Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 55
DAGURINN í dag,
21. september, er al-
þjóðadagur alzheim-
erssjúklinga.
Dagurinn er haldinn
til að minna á þennan
vágest sem hrjáir um
það bil 2000 íslendinga
og um 18 milljónir
manns um heim allan.
Alzheimerssjúkdóm-
urinn flokkast undir
minnissjúkdóma sem
er samheiti ýmissa
heilasjúkdóma sem or-
saka skert minni og
minnkandi vitræna
getu.
FAAS, félag áhuga-
fólks og aðstandenda alzheimers-
sjúklinga og annarra minnissjúkra,
varð 15 ára á þessu ári. Aðdraga-
ndinn að stofnun félagsins var sá að
Rauði kross íslands ásamt fleiri aðil-
um opnaði dagvistunina Múlabæ fyr-
ir aldraða árið 1980. Dagvistunin var
hugsuð sem afdrep fyrir þá sem
byggju einh- heima og væru í
áhættuhópi hvað varðar einangrun.
Fljótlega varð ljóst að stór hópur
minnissjúkra dvaldi i heimahúsum í
skjóli maka eða annarra nákominna
ættingja. Það varð því fljótlega ljóst
að brýnt var að veita sérhæfða dag-
vistunarþjónustu fyrir alzheimers-
sjúklinga og aðra minnissjúka. Aðst-
andendur hinna minnissjúku
mynduðu þrýstihóp og stofnuðu síð-
an formlegt félag árið 1985. Það var
síðan fyrir tilstilli þessa þrýstihóps
að opnuð var dagvistunin Hlíðabær
ári síðar.
Hlutverk og mark-
mið félagsins er að
styðja við bakið á að-
standendum minnis-
sjúkra og gæta hags-
muna þeirra. Að efla
samvinnu og samheldni
aðstandenda með
fræðslufundum, út-
gáfustarfsemi og fleiru.
Að auka skilning
stjórnvalda, heilbrigð-
isstétta og almennings
á þeim vandamálum
sem sjúklingar og að-
standendur þeirra eiga
við að etja. Að minnis-
sjúkir fái þá hjúkrun og
félagslega aðstoð sem
nauðsynleg er í okkar nútímaþjóðfé-
lagi.
Tímamót
Öllum er frjálst að hafa
samband við FAAS,
segir Guðrún Kristin
Þórsdóttir, og fá upp-
lýsingar, ráðleggingar
og stuðning.
FAAS býður félagsmönnum sín-
um símaþjónustu þar sem veittar
eru leiðbeiningar og upplýsingar.
Djákni er vígður til félagsins og er
hann til stuðnings og aðstoðar fyrir
aðstandendur jafnt sem sjúklingana
sjálfa. Félagið býður jafnframt fé-
lagsmönnum sínum heimastuðning,
þ.e.
tímabundna viðveru á heimili hins
minnissjúka. Félagið býður aðstand-
endum þátttöku í nærhópum þar
sem aðstandendur hittast og ræða
sín mál í trúnaði og kærleika.
Félagið er með opna fræðslufundi
reglulega yfir vetrarmánuðina og er
t.d. fyrsti fundur vetrarins í kvöld í
félagsmiðstöðinni Arskógum 4 þar
sem læknarnir Kári Stefánsson og
Jón Snædal segja frá nýjustu niður-
stöðum rannsókna íslenskrar erfða-
greiningar á alzheimerssjúkdómn-
um.
Pétur Símonarson frá Vatnskoti
gaf félaginu húseign sína að Austur-
brún 31. Hann gaf húsið í minningu
um konu sína, Fríðu Ólafsdóttur
ljósmyndara, og heitir húsið því
Fríðuhús. Stjórn félagsins hefur ver-
ið að láta endurbyggja húsið og hafa
stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar
sýnt félaginu mikinn velvilja í þeirri
uppbyggingu og er skrifstofa félags-
ins þegar flutt í húsið. Áætlað er að
opna dagvistun með sveigjanlegum
viðverutíma og jafnframt verður
boðið upp á kvöld- og helgardvöl fyr-
ir dagvistunarsjúklingana. Opnað
verður fræðslusetur og upplýsinga-
miðstöð fyrir aðstandendur og aðra
umsjónaraðila minnissjúkra og að-
stöðu fyrir stuðningshópavinnu og
fjölskyldufundi.
Öllum er frjálst að hafa samband
við FAAS og fá upplýsingar, ráðleg-
gingar og stuðning, sími félagsins er
533-1088. Sem betur fer horfa
alzheimerssjúklingar og aðrir minn-
issjúkir og aðstandendur þeirra til
bjartari framtíðar með auknum
rannsóknum og nýjum lyfjum. En
meðan ekki er enn fundin lækning
við minnissýki þá vonumst við, sem
störfum fyrir FAAS, til að geta verið
að sem mestu og bestu liði.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
djákni félagsins.
Alþjóðlegur alz
heimersdagur
Guðrún Kristín
Þórsdóttir
BLAÐAUKIIMIVI TÖLVUR OG TÆKNI
í MORGUNBLAÐINU
LAUGARDAGINN 30. SEPTEMBER
MEÐAL EFIMIS:
• Gagnagrunnstækni og rekstrarkerfi: Fjallað um nýjustu strauma í gagnagrunnstækni
og rekstrarkerfum fyrirtækja • Netið: Farið í saumana á því hvernig Netið hefur breytt
aðstæðum íslenskra fyrirtækja, Ijölgað sóknarfærum og dregið úr kostnaði • Farsímatækni:
Sagt frá nýjum hugmyndum í farsímatækni, væntanlegum GPRS-kerfum og staðsetningar-
möguleikum sem þau gefa • Kerfisveitur • Stórtölvur: Fjallað um aukna stórtölvuvæðingu
• Þróun f örgjörvatækni og skammtatölvur • Linux: Þróun Linux innan fyrirtækja
• O.fl.
Pantið fyrir kl. 12 föstudaginn 22. september!
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar
á auglýsingadeild í síma 569 1111.
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 11 11 » Bréfastmi: 569 1110 • Netfang: augltfmbl.is
Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033
LÆKIR - KLEPPSVEGUR
Mjög góð 106 fm íbúð á 1. hæð í
blokk sem snýr þvert á Kleppsveg-
inn. íbúðin snýr í áttina að Rauða-
læk með möguiegri aðkomu frá
Brekkulæk.
«0* Samsonite
MS
$
Fyrsta Samsonite
verslunin á Islandi
hefur opnað í
Skeifunni 7 undir
sama þaki og
Metró.
Bjóðum allar gerðir
af Samsonite
töskum, harðar og
mjúkar, stuttar og
langar, stórar og
Vinnufélaginn
frá Samsonite
“toppurinn í töskum”
smáar.
METRO
TÖSKU- OG SKÖVIÐGERÐIR
Skeifan 7 • Sfmi 525 0800
6 Rauðvínsglös, 6 Kampavíns
(eða hvítvínsglös), 6 Bjórglös (eða ölglös)
\/Téfdc
^^KRISTALL
Kringlunni - Faxafeni