Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 7

Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 B 7 • • Rannsóknarnefnd sjóslysa lýkur rannsókn á sjóslysi Oðufellsins Ofhleðsla talin vera meginorsök slyssins RANNSÓKNARNEFND sjóslysa hefur lokið rannsókn á sjóslysinu sem varð um fimm sjómílur undan Skálum á Langanesi þann 1. júlí árið 1997. Þá sökk skelfiskbáturinn Öðu- fell ÞH-365 en áhöfnininni, þremur mönnum, var bjargað um borð Krist- ínu HF-165. Nefndin telur að megin- orsök slyssins hafi verið ofhleðsla. Nefndin telur að sjóslysið og rannsóknin á orsökum þess gefi sér- stakt tilefni til þess að setja skýrari reglur um það hvernig staðið er að hallaprófunum skipa. Hún telur t.d. brýnt að við hallaprófun séu að- gi-eindir allir þeir hlutir sem ekki teljast til eigin þyngdar á tómu skipi svo sem veiðarfæri, hvers konar búnaður til fiskvinnslu o.fl. Nefndin telur einnig að við hina árlegu aðal- skoðun á skipi sé mikilvægt að full- nægjandi stöðugleikagögn séu til staðar um borð í viðkomandi skipi og að skipstjórnarmenn hafi kynnt sér gögnin. Aðdragandi slyssins Aðdragandi slyssins var sá að loknum veiðum í Bakkafirði um klukkan 21.50 hélt Öðufellið áleiðis til hafnar í Þórshöfn með lestar full- ar af skelfiski en hann var geymdur í grindarkörfum og voru 36 grindur í lestunum, móttakan var full (tvær grindur) og einnig plógurinn (3-4 grindur). Hver grind tekur um 1.200 kíló. Um klukkan 22 varð stýrimaður var við smávegis halla á sldpinu en skipverjar töldu að um svokallaðan olíuhalla væri að ræða þar sem runn- ið gat á milli olíutanka í skipinu. Skipstjórinn hægði á ferðinni, setti út tvær andveltiflaugar og dældi í framhólf lesta og skipið rétti við sér. Næsta einn og hálfa tíma gekk siglingin snurðulaust fyrir sig en um klukkan 23.35 varð stýrimaður var við að skipið var orðið sigið að aftan og með halla í stjórnborða. Hann ræsti dæluvél í vélarrúmi með fjar- stýribúnaði í stýrihúsi, gekk aftur eftir lestarlúkum að skutgálga og hugðist daela sjó úr afturhólfi ef sjór væri þar. Á leið sinni til baka í stýri- húsið varð hann var við að skipið var orðið lunningafullt og halli um 10 gráður. I sömu mund komu skip- stjóri, sem hafði verið í koju, og vél- stjóri upp í stýrihús. Skipstjórinn sló sjálfstýringu út og lagði stýrið hart í stjór, gaf fyrirmæli um að sjósetja gúmmíbjörgunarbátinn og kallaði síðan í talstöð eftir hjálp. Um klukkan 23.40 er talið að skip- ið hafi sokkið eftir að hafa hvolft. Skipverjum tókst að komast í björg- unarbátinn og um tveimur klukku- stundum síðar var þeim bjargað um borð í Kristínu HF. Uppfyllti ekki lengur stöðugleikakröfur í nefndaráliti rannsóknarnefndar sjóslysa kemur fram að meginorsök slyssins hafi verið ofhleðsla eins og kom fram hér að ofan. Þar segir: „Auk fullhlaðinna lesta var skel í plóg og móttöku sem minnkaði frí- borð við skut. Þetta rýrði mjög stöð- ugleika skipsins þannig að það upp- fyllti ekki lengur stöðugleikakröfur. Þá var sjór í einu lestarhólfi með óheft yfirborð og olíulögn milli brennsluohugeyma var opin. Á siglingu skipsins tók það sjó inn á þilfar afturskips í gegnum stór austurop á lunningum sem lágu beggja megin við lúkukarm sem enn frekar rýrði stöðugleikann. Þótt op hafi verið á miðri skutlunningu undir plógbrautinni gat sjór allt eins runn- ið þar inn sem út. Þá ber að hafa í huga að fríborð var lítið við skut og skipið var með gaflskut sem vegna lögunar og legu dró verulega að sér sjó. Þar við bætist að skipið var með plóginn fullan af skel. Plógurinn var tæplega þriggja metra breiður og með breið skíði, tæpt fet niður í sjó, og eins voru bugtir af sjóbarka niður í sjó. Þá var skipinu siglt með vind og sjó fyrir aftan þvert. Við þessar að- stæður gat sjór er fór þessa leið hafa verið meðvirkandi þáttur í að skapa hættulegt óheft vökvayfirborð á aft- urþilfari. Þetta óhefta yfírborð skerti stöð- ugleika skipsins umtalsvert. Ofurlítil stjórnborðsslagsíða, er var til staðar, hafði þau áhrif að réttiarmur skips- ins var veikari í það borðið og skipið valt meira í stjórnborða en áður. Það var aftur til þess að fleygur myndað- ist við stjórnborðslunningu, sem enn jók á hallann, samfara því að skipið tók inn viðbótarsjó við austurop. Til viðbótar skapaðist lítils háttar halla- vægi í vökva í rýmum skipsins. Þegar þessar aðstæður höfðu skapast var stöðugleiki skipsins orð- inn þverrandi og stjórntök í stýris- húsi, þar sem stýri var beitt hart í stjór með óbreyttri ferð skipsins, virkuðu í þá átt að auka hallann sem varð til þess að skipinu hvolfir og það sekkur." Sértilboð til Prag 23. október frá kr. 16.900 með Heimsferðum Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki- færi til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi til Prag þann 23. október. Þú bókar á mánudag eða þriðjudag og tryggir þér sæti út á órúlegu verði. I boði eru góð 3 og 4 stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um borgina og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar heil- landi borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Verðkr. 16.900 Flugsæti fyrir fullorðinn, m.v. flug út 23.október, heimflug 26.október. Skattar kr. 2.780.- Hótel frá kr. 2.600 kr. á nótt. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Skipulagning verslunarrýmis Námstefna á Grand Hótel Reykjavík 10. október 2000 Grand Hótel Reykjavík 10. október 2000 9:00 - I 1:30 Kr. 3.900 Námstefnan er ætluð verslunareigendum, verslunarstjórum, heildsölum og öllum, þeim sem koma beint eða óbeint að vörusölu í gegnum verslanir. Fjailað verður um skipulag og nýtingu verslunarrýmis, vöruflæði i gegnum verslanir og áhrifaríka framstillingu vöru í verslunum. Á meðal fyrirlesara verða Aiistair Burke, sem er sérfræðingur í framstillingu í verslunum. Burke á að baki áratugastarf á þessu sviði og er nú starfandi aðstoðar- forstjóri HL Display. stærsta framleiðanda framstillingartxkja í Evrópu. Einnig munu Thor Ólafsson, framkvæmdastjóri Rýmis, og Bryndís Eva jónsdóttir innanhúshönnuður. ræða um hönnun verslunarrýmis og kynna möguleikana sem eru fyrir hendi. Innritun er i síma S33 4567. Netfang: stjomun@stjornun.is Takmarkað sætaframboð. Stjómunarfelðg Islands SB FORIUNA | Kringlukast 2.3351 Kringlukast 333 Kringlukast 2-695| Kringlukast 13.830 | Kringlukast 3.3351 NANOQ* Opið hjá NAN0Q í Kringlunni: Mánud.-miðvd. 10-18.30 • fimmtud. 10-21 föstud. 10-19 og laugard. 10-18 • sunnurfaga 13-17 Kringlukast 8.9901 lífið er áskonm! iferð áður 3.495 Iferð áður 499 Iferð áður 3.495 tferð áður 19.890 Iferð áður 5.495 tferð áður 13.890 Iferð áður frá 7-795 Krínglukast frá 5.795 Uerð áður 1*1.330 Kringlukast 5.990 S 1 Iferð áður 4.995~f L 1 L Kringlukast 2.995 AUK k204-113 sia.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.