Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
É g bið að heilsa
Bókin um Jónas Hallgrímsson dugði Ellerti B.
Schram alla leið til Jakarta á leið hans á Olympíuleik-
ana í Sydney, þar sem hann horfði á Völu fara sem
fuglinn „með fjaðrabliki háa vegaleysu“.
JÆJA, þá erum við komin
heim frá Sydney. Heldur
betur frægðai-för og vænt-
anlega hefur þjóðin fengið
ítarlegar fregnir og frásagnir af
þeim afrekum öllum sem okkar fólk vann á
þessum miklu leikum og raunar íþróttunum í
heild sinni, svo sumum þykir nóg um.
En þegar heim er komið spyr fólk í kurt-
eisiskyni: hvemig var í Ástralíu? Var ekki
gaman? og svo framvegis og víst er það svo, að
margt ber fyrir augu og nóg er haft fyrir
stafni, enda þótt sumt af því geti fallið undh-
það sem ég hef hér áður kallað hið annríka
iðjuleysi. Maður er sem sagt ákaflega upp-
tekinn af því að gera ekki neitt, nema þá að
ferðast milli staða, bíða eftir að keppni hefjist,
horfa á, bölva í hljóði, klappa, stappa, fara aft-
ur heim, skipta um fót, borða, sofa og vakna
aftur til að gera nokkurn veginn það sama.
Smám saman renna dagamir út í eitt og þetta
verður samhangandi atburðarás íþróttavið-
burða og félagsskapar eins og sæmir glað-
beittum gladíatorum, sem hafa það fyrir leik
að beijast á daginn og drekka og deyja á
kvöldin og rísa jafnharðan á fætur eins og þeir
gerðu í Valhöll forðum.
Ferðalag til Sydney tekur um það bil
fjömtíu tíma, þegar hraustmenni
em annars vegar sem ekki láta
tefja sig á leiðinni með hvfldar-
stoppi. Svo var um þann sem þetta skrifar og
afþreyingin á leiðinni var sú að lesa ævisögu
Jónasar Hallgrímssonar, fimm hundmð
tuttugu og átta síður. Upphaflega var ætlunin
að geta sofnað út frá þykkii bók, en sann-
leikurinn var sá, að lesturinn vai' bæði
skemmtilegur og spennandi og honum lauk
ekki fyrr en í námunda við Jakarta, en þangað
komst Jónas aldrei (fyrr en með mér).
Eftir á að hyggja Var það vel til fundið að
hafa meðferðis listaskáldið góða alla þessa leið
enda Jónas samtíðarmaður þeirra Evrópubúa
sem fyrstir tóku sér bólfestu í Ástralíu. En
það var annað sem ég lærði við lesturinn á
Jónasi. Skáldið skrifaði bréf og fékk bréf og ef
ekki væra þessi sendibréf öll, þá vissum við
sái'alítið um þennan ástmög þjóðarinnar sem
ól langan aldur við sult og seyra í kóngsins
Kaupinhafn og var misskilinn af þjóð sinni. Og
þar sem margt er líkt með okkur Jónasi og við
báðir misskildir í lifanda lífi sá ég í
hendi mér að nauðsynlegt væri
fyrir mig að biðja hvem þann Is-
lending, sem átti leið um, fyrir
bréf heim. Ég bið að heilsa, kvað
Jónas og þannig bað ég sömuleiðis að heilsa
heim og gat dokumenterað það sem ég hafði
helst fyrir stafni, íslendingum og afkomend-
um mínum til fróðleiks. Ég var að vísu ekki
keppandi á Ólympíuleikunum en ég var þar
samt og ekki má gleyma þeirri keppni sem
fram fer utan við leikvangana og íþróttahall-
h'nar, keppni um völd og virðingu innan þess-
arar miklu íþrótta- og ólympíuhreyfingar. Sú
keppni fer fram í lobbíum og stúkusætum og
er háð af þeim sem reka nefið hæst upp í loft-
ið. í bréfum mínum má lesa það atvik (og nú
mun ég hér eftir tala um sjálfan mig í þriðju
persónu), þegar forseti íslensku ólympíu-
nefndaiinnar átti erindi inn á fínasta hótelið.
Hann vai- klæddur hálfsíðum bermúdabuxum,
bláum og nokkuð víðum, berleggjaður og
nokkuð skakkm- á hægra hné. Að ofan klædd-
ur léttum sumarbol, merktum Icelandair,
ógirtum og nokkuð krampuðum, eins og sofið
hefði verið í honum. Á höfðinu bar forsetinn
hatt, álútan og barðastóran að hætti ástr-
alskra veiðimanna og allur stakk þessi út-
gangur nokkuð í stúf inni á þessu fína hóteli og
innan um þá þungavigtarmenn alþjóðaólymp-
íunefndarinnar, sem leið áttu um lobbýið.
Hefði jafnvel jaðrað við skandal að sýna sig í
þessari múnderingu ef einhver hefði borið
kennsl á þennan túrista frá Islandi. En sem
betur fer era máttarstólparnir í hreyfingunni
önnum kafnir við að hitta hver annan og veita
þess vegna ekki athygli því fólki, sem ekki er
af sama sauðahúsi, og er hvorki af kóngafólki
komið né hefur atkvæðisrétt.
Forseti ISI komst þannig huldu höfði
bæði inn á hótelið og út af þvi aftur
án þess að verða sér og þjóðinni til
skammar. Bréfin greina ennfremur
frá því að menntamálaráðherra hafi haldið Is-
lendingum, búsettum í Sydney, grillveislu og
þangað mættu einnig ólympíufaramir frá ís-
landi og urðu fagnaðarfundir. Þar hitti ég
gamla pípulagningamanninn minn, hann
Dagbjart, og gat sagt honum að ennþá læki
ofninn og þama var kona að vestan sem spurði
hvort ég þekkti ekki Bjössa bróður hennar.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
LEHTIKUVA
Og samstundis sá ég brosið í munnvikunum á
honum Bjössa Helga úr Hnífsdalnum og þau
leyna sér ekki vestfirsku genin þótt hinum
megin á hnettinum séu. Þai'na var líka mætt-
ur Georg Johnson með medalíur frá ISI og
Armanni, sem hann hafði fengið í boxi á
stríðsáranum, og þarna voru ungar og glæsi-
legar konur af Báragötunni eða úr Bolungar-
víkinni sem höfðu fundið sér maka af ýmsum
kynstofnum og allt era þetta góðir og gegnir
íslendingai' þótt fjarri ættjörðinni séu og
leyfa sér meira að segja að ganga um á
bermúdabuxum án þess að skammast sín fyrir
það.
Ekki má heldur gleyma ferðinni í óp-
eruhúsið, siglingunni um víkur og
flóa Sydney og heimsókninni á vín-
ekrumar sem hægt er að skýra frá
núna (eftir á) enda þótt ég hafi allan þann dag
verið með lífið í lúkunum um að íþróttafólkið
okkar stæði uppi með gullverðlaun i sinni
grein rétt á meðan leiðtoginn væri fjarstaddur
úti á vínekram Ástralíu! Það var sem sagt nóg
að gera og margir golfvellir og mai'gt öldur-
húsið, fyrh’ þá sem slíka iðju stunda, en ekki
er að merkja annað af bréfunum frá sjálfum
mér en að forsetinn hafi að mestu verið upp-
tekinn við að fylgja sínu fólki í blíðu og stríðu.
Og svo var það eitt kvöldið á stærsta leik-
vanginum, innan um eitt hundi-að og fjórtán
þúsund manns, sem forseti ÍSÍ sat einn síns
liðs hátt uppi í stúkunni ogfylgdist með stúlk-
unni sinni í stangarstökkinu meðan allir hinir
beindu sjónum sínum að Cathy Freeman og
Michael Johnson. „Engil með húfu,“ sagði
Jónas, „og rauðan skúf, - í peysu. Þröstur
minn góður, það er stúlkan mín.“ Fuglinn sem
fór með fjaðrabliki háa vegaleysu. Hún flaug,
hún Vala, háa vegaleysu og mitt í mannhafínu
stóð ég í mínum bei-múdabuxum og lítið ís-
lenskt tár trítlaði niður vangann.
Bað fyrir kveðju heim. Þjóðin hafði eignast
nýjan ástmögur.
AIY NOATUNS VERSLUN
í HAFNARFIRÐI
LEITAR AD GÓDU STARFSFÓLKI.
Vegna opnunar nýrrar Nóatúns verslunar í Hafnarfiröi
seinna í þessum mánuöi, þá leitum viö aö góöu
samstarfsfólki til ýmissa starfa. Um er aö ræöa
störf bæöi heilan og hálfan daginn ásamt fólki til
starfa í aukavinnu á kvöldin og um helgar. Opnunartími
verslunarinnar er frá kl. 9 - 21 frá mánudegi til
föstudags, á laugardögum frá kl. 10 - 21 og á
sunnudögum frá kl. 11 - 21.
8. Þá er leitaö að fólki til starfa í aukavinnu seinnipart
dags, kvöldin og um helgar, viö öll almenn störf í
versluninni. Samkomulagt getur oröiö um mjög
sveigjanlegan vinnutíma þessara starfsmanna.
9. Einnig leitum viö aö starfsfólki til framleiðslustarfa
í kjötvinnslu Nóatúns sem staösett er I Faxafeni í
Reykjavík. Vinnutími þar er frá kl. 7:05 -15:20.
Störf þau sem í boði eru:
1. Starf deildarstjóra kassadeildar
2 Starf deildarstjóra kælivöru, mjólk, ostar o.s.frv.
3. Starf deildarstjóra ávaxta- og grænmetisdeildar
4 Starf lagermanns
5. Starf matreiöslumanns / kjötiðnaöarmanns
6. Almenn störf á kassa
7. Afgeiðslu- og sölustörf f kjötdeild
í boði eru ágæt laun, fjölbreytt og krefjandi störf hjá
framsæknu þjónustufyritæki meö góöan starfsanda.
Fullum trúnaöi heitið.
Allar nánari upplýsingar um störf þessi veitir Teitur
Lárusson starfsmannastjóri á skrifstofu Kaupás hf.
Nóatúni 17. 105 Reykjavík sími 585-7000.
A T Ú W
Maestro
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT