Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 17

Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 B 17 Safnaðarstarf Helgihald fjarri byggðum í Skagafírði í NÝJA testamentinu eru fjöll og fimindi staðir mikilla atburða, nokki- ar frásagnir eru af því er Jesús fer til fjalla ýmist til að eiga bænastund í kyrrð óbyggðanna eða þar sem hann á stund með fylgjendum sínum íjarri ys og þys daglegs lífs og tími gefst til umræðna. Hið sama gildir nú þegar æ fleiri sækja til fjalla í þá kyrrð og náttúru- fegurð sem þar er að finna. Hér í Skagafjarðarprófastsdæmi hefur kirkjustarf sumarsins tekið nokkurt mið af þessu og hefur dæmalaus veð- m-blíða ekki síður verið hvatning. Göngusumarið í Skagafjarðarpró- fastsdæmi hófst 23. júlí með göngu í blíðskaparveðri á Mælifellshnjúk. Þátttakendur voru tæplega áttatíu á öllum aldri, sú yngsta 7 ára og sá elsti yfir sjötugt. Þegar á hnúkinn var komið tók hann á móti okkur með hlýjum andvara og undir fótum okkar lá Skagafjörður og sveitir hans í hita- mistri. Guðsþjónusta var haldin á há- tindinum og stjómaði Ólafur Hall- gi-ímsson, klerkur á Mælifelli, stundinni og flutti hugleiðingu. Að guðsþjónustunni lokinni lýsti Krist- ján Stefánsson frá Gilhaga því sem fyrir augu bar. Til Drangeyjar var haldið 7. ágúst til að hlýða á messu hr. Karls Sigur- bjömssonar. Dagurinn var ógleym- anlegur öllum þeim er þátt tóku því veður var einstakt og samveran ánægjuleg. Jón Eiríksson nefndur Drangeyjarjarl sagði viðstöddum sögu eyjarinnar á þann hátt sem hon- um einum er lagið. Kórfólk og organ- isti Sauðárkrókskirkju stjórnuðu söng. Þegar allir vora komnir heilir niður og þess beðið að komast í land lék Rögnvaldur Valbergsson organ- isti gömul íslensk dægurlög niðri við bryggjuna. Fegurðin var ólýsanleg, sjórinn spegilsléttur og fuglamir görguðu að því er virtist í takt við tónlistina. Hinn 12. ágúst rann upp ekki síður fagur en þeir er fyrr var um getið. Ekki var það slæmt því það var fyrri dagur Hólahátíðar sem hófst með göngu í Gvendarskál. Þátttakendur vora um fimmtíu og sem fyrr fólk á öllum aldri. Er upp kom stjórnuðu þær sr. Dalla Þórðardóttir á Mikla- bæ, sr. Ragnheiður Jónsdóttir á Hofsósi og sr. Guðbjörg Jóhannes- dóttir á Sauðárkróki helgistund þar sem útdeilt var við altari Guðmundar góða. Með í för var Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, sem fræddi þátt- takendur um jarðfræði staðarins, og Bjami Guðleifsson h'ffræðingur sem sagði sögur af lífi Guðmundar góða Hólabiskups sem skálin er kennd við. Ábæjarmessa var sunnudaginn um verslunarmannahelgi og var þátttaka afar góð sem fyrri ár. Að messu lok- inni buðu systkini Helga heitins Jóns- sonar til kaffisamsætis heima á Merkigili. Á Knappstöðum var reið hesta- manna hin glæsilegasta og margt var þar saman komið. Kirkjukaffi var framreitt úti undir kirkjuvegg og naut fólkið veðurblíðunnar. Sumarið hefui- einnig verið notað til messuhalds í aflögðum sóknar- kirkjum og er þá átt við messur í Sjávarborgarkirkju og í Bænhúsinu á Gröf en í báðum kirkjum vora kvöld- messur ágætlega sóttar. Það er einróma álit okkai' sem höf- um stjórnað helgihaldi þessu fjarri byggðum að vel hafi til tekist og löng- un er til að taka upp þráðinn næsta sumar, stundimar til fjalla og úti í eyju vora góðar. Það er því með gleði sem að við tökum á móti nýjum vetri með helgihaldi innandyra og biðjum þess að starfíð í Skagafjarðarpró- fastsdæmi verði jafn blómlegt næsta kirkjuár og raun varð á jafnt úti í náttúranni sem í kirkjuhúsunum. Prestar Skagafjarðar- prófastsdæmis. Kristnihátíðar- messa í Bæjarkirkju Kristnihátíðarmessa verður í Bæj- arkirkju í Bæjarsveit kl. 14. Sr. Sig- urður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti,prédikar. Kaffiveitingar að lokinni messu. Prófastur. Laugarneskirkja. 12 spora hóp- arnir mánudag kl. 20 í safnaðarheim- ilinu. Neskirkja. Fjölskyldu- og hjóna- fræðsla í kvöld kl. 20. Benedikt Jó- hannsson sálfræðingur ræðir um efn- ið Samskipti í góðu hjónabandi. Allir velkomnir. Starf fyrir 6-9 ára börn mánudag kl. 14-15. TTT-starf (10-12 ára) mánudag kl. 16.30. Ratleikur. Foreldramorgnar miðvikudag kl. 10- Grohe handlaugartækin eru með keramic blöndunarhylki OPIÐ ÖLLKVÖLÐTILKL. 21 ÉWk METRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 12,_Kaffiog spjall. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélag fyrir 13 ára (fermingarbörn vorsins 2001) kl. 20-21.30. Æskulýðsfélag eldri deildir 9. og 10. bekkingar kl. 20-21.30. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16-17 á mánudögum. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18 á mánudögum. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára drengi á mánudögum kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára mánudag kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20.30 á mánudögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja. Fundur í æskulýðsfé- laginu Sela kl. 20 fyrir unglinga 13-16 ára. Hafnarijarðarkirkja. Æskulýðs- starf yngri deild kl. 20.30-22 í Hásöl- um. Fríkirkjan í Hafnai'fírði. Æsku- lýðsfélag 13 ára og eldri kl. 20-22. Lágafellskirkja. TTT-fundur í safnaðarheimilinu fyrir 10-12 ára krakka kl. 16-16.45. Æskulýðsfélag fyrh-13-15 ára kl. 17.30-18.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomn- ir. Hvammstangakirkja. KFUM og K starf kirkjunnar mánudag kl. 17.30 á prestssetrinu. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al- menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörðar- hópurinn syngur. Ræðumaður Leiv Holstad, framkvæmdastjóri Marita, í Noregi. Allir velkomnir. Mánud. Marita samkoma kl. 20, ræðumaður Leiv Holstad, framkvæmdastjóri Marita í Noregi. Vegurinn: Fjölskyldusamkoma kl. 11. Samkoma ld. 20. Högni Valsson prédikar. Víkurprestakall í Mýrdal. Ferm- ingarfræðsla á mánudögumkl. 13.45. Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17. HUGRÆKTARNÁMSKEIÐ GUÐSPEKIFÉLAGSINS Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 riftarsímí Ganglera er 896-2070 hefst fimmtudaginn 12. október nk. kl. 20.30 í húsakynnum félagsins í Ingólfsstræti 22. Námskeiðið verður vikulega á sama tíma í átta skipti í október og nóvember 2000 og níu skipti (janúar, febrúar og mars 2001 og er í umsjá Jóns L. Arnalds (3), Sigurðar Boga Stefánssonar (2), Bjarna Björgvinssonar (3), Önnu S. Bjarnadóttur (2), Birgis Bjarnasonar (4) og Jóns Ellerts Benediktssonar (3). Fjallað verður um mikilvæga þætti hugræktar, hugleiðingar og jóga. Námskeiðið er öllum opið og fer skráning fram við upphaf þess. Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar í heild kr. 2.700 fyrir utanfélagsmenn. Upplýsingar í síma 899 4729. Guðspekifélagið Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efnir til umræðu- fundar þriðjudaginn 10. október um áhrif fjárfestinga á gengi íslensku krónunar. Rætt verður hvaða áhrif fjárfestingar íslend- inga erlendis og útlendinga hér á landi hafa á gengi krónunar. Yngvi Harðarson hjá Ráðgjöf og efnahagsspám ehf. mun hefja umræðuna og síðan taka pallborðsumræður við. Útrás íslenskra fyrirtækja - þjóðfélaginu í hag? Framsögumenn: Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám efh. Sigurgeir Jónsson, deildarstjóri afleiðuviðskipta Kaupþings. Hreinn Jakobsson, forstjóri skýrr. Guðmundur Þór Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfaviðskipta Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Einar Sigmundsson, forstöðumaður gjaldeyris- og verðbréfamiðlunar FBA, Íslandsbanka-FBA. Arnar Jónsson, sérfræðingur í gjaldeyrisviðskiptum Landsbanka íslands. Fundurinn verður í Ársölum, Radisson SAS, Saga Hótel og hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 13:30. Léttur hádegisverður er fram- reiddur á meðan umræður standa yfir. Verð fyrir félagsmenn FVH er 1.950 kr. en 2.950 kr. fyrir aðra. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu FVH í síma 551 1317 eða sendið tölvupóst á fvh@fvh.is. Opinn fundur - allir velkomnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.