Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Birta lék mikið við liósa yrðlirij
Ljósmynd/Daníel Bergmann
fólkið dvaldi mánuðum saman meðal
refanna og ég hafði aðeins áætlað
nokkrar vikur. Yrði það nóg?
Djúpt sokkinn í slíkar vangaveltur
leit ég upp og varð ekkert annað en
hissa. Beint fyrir íraman mig, ekki
lengra frá en 20 metra, var tófa að
fylgjast með mér. Hún stóð upp þeg-
ar ég varð hennar var, skokkaði
framhjá tjaldinu, lyfti nokkrum
sinnum fætinum til að þvagmerkja á
leiðinni og hvarf í rökkrið. Ég stökk
á fætur, rótaði eftir kíkinum og hljóp
upp á nærliggjandi hól til að sjá
hvert dýrið færi. Hamagangurinn í
mér varð til þess að fæla í burt aðra
tófu sem hafði verið að sniglast bak-
við tjöldin og ég varð ekkert minna
hissa við að sjá hana.
Þegar ég skreið ofaní svefnpok-
ann þetta kvöld setti ég mér að setja
til hliðar allar frekari hugsanir um
hvað biði mín í þessari ferð og ein-
beita mér að líðandi stundu. Hér var
ég augljóslega kominn á heimaslóðir
refa.
verið á ferð á Höfn, sett út selshræ,
notað slysavarnaskýlið sem skot-
byrgi og skotið yfir 20 tófur. Vitað er
hverjir voru að verki og það tilkynnt
til yfirvalda en lítið er hægt að gera í
slíkum málum. Þó ólöglegt sé að
skjóta ref í friðlandinu gera það þó
einhverjir og ógjörningur er að
fylgjast með því. Þegar menn skila
inn skottum af dýrum til að fá
greiðslu, segjast þeir hafa skotið þau
einhvers staðar fyrir utan friðlandið
og erfitt er að rengja það.
Eftir að Jóhann fór færði ég mig
aftur yfir að Hornbjargi og var rest-
ina af dvölinni við Hornsá í Innsta-
dal. Það var komið fram í ágúst, far-
ið að kólna og minna var um
ferðalanga, sem höfðu þó ekki verið
margir til þessa. Það var mikið dýra-
líf þarna og fyrir utan allar tófurnar
og fuglana voru selir algengir á
steinum við ströndina. Smám saman
vann ég líka traust selanna því sömu
dýrin lágu á sömu steinunum dag
eftir dag og vöndust nærveru minni.
Birta og Móri
Náttúruperia og fjársjóður
Næsta morgun ákvað ég að fara í
rannsóknarleiðangur um svæðið og
skildi ljósmyndabúnaðinn eftir í
tjaldinu til að komast hraðar yfir.
Ég var Hornbjargsmegin í Homvík-
inni, að bjarginu liggja þrír dalir, að-
skiidir af fjöllunum Miðfelli og
■i Kálfatindi. Yst er Ystidalur, síðan
Miðdalur og þar innaf er Innstidal-
ur. Eftir að hafa gengið upp Ystadal,
yfir Miðfell og niður í Miðdal lét ég
gott heita í bili. Ég gekk eftir brún
Hornbjargsins og virti fyrir mér
hrikalegt útsýnið og fuglamergðina.
Ógrynni af svartfugli, ritu og fýl sat í
bjarginu eða var á flugi og gróðurinn
í kringum mig var ótrúlegur. Villtar
plöntur um allt, sem sums staðar
náðu mér upp í mitti.
Aðeins neðar í Miðdalnum settist
ég síðan til að snæða og ég þurfti
ekki að bíða lengi eftir að fá heim-
'“*■ sókn. Fyrir framan mig birtist enn
einn refurinn og þessi var af hvíta
afbrigðinu. Ég fékk strax á tilfinn-
inguna að þama væri læða á ferðinni
og fékk það staðfest þegar hún
þvagmerkti, því læðurnar lyfta ekki
fætinum eins og steggirnir og þann-
ig er helst hægt að kyngreina dýrin.
Hún var vör um sig og hélt sig í
1* hæfilegri fjarlægð. Eg vissi ekkert
hvað ég ætti að gera til að vinna
traust hennar og ákvað því að apa
eftir henni. þegar hún þefaði út í loft-
ið þá hnusaði ég á móti. Þegar hún
klóraði sér þá klóraði ég mér og ég
velti mér um í mosanum eins og hún.
A endanum meig ég síðan á stein og
hún kom strax og þefaði af honum og
þvagmerkti hann síðan sjálf.
Þessar furðulegu athafnir urðu til
þess að dýrið kom mjög nálægt mér
og virtist nokkuð sátt við nærveru
þessarar furðuvera sem ég hlaut að
vera í hennar augum. Þetta var mjög
fallegt og tignarlegt dýr og virkaði
mun minna og fíngerðara í návígi en í
fjarska. Sökum ljósa litarhaftsins
ákvað ég að kalla hana Birtu, til að
aðgreina frá öðrum dýram sem ég
kynni að finna. Hún fékk endanlega
leið á mér og skokkaði á brott og ég
var mest spældur yfir að hafa skilið
myndavélina eftir í tjaldinu, því nóg
hafði verið af myndefni.
Daginn eftir gekk ég fram á Birtu
á svipuðum slóðum og elti hana upp í
urð. Þar hringaði hún sig saman og
svaf í nokkra klukktíma. Hún var svo
nálægt mér að ég hefði getað rétt út
höndina og snert hana en gerði það
þó ekki. Seinna um daginn birtist síð-
an steggurinn, sá hinn sami og var að
þvagmerkja við tjöldin fyrsta kvöldið
og kallaði á Birtu. Hún skokkaði til
hans og það var ljóst að þau voru
par. Honum gaf ég nafnið Móri þar
sem hann var af mórauða afbrigðinu.
Nú var ekkert eftir annað en að finna
grenið og þar með yrðlingana þeirra.
Fjölskyldulíf refa
Þriðja daginn í Miðdalnum fann ég
síðan grenið. Stutt frá þar sem Birta
hafði sofið daginn áður sá ég hausinn
á yrðlingi kíkja út á milli steina, en
eftir að hann varð var við mig lét
hann ekki sjá sig meir. Ég sat því og
beið átekta og eftir að hafa beðið all-
an daginn þá kom Birta loksins og
kallaði út yrðlingana. Þeir voru að-
eins tveir, annar ljós en hinn dökkur
og undir verndarvæng móður sinnar
vora þeir ekki smeykir við að koma
út úr greninu. Hún var greinilega
farin að treysta mér nokkuð vel.
Birta lék sér við yrðlingana og þau
veltust um í grasinu og hoppuðu á
milli steina. Allt í einu birtist Móri
með ritu í kjaftinum og dýrin hófu að
næra sig. Sjálfur gekk ég í búðir þar
sem farið var að rökkva.
Næstu vikuna fylgdist ég síðan
með og ijósmyndaði þessa fjöl-
skyldu. Foreldrarnir eyddu mestum
tíma sínum í að fara um yfirráða-
svæðið og þvagmerkja það. Þau vora
mest á ferðinni á næturnar og ef
heiðskírt var á daginn þá héldu þau
kyrra fyrir á skuggsælum stöðum.
Yrðlingarnir voru að mestu inni í
greninu, nema þegar foreldrarnir
voru á svæðinu. þá léku þau sér, þó
aðallega læðan og ljósi yrðlingurinn.
Hann elti móður sína langai- leiðir en
dökki yrðlingurinn hætti sér ekki
langt frá greninu. Það var mikil
skemmtun að horfa á þau leika sér,
yrðlingurinn stökk á Birtu og hún
tuskaði hann til, þó alltaf blíðlega.
Tófurá tjaldsvæðl
Þegar Jóhann Óli kom síðan á
svæðið þó fór hann strax með mér að
greninu og við sátum þar uppi meira
og minna í fimm daga, en færðum
síðan búðirnar yfir að Höfn, hinum
megin í Hornvikinni. Þar gengum
við töluvert um og fundum nokkur
greni til viðbótar og sáum mörg dýr.
Meðal annars voru tófur á tjald-
svæðinu í Höfn sem höfðu vanist því
að sníkja mat af göngufólki og vora
því mjög spakar. Þar á tjaldsvæðinu
hittum við líka fyrir Jón Björnsson,
landvörð. Jón sagði okkur frá því að
um vorið hefðu óprúttnir náungar
Einveran og návistin við náttúr-
una var mér kær og þessi ferð mun
lifa lengi í minningunni. Horn-
strandir era sannkölluð náttúru-
perla sem lætur engan ósnortinn og
einn mesti fjársjóður okkar íslend-
inga að mínu mati. Eftir því sem
hraðinn og spennan eykst í því
neysluþjóðfélagi sem við höfum
byggt okkur er aldrei meiri nauðsyn
en nú að við varðveitum náttúru
staða eins og Hornstranda, því
þangað getum við sótt hvíld og end-
urnæringu. Það er manninum eigin-
legt og nauðsynlegt að vera í tengsl-
um við náttúruna og því meir sem
við fjarlægjumst hana eram við að
fjarlægjast okkar raunveralega eðli.
Hornsti-andir eru þegar famar að
kalla á mig aftur og næsta sumar
mun ég kanna þær enn frekar. Ef þú
verður þar á ferð og sérð mann velt-
andi sér á jörðinni, klórandi sér bak
við eyran, þefandi út í loftið og
hlaupandi um að þvagmerkja steina,
þá er það sennilega undirritaður, að
kynnast tófu.
Höfundur vill koma á framfæri
þökkum til Stígs Stígssonar og fjöl-
skyldu frá bænum Horni.
Höfundur er Ijósmyndari.