Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 51 ætlað að skilja allt. En þegar ungur maður er hrifinn í burtu frá eigin- konu og þremur ungum bömum þá fallast mér hendur og spumingar hrannast upp. Spurningar sem ég veit að ég fæ ekki svar við nú, frek- ar en áður. Þú talaðir oft um það við mig hvað göngur og réttir heima á Ströndum væm þér mikils virði, enda fórst þú norður í leitir á hverju hausti eftir að þú fluttir suður. Þú hittir þar ættingja og vini, naust þess að vera úti í náttúmnni og leyfðir Vestfirðingnum í þér að njóta sín. Við áttum það sameigin- legt að vera Vestfirðingar og óskap- lega stoltir af upprana okkar. Hvergi fannst okkur fegurra ból en í faðmi fjalla blárra og hugleiddum oft nauðsyn þess að kynna okkar náttúraperlu fyrir öðram lands- mönnum. Það er kannski engin til- viljun að þín síðasta ferð í þessu jarðlífi var til fjalla fyrir vestan, en því miður var sú hinsta för allt of allt of snemma og ótímabær með öllu. I tæpa tvo áratugi unnum við saman hjá Reiknistofu bankanna í hópi frábærra samstarfsmanna og vina og eflaust er það einmitt vinátt- an sem hélt okkur þar svo lengi. Þú varst svo sannarlega félagi og vinur í orðanna bestu merkingu. Alltaf boðinn og búinn til þess að hjálpa og leiðbeina af mikilli elju, bæði nýlið- um og okkur þessum gömlu. Þú varst einn af fyrstu háskólamennt- uðu tölvunarfræðingunum sem komu til starfa hjá RB og þegar árin liðu tókst þú að þér meira og meira krefjandi störf og alltaf vannst þú verk þín af öryggi og fagmennsku. Nákvæmni í útreikningum og vinnu- brögðum vora þér ástríða og keppi- kefii. Hjá þér var ekkert næstum því rétt, nei rétt skyldi ávallt vera rétt án undanbragða. Mér fannst þú stundum allt að því smámunasamur, en viðurkenndi oftast að lokum að þú hefðir rétt fyrir þér. Undanfarin ár höfum við nokkrir félagar hjá RB leikið okkur saman og keppt í keiiu. Við áttum saman margar ánægjustundir í tengslum við æfingar og keppni í keilunni, bæði hér heima og úti í Danmörku. Ég fékk oft far með þér á.æfingar og þú stundum með mér og þá var oft spjallað um lífsins gang. Fjöl- skyldan þín, konan og börnin áttu hug þinn allan og hjarta. Umhyggja þín fyrir þeim og baráttuþrek þitt við að búa ykkur sem best í haginn var sönnun þess hvað þú elskaðir þau mikið og virtir. Þú áttir þolinmæði, sem margan skortir, þolinmæði til þess að leið- beina og ekki síður til þess að hlusta á aðra og hjálpa þeim að leysa hin flóknustu mál. Þú leiðbeindir mörg- um ungum drengjum og stúlkum í uppáhalds íþróttinni þinni, keilunni, og náðir athygli þeirra á undraverð- an hátt. Börnin mín bæði vora í þeim hópi og þakka þér mikið vel, kæri Sigurjón. Það er sárt að þurfa að kveðja þig með þessum fátæklegu orðum, kæri vinur. Ég veit að Guð tekur vel á móti þér. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Elsku Sirrý, Eyrún, Jóhann og Hafdís. Ég bið góðan Guð að blessa ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur og öllum öðram aðstandendum Sig- urjóns okkar dýpstu samúð. Friðbert Traustason. Þegar ég var þrettán ára var ég send í sveit til Finnsa föðurbróður. Ferðin norður í Árneshrepp var spennandi, með lítilli flugvél, því bíl- vegurinn var ekki kominn alla leið norður. Mest var þó spennan að sjá öll litlu frændsystkinin sem ég átti í vændum að hitta og vera með sum- arlangt. Fimm krakkar, það elsta átta ára og svo voru þau í tröppu- gangi niður í eins árs aldur. Þetta voru duglegir krakkar, Þórir átta ára og farinn að fylgjast með öllum vélum, Sveindís sex ára, sérlega dugleg og gekk til ýmissa verka. Litlu stelpurnar Magga og Jóhanna vora litlar skottur, en hann Sigur- jón, fjögurra og hálfs árs, var alveg sérstakur. Barnið var svo fallegt að allar gestkomandi konur slógu sér á lær og dáðust að baminu. Ég man ég horfði á hann og bar hann saman við fallegar glansmyndir sem ég átti, svona litu litlu prinsarnir þar út. Tveggja sumra dvöl með þeim styrkti bara þá tilfinningu að þessir krakkar væra alveg sérstakir í mínu lífi, því Gústa mamma þeirra var líka frænka og hún og systkini hennar alin upp hjá Gauja „fóstra" pabba míns. Sigurjón frændi vildi til náms og tókst að ljúka menntaskólanámi og fara síðan í háskólann og taka tölv- unarfræði. Ég dáðist að frænda og þrautseigju hans, því faðir hans lést langt fyrir aldur fram og því erfitt fyrir fjölskylduna að styðja krakk- ana til náms. Það var gaman að kynnast frænda aftur, þegar ég kom heim frá námi erlendis. Um skeið bjugg- um við nálægt hvort öðra í vestur- bænum í Reykjavík og fóram þá einu sinni saman norður um versl- unarmannahelgi. Sigurjón þekkti vegina vel og kennileiti öll, saman stoppuðum við á Bassastöðum hjá frændfólki hans og mínu líka. Það var gott að ferðast með Sigurjóni þótt frænku hans, sem óvanari var vegunum norður í Ameshrepp, þætti stundum fullgreitt ekið að blindhæðum og brekkum, þá hló Sigurjón að skræfunni. Hann var öruggur og góður bílstjóri og skemmtilegur ferðafélagi. Svo hélt hann myndarlega upp á þrítugsafmælið sitt, þar sem við frændsystkinin komum nokkur saman í teiti. Við fundum held ég öll að fjölskylduböndin vora strengur sem tengdi okkur saman, og við vildum halda þeim tengslum við og fýlgjast hvert með annars lífsgöngu. Síðan var Siný komin til sögunn- ar og þá varð frændi fjölskyldumað- ur. Það fór svo að hann var ekki einn um að fjölga mannkyninu árið 1989, þegar litla Eyrún Þóra fæddist. Af hópi okkar frændsystkina komu fjögur önnur með böm það árið. Og hópurinn hans Sigurjóns stækkaði. Næst kom Jóhann Finnur 1991 og svo litla nafna mín hún Haf- dís Jóna 1997. Aðrir bættu líka við sig svo litlu frændsystkinin voru orðin stór hóp- ur. Frændfólkið hittist nú í jólaboð- um til að kynna krakkana, og það var yndislegt að sjá þau vaxa og dafna. Sigurjón og Sirrý þurftu að sinna Eyrúnu litlu mikið fyrsta árið henn- ar og mátti sjá þau vaxa saman af því verkefni. Þau komu fram í kynningarþætti sem barnlæknar unnu fyrir sjón- varp og miðluðu þar öðram foreldr- um reynslu sinni af veikindum og umönnun dótturinnar. Sigurjón frændi hélt alltaf traust- um tengslum við sína heimasveit, enda móðir hans, bróðir, systir og margir aðrir ættingjar búsett þar. Hann fór yfirleitt norður í leitir og aðra smalamennsku, og smalaði þar fyrir einhvern ættingjanna, þó oft- ast að ég held fyrir Litlu-Ávík þar sem amma hans og móðurbróðir bjuggu. Hann lagði þar sitt af mörkum til að viðhalda byggðinni og sinna þeim verkum sem kalla á mannskap og samvinnu sveitunga og granna. Það var gott að vita hann sem þátttak- anda heima í hreppnum, og ég dáð- ist að trúmennsku hans og krafti að taka sér alltaf tíma til þess að vinna þessi störf. Hann var ekki einn um það, því Sigurjón og Sirrý vora þar samtaka og margar ferðirnar fór hún með norður og var þá hlaðinn bíll af börnum og búnaði og drifið í að fara saman. Þannig stóð á hinn 8. september, Sirrý var með börnin í Norðurfirði hjá Gústu frænku þegar fregnir berast af atburðunum í Ofeigsfirði. Frændi lét þar lífið við þjónustu fyrir sína heimasveit. Þessar fréttir vora sem þungt högg að fá, óskiljanlegar í fyrstu. Hann sem var svo vanur smala- mennskunni, fæddur og uppalinn við það umhverfi sem hann var á ferð um. Áfallið mesta er þó það að hann er alltof ungur til þess að deyja, hann á svo miklu ólokið í líf- inu. Börnin hans litlu þurfa svo mik- ið á föður sínum að halda. Þetta sem ekki má vera satt er það þó óumflýj- anlega. Það er erfitt að stilla reiði sína og uppgjöf gagnvart svo hörmulegum atburði. Því miður er náttúran óblíð og oft má lítið út af bera til að tjón verði á lífi eða heilsu fólks. Sigurjón frændi er fallinn í valinn. Sorgin er mikil og tárin falla. Ég bið Guð að styrkja Sirrý og bömin þrjú og gefa þeim gott líf, þótt það verði nú án ástriks föður og eiginmanns. Vonandi megna góðar minningar að létta sorgina, þegar dregnar verða fram myndir af far- sælli samfylgd. Elsku Sirrý og börnin, Gústa frænka og systkini Sigurjóns og aðrir nánustu vandamenn, ég votta ykkur einlæga samúð mína. Vertu Guði falinn kæri frændi. Hafdís Hannesdóttir. Kveðja frá Keilusambandi Islands Fyrir hönd Keilusambands ís- lands vil ég þakka Sigurjóni Guð- finnssyni fyrir vel unnin störf í þágu keilunnar á Islandi. Sigurjón starf- aði í fyrstu stjórn KLI árin 1992- 1994 og eins hefur hann starfað mikið í nefndum á vegum KLÍ, nú síðast í laga- og leikreglnanefnd frá árinu 1996. Sigurjón var í stjórn Keilufélags Garðabæjar frá stofnun þess árið 1989. Eiginkonu, börnum, vinum og vandamönnum vottum við samúð okkar á þessari sorgarstundu. Valgeir Guðbjartsson, formaður KLI. Það haustar að, þótt haustveð- ráttan sé góð er kominn haustlitur á landið, dagarnir styttast, náttúran villir ekki á sér heimildir. Þetta er einmitt sá tími s'em sauðfjárbændur fara að huga að fé sínu, gera fjallskil og koma fé í heimahaga. Föstudaginn 8. september sl. lögðu menn af bæjum í Árneshreppi upp í göngur, ferðinni var heitið að smala fjalllendið norðan Ófeigs- fjarðar. I hópnum voru bæði heima- menn og burtfluttir sveitungar, sem vora komnir að aðstoða frændur og vini við fjárleitir. Flest voru þetta vanir menn. Menn sem komu ár eft- ir ár til að taka þátt í haustsmölun ásamt heimamönnum. Veður var heldur vont þennan dag, norðan hvassviðri og rigning. Engum datt í hug að hætta við leit í þessu veðri, menn höfðu farið þetta í verra veðri og famast vel. Dagurinn leið með hefðbundnum hætti, menn eltust við rásgjarnt fé og lögðu sig alla fram eins og smala er háttur. Síðla dags þegar menn komu til sjávar brá þeim í brún, það vantaði einn félaga þeirra. Fljótt var brugðist við til leitar og fannst hinn týndi nokkuð fljótt. Hann hafði lagst fyiir á berangri. Þrátt fyrir að allt væri gert sem til bjargar mátti verða lést maðurinn í höndum þeirra. Hér hafði alvarlegur atburð- ur gerst, þessari staðreynd varð ekki hnekkt. Leitarmenn bára lát- inn félaga sinn til sjávar þar, sem bíll tók við flutningnum. Þessi látni maður var Sigurjón Guðfinnsson, sem nú er kvaddur hinstu kveðju í dag. Þetta var ekki fyrsta ferð hans um þessar slóðir, ár eftir ár kom hann og tók þátt í leit- um fyrir frændur sína. Sigurjón var fæddur í Árnesi hér í sveit og þar ólst hann upp. Hann var sonur hjónanna Ágústu Svein- björnsdóttur og Guðfinns Þórólfs- sonar, sem látinn er fyrir allmörg- um áram, hann var í hópi sex systkina og þriðji elsti í röð þeirra. Sigurjón hleypti snemma heim- draganum, gekk í Menntaskólann á Akureyri og síðan í Háskóla Islands þar sem hann lauk prófi í tölvunar- fræðum. Gerðist síðan starfsmaður Reiknistofu bankanna, þar var hon- um falið trúnaðarstarf og þeim trún- aði var hann vaxinn. Þegar faðir hans lést flutti móðir hans og Þórólfur bróðir hans til Norðurfjarðar, þar sem Þórólfur gerðist starfsmaður við Kaupfélag Strandamanna, en jafnframt sáu þau um rekstur Sparisjóðs Ámes- hrepps, sem þau gera enn. Þar með vora þau orðin næstu nágrannar okkar hjónanna. Þótt Sigurjón væri orðinn fjölskyldumaður búsettur í Reykjavík, fjarri átthögum og stundaði sína vinnu þar átti hann og fjölskylda hans tíðar ferðir í heim- sókn til móður hans og systkina hér í sveitinni, fríin vora notuð til þeirra heimsókna. Eitt var ákveðið, að eiga eftir frídaga til að geta komið og tekið þátt í leitum. Daginn fyrir áðurnefnda leit kom Sigurjón og fjölskylda hans og skyldi dvalið um helgina meðan ver- ið væri að ljúka tveggja daga leit og ákveðið var að koma síðan eftir viku sömu erinda. Það var greinilegt að Siguijón og fjölskyldan átti erindi til átthaga hans. Margt fer öðravísi en ætlað er, engan óraði fyrir því að einn félagi úr hópi þessara vösku manna sem lögðu upp að morgni, yrði fluttur heim að kvöldi liðið lík. Það vai- sorg í sveitinni, en sárast var hún þó hjá eiginkonu, bömunum þremur, móð- ur, systkinum og öðram nánum ætt- ingjum. Þetta vora dapurleg örlög. Engu verður þar um breytt. „Hve- nær sem kallið kemur kaupir sér enginn frí.“ Það er gangur lífsins þótt einn hverfi úr vinahópnum heldur lífið áfram. Morguninn eftir lögðu þessir sömu menn upp í bítið til að ljúka þeirri smölun sem hófst daginn áð- ur. Einn vantaði nú í hópinn. Hér með er Sigurjóni þakkað fyr- ir sitt framlag, að aðstoða bændur í sveitinni við þá samfélagslegu skyldu að gera fjallaskil. Við vonum að komi maður manns í stað. Góður drengur er nú kvaddur hinstu kveðju. Við hjónin og fjöl- skylda okkar sendum eiginkonu, börnum, móður, systkinum og öðr- um ættingjum, innilegar samúðar- kveðjur. Þið hafið misst mikið en minningin um práðan og vammlaus- an mann er fjársjóður sem ekki verður frá neinum tekinn. Gunnsteinn Gíslason, Norðurfirði. Sigurjón Guðfinnsson vinur okkar er látinn, langt um aldur fram. And- lát hans bar að höndum við fjárleitir á æskuslóðum hans á Ströndum. Það er í rauninni óskiljanlegt hvem- ig svo getur farið að maður á besta aldri, heilsuhraustur og vel búinn til útivistar geti látist við þessar að- stæður. Sigurjón þekkti vel til á þessum slóðum. Hann ólst upp í Ár- nesi í Trékyllisvík og hafði farið ár- lega til gangna síðan hann var á barnsaldri. En það er öllum ljóst sem því hafa kynnst, að skilin á milli lífs og dauða geta verið ótrálega skömm, en það var okkar fyrsta hugsun þegar þessi fregn barst okk- ur þann áttunda september síðast- liðinn. Sigurjón, eða Nóni eins og hann var gjarnan kallaður, var afar við- felldinn maður. Hann var hæglátur og sýndi af sér práðmennsku í alla staði. Var ræðinn og gamansamur þegar svo bar undir, en niðursokk- inn í áhugamál sín og annað sem hann tók sér fyrir hendur þess á milli. Hann sinnti öllum málum af einstakri samviskusemi og ná- kvæmni, enda var hann gjarnan val- inn til tránaðarstarfa þar sem hann starfaði að félagsmálum. Hann var ávallt boðinn ogbúinn að leggja á sig vinnu til aðstoðar við aðra, og fannst það bæði sjálfsagt og eðlilegt. Hann var fjölskyldu sinni var afar náinn. Kynni hans og Sirrýar hófust fyrir tólf árum, en þau urðu fljótt mjög samrýnd og eignuðust þrjú börn sem öll bera þess greinileg merki að hafa alist upp við ástúð, umhyggju og hlýju á góðu heimili. Við höfum orðið þess aðnjótandi að hafa Sigurjón, Sirrý og börnin gestkomandi á heimili okkar öðra hverju á síðustu tveimur árum. Síð- ast nú í nýliðnum ágúst þar sem þau komu til að vera á pæjumóti Þor- móðs ramma/Sæbergs, en Sigurjón var einlægur Fylkismaður, og vann óeigingjamt starf í tengslum við unglingalið félagsins. Þar sem og annarsstaðar mun starfskrafta hans verða vafalasut sárt saknað. Þegar mótinu lauk, fylgdum við þeim úr bænum og fóram yfir Siglufjarðar- skarð, en þá leið höfðu þau hjón ekki farið áður. Þegar við kvöddum þau á afleggjaranum neðan við skarðið í kvöldsól og stilltu veðri eins og fallegast verður á íslandi, þá granaði okkur engan veginn að þetta væri hinsta stund okkar með Sigurjóni. Það var alltaf jafn gaman að fá hann ásamt fjölskyldunni í heim- sókn, því þeim fylgdi vinátta og prúðlyndi, en samt var alltaf stutt í glens og gaman þar sem gjaman **' var hlegið fram eftir nóttu. Hann bar einkenni upprana síns úr Trékyllisvík og norðurströndum því að hann var bæði í senn maður úr afskekktri sveit og borgarbúi, og í persónu hans tvinnuðust þessir tveir ólíku heimar saman með þeim hætti að hann varð enn eftirminni- legri maður fyrir vikið. Það mun taka tíma að átta sig á því að Sigurjón sé horfinn úr lífi okkar, því kynni af honum hafa gert alla ríkari á einhvern hátt því að með einlægni sinni og framkomu gaf hann af sér eitthvað sem ekki verð- ur auðfengið. Það er ekki auðvelt að takast á við dauðann og sérstaklega ekki \ - þegar hann knýr dyra með þessum hætti. Sigurjóns verður sárlega saknað sem eiginmanns, föður og vinar. Við sendum Sirrý, bömunum og fjölskyidum þeirra okkar innleg- ustu samúðarkveðjui-. Hanna, Halldór og böm, Siglufirði. Samstarfsmaður okkar, hann Sig- urjón, er látinn. Hvílíkt reiðarslag. Sigutjón var búinn að vera starfs- _ maður Reiknistofu bankanna í nær tuttugu ár. Samstarf okkar við hann var farsælt í alla staði. Aldrei bar skugga á, þótt skoðanir væra skipt- ar á stundum. Sigurjón var stakur nákvæmnismaður í öllum vinnu- brögðum, margfróður og alltaf hægt að treysta á hann. Stundum þótti hann dvelja of lengi við smáatriði, en oft kom í Ijós að þessi smáatriði skiptu miklu máli. Ófáir starfsfélaga Sigurjóns munu sakna hans sárt enda var mikið til hans leitað og sjaldan komið að tómum kofunum. Hann hafði bæði þolinmæði og vilja til að liðsinna fólki sem leitaði til hans, og óþrjótandi þekkingar- þorsta. Sigurjón var virkur í félags- málum, sem öðram málum. Sem dæmi má nefna að þegar breyting varð á skipan lífeyrismála banka- manna útbjó hann nákvæmt líkan yfir valmöguleikana þar sem hver og einn gat fengið yfirlit yfir kostina miðað við eigin forsendur. Þetta var mikið notað og hjálpaði mörgum við að taka ákvörðun. Einnig hafði hann lengi starfað í íþróttanefnd fyrir starfsmannafélagið og verið örygg- istránaðarmaður. Það vora ekki bara samstarfsfélagarnir sem báru traust til hans því vitað var að hann sinnti einnig ýmsum félagsstörfum utan vinnunnar. Sigurjón hafði ekki getað farið út að borða með vinnuhópnum á föstu- dagskvöldinu af því hann ætlaði , norður á Strandir með fjölskylduna. Þar var hann vanur að fara í göngur á þessum tíma árs. Áðúr en hann lagði af stað ræddum við áætlun sem honum hafði ekki alveg tekist að ljúka, en átti að skilast á mánu- deginum. Enginn renndi víst gran í á þein-i stundu hversu mikið sú áætlun átti eftir að breytast. Það er alltaf sorglegt þegar mað- ur í blóma lífsins fellur frá og ekki síst þegar maðurinn er faðir þriggja ungra barna. Sigurjón vai’ mikill fjölskyldumaður og það var til þess tekið hvað hann sinnti börnum sín- um af stakri natni, þótt hann ynni mikið. Missir Sirrýjar og barnanna er mikill. Við vottum þeim og öðram aðstandendum okkar dýpstu samúð. Huggunarorð mega sín lítils en þeg- ar fram líða stundir mun minningin um sómadreng ylja um hjartarætur. Ólöf Þráinsdóttir, ^ I. Hulda Yngvadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.