Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 22

Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir \ náttúrulæknir og jógakennari. Með frið í hjarta helgarnámskeið 27. - 29. október Jóga -Dans - Hugleiðsla - Öndun - Leikur-Slökun Kraftmikil helgi í sjálfsvinnu, samsköpun og leik. Stækkum vitund okkar og finnum hver við erum. Sköpum okkar eigin örlög. Námskeiðið verður haldið t Breiðabliksskálanum í Bláfjöllum. Upplýsingar og skráning hjá Kristbjörgu í síma: 861 1373 og 551 4227. - > r * Dagur frímerkisins Á morgun koma út þrjú ný frímerki, eitt helgað landnámi íslendinga í Vesturheimi og tvö með fiðrildamyndum. Frímerkjasýning Frímerkjasýningin Frímsýn 2000 verður haldin 8. og 9. október í tilefni af Degi frímerkisins. Sýningin verður í húsakynnum Félags frímerkjasafnara að Síðumúla 17 á 2. hæð og verður opið frá kt. 10:00 tit 17:00 sunnudag og frá kl. 16:00 til 21:00 mánu- dag. íslandspóstur selur frímerki á sýningunni á mánudag. Þá verður hægt að fá nýju frímerkin stimpluð á útgáfudegi. Fyrstadagsumslög fást stimptuð á pósthúsum um land attt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasötunni. Sími; 580 1050 Fax: 580 1059 Heimasíða; www.postur.is/postphit frImerkjasaian PQSJPHIL MANNL8FSSTRAUMAR MATARLIST/vífhverjupekkir maðurfólk? Rófusnitzel TIL ERU ótal orðatiltæki tengd því af hverju megi þekkja fólk. Margir segja að skórnir segi mikið um pers- ónuleika viðkomandi, enn aðrir að hendurnar „komi upp um“ fólk. Ég er hrifnust af viðlíka spakmælum tengdum mat og held að það sé mik- ið til í því að við séum það sem við borðum. Segðu mér hvað þú borðar, þá skal ég segja þér hvers þú væntir og hvað þú hugsar,“ er haft eftir Charles Brun. James Joyce sagði hins vegar: „Know me come eat with me“. Það getur verið fróðlegt en einnig hálfsjokker- andi að sjá inn- eftir Álfheiði Hönnu kaupalista annarra Friðriksdóttur eða gægjast ofan í innkaupakörfur sumra. Maður nokkur sem ég stóð eitt sinn á eftir í röð í frönskum stór- markaði hefur valdið mér mikium heilabrotum. Hann var með hina „skemmtiiegu" samsetningu sinni körfu: tómatsósu og viskíflösku. Er- lendis er náttúrlega hægt að kaupa vín í stórmörkuðum eins og hverja aðra matvöru, þannig að e.t.v. var það þessi samruni víns og tómatsósu sem vakti athygli mína. Margar kannanir sýna að meiri- hluti ferðamanna reynir að halda sig sem næst sínu eigin mataræði þegar þeir eru á framandi slóðum. Margir taka meira að segja með sér matar- birgðir að heiman, s.s. kaffí, te og jafnvel egg í stað þess að versla á staðnum. Eg frétti eitt sinn af breskri fjölskyldu sem hafði meðferðis til Rómar núðiur í poka, 18 dósir af bök- uðum baunum, niðursoðinn hrís- gijónabúðing, morgunkom og margt fleira. Matarfælni manna virðist oft vera mótuð af ævafomum hefðum, en ekki vegna þess endilega að viðkom- andi fái kh'gju við að bragða á ákveð- inni fæðutegund. Nú til dags em mat- arbönn oft réttlátt með ýmsum heilsufræðilegum rökum og bakter- íuhræðslu. Sem dæmi um fáránlegt matarbann er snertir okkur íslend- inga er hin mikla hrossakjötsfóbía sem ríkti hér um aldir og ríkir jafnvel enn, þó að hrossakjötsbanninu hafi verið aflétt 1809. Það átti sér trúar- legar ástæður, en fyrr má nú vera. Hrossakjöt þykir mikil eðalfæða t.d. í Frakklandi og það má fá á fínustu veitingahúsum þar í landi. Island gefur ekki mikið af sér af fersku grænmeti eða ávöxtum miðað við t.d. Italíu eða Spán, en samt tals- vert. Við verðum að reyna að nýta vel þær gjafir sem náttúran þó færir okk- ur og haustuppskeran er alls ekki svo fátæk. Eðal rótargrænmeti, kál og salat ýmiss konar er á meðal þess sem í boði er. Notum hugmyndaflugið við matreiðslu alls þessa, en verum ekki föst í árþúsunda gömlum hefðum varðandi matreiðslu á því hráefni sem við þó höfum og förurn e.t.v á mis við dýrðlegustu rétti í leiðinni. Rófur geta t.d. brugðið sér í mörg önnur líki en soðinnar „fylgi“stöppu lifrarpylsu eða sviðakjamma. Þær er tilvalið að nota í ýmis salöt, risotto, bökur eða súpm-. Þessi óvenjulega rófuuppskrift er komin frá Vieru, tékkneskri vinkonu minni, sem hefur kennt mér að sjá margt íslenskt hráefnið í nýju ljósi. Róf usnitzel Vieru __________uppskrift fyrir 4______ Skrælið 2-3 meðalstórar rófur og sker- ið í ca. 2 cm þykkgr sneiðar Sjóðið sneiðarnar í vatni (söltuðu með _______grófu salti) í um 10 mín._ Veltið sneiðunum fyrst upp úr hveiti, þó upp úreggi og loks upp úrraspi. Steik- ið þær upp úr ólífuolíu (geymið e.t.v. steiktu sneiðarnar inni í heitum ofni ó meðan hinareru steiktar) ó bóðum hliðum þar til sneiðamar eru orðnar gylltar ó lit og stökkar. Ég blanda gjarnan ferskri salvíu saman við brauðraspið sem sneiðun- um er velt upp úr og mér finnst ómiss- andi að strá nýrifnum parmesanosti yfir þær þegar þær eru komnar á diskana. Gott er að bera rófusneið- amar fram með kaldri sósu, t.d. úr sýrðum rjóma og kryddjurtum eða heitri ostasósu, t.d. gráðostarjóma- sósu, eða karrýostasósu (ijómaostur, karrí, matreiðsluijómi), e.t.v. með nokkrum ananasbitum út í. Gróft brauð fullkomnar þennan rétt. !>JOÐLirSI>ANKAR // vegna eru svona fáir heimilislœknar? Góður heimilis- lœknir gulli betrí ENGINN veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - það er mála sannast. Ung hjón fluttu fyrir nokkru heimili sitt úr nágrannasveitarfélagi til Reykja- víkur. Segir nú ekki af búskap þeirra fyrr en heimilisfaðirinn fær slæmsku í bak og ákveður að fara til læknis. Hinn nýi bústaður þeirra er í Breiðholti. Hann arkar því rakleiðis í heilsugæslustöðina í Efra-Breiðholti og tjáir afgreiðslustúlku þar erindi sitt - hann vilji komast til læknis. „Ertu með heimilislækni?" Nei, svo langt var ekki komið enn hjá ungu hjónunum, enda skammt síðan búferlaflutningamir áttu sér stað. Jæja, hér em engir tímar lausir núna,“ svarar konan. „Ég ætla að fá heimilislækni," segir ungi maður- inn. „Það er ekki hægt, hér er eng- inn læknir á lausu,“ svarar konan. eftir Guðrínu „Hvað á ég þá Guðlaugsdóttur að gera?“ „Þú verður bara að bíða þangað til í kvöld og fara þá á læknavaktina," svarar konan. „Já, en ég hélt að þangað færi bara fólk sem yrði skyndilega veikt,“ svarar maðurinn. „Þú gætir þurft að bíða talsvert hér eftir tíma,“ svarar konan. „Nú, jæja. Hvenær get ég fengið heimilislækni?" „Þú verður líka að taka á þolinmæðinni þar, sautján blaðsíður þéttskrifaðar af nöfnum eru á undan þinni umsókn.“ „Hvaða möguleika á ég, eru marg- ir af umsækjendum mjög veikir eða fjörgamlir?" „Nei, í þessu hverfi em flestir ungir, hér er mikið af börnum,“ svaraði konan. Ungi maðurinn brá á það ráð að hringja í sinn ágæta heimilislækni sem hann þekkti frá barnæsku, sem af góðsemi sinni leyfði honum að koma þótt hann væri fluttur í annað sveitarfélag. Mér kom þessi frásögn nokkuð á óvart, ég hafði hingað til talið það nánast til mannréttinda að hafa sinn heimilislækni. Ég hringdi því í vantrú minni í viðkomandi heilsugæslustöð. Mikið rétt, stúlk- an í símanum staðfesti frásögnina. „Hvað með aðrar heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík, taka læknar þar ekki á móti nýjum sjúklingum þegar svona háttar til hjá ykkur?“ spurði ég. „Nei, það er alls staðar sama ástandið, allt fullt og langir biðlist- ar. Fjöldi manns hefur ekki heim- ilislækni," sagði konan. „Það er mjög slæmt fyrir fjöl- skyldur, að ég ekki tali um þegar börn eru á heimilinu, að hafa ekki einn lækni sem þekkir viðkomandi. Það er ómögulegt að vera sífellt að hlaupa til nýrra og nýrra lækna. Það er hætt við að meðferð og um- önnun verði ómarkviss," sagði ég. „Ég er hjartanlega sammála, en svona er þetta bara,“ sagði konan og með því lauk samtalinu. Eftir stóð spurningin: Hvers vegna eru alltof fáir læknar?Er það vegna hinna miklu búferla- flutninga á höfuðborgarsvæðið eða eru læknar orðnir svona fáir að störfum á þessu svæði? Þeir sem hafa haft góðan heimilislækni og missa hann vegna búferlaflutninga og fá engan í staðinn hafa mikils að sakna: Góður heimilislæknir er gulli betri, - svo að þetta sé orðað á þjóðlegan og skiljanlegan hátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.