Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Kvæða
konan
w n
Margrét Hjálmarsdóttir er einn þekktasti
fulltrúi rímnakveðskapar á Islandi nú
á tímum og hefur raunar verið það lengi.
Hún á ekki langt að sækja þá gáfu, því
Hjálmar í Bólu var langafí hennar.
Sigurður Ægisson tók hús á Margréti
í liðinni viku og forvitnaðist um ætt hennar
og lífsferil, en hún fagnaði 80 ára afmæli
sínu fyrir tveimur árum og fékk þá m.a.
harmonikku að g;jöf, sem hún grípur í þeg-
ar hún er ekki að kveða rímnastemmur.
EG ER fædd á Blönduósi,
30. ágúst árið 1918.
Faðir minn, Hjálmar
Lárusson, var úr Húna-
vatnssýslunni. Hann var
dóttursonur Bólu-Hjálmars, sonur
Sigríðar Hjálmarsdóttur. Og móðir
mín, Anna Halldóra Bjarnadóttir,
var af Ströndunum, alin upp í
Klúku í Bjarnarfirði," segir Mar-
grét, eða Gréta, eins og hún vill
láta kalia sig, aðspurð um uppruna
sinn.
„Þegar ég var á fyrsta ári flutt-
ust þau til Reykjavíkur, eignuðust
hús á Grímsstaðaholtinu og við
bjuggum þar til ársins 1928. Pabbi
var trésmiður og útskurðarmeist-
ari, skar út úr horni, fílabeini og
perutrjávið marga fágæta muni,
sem hann ýmist seldi eða gaf vin-
um sínum. Hann lærði teikningu
hjá Stefáni Eiríkssyni. Þeir voru
þar saman, Ríkarður Jónsson og
hann. Eg á t.d. fílabeinsnælu sem
pabbi skar út, með nafninu Gréta.
Og á Þjóðminjasafni Islands er til
útskorið horn og á því er vísa;
hvort tveggja er eftir hann.“
Úr Reykjavík norður í land
„Foreldrar mínir eignuðust sjö
böm. Elst var Sigríður, fædd 1910,
önnur Ingibjörg, fædd 1913, þriðji
Jón, fæddur 1914, fjórði Ríkarður,
fæddur 1916, síðan kom ég, 1918,
sjötti Kjartan, fæddur 1920, og
yngstur var svo Hjálmar, fæddur
1925. Systir mín, Ingibjörg, var al-
in upp í Stóra-Dal í Austur-Húna-
vatnssýslu og við kynntumst ekki
fyrr en við vorum orðnar fullorðnar
konur.
Pabbi dó 10. ágúst 1927. Hann
var þá búinn að liggja í rúminu í
fjögur ár, lamaður. Eftir að hann
lést vorum við einn vetur í Nýjabæ
á Grímsstaðaholti en svo flutti
mamma með okkur á Ránargötu
13, í gamla Doktorshúsið. Þar
bjuggum við í tvö ár, en svo flutti
mamma með okkur yngstu systkin-
in norður í land, á Ytra-Fjall í Að-
aldal í Suður-Þingeyjarsýslu.“
Fjölskylda stofnuð
Þama fyrir norðan kynnist Gréta
eiginmanni sínum, ■ Forna Jak-
obssyni, og þau ganga í hjónaband
1936. Fyrstu árin bjuggu þau í
Haga en fluttust þaðan til Saltvíkur
og voru þar eitt ár. Síðan fóm þau
út í Breiðuvík á Tjörnesi og vom
þar í sjö ár.
„Það var yndislegur tími,“ segir
Gréta, „nóg að bíta og brenna; allt-
af nógur fiskur og annar matur. Og
þar eignaðist ég fjögur börn.
En árið 1944 bilaði heilsan hjá
mér, svo við fluttum frá Breiðuvík
suður í Haga á ný. Þar bjó bróðir
Forna með móður sinni og við sett-
umst þar að. Litlu seinna byggðum
við nýbýli út úr Haga, sem heitir
Fornhagi, og þar bjuggum við sam-
an í átta ár. Og þar eignaðist ég
tvær dætur. Ég átti því orðið sex
börn, þrjár dætur og þrjá sonu.
Árið 1965 slitum við Forni sam-
vistir og ég fór til Reykjavíkur. Þar
giftist ég öðm sinni, og nú Herði
Bjamasyni. Hann var náfrændi
minn, út af Bólu-Hjálmari líka. Við
bjuggum á ýmsum stöðum í
Reykjavík. Hann veiktist svo af
parkinsonveikinni og var fluttur á
umönnunar- og hjúkmnarheimilið
Skjól, og var þar síðustu árin. En
ég er hér í Fumgerði 1 í Reykja-
vík.
Af börnunum mínum er Jón elst-
ur, Hjálmar Jakob annar, Anna sú
þriðja, Pétur sá fjórði, Nanna sú
fimmta og yngst er Sesselja.
Barnabörnin era orðin 20 og barna-
barnabörnin 12.“
Áhugi á rímnakveðskap
vaknaði snemma
Og Gréta heldur áfram frásögn
sinni.
„Ég vandist rímnakveðskap og
Ijóðum allt frá barnæsku og í upp-
vexti okkar gekk mamma í Kvæða-
mannafélagið Iðunni, en það var
stofnað 1929, og hafði okkur systk-
inin með sér. Og þar voram við lát-
in kveða á fundum. Ég og Kjartan
bróðir kváðum t.d. inn á vaxhólka;
þá var hann fjögurra ára og ég sex.
Og þetta á ég ennþá og geymi. Ég
á líka rödd pabba, þar sem hann er
að kveða. Það er ég búin að láta
flytja yfir á segulband. Vinur hans,
Jón Björn nokkur Gíslason, kvað
með honum. Allt þetta er mér dýr-
mæt eign.
Svo endurnýjaði ég þennan
kunningskap við Kvæðamannafé-
lagið Iðunni þegar ég kom aftur að
norðan og hef verið þar síðan og
get kveðið ennþá, þótt orðin sé 82
ára.“
Hljómplata 1980,
geisladiskur 1998
„Ég hef oft verið tekin upp á
segulband," segir Gréta. „Á árun-
um 1970-1980, þegar við bjuggum
á Sólvallagötunni, kom hingað til
lands kona frá Ameríku, dr. Am-
anda Burt. Hún var að leita að ís-
wnMwwiM
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Margrét Hjálmarsdóttir, 82 ára gömul, með harmonikkuna, sem hún fékk í afmælisgjöf fyrir tveimur árum.
lenskum sérkennum,
bæði kveðskap og
sálmalögum. Hún komst
í kynni við mig, í gegn-
um Hönnu Bjarnadóttur
söngkonu og ég kvað
fyrir hana á spólu alla
Hjálmarskviðu eftir
langafa minn, Bólu-
Hjálmar. Henni fannst
þetta alveg dýrlegur
kveðskapur.
Og Svavar Gests tók
mig upp árið 1980 og
gaf út á hljómplötu. Ég
kvað þar 33 rimna-
stemmur. Þessi plata er
löngu uppseld og hvergi
fáanleg.
Og fleiri hafa komið
til mín í sömu erinda-
gjörðum og dr. Amanda,
að taka upp þennan
gamla kveðskap. Ég
man t.d. að einn var fró
Hollandi og annar frá
Danmörku. Og einu
sinni kom meira að
segja til mín arabi og
við fómm suður í Ey-
vík á Grímsstaðaholti
og þar tók hann upp mikinn kveð-
skap. Og á meðan ég var að kveða
„Þú ert hljóður þröstur minn,“ eftir
Þorstein Erlingsson, söng þröstur
úti í tré. Þetta þótti arabanum al-
veg sérstakt. Hann var frá UN-
ESCO, sagðist vera að safna
kvæðalögum, og væri búinn að fara
víða og safna ýmsum þjóðlegum
fróðleik.
Ævar Kjartansson, bróðursonur
minn, sem vinnur hjá Ríkisútvarp-
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þegar Margrét var um fímmtugt byijaði liún að mála og naut við það leiðsagnar
Hrings Jóhannessonar. Þetta olíumálverk, frá 1971, er ein af fyrstu myndum hennar
og sýnir staðinn þar sem Laxárvirkjun er núna. í fjarlægð sér í Núpinn og Kinnaríjöll.
inu, hefur líka oft komið og tekið
mig upp á segulband.
Svo var gefinn út árið 1998
geisladiskur í samvinnu Smekk-
leysu og Stofnunar Áma Magnús-
sonar á íslandi, og á honum eru
sungin og kveðin íslensk þjóðlög
við kvæði, rímur, sálma, sagna-
dansa, drykkjuvísur, þulur og
barnagælur, og koma þar ýmsir
flytjendur við sögu. Rósa Þor-
steinsdóttir og Andri Snær Magna-
son tóku saman efnið, en það var
tekið upp víða um land á árunum
1903-1973 og er nú varðveitt í seg-
ulbandasafni Árnastofnunar. Þessi
geisladiskur nefndist „Raddir“. Þar
kvað ég m.a. ljóð, sem heitir Fer-
skeytlan, og er eftir Mariu Bjama-
dóttur, tengdamóður mína og
frænku, sem var fædd árið 1896 en
dó 1976.
Og þar kváðum við Kjartan bróð-
ir minn einnig saman úr Andrarím-