Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 62

Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 :i---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir B Ferdinand H Við gætum prófað það svona, herra. Eða jafnvel svona. En þar semþetta Þú mátt Kaldhæðni fer er fyrsti skóladagurinn þá megum ekki vera þér ekki vel, við ekki ganga of langt. of flottur. Magga. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Um aðgengi og varðveislu heim- ilda á Þjóðskjala- safni Islands Frá Jóni Torfasyni og Kristjönu Kristinsdóttur: JÓN Ólafsson forstöðumaður Hug- vísindastofnunar Háskóla íslands skrifaði grein í Morgunblaðið þann 18. ágúst sl. Þar segir „... skjala- varsla hér á landi hefur verið í svo skammarlegum ólestri áratugum saman að það er einfaldlega ekki hægt að skrifa almennilega bók um samtímasögu og byggja hana á Is- lenskum heimildum, nema í einstaka sértilfelli." I þættinum Víðsjá í Ríkisútvarp- inu rás 1, 21. ágúst sl., ræddu sagn- fræðingarnir Már Jónsson og Sig- urður Gylfi Magnússon m.a. um heimildir og sögðu þá að ástand safna á Islandi væri stórt vandamál, þau væru illa skráð og aðgangur ekki góður að heimildum. Starfsmenn Þjóðskjalasafns telja þessar fullyrðingar nokkuð ýktar og jafnvel læðist að sá grunur að þær séu að einhverju leyti til komnar vegna þekkingarleysis. Þjóðskjala- safn hefur lagt mikla áherslu á að sinna varðveislu skilaskyldra skjala og gengið eftir afhendingu þeirra til safnsins. Jafnframt hefur markvisst verið unnið að því að bæta aðgengi notenda að skjalasöfnum sem safnið varðveitir. I vörslu safnsins eru nú um 32 kílómetrar skjala mælt í hillu- metrum. Skjalasöfn sem skráð hafa verið eftir 1990 eru skráð með raf- rænum hætti svo öll heimildaleit er auðveld þegar nútímaskjalasöfn eru annars vegar. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að skráning skjala er ólík skráningu bóka og prentaðra heim- ilda. Gæta þarf þess við skráningu skjalasafna að heimildargildi skjal- anna varðveitist. Til þess að nota skjalasöfn þarf því nokkra þekkingu á stjómsýslusögu og á ævi og störf- um einstaklinga. Ekki er hægt að koma á Þjóðskjalasafn og panta pakkann um t.d. landhelgismálið. Nauðsynlegt er að hafa a.m.k. grun um hvaða embætti, stofnanir og ein- staklingar komu að því máli. Þarf þá jafnvel að skoða skjöl úr mörgum skjalasöfnum og auðvitað getur það tekið tíma og reynt á fræðilega getu. Til upplýsingar um hvaða skjala- söfn frá 20. öld eru aðgengileg til rannsókna skulu nokkur þeirra nefnd af handahófi: Skrifstofa forseta íslands, ráðun- eytin, sendiráð þ. á m. sendiráðið í Moskvu, skjalasöfn sýslumanna, skjalasöfn skattstjóra, skjalasöfn fræðsjustjóra, Ríkisútvarpið, Fiski- félag íslands, Fasteignamat ríkisins, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Skipaútgerð ríkisins, Fiskimálasjóð- ur, Áburðaverksmiðja ríkisins, Myndlista- og handíðaskólinn, Hús- mæðrakennaraskólinn, Menningar- sjóður og menntamálaráð, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, Biskup íslands og Viðlagasjóður. Eldri skjalasöfn eru m.a.: Skjala- safn kirkna, kansellís, rentukamm- ers, landfógeta, amtmanna, stiftamt- manns, íslensku stjórnar- deildarinnar, landshöfðingja, Skál- holtsbiskups og Hólabiskups svo fáein séu nefnd. Skráning þessara safna markast af því að sú vinna var unnin áður en tölvuöld rann upp og skrár eru enn sem komið er ekki tölvutækar. í Þjóðskjalasafni eru jafnframt fjöl- mörg skjalasöfn einkaaðila, þ.e. ein- staklinga, fyrirtækja og félaga en í þeim eru margir smærri skjala- flokkar aðgengilegir notendum. Sem betur fer er mörgum Ijóst að mikilvægar heimildir um íslenska sögu eru aðgengilegar á söfnum og hafa nýtt sér það. Á undanfömum árum hafa komið út mörg ágæt rit um samtímasögu, sögu 20. aldarinn- ar, sem byggja á skjalasöfnum í vörslu Þjóðskjalasafns, og þau em ekki eingöngu um „sértilfelh", að ógleymdum bókum sem varpa ljósi á aðrar aldir Islandssögunnar. Aðeins nokkrir höfundar og rit útkomin á sl. fimm ámm skulu nefnd af handa- hófi: Már Jónsson: Árni Magnússon. Ævisaga, Vilborg Auður ísleifsdótt- ir: Siðbreytingin á íslandi, Helgi Þorláksson: Sjórán og siglingar, Ás- geir Ásgeirsson og Olafur Ásgeirs- son: Saga Stykkishólms, Davíð 01- afsson: Saga landhelgismálsins, Sigrún Davíðsdóttir: Hándskriftsag- ens saga, Ólafur Hannibalsson og fl.: Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, Páll Sigurðsson: Heilsa og velferð, Jakob Asgeirsson: Pétur Ben, Ás- geir Guðmundsson: Berlínarblús, ís- lenskir meðreiðarsveinar og fórnar- lömb þýskra nasista, Valur Ingimundarson: I eldlínu kalda stríðsins, Guðjón Friðriksson: Einar Benediktsson, Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon: Hag- skinna, Valdimar Unnar Valdimars- son og Halldór Bjarnason: Saltfisk- ur í sögu þjóðar, Guðmundur Magnússon: Eimskip, frá upphafi til nútíma, Þorsteinn Jónsson og Guð- mundur Guðjónsson: Lögreglan á íslandi, Pétur Pétursson og fl.: Kristnisaga IV bindi, Þór White- head: Bretarnir koma, Heimir Þor- leifsson: Póstsaga íslands, Einar Laxness: Islandssaga A-Ö, Gunnar Stefánsson: Útvarp Reykjavík. Saga Ríkisútvarpsins, Hörður Ágústsson: íslensk byggingararfleifð, Margrét Guðmundsdóttir: I þágu mannúðar. Saga Rauða kross Islands, auk margra binda í Iðnsögu íslendinga. Hér er einnig rétt að nefna fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta. Skulu hér aðeins nefndir nýlega sýndfr þættir um hernámið og kalda stríðið. Einnig viljum við benda á mikinn árangur héraðsskjalasafnanna í skjalaskráningu og söfnun heimilda sem margir hafa hagnýtt sér við rannsóknir. Auk þess sem starfs- menn Þjóðskjalasafns hafa iðulega haft milligöngu um útvegun heim- ilda úr erlendum skjalasöfnum. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.