Morgunblaðið - 08.10.2000, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 B 9
Anna Halldóra Bjarnadóttir og Hjálmar Lárusson með fimm bama sinna, árið 1922 eða 1923. Efri röð: Rík-
arður, Sigríður og Jón. Neðri röð: Kjartan og Margét. A myndina vantar Ingibjörgu, sem var næstelst, og
Hjálmar, sem ekki var fæddur. í dag eru einungis þrjú systkinanna eftir á lífi, auk Margrétar eru það Ingibjörg,
sem býr á Blönduósi, og Hjálmar, sem býr á Húsavík.
Hjálmar Jónsson (Bólu-Hjálmar) (1796)
I
Sigríður Hjálmarsdóttir (1834)
Hjálmar Lárusson (1868)
Margrét Hjálmarsdóttir (1918)
Hjálmar Hjálmarsson (1830)
Sigríður Hjálmársdóttir (1861)
Kristinn Bjarnason (1892)
Jóhanna Árveig Kristinsdóttir (1929)
Hjálmar Jónsson (1950)
Bólu-Hjálmar var langafi Grétu.
Afkomendur hans eru margir, en hér má t.d. líta skyldleika
Grétu við prestinn og alþingismanninn Hjálmar Jónsson.
um. Þetta hafði verið tekið upp í
hljóðveri Ríkisútvarpsins 21. febr-
úar 1966.
Pabbi kvað þama líka eina
stemmu, vísu úr 5. rímu. Það var
tekið af einum af sívalningunum
eða vaxhólkunum sem Jón Pálsson
tók upp á „hljóðgeymi Edisons" ár-
in 1903-1912. Þeir eru varðveittir i
Þjóðminjasafni Islands, en afrit af
þeim eru í Stofnun Árna Magnús-
sonar á íslandi. Þetta er ein elsta
upptaka sem gerð hefur verið á ís-
landi. Og Jón Lárusson, föðurbróð-
ir minn, kvað líka á þessum geisla-
diski.“
Yrkir lítið þessa dagana
En hefur Gréta ekkert fengist
við að yrkja sjálf?
„Pabbi var hagmæltur og orti
mikið og það er flest til niðurskrif-
að. Hann orti m.a. langan brag um
Guðmund dúllara. Þeir voru miklir
vinir. Arni Þórarinsson segir m.a. í
bókum sínum frá kynnum þeirra.
Ég á í fórum mínum ljóðabréf frá
Guðmundi dúllara til pabba. Ég
ætla að koma því á safn við tæki-
færi.
Ég hef sjálf fengist dálítið við
vísnagerð um ævina, en aðallega
hef ég samt kveðið. Mér hafa oft
dottið í hug vísur og ég hef skinfað
niður sumt af því og geymt, en ég
hef ekki sett neitt af þessu á prent.
En ein vísna minna er svona:
Úti er svalt. Þig inni halt.
Orku valt er gengið.
Mér er kalt og meinað alt,
meira galt en fengið.
Eftir að ég kom hingað í Furu-
gerði og maðurinn minn var dáinn,
kynntist ég Núma Þorbergssyni og
við urðum góðir vinir. Við áttum
margt sameiginlegt, vísnagerð,
söng og ýmislegt fleira. Hann var
yndislegur maður og ég sakna hans
óskaplega mikið. Ég á margar vís-
ur eftir okkur Núma, skrifaðar hér
í bókum. En eftir að hann dó, árið
1999, hef ég lítið fengist við að
yrkja.
Ég hef um ævina kynnst mörg-
um góðum kvæðamönnum. Björn
Friðriksson er einn þeirra, en hann
og systur hans þrjár, Sigríður,
Ingibjörg og Þuríður, voru stofn-
endur Kvæðamannafélagsins Ið-
unnar. Það félag heldur vörð um
þessi gömlu verðmæti. Og ég ætla
að vona að þetta deyi ekki út með
okkur, þessum gömlu.“
Uppáhaldsstemman
Heldur kvæðakonan meira upp á
eina stemmu en aðra?
„Já. Uppáhaldið er stemma Guð-
rúnar, dóttur Bólu-Hjálmars. Hún
var við vísu úr Hjálmarskviðu, eftir
Sigurð Bjarnason og var mikið
kveðin,“ segir Gréta. „Þegar ég var
yngri og fram á þennan dag hef ég
alltaf grátið, þegar ég hef kveðið
umrædda stemmu. Hún snertir
mann einhvern veginn svo. En vís-
an er svona:
Samfundar um sælufrið
sætan bar hugsmíði
en þó var á aðra hlið
óláns fararkvíði.
Hér er Hjálmar hugumstóri að
kveðja Ingibjörgu og fara í orr-
ustu,“ bætir hún við, til skýringar.
Kaþólskrar trúar
Gréta er kaþólskrar trúar.
Hvernig skyldi það hafa borið til?
„Ég hef alltaf verið trúuð, allt frá
því ég man fyrst eftir mér. Þegar
við systkinin vorum á Grímsstaða-
holtinu ákváðu eldri systkini mín
að við færum í Landakotskólann og
yrðum kaþólsk. Og það varð úr. Ég
man að Marteinn Meulenberg, sem
þá var postullegur leiðtogi kirkj-
unnar eða öðru nafni prefekt, kom
oft suður á Grímsstaðaholt til
pabba, ríðandi á hvítum hesti. Og
þeir töluðu mikið saman. Marteinn
hafði komið hingað til lands sem
prestur árið 1903 og var af reglu
heilags Montforts. Hann varð svo
biskup árið 1929 en andaðist 1941.
Kennararnir í Landakotsskólan-
um voru allir útlendir nema ein
kona, fröken Guðrún. Hinir voru
danskir, þýskir og hollenskir. í
fyrstu var allt í skólanum kennt á
dönsku, en eftir 3. bekk var farið
að kenna á íslensku. Þetta voru
góðir kennarar og góður skóli og
við lærðum margt. í 5. bekk fórum
við að læra ensku og þýsku. Ég fór
aldrei í 7. bekk, því mamma fór það
ár með okkur norður í Aðaldal, eins
og ég nefndi áðan.“
Theresa
Gréta fermdist í Landakots-
kirkju 15. maí 1932 og valdi sér þá
nafnið Theresa, eftir einum ástsæl-
asta dýrlingi rómversk-kaþólsku
kirkjunnar. Hún fæddist 1873 og
lést 1897. Hún var frönsk karmel-
nunna og er einnig þekkt undir
nafninu „Hið litla blóm Jesú“. Þeg-
ar hún fæddist í Alencon í Frakk-
landi var henni gefið nafnið Thér-
ese Martin. Hún var strax í
barnæsku mjög trúrækin og gekk í
Karmelklaustrið í Lisieux 15 ára
gömul. Árið 1893 var hún skipuð til
að hafa umsjón með nunnuefnum
klaustursins, þar sem hún dvaldi
ævilangt. Hún var tekin í tölu heil-
agra árið 1925. Hún er verndar-
dýrlingur trúboða í framandi lönd-
um og er messudagur hennar 1.
október.
„Ég hef verið kaþólskrar trúar
síðan ég gekk þeim sið á hönd og
það hefur verið mér uppfylling
allra vona. Ég bið til Guðs oft á dag
og alltaf áður en ég sofna,“ segir
Gréta.
„Einu sinni var ég stödd á Húsa-
vík, þá nýbúin að eignast Hjálmar
Jakob, annað barn mitt. Þetta var í
byrjun desember 1937. Þegar ég
fór heim af sænginni, komst ég
bara út í Ytri-Tungu, því ekki var
fært yfir gilin. Um kvöldið bað ég
Guð um að hjálpa mér að komast
heim og var bænheyrð. Það gerði
snjó um nóttina og var komið með
hest og sleða á móti okkur og við
komumst á þann hátt alla leið í
Breiðuvík. En yfir gilin urðu menn-
irnir að draga sleðann á sjálfum
sér.
Ég á sérstaklega góðan vin í
kaþólska söfnuðinum, séra Ágúst
Georg. Ég og seinni maðurinn
minn, Hörður, bjuggum um tíma í
gamla prestahúsinu í Landakoti,
gerðum það upp og bjuggum þar
átta ár, og það var einhver besti
tími ævi minnár.
Pabbi gerðist aldrei kaþólskrar
trúar en mamma varð það á síðari
árum.“
Málaratrönur og litir
En Gréta lét sér ekki kveðskap-
inn einan nægja á braut listarinnar,
því rúmlega 50 ára að aldri sneri
hún sér að nýrri grein.
„Árið 1971 fór ég að reyna að
mála,“ segir hún. „í því skyni naut
ég leiðsagnar Hrings Jóhannesson-
ar seinnipart vetrar, en hann var
frændi barnanna minna. Ég málaði
nokkrar pastel- og olíumyndir, og
fannst það gaman. En mér féll
aldrei við akrýllitina. Flestar
myndanna er ég búin að gefa
krökkunum mínum, en örfáar á ég
þó eftir. Skemmtilegast fannst mér
að mála upp úr mér. Ég á eina
slíka mynd eftir og held mikið upp
á hana. Það er bara hugmynd, eitt-
hvað sem mér datt í hug.
■
Hjálmar Lárusson, faðir Margrétar, var útskurðarmeistari og hefur
sýnilega erft gáfu afa síns, Bólu-Hjálmars. Þennan forláta bikar smíð-
aði hann fyrir Guðbrand Jónsson, son Jóns Þorkelssonar (Fornólfs).
Bikarinn er úr fílabeini og gerður úr sjö hlutum.
ÞETTA E8 GAMALL ÞJÓÐARSÍÐU8
MARGRÉT HJÁLMARSDÓTTIR
KVEDUR 33 RÍMNASTEMMUR
lUJOA
t FAXARtMA
1 BStA»A-í.lFSrXEX»
Grf*ur ífcunmwa ft lumna
3. VQ8KOMA
« VCtOtFOH
JOtTK&oStiMn S2t«ui -2«sw
5. HjALMAR OG lNCWJOlUl
&*»**£&«»»*** á tnvnum
6. ItHSKíYTLAN
HLIDB
1. FYRMiMAt
I2\4am 4 wmoaa:
2 OÖWJJ-HBriLrS KtHVS
3. IOJB4N KCOXAR OC LAUSAVHiUH
A*ðeraurKaans«ml2vi*M -
4. i DÖCLiN
SkvihieG. r*v«» - 4íuw
5. VTrtíH OG SGMAA
IVA» NWbnrfvúur 1 Mm
k-StÖKWt
HibgAvurAMMno iQ^imi i Rmnv
SG-136
SG-hljómplötur
Hér má sjá bakhlið hljómplötu Margrétar, sem út kom árið 1980 og hef-
ur að geyma 33 rímnastemmur. Platan seldist upp og er nú ófáanleg.
Ég sé alltaf eftir því að hafa ekki
getað haldið áfram að mála, en ég
varð að gefa það frá mér vegna að-
stöðuleysis, því hér er ekki nokkur
leið að vera með trönur og liti og
svoleiðis."
Lærði ung
á harmonikku
Og svo kann Gréta á harmonikku
og sitthvað fleira. Eða hvað?
„JÚ, Sigríður systir mín hafði
alltaf átt harmonikku, og við spil-
uðum á hana. Svo var mér gefin
harmonikka í jólagjöf, þegar ég var
lítil. Þetta var hnappahannonikka.
Einn sunnudagsmorgun fóru tvö
systkini mín, Jón og Sigríður, í
kirkju og á meðan sat ég frammi í
eldhúsi og var að spila á harmon-
ikkuna. Eg man ennþá lagið sem
ég spilaði, ég var alveg hugfangin
af því; og ennþá ómar það inni í
sálinni, en ég hef aldrei komist að
því hvaða lag þetta var. Annað
hvort er það kvöldljóð eða sálmur.
Ég hef alla tíð síðan reynt að
halda þessu við, að spila á harmon-
ikkuna. Þegar ég varð áttræð fékk
ég tvöfalda harmonikku að gjöf.
Það voru börnin mín og Númi Þor-
bergsson, vinur minn, sem gáfu
mér hana. Ég spila einstaka sinn-
um á hana fyrir sjálfa mig.“
Vonar að sér endist kvæða-
röddin eitthvað ennþá
„Ég hef líka alltaf haft yndi af
söng. Fyrir norðan var ég í kirkju-
kór og eftir að ég kom hingað suð-
ur, 1965, fór ég í Liljukórinn. Stef-
án Þengill var þá formaður hans og
ég söng þar í nokkur ár. Það var
mér mikið upplifelsi. Ég var í milli-
rödd, þess vegna gengur mér betur
að kveða; það á betur við kveðskap-
inn. Söngur og kveðskapur og
hljóðfæraleikur er mér eitthvað
það ljúfasta sem ég heyri.
Einnig söng ég í Landakots-
kirkju í mörg herrans ár.
Ég er að fara á söngæflngu í
kvöld, hérna í blokkinni. Við hitt-
umst nokkrar kerlingar af og til, og
einn karlmaður með okkur, og æf-
um fyrir messu sem er hér reglu-
lega og svo syngjum við líka hin og
þessi lög með, til að lífga okkur
svolítið upp.
Ég ætla að vona að mér endist
kvæðaröddin eitthvað ennþá,“ segir
þessi merkiskona að lokum, síung
og hress og reiðubúin að takast á
við ný ævintýri.