Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 B 11 Haustvindar glaðir HER I sólarríkinu bíðum við eftir haustinu með jafnmikilli eftirvænt- ingu og þið, heima á Fróni, bíðið vorkomunnai- eftir erfiðan vetur. í fimm mánuði hefur sólin bakað okkur miskunnarlaust og jafnvel tíðar hita- beltisskúrir hafa ekki slegið á hitann að neinu ráði. A daginn hefur meðal- hitastig verið um 35 á Celcíus og ekki farið nema niður í 20 á nóttunni. Ekki svo að skilja að íbúamir stundi ekki útivera eins og golf, tennis, göngur, hlaup o.þ.h., en því fylgja skiljanlega mikil svitaböð. Sjórinn og sundlaug- amar era auðvitað vinsæl, en samt er þess beðið með óþreyju, að hitinn sljákki og haustið komi. Upp úr miðjum september geta glöggir byrjað að sjá merki haust- komunnar. Fyrstu farfuglamir koma hér við á leið sinni til vetrai-heim- kynnanna, og margir þeirra eyða reyndar vetrinum hér um slóðir. Fyrst birtast hér nokkrar svölu- tegundir, sem skjótast í hópum um loftið á miklum hraða. Næst fara að sjást niður í fjöram, ýmsar tegundir vaðfugla og svo koma tildramar sprangandi í litlum hópum og velta við steinvölum til þess að geta gætt sér á því sem undir þeim býr. Þær verpa á Labrador og Græniandi en flækjast í auknum mæli til Islands. Pehkanamir koma í oddaflugi um miðjan október úr varplöndum sínum í Georgíu og Suður-Karólínu, en þeir nenna ekki að fljúga lengra en þang- að, þótt stóra hafi þeir vængina. Kn'an, sem lengst ferðast allra far- fugla, millilendir því miður ekkert hér á ferð sinni alla leið niður á suður- skautið. Það era ekki eingöngu fuglarnir; sem ferðast langa leið vor og haust. I hinum fjölskrúðuga heimi skordýr- anna er að finna kóngafiðrildið (Mon- arch butterfly), stórt og fagurt, app- elsínugult og svart, sem hagar sér eins og farfugl. Það hefir vetursetu í Mexíkó en flýgur alla leið upp í Norð- urríkin og Kanada á vorin. Síðla sum- ars sjáum við mikið af þessum tignar- legu fiðrildum á leið sinni tii vetrarheimkynnanna. Fyrir nokkrum áram var skemmtileg frétt í blöðun- um hér um skólakrakka í Ohio sem fundu þrjú kóngafiðrildi er orðið höfðu eftir og beið þeirra ekkert nema dauðinn, því hrímkalt haust var á næstu grösum. Höfðu krakkamir samband við flugfélag sem var með ferðir til Flórída, og svo var búið um strandaglópana í þar tif gerðum kassa. Þegar til Flórída kom, var Þórir S. Gröndal skrifar frá Fl lórída þeim sleppt með pomp og pragt að viðstöddum íjölmiðlum og slógust þau þar í hóp annarra kóngafiðrílda, sem komin vora hingað suður á leiðinni til Mexíkó. Og þá má ekki gleyma farfólkinu. Við vitum, að haustið er ekki langt undan þegar við verðum vör við bif- reiðar, sem skráðar era í Norðurríkj- unum og Kanada. Þessir þjóðflutn- ingar hefjast í september, en obbinn af farfólkinu kemur samt ekki fyrr en seinna, því margir vilja bíða þar til fyrstu frostin koma og snjór fellur í sumarbyggðinni. Mest af þessu fólki er komið á eftirlaun og hefir keypt sér húsnæði til vetursetu í Flórída. AU- margir landar okkar era komnir í þennan hóp og era þeir það farfólk sem einna lengst flýgur, rétt eins og krían. Það er öraggur haustboði, þeg- ar fyrsti farfuglinn hringir og tilkynn- ir að hann sé kominn á staðinn! Það er nokkuð víst að haustið sé á næstu grösum þegar dvína fer fjöl- miðlafárið út af fellibyljum og öðram slæmum stormum. Raunveralega byrjar fellibylja-tímabilið 1. júní og endar í nóvember, en mesti hættutím- inn er seinni hluta sumars. Svo virðist sem á hverju ári sé spáð metfjölda storma og svo var á þessu ári. Sér- fræðingamir kepptust um að magna hrakspámar og hræða lýðinn sem allra mest. En staðreyndin er sú, að í sumar hefii' allt verið í sómanum og blómanum og ekki svo mikið sem fok- ið um koll eitt gamalt og fúið tré hér í Suður-Flórída. Þeir, sem búa á norð- urhluta skagans, hafa reyndar fengið nokkra smærri stoi-ma og allmikið regn, sem var vel þegið, því þurrkar vora búnir að plaga svæðið. I júlí mögnuðu fjölmiðlarnir upp spána fyrir fellibylinn Debbie, sem búið var að fylgjast með alla leið frá Afríku. Virtist hann alltaf stefna á Flórída og átti að lenda næstum beint á skrifstofunni okkar samkvæmt korti í dagblaðinu. Feikiieg sala var á krossviðarplötum til að negla fyrir glugga, flöskuvatni, kertum, batter- íum, dósamat o.þ.h., en aldrei kom stormurinn, því hann missti máttinn norður af Hisganíóla og varð bókstaf- lega að engu. Ég hefi það fyrir satt, að stærsta byggingarvöraverzlanakeðj- an hér um slóðir sé stóreigandi í sjónvarpsstöð þeirri sem gerir ekkert annað en sýna veðm’spár og veður- fréttir. Milli fréttanna era svo sýndar auglýsingar frá keðjunni þar sem fólki er sagt hvaða nauðsynjar skuli kaupa áður en stórstormur skellur á landinu. Eflaust getur einhvem tíma komið að því að þeir sem birgt hafa sig upp geti notað góssið ef fellibylur- inn kemur, en hinir kæralausu verða þá bara að kúra svangir og þyrstir í myrkrinu. Þegai- við höfum séð appelsínumar og greipaldinin bústna og stækka á trjánum okkar höfum við alltaf vitað að haustið væri ekki langt undan. Hægt er að byrja að tína ávextina um jól og í febrúar þarf að vera búið að koma öllu í hús því um það leyti byrja trén að blómstra og er anganin dísæt og unaðsleg. Við höfum ávallt reynt að nýta hvem ávöxt en það sem við höfum ekki getað borðað eða gefið höfum við notað í safa sem hægt er að frysta og drekka seinna. En núna er ánægjan af trjánum okkar tvehn því miður búin. Fyrir nokkram árum kom upp mjög alvar- legur sjúdómur (citrus canker) í súr- aldintrjám í Suður-Flórída og hafa sérfræðingar verið að berjast við hann og reyna að koma í veg fyrir að hann breiðist út til stærstu ræktunar- svæðanna sem era hér rétt fyrir norð- an, en eins og kunnugt er, rækta Flór- ídamenn meira af súraldinum heldur en nokkrir aðrir í veröldinni. Mis- kunnarlaus niðurskurður var ákveð- inn og féllu okkar ástkæra, rúmlega tvítugu tré í valinn um daginn. Ríkið gefur okkur gjafabréf á ný tré, sem ekki má planta fyrr en eftir tvö ár. Hægt og sígandi fer hitinn að minnka og einhvem morguninn seint í október tekur maður eftir því að hitastigið er ekki nema um 12 á Celcíus í stað 20 áður og yfir daginn kemst það ekki nema í 25! Þá verður hægt að opna gluggana og viðra húsið reglulega vel. Svo verður farið í gróðrarstöðina og keypt vetrarblóm og þeim plantað út í beðin í kringum húsið. Þá verður sofið við opna glugga og vaknað við fuglasöng í stað suðsins frá loftkælingunni. Haustið hjá okkur verður aldrei eins gott og vorið ykkar á Fróni, en þetta er nú það bezta, sem íslenzkir Flórídanai' eiga völ á héma í henni Ameríku. Námskeið Að skara fram úr Gæðastjórnunarfélags íslands dagana 17. og 19. október 2000, kl. 13:00 - 16:30 í Þjóðmenningarhúsinu, sal Jóns Sigurðssonar Leiðbeinendur Haraldur Á. Hjaltason Jón Freyr Jóhannsson framkvæmdastjóri VSÓ Deloitte & Touche - framkvæmdastjóri Skref í rétta átt ehf. Ráðgjafar ehf. Á þessu tveggja daga námskeiði verður lögð áhersla á EFQM sjálfsmatslíkanið og notkun þess við mat á stjórnunarárangri fyrirtækja. Fjallað verður um ávinning af notkun EFQM líkansins, mismunandi aðferðir við framkvæmd sjálfsmats, hlutverk sjálfsmats í daglegri starfsemi fyrirtækja og tengsl EFQM líkansins við íslensku gæðaverðlaunin. Síðasti skráningardagur er fimmtudaginn 12. október 2000 Verð: 13.900 fyrir Innifalið: Nánari upplýsingar ^Europ.on félagsmenn Kaffi, og skráning: <SS3S> 16.900 fyriraðra. EFQM Líkanið Netfang: gsfi@gsfi.is Þriðji þáttakandi: 50% afsláttur og námsgögn Sími: 533 5666 GJEÐUTjÓtliUIUUfUG tSUNDS Lífekraftur kvenna Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur Vegna mikíHar aðsöknar verða tvð ný némskeið fyrir |6i Kjörið fyrir allar konur sem vilja bæta líðan sína, öðlast meira sjálfetraust og fa jákvæðari sýn á lífið. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jónfna Benediktsdóttir. Jónfna hefur um árabil haldið fyrirlestra og námskeið fyrir konur á öllum aldri. Hún mun aðstoða þátttakendur við að finna sinn innri styrk og sjá markmið sín í nýju Ijósi. Lærðu: Að finna rétta sjálfemynd Að setja raunhæf markmið Að takast á við erfiðleika Að koma skoðunum þínum á framfæri Að láta draumana rætast Námskeiðin verða sunnudagana 29. október og 5. nóvember, standa frá 10-16 og kosta 9.900 kr. Staður: Planet Pulse-Heilsuskólinn Skráning í síma 588 1700 <í/ í*rr /.vt> » C E L A N D m Matvœla- og nœringarfrœðafélag íslands ORUGG MATVÆLI MATVÆLADAGUR MNÍ 2000 verður haldinn í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík fdstudaginn 13. október kl: 12:30-17:00. Dagskrá: 12:30-13:00 Skráning 13:00-13:10 Setning Sjávarútvegsráðherra, Ámi M. Mathiesen 13:10-13:40 Yfirlit yfir helstu matarsjúkdóma af völdum örvera Haraldur Briem, Sóttvamalæknir 13:40-14:10 Tíðni sjúkdómsvaldandi baktería í matvælum á íslandi Ásmundur Þorkelsson, Hollustuvernd ríkisins 14:10-14:40 Örugg matvæli - reynsla ráðgjafans Snorri Þórisson, Sýni ehf. 14:40-15:40 Kaffi og afhending Fjöreggs MNÍ 15:40-16:20 Risk perception and risk communication about food safety issues Dr. Lynn Frewer, Food Research Institute, Englandi 16:20-16:50 Kjúklingarækt og vinna við uppbyggingu gæðakerfis í kjúklingabúum Sigurborg Daðadóttir, Móum ehf. 16:50-17:00 Samantekt og ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir Þátttökugjald: 3.000 kr (innifalin ráðsteíhugögn, kaffi og meðl.) 1.500 kr íyrir nemendur Fundurinn er öllum opinn. Þátttaka tilkynnist fyrir 11. október til Sofflu í síma 540 8037 eða á tölvupósti soffia@lyfjav.is eða til Ragnheiðar í síma 511 5555, á tölvupósti ragnheidur@si.is eða á faxi 511 5566.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.