Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 5í UMRÆÐAN Auglýst eftir vinum fískvinnslunnar EG AUGLYSI eftir vinum fiskvinnslunnar. Hvar eru þeir nú þegar starfsumhverfi fisk- vinnslunnar hefur breyst, henni í mikinn merkjanlegan óhag? Ég vísa til fréttar Morgunblaðsins sl. föstudag um að útflutn- ingur á óunnum, óseld- um afla hafi aukist um 23% frá janúar til júlí í ár vegna breytinga sj ávarútvegsráðherra á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Svanfríður Sömuleiðis fréttar Jónasdóttir Ríkisútvarpsins sl. sunnudag þar sem fram kemur að þrátt fyrir framangreind áhrif til aukins útflutnings hafi verðmæta- aukning einungis orðið um 5%. Þessi mikla aukning á útflutningi kemur mér satt að segja á óvart. Eftir alla umræðuna um mikilvægi þess að halda skipum og kvóta í byggðalög- unum og allar áhyggjuræðurnar um stöðu fiskvinnslunnar og atvinnu- málin í sjávarbyggðunum þá hefði ég haldið að meira þyrfti til áður en breytingar af þessari stærðargráðu yrðu. Og ávinningurinn fyrir útgerð- ina virðist harla lítill. fslensk fískvinnsla fái að keppa Þessi aukni útflutningur á óunn- um afla, sem ekki hefur verið boðinn íslenskri fiskvinnslu en er fluttur úr landi óseldur upp á von og óvon, þrengir líka augljóslega að mögu- leikum vinnslunnar hér heima. Ef hún ætti þess kost að bjóða í aflann mætti ætla að meiri afli kæmi til vinnslu hér heima og því myndi fylgja aukið öryggi fyrir íslenska fiskvinnslu. Með þessu er ég ekki að segja að íslendingar eigi að sitja ein- ir að aflanum. Erlendum fyrirtækj- um er heimilt að bjóða í afla á ís- lenskum fiskmörkuðum og þannig ætti það að vera áfram. Það sem er óþolandi er að útgerðin sendir aflann óseldan beint á vit hinna erlendu kaupenda án þess að á það sé látið reyna hvort íslenska fiskvinnslan sé samkeppnisfær. Bent hefur verið á að það geti ver- ið umhent fyrir erlend fyrirtæki að bjóða í aflann á íslenskum mörkuð- um, þeir þurfi þá að hafa hér um- boðsmenn og ærinn kostnað. Nú er það svo að um allt land bjóða menn VÖÖ'íUS®©1' » Bókhaldskerfi pq KERFISÞRÓUN HF. II FÁKAFENI 11, s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ rafrænt í þann afla sem seldur er um fiskmar- kaðina. Hið sama stendur hinum erlendu fyrirtækjum opið. Og aflinn bærist þeim jafn- ferskur og nú. Flutn- ingaskipin sigla bara einu sinni í viku núna með gámana þannig að menn verða að haga kaupum og skipulagi eftir því nú þegar. Eini munurinn fyrir hina er- lendu kaupendur væri sá að í stað þess að fá aflann með flutninga- skipi og bjóða hann upp erlendis væri aflinn boðinn upp hér heima og síðan væri það sem seldist til útlanda sett um borð í flutningaskipið. Munurinn fyr- ir íslensku fískvinnsluna væri hins vegar sá að hún hefði átt þess kost að bjóða í þann afla sem veiddur er í okkar lögsögu og útgerðarmenn hafa ekki samið um sölu á fyrirfram. Verðið svipað og hér heima í umfjöllun um þessi mál vísar Logi Þormóðsson fiskverkandi í Sandgerði til þess að það sé óréttlátt að þeir sem eiga auðlindina, íslend- ingar, fái ekki einu sinni að bjóða í þann afla sem úr henni er veiddur. Hann vísar einnig til þess að verðið á Útflutningur Útgerðin sendir aflann óunninn og óseldan beint á vit hinna erlendu kaupenda, segir Svanfrfður Jónasdóttir, án þess að á það sé látið reyna hvort íslenska fiskvinnslan sé samkeppnisfær. erlendu mörkuðunum sé svipað því sem gerist hér heima. Síðan eigi eftir að borga flutnings- kostnað auk þess sem tollar leggist á sumar tegundir. Aukning á útflutn- ingi á óunnum og óseldum afla um 23% um leið og ráðherra minnkar álagið lítillega setur sannarlega spurningarmerki við innihald um- ræðunnar um flskvinnslu í landinu. Hver er hin raunverulega ástæða þess að útgerðin kýs að haga málum með þessum hætti? Og hvar eru vinir flskvinnslunnar? FKsa- tilboð Gólfflís Genova stærð 33,3x33,3 kr. 1.695 m HÚSASMIDJAN Sími 525-3000 • www.husa.is Snertifrí blöndunartækJ Rafeindastýrt, snertifrítt blöndunartæki sem fer i gang við rof innrauðs geisla. Hentar sérlega vel fyrir matvælaiðnað, læknastofur, veitingastaði o.fl. þar sem hreinlæti skiptir öllu máli. Einnig fyrir heimili. Geberit - svissnesk gæði T€nGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 5641089 • tengi.is www.ljosmyndir.net Aukavinna! Viltu eiga frí á daginn og hafa góðar tekjur á kvöldin? Traust fyrirtæki og góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur Þórunn í síma fCA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.