Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Fallegt berg í Kóngagljúfri.
Ayers Rock er rauöur klettur sem rís upp úr eyðimerk-
ursandi Miö-Ástralíu. Hann er á verndarsvæöi frum-
byggjanna. Þeir líta á hann sem heilagan staö og hafa
haldið helgiathafnir sínar þar í mörg þúsund ár. Nú er
þessi mikilfenglegi klettur aödráttarafl 400.000 feröa-
manna ár hvert, sumirferðast hálfan hnöttinn til þess
aö klífa hann eöa sjá. Margrét Þóra Einarsdóttir
var ein þeirra.
ISLENDINGUR skilur kraft fjallanna, leynd-
ardóma þeirra og gildi fyrir mannssálina. Hann
hefur líka ímyndunarafl til að skilja sögur sem
markaðar hafa verið í fjöllin, steinana og hólana.
Það er þroski þeirrar þjóðar sem býr í mikil-
fenglegrí náttúru. Frumbyggjar Ástralíu hafa
líka þennan þroska. Auðvitað vai- það innflytj-
endum Astralíu sem þangað komu frá Evrópu
torskilið. Þeir litu á frumbyggjana sem klæða-
litla villimenn hlaupandi með spjót og dansandi
stríðsdansa. Þeii' sáu ekki þjóðina sem hafði í
þúsundir ára þróað hæfileikann að lifa í sátt við
náttúruna. Þjóðina sem átti sín eigin trúarbrögð
og sköpunarsögu sem tengdist náttúru lands-
ins, dýram og forfeðrum órjúfanlegum böndum.
Þjóðina sem gat veitt með frumstæðum vopnum
og nýtt hverja plöntu til matar eða lækninga.
Það er dapurlegt þegar maðurinn hefur þorf
fyrir að sanna að haíis Sannleikur sé sá eini
rétti. Að hans ménning, trúarbrögð og lifnaðar-
hættir séu það sem aðrir eigi að taka sér til eft-
irbreytni. Innflytjendurnir höfðu því miður þá
skoðun þegar þeir komu til Ástralíu og reyndu
með skipulögðum hætti að útrýma menningu
frumbyggjanna. Gegn um tíðina hafa dráp, ill
meðferð, eyðilegging og stuldur á landsvæðum
riðið yfir þjóðflokkana. Það gekk svo langt að
böm sem áttu annað foréldrið af frumbyggja-
stofni og hitt af hvítum stofni voru tekin og sett
á uppeldisstofnanir hvítra í þeim tilgangi að ala
þau upp í réttri menningu. Á síðustu áratugum
hafa Ástralir áttað sig og reynt að bæta fyrir
skaðann. í dag hafa frumbyggjamir ástralskan
ríkisborgararétt og hafa öll sömu réttindi og
aðrir íbúar Ástralíu. Þeir hafa á sumum stöðum
endurheimt landsvæði sín og búa þar á verndar-
svæðum sem hvítir hafa ekki leyfi til að koma
inn á. Fjöldi annarra býr í borgunum og bæjum
og hafa blandast samfélaginu. Óhjákvæmilega
hefur það sama gerst í Astralíu og mörgum
löndum, þar sem fólk er nauðugt látið taka upp
nýja lifnaðarhætti. Margir eiga erfitt með að
samsamast, drykkjuvandamál, tungumála-
erfíðieikar og barátta við kynþáttafordóma eru
til staðar hjá frumbyggjum Ástralíu, rétt eins
og t.d hjá frumbyggjum N-Ameríku og Inúítum
á Grænlandi.
Frumbyggjar fá lönd sín til baka
Árið 1985 endurheimtu frumbyggjar af An-
angu-þjóðflokknum svæði í Mið-Ástralíu í hinni
svokölluðu, rauðu miðju. Á þessu svæði eru
kletturinn-Ayers Rock eða Uluru eins og hann
heitir á qingu Anangu og fjallaþyrpingin Olgas
öðru nafniíúua Tjuta. Svæðið umhverfis íjöllin
er í dag þjfðgarður sem heitir Uluru og er rek-
inn af ástifelsku ríkisstjórninni í samvinnu við
frumbyggjana. Ferðamenn geta farið þangað á
eigin vegum eða í skipulögðum ferðum með leið-
sögumanni. Ég fór í eina slíka ferð ásamt Mörtu
systur minni. Við lögðum af stað frá bænum Al-
ice Springs sem er í 463 km fjarlægð frá þjóð-
garðinum. Farartækið var lftil fjórhjóladrifin
rúta og ferðin var skipulögð þriggja daga saf-
aríferð. Við áttum að taka með okkur góða skó,
sundföt, vatnsflösku, sólarkrem, hatt, mynda-
vél, flugnanet, vasaljós, föt og hreinlætisvörur.
Um afganginn sá fyrirtækið Ævintýraferðir
(The Adventure Tours), sem við fórum með.
Við vorum 22 í ferðinni frá 8 þjóðlöndum.
Leiðangursstjórinn okkar, sem jafnframt var
bflstjóri, hét Pippa. Hún var alltaf brosandi og
hafði greinilega mikinn áhuga og ánægju af
starfi sínu, hafði gott skipulag á hlutunum og
Frumbyggjalist
Beðið eftir kvöldmatnum við tjaldbúðirnar.