Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 B 13
Island gangi
í Alþjóða-
hvalveiði-
ráðið á ný
LAGT er til að ríkisstjórninni verði
falið að gera ráðstafanir til að Is-
land verði aftur aðili að Alþjóða-
hvalveiðiráðinu í þingsályktunartil-
lögu sem sjö þingmenn Sam-
fylkingar hafa lagt fram á Alþingi.
Yrðu mótmæli Alþingis við hval-
veiðibanni jafnframt hluti þeirra
ráðstafana, að því er segir í til-
lögugreininni.
Svanfríður Jónasdóttir er fyrsti
flutningsmaður þingsályktunartil-
lögunnar en fram kemur í greinar-
gerð að tillaga sama efnis hafi ver-
ið flutt á 121. og 123. lög-
gjafarþingi. Segir einnig að
kominn sé tími til að Alþingi geri
þessi mál upp við sig.
í greinargerðinni er því haldið
fram að rökin fyrir því að standa
utan ráðsins séu harla léttvæg í
ljósi þess að við allar ákvarðanir
verði að taka tillit til stefnumótun-
ar þess, hversu óvísindaleg sem
hún kunni að vera. „Hvort sem við
stöndum utan ráðsins eða innan
virðumst við bundin af ákvörðun-
um þess. Möguleikar til að hafa
áhrif á stefnu þess eru mestir ef
við eigum þar sæti því að ráðið er
og verður um fyrirsjáanlega fram-
tíð helsti vettvangur umræðu um
hvalveiðar, og baráttu fyrir þvi að
hvalveiðar verði hafnar á ný,“ segir
ennfremur í greinargerðinni.
Útivistarfélagar
Fundur verður haldinn þriðjudaginn 10. október
í húsakynnum Arctic Trucks að Nýbýlavegi 2 í Kópavogi.
Dagskrá hefst kl.20
• Ferðakynningar
• Vetraráætlun félagsins og spjall um næstu ferðir
• Fræðsluerindi á vegum Arctic Trucks um jeppabreyt-
ingar, drifbúnað, fjöðrun o.fl.
Allir áhugamenn um jeppaferðir eru velkomnir og er
aðgangur ókeypis.
Kærkomið tækifæri til að spyrja um það sem þig hefur
alltaf langað til að vita.
/NRCTIC
TRUCKS*
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogur • Sími 570 5302 • Fax 570 5301 • www.arctictrucks.com
„Sennilega væru
systkini mín ekki til
„Það er skrýtið að hugsa til þess að hefðu foreldrar mínir tilheyrt aldamótakynslóðinni,
hefði ég hugsanlega ekki eignast systkini. Pabbi greindist með hjartasjúkdóm skömmu eftir að ég fæddist
og hefði hann ekki fengið réttu lyfin er ekki víst að hann væri á lífi
- og alls óvíst að ég hefði eignast bróður og systur “
Lyf skipta sköpum! :
cc
3
o
•o
X
o
z
X
cc
u.
Samtök verslunarinnar, sfmi: 588 8910
Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja
Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun fslands hf.
Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf.
AUÐUR í krafti kvenna
Virkjum
kraft
kvenna
Ráðstefna á vegum AUÐAR í krafti kvenna fyrir
allar konur sem hafa áhuga á atvinnurekstri
19. október 2000
Grand Hótel Reykjavík
Dagskrá
13:00 Ráðstefna sett.
13:10 Mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt hagkerfi.
Dr. Cuðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR.
13:30 AUÐUR í krafti kvenna.
Sagan á bak viö verkefnið og árangurinn hingað til.
Halla Tómasdóttir, framkvœmdastjóri AUÐAR
í krafti kvenna.
14:00 „The care-taker trip that traps women."
joanna Freeman, frumkvöðull og eigandi SWIM. Hún
er leiðbeinandi á vegum Management Centre Europe.
15:00 Kaffi.
15:30 Möguleikar Internetsins.
Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfrœðingur MSc, CPM.
16:00 Með viljann að vopni, erindi frá frumkvöðlum.
íris Gunnarsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir.
16:30 Eiginleikar frumkvöðla.
Árelía E. Guðmundsdóttir, lektor í viðskiptadeild HR.
16:50 AUÐARverðlaunin.
Ávarp, Guðrún Pétursdóttir, formaðurverkefnastjómar.
Verðlaunaafhending.
17:20 Ráðstefnu slitið.
Kokteill í boði styrktaraðila AUÐAR.
Fjöldi ráðstefnugesta er takmarkaður við 300
þátttakendur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með
tölvupósti audur@ru.is (takið fram nafn og kennitölu)
eða í síma 510 6252. Ráðstefnugjald er kr. 3.500.-