Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 49 4 skyggni stungu þeir stönglum í snjóinn og festu lopa á hverja stöng. Þetta skyldu verða vegvísar til baka og ef hríð eða villu setti að mönnum. Þeir reyndust vel. Ég ætla að leyfa mér að segja það einmitt hér og nú, að mér fannst björgunarstarfi félaganna frá Akur- eyri vera rýr og fátæklegur sómi sýndur í sjónvarpsþætti þeim, er gerður var um þessa atburði og sendur var út í Ríkissjónvarpinu hinn 10. september, daginn áður en Jón lést. Mér þótti björgun amer- ísku flugvélarinnar vera gert hærra undir höfði en björgun fólksins. Þrátt fyrir langt mál mitt á ég enn margt ósagt um fjölþættan lífsferil Jóns mágs míns. Ég legg það til hlið- ar utan einn þátt, er átti ríkan sess í huga hans. A ferðum sínum um Ódáðahraun vaknaði áhugi Jóns á fornum leiðum þvert yfir hraunið og heimildir geta um. Ýmsir fræðimenn, er fóru um svæðið á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar höfðu veitt athygli vörðum og vörðubrotum og tengt þær leið Sáms á Leikskálum til Þingvalla og síðar vísitasíuferðum Skálholtsbisk- upa til Austfjarða. Það var þó ekki fyrr en Jón nálgaðist eftirlaunaald- urinn, að hann gaf sér tóm til að sinna þessu hugðarefni. Honum reyndist létt að glæða áhuga sinna nánustu á vörðunum og hugsanlegu sagnfræðigildi þeirra. Upp hófst umfangsmikil leit er stóð í rúman áratug. Leitardagar á því tímabili urðu 25 og leitarmenn frá tveimur og upp í tíu í hverri ferð. Jón tók þátt í flest- um leitarferðum þrátt fyrir háan aldur. Einna þrautseigasti ferðafélagi hans og leitarmaður er systursonar hans Sigurgeir Þórðarson. Arangur þessara leitarferða fór fram út björtustu vonum því tvær varðaðar leiðir fundust. Jón hélt greinagóðar dagbækur um þessar leiðir og hefur Jón Gauti sonur hans tekið þær saman í eina grein er hann birti í les- bók Náttúruverndarráðs nr. 7 árið 1981. Jón gerði sér títt um fleiri ferðaleiðir eins og flutningsleiðir brennisteins frá Ketildyngju austan Bláfjalls og til Húsavíkur. Um þetta var hann að hugsa og skrifa fram í andlátið fullur áhuga og kenninga um færar leiðir. Framan af ævi hélt Jón dagbók, einkum á ferðalögum um landið. Hann skráði og hjá sér ýmislegt er honum þótti markvert í náttúrunnar ríki og mannanna verkum. Þegar Jón varð áttræður gáfu börn hans honum tölvu með þeirri áskorun að vinna úr efni þessara dagbóka og minnisblaða. Jón tók henni hraust- lega. Allt þar til 8. ágúst síðastliðinn settist hann flesta daga við tölvu sína og sló inn efni. Fróðleikssafn hans, sem nú er orðið nokkuð hundr- uð vélritaðar síður, er allt varðveitt á tölvutæku formi. Það mun vissu- lega reynast þarft innlegg í sögu náttúru og mannlífs einkum í Mý- vatnssveit og nágrenni. Nú hefur Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði kvatt ferðafélaga sína, hress og sér meðvitandi um hinstu för eins og hans var von og vísa. Við samferða- menn hans minnumst hans og mannkosta hans með aðdáun og virðingu og þökkum honum trausta, glaða og gjöfula samfylgd. Ásgerður Jónsdóttir. Haust er í Lindum, húmviðKreppu, fólgvað Kistufell. Pöglar slóðir þess er hafði gengið langa leið. Fylgdigjaman góðu verki bjartogeinlægtbros. Þakka skyldi þeim sem mörgum rétti hlýja hönd. Þá sem lifa, þáersakna gleðja minning má. Þeim er gengur þreyttur til náða verðurhvíldinvær. Hreiðar Karlsson. + Gyða Þorbjörg Jónsdóttir fædd- ist í Hafnarfírði 18. október 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. septem- ber síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 15. september. Gyða frænka var yndisleg kona. Þar sem báðar ömmur mína lét- ust þegar mamma gekk með mig fyllti Gyða frænka það skarð. Alltaf var gaman að heimsækja hana á Vesturgötuna. Þegar maður var búinn að hringja bjöllunni heyrði maður hana stíga niður bratta stigann, eitt þrep í einu, og eftir svolitla bið birtist þessi litla fallega kona með vingjarnlega brosið og bauð mann velkominn. Þegar upp var komið var bakkelsi og sælgæti dregið upp úr öllum skúffum og skápum og skemmtilegar sögur sagðar af mönnum og dýrum. Það sem manni er minnisstæðast þegar maður hugsar um Gyðu er hvað hún var alltaf glæsileg og vel til höfð og eftir heimsóknir hennar til okkar gat maður fundið ihnvatnslyktina af henni lengi á eftir. Ég er þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast henni og bið algóðan Guð að varðveita hana. Minning um góða konu lifir áfram. Sif Hauksdóttir Gröndal. Látin er gömul og góð kona. Glað- lynd og glæsileg kona er fallin frá. Haustið 1949 fluttust tvær litlar fjölskyldur að Suðurgötu 75 í Hafn- arfirði. Á neðri hæðina fluttust for- eldrar mínir með mig, á efri hæðina fluttist Gyða Þorbjörg Jónsdóttir ásamt manni sínum, Hilmari Sæberg Björnssyni skipstjóra, og Bíbí, dótt- ur þeirra. Samgangur var strax mikill á milli hæða, aldrei bar nokk- urn skugga á sam- komulagið og raunar var því oft líkast að um eitt stórt_ heimili væri að ræða. Á jólum og um áramót var komið sam- an á annarri hvorri hæðinni og raunar þurfti engar stórhátíðir til, stiginn milli hæða var engin vík milli vina. Húsmóðirin á efri hæð- inni var röskleikakona og dugnaðarforkur. Á haustin var farið saman í berjamó, sultað og saftað í kjallaranum, soðið niður grænmeti og önnur matvæli og jafnan tekið slátur og haldin mikil sameiginleg sláturveisla að slátur- gerð lokinni. Margt var brallað í sambýlinu á Suðurgötu 75 og ýmis- legt lagt sér til munns sem ekki var almannamatur á þeim tíma. Sægai-p- urinn á efri hæðinni kom með ýmis- legt af sjónum sem matreitt var í til- raunaeldhúsunum á staðnum. Dýr- indis humar, skötuselur og fleira sælgæti úr sjónum var hversdags- matur hjá okkur. Tveir þættir voru áberandi í fari Gyðu. Ánnars vegar glæsikonan, alltaf vel snyi’t og glæsilega búin. Hins vegar náttúruunnandinn. Lilj- ur vallarins og fuglar himinsins áttu hauk í horni þar sem Gyða var. Hún var blómakona hin mesta og dýrin, þau voru öll vinir hennar. Eitt af uppátækjunum á Suðurgötu 75 var að þar var um árabil starfræktur fuglaspítali þar sem Gyða var sjálf- sagður yfirlæknir. Spítalinn var reyndar aldrei formlega stofnaður en einhvern veginn fóru smám sam- an að berast til okkar særðir og veik- h’ fuglar hvaðanæva úr Hafnarfirði og nágrenni og þeim var samvisku- samlega hjúkrað og aflað færðu í þá. Sumum hefur eflaust þótt fylgja nokkur óþrifnaður þessu stússi í kringum fuglana. Mér er einkum minnisstæð æðarkollan sem hafði lent í olíu og var lengi búsett niðri í þvottahúsi sem var fyllt upp af sjó, þara og kræklingi. Og eins og gerist á sjúkrahúsum vora sumir útskrifað- ir albata, aðrir vora grafnir með við- höfn í garðinum. Heimasætan, Bíbí, giftist ung og fluttist með bandarískum manni sín- um til Kaliforníu. Og nú hófst tími Ameríkuferða. Barnabörnin urðu fljótt fjögur og Gyða, sem ekki var vön utanlandsferðum og hafði ekki langskólagöngu í erlendum tungu- málum, var ekki í neinum vandræð- um með að vera á ferð og flugi milli heimsálfa. Sjálfstæð og sjálfbjarga kona og gat fljótt bjargað sér á enskri tungu. Eftir að einkadóttirin var farin að heiman kom heimasætan á neðri hæðinni oft í staðinn fyrir hana. Fyrstu jólin fengu Gyða og Hilmar mig lánaða til að fara með þeim í kirkju eins og þau höfðu alla tíð gert með Bíbí. Leiðir Gyðu og Hilmars skildi og Gyða fluttist til Reykjavíkur og bjó vel um sig í litlu íbúðinni sinni á Vesturgötu 22. Hún vann fyrir sér á ýmsum veitingastöðum og viðskipta- vinir og ekki síður ungþjónar og kokkar hændust að þessari glaðlegu og fallegu konu. Þegar heilsan bilaði fluttist hún á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún dvaldist síðustu árin. Bíbí hefur komið heim árlega og verið með mömmu sinni. Nú síðast var Bíbí heima í tvo mánuði í sumar Gyðu til mikillar upplyftingar og hressingar. Bíbí var rétt komin heim til sín aftur þegar andlát móður hennar bar að. Það sópaði að Gyðu þar sem hún gekk um götur vel snyrt í litríkum glæsifötum með sitt mikla ljósa hár, hnarreist og kvik í hreyfingum eins og unglingsstúlka. Hún var iðulega spurð að því hvernig hún færi að því að vera svona ungleg. Það stóð ekki á svari. Ekki var það snyrtivöram eða fallegum fatnaði að þakka og þaðan af síður hollustufæði eða líkams- rækt. Svarið var einfaldlega: Það er af því að ég er alltaf í svo góðu skapi! Glaðlynd og glæsileg kona er fallin frá. Við Guðjón vottum Bíbí og fjölskyldu hennar okkar dýpstu sam- úð. Solveig Guðmundsdóttir. £ Til Gyða frænku: Út um hugarglugga gægist gðmul minning leyst úr dróma kemur undan hversdagsryki kannski í líki þýðra óma. Eða er sitrar sólargeisli sérstakt skýjafar á himni. Gamalt andsvar gengið af vörum. Gefur þetta allt sinn þráð í vefmn. Man ég enn hve örsmá var ég er þér Gyða ég fylgja vildi, u? inn um bæ og út um grundu oft um smáan lófa hélstu. Sögu stutta sagðir stundum. Söngur og trall þér jafnan fylgdi gamanyrði er gengu af vörum gladdi lýð á fleygri stundu. Árin liðu ég óx að þroska en úr ranni hvarfst á meðan, komst þó oft sem kátur gestur hvunndeginum af mér létti. Saman störf þá saman unnum sóttum hesta, nærðum kindur mjólkuðum kýr og myly'u skófum margt var brallað þá á stundum. Sú kom tíð að sunnan komstu sýndir gjöf er eignast hafði. Guð og lífið þér gefið dýrsta, góða dóttur er við mér brosti. Hjá mér var þá hátíð í sinni hana ég leit og jafnan síðan var sem kæmi ei vor að vori vestur en Bíbí kom í bæinn. Kæra frænka! Margs við minnumst minningamar að mér sækja. Gleði og sorg oss gjaman mæta gerist hált und sárum fótum. En þó vilji ég aftur líka aftur snýr ei liðinn tími. Geld ég þökk fyrir góðar stundir. ’ Guði og minni vinu kærri. Blessuð sé minning þín. Hansina Þ. Gísladóttir frá Kleifárvöllum. GYÐA ÞORBJORG JÓNSDÓTTIR BRYNDÍS ZOÉGA + Bryndís Zoega, fv. forstöðukona Drafnarborgar í Reykjavík, fæddist 7. júlí 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 2. september siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 12. september. Sumarið 1964 er mér minnisstætt. Ég var nemi í Drafnarborg hjá Bryndísi. Hún tók á móti mér hispurslaus í fasi, bauð mig velkomna og hafði á orði að gott væri að fá eina unga og fríska í hópinn. Drafnarborg var dá- lítið öðruvísi leikskóli en ég hafði áð- ur kynnst. Aldrei áður hafði ég séð eins mikið af bamabókum eins og þar - þvílíkar perlur. Á gólfinu vora stórir trékassar sem hægt var að byggja úr, einnig stórir trékubbar, gríðarmikil klifurgrind í miðri leik- stofunni, málaratrönur, gamlar rit- og reiknivélar og margir kassar af allskonar gömlum fötum, hælaskóm, höttum og veskjum. Skáparnir voru fullir af pappír, litum, penslum og dósum með málningu og þarna voru líka perlur, garn og tuskubútar. Einnig var þar að finna litla vef- ramma og stórar vefnálar, hamra, nagla, tréstubba, sag og lím. Ég veit að bæði bækur og ýmis leikföng sem voru til í Drafnaborg hafði hún keypt á ferðalögum sínum í útlöndum og fékk hún þá gjarnan kunningja sína á einhverjum Fossunum til að flytja góssið heim. Aldrei vora börnin í Drafnarborg verkefnislaus þar sem hún var og stundum fannst okkur stelpunum nóg um þegai’ hún kom eins og stormsveipur og setti allt í fullan gang. Máln- ingin var komin á borð- ið, kassarnir út á mitt gólf og hvolft var úr einhverjum kubba- kassanum. „Börnin verða að hafa eitthvað fyrir stafni, þau verða að fá að vinna með höndunum," sagði hún og svo var hún rokin. Oft hló hún og gantað- ist í barnahópnum og vonlaust var að reyna að lesa sögu sem Bryn- dís var vön að lesa því hún las með svo miklum tilþrifum að sagan fölnaði í meðföram okkar hinna. „Það er ekki hægt að byggja í þurram sandi,“ sagði Bryndís og lét vatnið renna í sandkassann og börn- in bjuggu til kastala og stíflur. Hún keypti alvöru málningarpensla og börnin fóru um garðinn með fötur fullar af vatni og „rnáluðu" grind- verk, veggi og klifurgrindur og þótt- ust alvöra málarar. Hún fékk karl- ana í Slippnum til að saga fyrir sig tréspaða og smíða fyrir sig litla stiga með þremur þrepum. Börnin bára á milli sín stigana og notuðu þá fyrir burðarfleka þegar flytja þurfti efni- við á milli staða, byggðu brá eða virki eða reistu upp við vegg þegar „mála“ þurfti, allt eftir því sem hug- myndaflug þeii-ra leyfði. Oft var far- ið í gönguferðir með börnin, hvert og eitt hélt í sína lykkju á bandinu og svo var þrammað af stað í heimsókn- ir í aðra leikskóla, niður í fjöra eða í hljómskálagarðinn. Stundum var komið heim með fulla vasa af kuð- ungum og skeljum eða bara lítið blóm. Bryndís var sérstök kona og fór ekki alltaf sömu leið og aðrir. Eflaust hefur hún ekki ætíð verið auðveld yf- irmönnum sínum því að ýmsai’ reglur voru henni þyi’nir í augum. Hún átti það t.d. til að taka börn inn í leikskólann sinn, fram hjá kerfinu, ef þörfin var brýn og ekki þótti henni auðvelt að standa í því að rakka for- eldra fyrir leikskóladvöl barnanna. Hún var mannþekkjari og næm á hð- an barna, foreldra og starfsfólks leikskólans. Það var ótrálegt hvað hún var nösk á að velja félaga fyrir ný börn sem bættust í hópinn. „Þú skalt sitja hér, þið erað svo góðir vin- ir,“ sagði hún og það varð auðvitað reyndin og eitt sinn sagði hún við mig: „Það er gott að hafa þig hér, því þú ert svo hraust og ekki ástfangin," og svo hló hún. „Ætlar þú að verða pedagog eða smali?“ spurði hún eitt sinn ungan leikskólakennara sem kom í heimsókn. Þannig var Bryndís. Fyrir tæpum 10 árum fékk ég lán- uð myndaalbúm frá Drafnarborg og fóram við Bryndís í gegnum nær 40 ára gamalt myndasafn. Hún þekkti næstum því öll börnin sem á mynd- unum vora með nafni, vissi hvað þau vora að starfa og lýsti einkennum þeirra og háttum frá því þau vora lít- il börn í leikskólanum. „Þessi dreng- ur var mikill foringi í barnahópnum - enda orðinn forstjóri í stóru fyrir- tæki.“ „Hún var mikil kjarnorku- kona - giftist og eignaðist fimm börn og allt gengur vel hjá henni.“ „Þessi stúlka samlagaðist illa hópnum - enda flutti hún úr landi.“ Svona hélt hún áfram og ég sat dolfallin. Tíminn í Drafnarborg var dýnnæt reynsla sem ég hefði ekki viljað vera án. Fyrir nokkrum árum var ég ásamt fleiram að vinna að þróunar- verkefni í leikskóla og eitt af því sem okkur var uppálagt var að hta yfir farinn veg og íhuga hverjir hefðu verið áhrifavaldar í hfi og starfi. Þá skildist mér að lærimeistari minn var Bryndís Zoéga. Ég sá sjálfa mig í mörgu því sem ég hafði séð hana gera sumarið 1964 og sumt af því sem við stelpumar í Drafnarborg g höfðum jafnvel verið að ergja okkur yfir þá, það var ég að gera í mínum leikskóla þremur áratugum síðar. Ég vil þakka Bryndísi fyrir sam- fylgdina og leiðsögnina. Hrafnhildur Sigurðardóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram i formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. I Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 dr. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is USTAN EHF. Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.