Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
>> .i
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VIGDÍS PÁLSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
sem lést miðvikudaginn 13. september, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn
23. september kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent
á Minningarsjóð Kristjáns Ingibergssonar.
Sveinn Guðnason, Guðbjörg Sigurjónsdóttir,
Elín Guðnadóttir, Ellert Skúlason,
Ingunn Guðnadóttir, Bjarni Jónsson,
Gestur Guðnason, Oddrún Guðsveinsdóttir,
Pálína Guðnadóttir, Guðmundur Hólmgeirsson,
Kristín Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Grænumörk 1,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar-
daginn 23. september kl. 13.30.
Greipur Ketilsson,
Fjóla G. Ingþórsdóttir, Gunnar H. Reynarsson,
Sigríður Greipsdóttir, Egill Sigurðsson,
Vigdís Greipsdóttir, Daníel Kristinsson,
barnabörn og barabarnabörn.
t
Eiginmaður minn,
HALLGRÍMUR VIGFÚSSON,
Borgarfirði eystra,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 22. september kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast
bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Emilía L'orange,
og fjölskylda.
Lokað
Lokað verður í dag, fimmtudag, frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar
SIGURJÓNS GUÐFINNSSONAR.
Bílasalan Hraun,
Kaplahrauni 2,
Hafnarfirði.
Lokað
Lokað í dag milli kl. 13.00 og 16.00 vegna jarðarfarar
KRISTJÁNS BJÖRNSSONAR, lögg. fasteignasala.
Fasteignasalan Fasteign.is,
Borgartúni 22.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
RSverrir
Einarsson
útfararstjóri,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
JON
SIGURGEIRSSON
+ Jón Sigurgeirs-
son frá Helluvaði
fæddist á Helluvaði í
Mývatnssveit hinn
14. apríl 1909. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Seli á Ak-
ureyri hinn 11. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Akureyrar-
kirkju 19. septem-
ber.
Jón Sigurgeirsson
ólst upp á Helluvaði í
Mývatnssveit við bú-
skap og bústörf með foreldrum sín-
um og systkinum. Þau störf urðu
honum aldrei hugleikin eða áhuga-
efni, hvorki fyrr né síðar. Þó sinnti
hann þeim af skyldurækni og trú-
mennsku eins og öllum þeim störf-
um öðrum, er hann tók sér fyrir
hendur á langri ævi.
Það kom snemma í ljós að Jóni var
ærið margt til lista lagt. Þegar ég
fyrst man eftir honum ungum manni
hafði hann þegar hlotið nafnbótina
„þúsund þjala smiður". Um þær
mundir voru tæknilegar nýjungar
eins og sími, útvarp, vatns- og vind-
aflsstöðvar óðum að ryðja sér til
rúms landsmönnum til hagsbóta og
velfarnaðar. Að sjálfsögðu voru
menn almennt ekki viðbúnir bilun-
um þessara tækja eða öðru því, sem
úrskeiðis gat farið á þessum fram-
andi sviðum. Þá voru menn eins og
Jón á Helluvaði ómissandi og ómet-
anlegir. Þeir handléku takka, skrúf:
ur og víra og allt fór í lag. í
Mývatnssveit sinnti Jón á Helluvaði
hvers manns kvaki með þeirri upp-
örvandi gleði og rósemi er gerði
hann manna ástsælastan.
Jón var félagslyndur og tók þátt í
öllu félagsstarfi og lífi í Mý-
vatnssveit. Hann var sérstaklega
músíkalskur og lék á flest þau hljóð-
færi er hann festi hönd á. Hann lék
undir við söng og einnig fyrir dansi
og var jafnframt góður dansmaður
og hafði fagra tenórrödd. Þó minnist
ég þess ekki að hafa heyrt hann
leika á fiðlu sem var algengt hljóð-
færi og til víða á bæjum. En hann
lék á sög ýmist með áslætti eða
fiðluboga. Á unglingsárum stundaði
Jón nám í orgelleik hjá frænku sinni
Guðfinnu Jónsdóttur að Hömrum í
Reykjadal. Jón sagði, að þó sú
námsdvöl hefði verið of stutt hefði
hún haft afgerandi áhrif á tengsl sín
við orgel, orgelleik og kirkjur síðar á
ævinni.
Á barnsárum Jóns var ekki komin
lögbundin skólaskylda barna. Flest
börn nutu þó nokkurs náms. Sum
heimili - og stundum nokkur saman
- tóku heimiliskennara handa börn-
um sínum. Það gerðu Sigurgeir og
Sólveig á Helluvaði. Jón fékk þannig
góða undirstöðu í þeim greinum sem
allt annað nám byggist á. Hann tók
ekki stefnu á langskólanám fremur
en flestir unglingar á hans heima-
slóðum. En árið 1932 var hann send-
ur til Reykjavíkur á námskeið sem
Ríkisútvarpið, - þá nýstofnað - boð-
aði og bauð til, til þess að kynna fyr-
ir mönnum ýmiss konar útvarps- og
fjarskiptanýjungar og tækni.
Simi 564 4566
jliiixiiixxiiiiix^
h
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
H
H
H
H
H
H Sími 562 0200
□t 11IIIXIXZIIIXXI
P E R L A N
Eftir þetta var Jón
allsherjar „tæknir"
sinnar heimabyggðar
eins og áður er drepið á
og raunar miklu víðar.
Um miðjan fjórða
áratuginn hófu þeir
bræðrasynirnir Jón
Sigurgeirsson og Jón
Þorláksson á Skútu-
stöðum nám hjá séra
Hermanni Hjartarsyni
á Skútustöðum. Hann
var afburðamaður og
kennari og hjálpaði
mörgum til náms.
Hann hvatti þá
frændur til að fara í Menntaskólann
á Akureyri og eftir áramótin 1936
innrituðust þeir í 3ja bekk og tóku
gagnfræðapróf um vorið með vel-
gengi. Ekki varð sú skólaganga þó
lengri enda heimskreppan mikla í
algleymingi og hindraði margan
námsmann.
Um þetta leyti gerðu nokkrir
breskir vísindamenn og hefðarmenn
sér tíðförult til Islands til þess að
rannsaka lífríki Mývatns og þó eink-
um Laxár. Jón sem að upplagi var
næmur á náttúrunnar mál og kunni
skil á umhverfi sínu frá blautu
barnsbeini gerðist aðstoðarmaður
þessara vísindamanna. Með þeim
tókst löng og góð vinátta. Einn
þeirra bauð Jóni með sér til Eng-
lands og dvaldi hann þar um nokk-
urt skeið og naut vel vistarinnar.
Jón réð sig í vinnu á herragarði
miklum og voldugum, sem átti allt
nágrenni sitt þ.e.a.s. heilt þorp, lóðir
þess og hús. Dvölin þarna, starfið og
ekki síst lífshættir fólksins voru
Jóni framandi og jafnframt afar
áhugaverður fróðleiksbrunnur. Eig-
endur og húsbændur herragarðsins
vildu fá Jón til að dvelja lengur og
helst setjast að. En þarna var komið
fram á síðari hluta ársins 1938 og
farið að grilla í aðra heimsstyrjöld,
svo Jón ákvað að fara heim. Hefði
styrjaldarvá ekki verið fyrir dyrum
er óvíst um ferðir Jóns. Hann sagði
jafnan að þessi ferð hefði menntað
sig mikið.
Ekki man ég hvaða ár eða með
hverjum aðdraganda Jón tók þá
ákvörðun að flytja til Akureyrar og
gerast lögregluþjónn þar. I því
starfi fylgdi honum slík farsæld að
sögur fóru af. Hann beitti vand-
ræðamenn aldrei harðræði heldur
lempaði þá með glaðlegum viðræð-
um ogsöng.
Árið 1952 kvæntist Jón systur
minni Ragnhildi. Þau bjuggu fyrstu
búskaparár sín í Aðalstræti 50 á Ak-
ureyri ásamt systur Jóns og fjöl-
skyldu. Þegar gamla sjúkrahúsið við
Spítalaveg var rifið stóð eftir nyrsti
hluti þess, íbúðarhlutinn. Þau
keyptu þennan húshluta og Jón
gerði við hann listavel eins og hon-
um var lagið. Fjölskyldan flutti á
Spítalaveg 13 árið 1957 og síðan hef-
ur verið þar „opið hús“ yfir „þjóð-
braut þvera“. Það samþættist lífs-
viðhorfi og viðmóti þeirra hjóna.
Eftir að Jón Sigurgeirsson
kvæntist þótti honum heimilislíf
með börnum og lögregluþjónsstörf
fara illa saman. Hann ákvað því að
skipta um starf og réðst umsjónar-
maður Sjúkrahússins á Akureyri.
Og enn einu sinni var Jón Sigur-
geirsson kominn sem réttur maður á
réttan stað. Umsjónarsvið hans var
allt sjúkrahúsið frá kjallara upp að
risi og verkefnin allt frá því að þétta
lekan krana og til þess að gera við
röntgentækin, gleraugu læknanna
og brýna skurðhnífa þeirra. Því var
fleygt milli manna að Jón hefði leyst
nokkra sérfræðinga af hólmi. Ekki
ansaði hann svona marklausu hjali.
Jón kom víðar við á sjúkrahúsinu en
á viðgerðastofu sinni. Á stundum lék
hann á hljóðfæri fyrir sjúklingana
þeim til yndis og hressingar og á að-
fangadagskvöld fór hann jafnan upp
á sjúkrahús ásamt læknum og öðru
starfsfólki til þess að spila, syngja
og ganga í kringum jólatré. Börn
Jóns voru oftast með í för og segja
þennan þátt rísa hátt í jólahaldi
bemskunnar.
Á þessum árum tók Jón Sigur-
geirsson stöku sinnum að sér organ-
istastörf í forföllum og gerðist síðan
fastur organisti við Hríseyjarkirkju
hjá vini sínum séra Kára Valssyni.
Hann hafði mikla gleði af því starfi
og lagði sig mjög fram við það, löng-
um minnugur námsins hjá Guðfinnu
frænku sinni.
Jón gerði líka upp orgel.
Jón var áhugamaður um öll þjóð-
leg fræði og hefur skrifað greinar
um margvísleg efni þeirra. Sumar
þeirra hafa birst í tímaritum. Ein
greina hans er um heiðarbýlin á
norðlenskum heiðum, einkum þing-
eyskum. Hvernig búsetan sveiflað-
ist þar eftir veðurfari og árferði. Það
er lærdómsrík saga um lífið í land-
inu.
Enn eru mörg áhugamál og við-
fangsefni Jóns ótalin þ.á m. Island,
náttúra þess og ferðalög. Ég hygg
að hann hafi ungur að árum skynjað
landið sjálft, ef svo má að orði kom-
ast, meðtekið það og náttúru þess
bæði hrjúfa og ljúfa. Ég minnist
þess er Jón lýsti fyrir mér lífi mý-
flugulirfunnar, sem er áta silungsins
í Laxá, og afdrifum hennar ef áin
yrði stífluð. Síðar sá ég þetta sama
ferli lirfunnar í tilraunaglösum hjá
Geir Gígja náttúrufræðingi.
Jón var aðeins 10-11 ára þegar
hann var fyrst sendur í göngur/fjár-
leitir.
Hann kynntist því snemma þeim
óbyggðum og öræfum, er síðar urðu
honum sem heimahagar. Hann ferð-
aðist vítt um landið, einkum þó um
Norðurland og ástundaði ýmiss kon-
ar náttúruskoðun og rannsóknir.
Ber þar fyrst að nefna margra ára
rannsókn þeirra Ólafs Jónssonar á
Ódáðahrauni, uppruna þess,
náttúrufari og sagnfræði. Jón var
öflugur liðsmaður í Ferðafélagi Ak-
ureyrar og oft fararstjóri í óbyggða
og öræfaferðum þess.
Einnar ferðar minnist ég með
Ferðafélagi Akureyrar þar sem Jón
var fararstjóri. Ferðinni var heitið í
Kverkfjöll og Hvannalindir. Þetta
var eins konar frumskoðunarferð
um svæðið norðan Vatnajökuls og
hugsanlegar ferðaleiðir þess fyrir
bíla. Vitað var að Ósvaldur Knudsen
hafði brotist með bíl austur yfir Jök-
ulsá á Fjöllum mjög sunnarlega. Lá
slóðin mjög til austurs og var enn vel
skýr. Að öðru leyti var þetta svæði
því sem næst ókannað og því „bros-
andi land“ fyrir Jón. Við ferðuðumst
á jeppum af ýmsum stærðum og
gerðum og þar sem leið okkar lá að
mestu um óvissusvæði fór Jón oftast
fremstur í lest. Ég skrifaði á sínum
tíma grein um þessa ferð og fund ís-
hellisins í Kverkfjöllum. Þar stend-
ur um fararstjórn Jóns: „Jón Sigur-
geirsson fór oftast fyrir og svo
virðist sem hann velji leiðir sam-
kvæmt sérstakri eðlisávísan. Allir
ferðafélagar hans treysta henni og
ekki er vitað til að hún hafi brugðist.
Það er mjög gaman að ferðast eftir
þessum „áttavita" hans, sem stund-
um, við fyrstu sýn virðist benda á
ófæru, teflir þó aldrei í tvísýnu og
vísar að lokum ætíð til rétts vegar.“
Þessi snjalli vegvísir Jóns Sigur-
geirssonar kom ekki einungis ferða-
félögum hans að gagni heldur
reyndist hann verka eins konar
stoðvefur í öllum störfum hans ekki
síst björgunarstörfum sem hann var
oft kvaddur til. Seint gleymist Geys-
isslysið á Vatnajökli fyrir fimmtíu
árum og dagurinn þegar fólkið
fannst á lífi. Mývetningar sem voru
að taka upp kartöflur í Bjarnarflagi
neðan Námafjalls sáu langa bílalest
með Jón Sigurgeirsson í fararbroddi
þeysa fram hjá neðan úr sveit og
hverfa austur fyrir Námafjall.
Þetta var björgunarsveit frá Ak-
ureyri á leið á óvissan slysstað á
Vatnajökli. Við veifuðum og hrópuð-
um heillakveðjur til björgunar-
mannanna.
Jón frá Helluvaði var lagður af
stað til fólksins á Vatnajökli og þá
vissu allir að því væri borgið. Hug-
kvæmni og fyrirhyggja skipti þar
máli því að á örskammri undirbún-
ingsstund björgunarmanna tókst
Jóni að skjótast út á Gefjun og fylla
bfl sinn af lopa. í Herðabreiðarlind-
um og á leið suður með Jökulsá
tíndu menn sterka hvannarstöngla.
Þegar leitarmenn komu komu suður
á Vatnajökul í tvísýnu veðri og