi. Eftir að við hjónin fluttumst til Akraness þar sem við bjuggum í tæp tuttugu ár var sá háttur við hafð- ur þegar að skattframtali kom að þau hjónin komu til okkar upp á Akranes og gistu þá venjulega nótt hjá okkur. Þetta voru okkur mjög kærar heimsóknir sem seint gleymast. Bergur og Margrét eignuðust fjögur börn sem öll hlutu góða menntun, barnabömin urðu ellefu og barna- barnabörnin eru þrjú. Það hefur á- vallt ríkt mikill kærleikur innan fjöl- skyldunnar og systkini Margrétar og makar þeirra hafa haft mjög góð samskipti við þau hjónin og ættingja svo aldrei hefur borið skugga þar á milli. Við hjónin biðjum að endingu Margréti, öllum afkomendum henn- ar og tengdabörnum Guðs blessunar á þessum erfiðu tímum, og þér Berg- ur óskum við velfamaðar yfir móð- una miklu, Guð fylgi þér. Hulda og Haraldur Jensson. Kveðja frá Félagi löggiltra endurskoðenda Stétt löggiltra endurskoðenda á íslandi er ekki mjög gömul. Þegar Bergur Tómasson fékk löggildingu til endurskoðunarstarfa á árinu 1949 höfðu einungis 16 einstaklingar feng- ið þau réttindi hér á landi á undan honum. Það hefur því verið hlutverk Bergs og annarra endurskoðenda af hans kynslóð að móta stétt sinni far- veg og afla henni þess trausts sem starf endurskoðenda byggist á. Fyr- ir störf þessara manna standa starf- andi endurskoðendur í mikilli þakk- arskuld. Bergur hóf störf við endurskoðun á árinu 1944 og stóð fyrir eigin rekstri, ýmist einn eða í félagi með öðram, allt til ársins 1975, þegar hann gerðist borgarendurskoðandi hjá Reykjavíkurborg. Því starfi gegndi hann allt til ársins 1994 þegar hann lét af störfum fyrir aldurssakir og hafði hann þá starfað í samtals 50 ár við ævistarf sitt. Hvort sem var í einkarekstrinum eða í opinberu starfi var Bergur farsæll í starfi og ávann sér traust viðskiptamanna og samstarfsmanna sinna. Bergur tók virkan þátt í starfi Fé- lags löggiltra endurskoðenda og sat þar í stjórn á áranum 1965 til 1973. Hann var formaður félagsins á ár- unum 1970 til 1973. Undirritaður átti því láni að fagna að kynnast Bergi nokkuð á undan- fömum áram. Var ætíð skemmtilegt að spjalla við hann um heima og geima og sat hann aldrei á skoðunum sínum um málefni líðandi stundar. Skemmtilegust er þó sú minning að hafa fengið það hlutverk að heiðra Berg, ásamt jafnöldram hans í end- urskoðendastétt, í tilefni 50 ára lög- gildingarafmælis þeirra í desember síðastliðinn. Fyrir hönd Félags löggiltra end- urskoðenda færi ég frú Margréti og öðram aðstandendum samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Félags löggiltra end- urskoðenda, Símon Á. Gunnarsson. Bergur Tómasson kom til starfa hjá Reykjarikurborg árið 1974 og gegndi stöðu borgarendurskoðanda í nærfellt 20 ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í ársbyrj- un 1994. Starfsferill Bergs hjá borginni var farsæll. Hann var vel liðinn embætt- ismaður, hvort heldur sem var meðal samstarfsfólks eða innan sem utan borgarkerfisins. Honum var tamt að líta með velvilja á menn og málefni, því hann hafði, sem kallað er, já- kvætt viðhorf til lífsins. Hann hafði góða kímnigáfu og var oft mjög orð- heppinn. Þessir eðlisþættir Bergs öfluðu honum vinsælda. Þær vinsældir náðu út fyrir landsteinana. Á áram sínum sem borgarendurskoðandi tók hann , virkan þátt í samstarfi norrænna sveitarfélagaendurskoðenda, mótun starfsaðferða og -stefnu. Þai’ eignað- ist hann marga trausta vini og er hans minnst á þeim vettvangi sem trausts fagmanns og skemmtilegs fé- laga. Bergur sinnti ýmsum trúnaðar- störfum íyrir Félag löggiltra endur- skoðenda og var formaður þess um skeið. Góður drengur er nú genginn. Stai-fsfólk Borgarendurskoðunar minnist hans með þakklæti og sendir Margréti og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Símon Hallsson. Við Bergur Tómasson kynntumst fyrst fyrir aldai-fjórðungi í stjórn Borgarendurskoðunar. Nær allan starfstíma Bergs hjá Reykjavíkur- borg eða í um tuttugu ár unnum við Bergur mjög náið saman í stjóm Borgarendurskoðunar ásamt Bjarna Bjarnasyni, lögg. endurskoðanda. Fyrir þau kynni og samstarf er ég mjög þakklátur, enda var sérstak- lega ánægjulegt að vinna með Bergi Tómassyni. Bergur var afbragðs endurskoð- andi, glöggur á hin stærri mál og ná- kvæmur. Það var því mikill fengur fyrir Reykjavíkurborg þegar Bergur var ráðinn í starf Borgarendurskoð- anda á sínum tíma. Ég minnist þess að margir fundir í stjórn Borgarend- urskoðunar hófust með því að Berg- ur sagði hnyttna sögu af sjálfum sér úr daglega lífinu, enda Bergur góður sögumaður sem sá oftast broslegar hliðar á flestum málum. Það var því oft léttleiki í byrjun funda, þó alvöru- mál væra á ferðinni. Ég er þakklátur að hafa kynnst Bergi Tómassyni og haft tækifæri að vera samferða honum svo lengi í stjórn Borgarendurskoðunar. Hin seinni ár var Bergur ekki heilsu- hraustur og því kom fráfall hans ekki á óvart. En gjarnan hefði ég viljað * eiga með honum ógengin spor fram á nýja öld. Ég sendi eiginkonu hans, Mar- gréti Stefánsdóttur, svo og allri fjöl- skyldu hans innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Bergs Tómassonar. Hrafn Magnússon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.